Helgarpósturinn - 14.03.1996, Qupperneq 20
20
FIMMTUDAGUR14. MARS1996
Lyftutónlist lífsins
Mr. Holland’s Opus
Sýnd í Háskólabíói
Leikstjóri: Stephen Herek
Aðalhlutverk: Richard Dreyfuss,
Glenne Headley
★
Hér er á ferðinni kvikmynd
sem stólar á að áhorfend-
ur séu meðtækilegir og já-
kvæðir: til í að gleypa við risa-
stórum skömmtum af hreinni
amerískri velgju með hliðar-
skammti af væmni og slettu af
yfirborðskennd.
Mr. Holland’s Opus notast
við nær allar hinar stöðluðu
sálfræðiaðferðir slíkra Holly-
wood-fjölskyldumynda til að
hrífa áhorfandann með sér og
fá hann til að upplifa líf tón-
skáldsins og tónlistarkennar-
ans Glens Holland. Ungur og
metnaðargjarn maður verður
að taka hliðarspor frá tón-
smíðatakmarki sínu til að afla
sér og konu sinni fjár. Hann
neyðist til að kenna tónmennt í
menntaskóla. Á næstu þrjátíu
árum breytist hann „að sjálf-
sögðu“ í besta kennara sem
veröldin hefur alið og færir
ómælda gleði, visku og reynslu
yfir í heim nemenda sinna.
'vikmyndir
Krlstófer
Dignus
Pétursson
Richard Dreyfuss leikur
kennarann umrædda og tekst
að komast frá myndinni
óskaddaður að mestu
leyti þrátt fyrir ósannfærandi
öldrun (þökk sé lélegri
förðun) og klisjukennt hlut-
verk.
Burtséð frá Dreyfuss, sem
hefur alltaf orkumikla útgeisl-
un, sama hvaða hlutverk hann
fer með (minnumst Tin Men frá
árinu 1987 þar sem Dreyfuss
leikur bárujárnssölumann á
móti Danny DeVito eins og
hann eigi lífið að leysa), er lítið
annað í myndinni sem getur
talist áhugavert, hvað þá frum-
legt eða skapandi. Undanskil-
inn skal þó sá smáneisti sem
skapast milli tónlistarkennar-
ans og eins nemandans, Ro-
wenu Morgan að nafni (leikin
með sannfærandi tilþrifum af
Jean Louisu Kelly), þegar þau
undirbúa söngleik sem á að
setja á laggirnar í skólanum.
Kelly syngur og lítur út eins og
engill og biður hinn hugfangna
herra Holland að flýja með sér
til New York, þar sem hún geti
sungið það sem hann skrifar.
Herra Holland hafnar þessu
frelsistilboði vegna heilagleika
persónu sinnar og snýr sér aft-
Hinn danski skóli dauðans
„Sidste tiinen ýtir oft á hræðslutakka áhorfenda og kipptist salurinn
nokkrum sinnum allverulega við, mér til mikillar ánægju og yndisauka ...
Það kom samt ekki í veg fyrir að óljós framvinda og óskiljanleg endalok
myndarinnar eyðilegðu heildarútkomuna. Sannkölluð vonbrigði."
Sidste timen
Sýnd í Háskólabíói
Leikstjóri: Martin Schmidt
Aðalhlutverk: Lene Laub Oksen,
Tomas Villum Jensen,
Rikke Louise Anderson,
Karl Bille, Laura Drasbæk
★ ★
áningar og fólk um tvítugt
eru bestu fórnarlömbin í
hryllingsmyndum og hafa
hundruð þeirra farið öskrandi
og mismikið klædd yfir móð-
una miklu. Gerendurnir eru
margir hverjir orðnir að þjóð-
sagnapersónum sem allir
þekkja — samanber sænskætt-
aðan Freddy Kruger við Álm-
stræti, Jason sumarbúðahrelli
og mótelstjórann Norman Bat-
es. Gróskan í þessum geira
kvikmyndaiðnaðarins hefur
aðallega verið í smiðjum Holly-
wood (fyrir utan hina gullnu
öld Hammer-hryllingsmynd-
anna á 6. og 7. áratugnum í
Bretlandi), en nú virðist sem
ein Evrópuþjóðin hafi tekið
þessa gerð kvikmynda upp á
arma sína. Danska myndin
Næturvörðurínn sló rækilega í
gegn bæði í Evrópu og Amer-
íku, enda þar á ferð mjög vel
skrifuð og unnin hræðslu-
mynd. í henni blandaðist hið
fræga danska „ligeglad“-við-
horf saman við dökkt og ógn-
vekjandi andrúmsloft þannig
að útkoman varð frumleg og
eftirminnileg. í Sidste timen er
unnið áfram með þessa mix-
túru sem notuð var í Nætur-
verðinum en útkoman er ekki
jafngóð.
Fórnarlömbin í þessari
mynd eru sex menntaskóla-
tossar sem eru boðuð í eina
skólastofuna af ónefndum að-
ila. Brjálaður morðingi hefst
svo handa við að ganga frá
einu þeirra í einu á mismun-
andi hrottalegan hátt. Morð-
inginn gæti verið utanaðkom-
andi eða jafnvel einn úr hópn-
um og upphefst mikið tauga-
stríð og ofsóknarbrjálæði á
dimmum og löngum göngum
skólans. Samhliða þessum at-
burðum fylgist fjölmiðla-
stjarna æsifréttaþáttarins
Sidste timen, Mickey að nafni,
með öllum hryllingnum í ör-
uggri fjarlægð fyrir utan veggi
skólans, þar sem lögreglan hef-
ur umkringt húsið. Mickey er
ekkert heilagt og æsifréttin er
ofar öllu. Persóna hans minnir
óneitanlega á sjónvarpssná]>
inn Robert Downey Jr. í eftir-
minnilegu hlutverki þar sem
hann fylgdi blóði drifinni slóð
Mickeys og Mallorys Knox í
Natural Born Killers (1994).
Sidste timen er öðrum þræði
létt ádeila á fjölmiðlafárið og
blóðþorsta nútímasjónvarps-
áhorfenda.
Sídste timen ýtir oft á
hræðslutakka áhorfenda og
kipptist salurinn nokkrum
sinnum allverulega við, mér til
mikillar ánægju og yndisauka,
enda gífurleg vöntun á góðu
hræðslu- og hryllingsefni í
kvikmyndagerð þessa dagana.
Það kom þó ekki í veg fyrir að
óijós framvinda og óskiljanleg
endalok myndarinnar eyði-
legðu heildarútkomuna. Sann-
kölluð vonbrigði.
Það er nokkur bót í máli að
ef Danir halda áfram sem horf-
ir eru bjartir dagar framundan
hjá adrenalínfríkum.
- KDP
myndbandið
Black Adder
Rowan Atkinson er óumdeil-
anlega einn albesti gaman-
leikari heims. Hinn breski háðs-
húmor sem birtist í myndinni
Skegg Spánardrottningar, úr
myndaröðinni Black Adder, er
meö eindæmum góður. Sagan,
sem gerist á ofanverðri fimm-
tándu öld, lýsir syni Englands-
konungs, Edmund, sem er bitur
og ráðvilltur hertogi af Edinborg.
Konungur á tvo syni, annar er
björt og heiöarleg hetja og hefur
konungur látið hann kvænast
fjöldamörgum prinsessum um
alla Evrópu til aö öðlast banda-
menn sem víöast. Slímuga dusil-
menniö Edmund er hins vegar
ógiftur hreinn sveinn. Stjórn-
málaástand álfunnar krefst þess
að konungur Englands komi syni
sínum saman við prinsessuna af
Spáni. Menn eru þó sammála
um að giftingarkvótinn sé orðinn
fullur hjá björtu hetjunni, enda á
hann oröiö tólf eiginkonur í jafn-
mörgum löndum. Því er brugöiö
á þaö ráö að láta Edmund kvæn-
ast Spánarprinsessu, sem á að
vera meö fegurstu konum jaröar.
Hinn slímugi Edmund hyggur gott
til glóðarinnar, en þegar til Spán-
ar kemur birtist honum skeggjaö
og sveitt stórkvendi —jafnstórt
á breidd og lengd — og heldur
því fram aö hún sé Spánarprins-
essa. Edmund veröur skelfingu
lostinn, hleypur frá ástafundin-
um og fer að leggja á ráöin með
skósveinum sínum um hvernig
hann geti komist hjá giftingunni.
Hann bregöur meðal annars á
þaö ráö aö klæða sig upp eins
og hommi, en allt kemur fyrir
ekki; prinsessan heldur bara aö
hann elski hana svo mikið aö
hann klæöi sig eins og Spán-
verji! Hetgarpósturinn mælir ein-
dregiö með Black Adder-myndun-
um þar sem Rowan Atkinson fer
hreinlega á kostum með lygileg-
ustu svipbrigöum. Eftir langa og
stranga leit fannst mynd þessi í
myndbandaleigunni Ríkinu viö
Snorrabraut, sem lumar á nokkr-
um Black Adder-myndum til viö-
bótar.
- EBE
ur — eins og sannur píslarvott-
ur — að málstaðnum.
Aðferðin sem notuð er til að
lýsa framvindu tímans á þess-
um þrjátíu ára kafla sem við
fylgjumst með herra Holiand,
nemendum hans, konu (leikin
af Glenne Headley) og heyrn-
arlausum syni er að sýna
fréttaskot af þekktum atburð-
um úr samtíma Bandaríkjanna;
morðið á Kennedey, Water-
gatemálið, Víetnamstríðið,
morðið á John Lennon og þar
fram eftir götunum. Þessi að-
ferð er vel þekkt og skilaði sér
til dæmis ágætlega í Forrest
Gump (1994), enda nauðsyn-
legt samhengi milli atburð-
anna og söguþráðar þá til stað-
ar. í Mr. Holland’s Opus undir-
strikar þessi aðferð hins vegar
hversu ótengdar raunveruleik-
anum persónur myndarinnar
eru og hversu þunnur boð-
skapurinn er. Boðskapurinn
snýst nefnilega um hversu
þarft og gott mál það er að
kenna næstu kynslóðum að
njóta og skilja tóniist — hvað
sem það kostar. Vissulega mál-
efnalegt átak, þótt mig gruni
að börn hafi og muni ávallt
túlka tónlist á sinn eigin hátt,
hvað sem kennarar tauta og
raula. Vitaskuld er þörf fyrir
bætta menntun og fræðslu í
tónfræði (og öllum fræðigrein-
um í Bandaríkjunum ef út í það
er farið), en væmni er ekki
verkfærið til að berjast með
fyrir því.
Tónlistin í myndinni, bæði
sem kennsluefni og sem slík, er
útreiknanleg en samt falieg og
státar af þekktum nöfnum eins
og Beethoven, Bach, The Four
Tops og John Lennon í aðal-
hlutverkum. Frumleikinn er þó
jafn víðs fjarri í þessu sem
öðru í myndinni.
Hlægilegasta atriðið — sem
„Hér er á ferðinni kvikmynd
sem stólar á að áhorfendur
séu til í að gleypa við
risastórum skömmtum af
hreinni amerískri velgju
með hliðarskammti af væmni
og slettu af yfirborðskennd ...
Fóðraðir silkihanskar
væmninnar hnoða öll
frumlegheit og góðan
ásetning úr þessari
yfirborðskenndu sápu.“
á örugglega að vera það hjart-
næmasta — er síðan í lok
myndarinnar þegar herra Hol-
land fær að flytja sinfóníu sem
hann hefur verið að skrifa öll
þessi ár. Verkið heitir Banda-
ríska sinfónían og er spiluð af
skólahljómsveitinni ásamt
gömlum nemendum herra Hol-
lands, sem eru komnir til að
heiðra hann fyrir vel unnin
störf í lok ferilsins. Þar á meðal
er klarinettuleikari, sem hann
tók að sér bæði tónlistar- og
sálfræðilega tuttugu árum fyrr.
Hún er náttúrulega orðin ríkis-
stjóri og virðist framinn algjör-
lega Holland að þakka. Herra
Holland lyftir tónsprotanum í
upphafi verks og maður bíður
spenntur eftir að heyra loks
verkið sem hefur þurft að víkja
í hartnær þrjátíu ár fyrir göfug-
um hugsunarhætti og ástríðu
hins fullkomna kennara. Hann
slær fyrsta taktinn og: Classic
Rock endurfætt! Trommur og
rafmagnsgítar — hvergi sjáan-
leg á sviðinu — fylla upp í
hroðalega tónsmíð sem minnir
á lyftutónlist samda af sýru-
haus. Verkið endist í heilar
þrjár mínútur og hlýtur að telj-
ast ein allra stysta sinfónía
sem skrifuð hefur verið.
Almennilegar keiinaramynd-
ir eins og Blackboard Jungle
(1955) og Dead Poets Society
(1989) bera höfuð og herðar
yfir Mr. Holland’s Opus, enda
tekið þar á málum með harðri
hendi. Hér hefur því miður ver-
ið valin þveröfug leið og fóðr-
aðir silkihanskar væmninnar
hnoða öll frumlegheit og góð-
an ásetning úr þessari yfir-
borðskenndu sápu.
- KDP
Sýnd í Laugarásbíói
Leikstjóri: Leslie Linka Glatter j
Aðalhlutverk: Gaby Hoffman, Thora Birch,
Ashleigh Aston Moore, Christina Ricci,
Demi Moore, Melanic Gríffith,
Rita Wilson, Rosie O’Donnel
★ ★
ið höfum séð svipaðar
endurminningamyndir áð-
ur, en oftast eru það þó karlar
sem eru fararstjórar í þessum
nostalgíuferðum. Sem dæmi
má taka Stand By Me (1986),
mynd Robs Reiner sem byggð
er á smásögu Stephens King.
Sú mynd heppnaðist sérstak-
lega vel, enda efniviðurinn
góður og frammistaða leikar-
anna ungu athyglisverð. í Now
and Then er leikur stúlknanna
fjögurra að vísu ekki síðri, en
söguþræðinum hins vegar
stórlega ábótavant.
Fjórar æskuvinkonur, nú um
þrítugt, hittast á ný í gamla
heimabænum sínum til að vera
viðstaddar barnsburð einnar
þeirra. Þær hafa þroskast hver
í sína áttina en persónuleikarn-
ir þó lítt breyttir frá fyrri tíð.
Demi Moore er sögumaður og
það er viskírödd hennar sem
fyllir upp í eyðurnar og stýrir
söguþræðinum í svokölluðu
„voice over“ („yfirtali” „inná-
tali“?), þar sem sögumaður tal-
ar yfir myndinni; ef svo klúð-
urslega má að orði komast.
Moore leikur rithöfund sem
klæðist svörtu, keðjureykir og
aðhyllist tilvistarstefnu; Mel-
anie Grifflth leikur ljóskuna
(viti menn!) sem orðin er að
Hollywoodstjörnu; Rosie
O’Donnel leikur iækni og Rita
Wilson húsmóðurina þung-
uðu. Ekki fá þessar stjörnur
ýkja mikið að spreyta sig, því
nokkrum mínútum eftir að þær
hittast byrja þær að sjálfsögðu
að tala um gömlu góðu dagana.
Við það er ferðast aftur í tím-
ann um tuttugu ár eða svo og
við kynnumst hinum raunveru-
legu stjörnum myndarinnar.
Leikkonurnar ungu sóma sér
allar vel í hlutverkum sínum,
en þó ber sérstaklega að geta
Christinu Ricci, yngri útgáfu
persónu Rosie O’Donnel, sem
hóf ferilinn eftirminnilega sem
dóttirin skaðvænlega í Add-
ams-fjölskyldunni. Hér er á ferð-
inni tilvonandi stórleikari með
andlit og augnaráð sem gæti
orðið klassískt með smá-
skammti af heppni og skipað
sér í raðir drottninga hvita
tjaldsins samhliða Gretu Gar-
bo, Marlene Dietrich og Bette
Davis — hvorki meira né
minna.
Endurminningarnar sjálfar
eru lítt spennandi eða frumleg-
ar og ganga út á þennan venju-
lega þroskaferil með stærstu
stökkunum kringum gelgju-
skeiðið: strákar, brjóstastærð,
draugasögur og vinátta eru
áhersluatriðin. Hversdagsleik-
inn ræður ríkjum í þessari end-
urminningasyrpu og það skort-
ir átakanlega eitthvert púður í
atburðarásina til að grípa at-
hygli áhorfandans.
Krakkar jafnt sem fullorðnir
standa sig vel í aukahlutverk-
um og þó sérstaklega Lolita
Davidovich (nektardansmær-
in girnilega í Blaze með Paul
Newman frá árinu 1989) sem
leikur mömmu einnar stelp-
unnar. Tröllið Brendan Fraser
(þungarokkarinn í Airheads frá
árinu 1994) skýtur upp kollin-
um sem fyrrverandi Víetnam-
hermaður sem nú er orðinn
hippi. Stúlkurnar eiga stuttan
og skrýtinn fund með honum
þar sem fjallað er um tilgang
lífsins, reyktar Marlboro-sígar-
ettur og drukkið Fanta-appel-
sín.
Tónlistin í Now and Then er
öli frá „Then“ og samanstend-
ur af úrvals popplögum frá 6.
og 7. áratugnum. Lagasafnið er
illu heilli jafn dæmigert og end-
urminningasafnið. Stelpnasjón-
arhornið dugar ekki til.
- KDP