Helgarpósturinn - 14.03.1996, Side 11

Helgarpósturinn - 14.03.1996, Side 11
FIMMTUDAGUR14. MARS1996 11 Klámhögg í skjóli tjáningarfrelsis Ilýðræðisríkjum er á köflum grunnt á örg afturhaldssjón- armið gagnvart fjölmiðlum. Þessa gætir gjarnan í kjölfar þess, að fjölmiðlar fjalla um umdeild og viðkvæm mál, sem vekja mikil og djúp tilfinninga- viðbrögð og víkja hlutlægni og rökhugsun til hliðar. Brynhild- ur G. Flóvenz lögfræðingur vill þannig takmarka tjáningar- frelsi á íslandi vegna þess, að í blaðamennsku samtímans ríki „lögmál frumskógarins" og því þurfi einstaklingar opinbera „vernd" fyrir fjölmiðlum. í grein eftir lögfræðinginn, sem birtist í Morgunblaðinu 6. marz, vekur hún máls á Guð- mundar- og Geirfinnsmálum og máli Óiafs Skúlasonar bisk- ups. Af greininni verður ekki ann- að skilið en, að (1) hún hafi stórkostlegar efasemdir um réttarríkið og (2) setja þurfi opinber bönd á fjölmiðlana vegna klámhögga. Það er engu líkara en að lög- fræðingurinn sé að reyna að læða því inn hjá fólki, að fjöl- miðlar séu sekir um, að fjórir alsaklausir menn voru látnir sitja í gæzluvarðhaldi um langa hríð. Og í sama dúr má skilja lögfræðinginn, þegar hún segir fjölmiðla hafa borið biskup þungum sökum um refsivert athæfi „og í sumum þeirra krafizt afsagnar bisk- upsins“. Brynhildur er búin að finna sökudólg! Enda þótt Brynhildur sitji í opinberri nefnd um útvarp virðist hún ekki kunna greinarmun á hlut- lægri frétt annars vegar og sérstökum, merktum greinum eða viðtölum, þar sem menn tjá skoðanir sínar hins vegar. Urlausnarefnið er einstakt, umræðan nauðsynleg og varð- ar alla þjóðina. Hún spyrðir saman með óleyfilegum og rakalausum hætti mistök dómgæzlunnar á sinni tíð, þegar fjórmenning- arnir voru lokaðir inni saklaus- ir mánuðum saman, og opin- berar ásakanir nokkurra kvenna á hendur leiðtoga ís- lenzku þjóðkirkjunnar 20 árum síðar. Nokkru síðar áttar hún sig samt á því, að það var hið opinbera réttarfar (ekki fjöl- miðlar), sem misgerði við fjór- menningana. Því sé vissulega nauðsyn á vernd einstaklinga gegn ríkisvaldinu! Sko til! (Þá má lögfræðingurinn ekki gleyma því, að endurupptaka Guðmundar- og Geirfinnsmála er til athugunar og þar skipta ekki litlu yfirlýsingar þriggja dæmdra einstaklinga, þar sem þeir drógu játningar sínar til baka í fjölmiðlum!) Fjölmiðlar Halldór Halldórsson Moldviðri tilfinningahitans Konan verður að skilja, að fjölmiðlar hafa greint frá alvar- legum ásökunum í fréttum, svo sem þeim ber skylda til. Fjölmiðlarnir hafa ekki borið biskup þungum sökum, heldur aðilar málsins! Þeir sem hafa haft skoðun á hugsanlegri af- sögn biskups, eða ekki, hafa tjáð sig undir nafni í sérstök- um greinum eða viðtölum og rökstutt mál sitt. Mér vitan- lega hefur enginn tekið af- stöðu til sektar í málinu. Sam- kvæmt viðtali í DV virðist Ragnar Aðalsteinsson, um- boðsmaður biskups, ekki kannast við þennan greinar- mun. Brynhildur G. Flóvenz, lög- fræðingur, vill takmarka tján- ingarfrelsi á íslandi vegna þeirrar skoðunar sinnar, að í blaðamennsku á íslandi ríki lögmál frumskógarins. Hún lík- ir blaðamönnum við „sjálfskip- aða saksóknara og dómara" og sama gerir Ragnar Aðalsteins- son, lögfræðingur, sem virðist tala sér þvert um geð. í starfi sínu vekja blaða- og fréttamenn athygli á ýmsu já- kvæðu og neikvæðu, sem á sér stað í umhverfi okkar. Æðsta boðorð þeirra er að segja sannleikann — jafnvel þótt hann geti verið sársaukafullur. Ég skal verða síðastur manna til að neita því, að fjölmiðlum hafi orðið á í messunni. En þá má ekki gleyma því, að blaða- menn „búa við þann einstæða kost“ að þeir leggja verk sín í dóm lesenda sinna jafnharð- an. Það er öflugasta eftirlitið. Hvorugt þeirra dæma, sem Brynhildur tekur, eru dæmi um klámhögg fjölmiðla. Því er ekki óeðlilegt, að maður spyrji hvern skrambann hún eigi við með sundurlausri grein sinni? Þyrla upp moldviðri? Rugla fólk í ríminu? Fjölmiðlar búa við ýmsar takmarkanir í lögum, sem er ætlað að vernda einstaklinga, til dæmis meiðyrðalöggjöfin og siðareglur blaðamanna. Gagnrýnendur fjölmiðla ið“ í samfélaginu. í lýðræðis- ríkjum Vesturlanda búum við við þrískiptingu valdsins og er kveðið svo á í stjórnarskrá ís- lenzka lýðveldisins. Nafngiftin „fjórða valdið“ er tilraun til þess að undirstrika meint gíf- urlegt vald fjölmiðlanna. En eins og öllum hugsandi mönn- um ætti að vera Ijóst, er þessi líking villandi. Hið þrískipta vald er opinbert vald. Sér- staða fjölmiðla, sem vissulega steinssonar um fjölmiðlana og siðferðislega ámælisverð vinnubrögð þeirra með því að birta vísvitandi rangar fréttir dag eftir dag til þess eins að selja blað. Þetta sagði Ragnar í líki sérfræðingsins, ákaflega íhugull og hiklaus. Með þess- um ummælum fór umboðs- maður biskups langt út fyrir mörk, sem hann þekkir mæta vel. Enda reyndi hann að slá þessum ummælum upp í grín „í lýðræðisríkjum er á köflum grunnt á örg afturhaldssjónarmið gagnvart fjölmiðlum. Þessa gætir gjarnan í kjölfar þess, að fjölmiðlar fjalla um umdeild og viðkvæm mál, sem vekja mikil og djúp tilfinningaviðbrögð og víkja hlutlægni og rökhugsun til hliðar.“ verða að gera sér grein fyrir nokkrum grundvallaratriðum: Fjölmiðlar flytja fréttir í víð- asta skilningi þess orðs og þeir birta greinar eftir lesend- ur eða greinarhöfunda, þar sem fram koma skoðanir höf- undanna. Þeir eru vettvangur skoðanaskipta, og á sinn hátt gegna þeir eins konar ljósmóð- urhlutverki við að koma upp- lýsingum á framfæri. Tjáningarfrelsi umba Fjölmiðlar hafa á þessari öld oft verið nefndir „fjórða vald- geta verið valdamiklir, er ein- mitt sú, að þeir eru ekki hluti hins opinbera valds. í því ligg- ur styrkur þeirra og meðal annars af þeim sökum geta fjölmiðlar veitt hinu þrískipta opinbera valdi aðhald. Mannréttindi án tjáningar- frelsis, ritfrelsis og skoðana- frelsis, eru orðið tómt. Tján- ingarfrelsið er forsenda þess, að lýðræðisþjóðfélög standi undir nafni. Og í skjóli tjáning- arfrelsisins þrífst allur and- skotinn. Til dæmis rangar staðhæfingar Ragnars Aðal- eftir á. Ef mannréttindalög- fræðingurinn kýs að iðka tján- ingarfrelsi sitt með þessum hætti, verði honum að góðu. „Hröð og fumlaus vinnubrögð" var lýsing.hans á því verkefni sem hann þyrfti að vinna fyrir biskup. Svo vill til, að það er daglegt brauð blaðamanna að vinna hratt og fumlaust. En eins og blaðamenn verður hann að vera vand- virkur. Höfundur er blaðamaður og hefur meistarapróf í fjölmiðlafræðutn. þingmannsefnið foTSetaefnið Jón Amar Magnússon Framsóknarflokkurinn geröi létta vor- hreingerningu í fjósinu hjá sér fyrir síð- ustu alþingiskosningar og kippti aö því búnu nokkrum „ungmennum" inn á þing. Þar á meðal voru hinn þungbrýndi Magnús Stefánsson, sem ekkert hefur spurst til síðan; ísólfur Gylfl Pálmason, fámæltur bróðir heilbrigðisráöfrúarinnar alblóöugu; og Siv Friðieifsdóttir, sem lofaði góöu í upphafi en hefur svo gert hverja gloríuna á fætur annarri. Og var þá ekki betur heima setiö en af staö farið? (Þar fyrir utan er nauðsynlegt að setja æsku hinnar vanheil- ögu þrenningarí gæsalappir.) Nei, hefði ekki veriö ráð aö fá inn þingmann sem raunverulega hefði getað staöið meö sóma og látið til sín taka af krafti óþreyjufulls æskufólks? Helgarpósturínn gerir þaö aö tillögu sinni, að Halldór Ásgrímsson slái nú á þráöinn til hins glæsta frjálsíþrótta- manns Jóns Arnars Magnússonar og undirstingi hann með framboð aö þremur árum liðnum; ef stjórnin springur þá ekki löngu fyrr vegna innbyggðs geðklofa í íhalds- og frjálslyndismálum. Jón Arnar yrði dásamlegur fulltrúi æsku landsins inni á þingi, enda einungis 26 ára í dag og því fullur af þrótti og tryllingslegum hugmynd- um; eyöum öllum fjárlögunum í aö fjár- magna næstu mynd Schwarzeneggers og fáum þau svoleiöis margföld tilbaka, brú- um Breiðafjörð, byggjum þak yfir Hafnar- fjörð og svo framvegis. Engu aö síður myndi Jón Arnar falla vel að ímynd Fram- sóknarflokksins, verandi sveitamaður í húð og hár og vandræöalega búralegur ásýndar þegar í jakkafötin er komið. Allra best væri þó — svona landkynningarlega séð — ef ísland gæti eignast í Jóni Arnari eina þing- manninn í veröldinni sem er á heimsmæli- kvarða í íþróttum... Guðbergur Bergsson Hann Guðbergur Bergsson rithöfundur myndi án efa sóma sér vel á forseta- stóli. Hann er menntaður heimsborgari þótt hann eigi ekki að baki slímsetur á skóla- bekk fram á fertugsaldur. Guðbergur hneykslaði marga með Tómasi Jónssyni hér í eina tíð en hlaut aðdáun annarra. Síð- an hefur hann siglt einskipa á rúmsjó ís- lensks skáldskapar en lesendur eru löngu hættir að deila um verk hans. Guðbergur hefur lengi dvalið með öðrum þjóöum og hefur aðra sýn á Islenskt og alþjóölegt samfélag en margir þeir sem hafa alið all- an sinn aldur á sömu hundaþúfunni. Hann getur verið bráðfyndinn í ræðu og riti og gerir óspart grín að ýmsu því sem aörir sjá ekkert broslegt við. Þaö er nauösynlegt að á Bessastöðum sitji maður sem hefur húm- orinn í lagi og horfir ekki á heiminn gegnum gleraugu þröngsýni. Guðbergur Bergsson er smekkmaöur á margt, til dæmis mat, vín og listir. Ekki er hægt að krefjast meira af forsetaefni. Þá spillir það ekki fyrir að Guð- bergur er nægjusamur og berst lítt á svo það er lítil hætta á að rekstur embættisins fari fram úr áætlun undir hans stjórn. Hann er maður einhleypur og því þarf þjóðin ekki að deila um ágæti eða ekki ágæti maka veröandi forseta í þessu tilviki. Guöbergur Bergsson er kurteis og fágaður heimsmað- ur sem mun Ijá forsetaembættinu menn- ingarlegt yfirbragö og hann er í senn ramm- íslenskur og alþjóölegur maður. Það er því margt sem mælir með því að við förum þess á leit viö Guðberg að hann gefi kost á sér til embættis forseta. Það er skortur á frambjóöendum enn sem komiö er og því er lag aö grípa Guðberg glóðvolgan og ýta honum I framboö. Víst er aö engum mun leiðast undir framboösræðum hans... m Sigurður Hróarsson Var bolaö miskunnarlaust frá Borgarleikhúsinu fyrir fáeinum mánuöum og nýr leikhússtjóri ráðinn I staöinn. Nú kemur gamla gengiö skríöandi til baka og þrábiður manninn að taka aftur viö. Ólafur Skúlason Meö íðilfagurri bragöafléttu hef- ur honum og Ragnari tekist að fá helming þjóðarinnar til aö trúa hvorki á sekt hans né sann- leiksgildi framburðar kvennanna fimm. Siðferðislegt heima- skítsmát er í nánd. Hið umdeilda herbragö, aö gefa fyrst allra alvöru kandídata kost á sér, er að ganga upp. Davíð sýnist ætla aö heykjast á fram- boöi og aörir frambjóöendur eiga tæplega möguleika gegn flauelsfrúnni. Ólafur Ragnar Grímsson Greip enn einu sinni til þess gamla snjallræöis, að gera ekki neitt, segja ekki neitt og halda sér alfariö frá sviösljósinu til að öölast á ný aödáun þjóöar sem elskar og dáir slíka pólitíkusa. Viðar Eggertsson Kom, sá og skíttapaöi. Var feng- inn I það vanþakkláta verk, aö gera bráönauösynlega vorhrein- gerningu hjá Borgarleikhúsinu. Eftir nokkurt fár ákváöu menn þar aö Viöar væri vonlaus og ráku hann. Kjartan Ragnarsson Þessum stórvini og helsta stuðn- ingsmanni Viöars mistókst ekki einungis aö ttyggja honum starfs- friö, heldur gerði hann sér lítiö fýr- ir og stakk af til Svíþjóöar meöan teikhússtjórinn var rekinn. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Stórvinkona Viöars gat ekki á sér setiö og lýsti yfir stórfuröu á brottrekstri hans. Næst mun hún vafalaust skipta sér af stjómarkjöri Félags eldri borgara og borötennisliöi Fellahellis. Páll Óskar Hjálmtýsson Haföi pottþéttan málstaö að verja þegar neitaö var aö sýna hommatónlistarmyndbandið, en kokgleypti krækjuna og féllst á aö klippa allar krassandi kynferð- isvísanir út úr því gegn sýningu.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.