Helgarpósturinn - 14.03.1996, Side 23
23
reynt að koma okkur á framfæri
við gallerí erlendis. Ég er reynd-
ar enn í sumarfríi frá New York.
Við skruppum heim og ætluð-
um að stoppa í tvær til þrjár
vikur. Um sama leyti vantaði
umbrotsmann á HP og ég var til
í að fá pening með reglulegri
hætti en úti. Hulda fór síðan út
tveimur til þremur mánuðum
seinna og gekk frá dótinu okk-
ar. Um sama leyti og við vorum
að fara heim var okkur boðið
að taka þátt í samsýningu ís-
lenskra listamanna í New York.
Sýningin var farandsýning um
Norðurlöndin. Upp úr þessari
sýningu höfum við Hulda feng-
ið reglulega boð frá galleríum
erlendis og það er einnig henn-
ar vegna sem ég er með fastan
samning við gallerí í Skandinav-
íu þar sem ég sýni reglulega.
Síðan var ég að fá boð frá New
York og verð því sjálfsagt með
sýningu þar eftir svona ár.“
Hvernig fínnst þér að vera
kvœntur öðrum listamanni?
„Mér finnst það fínt, en ef
mér fyndist Hulda léleg þá væri
það óþolandi. Þá yrði hún að
hætta að mála eða við myndum
skilja. En hún er frábær lista-
maður og ég get ekki kvartað.
Okkur finnst gott að geta mátað
okkur hvort við annað. Þetta er
nægilega sjálfhverft starf svo
að maður sé ekki líka einn í sín-
um vangaveltum. En það er
stundum hörkuslagur að búa
með öðrum listamanni. Við er-
um í slag um athygli. Hvernig
gæti það líka verið öðruvísi?"
Farið þið mikið til útlanda
að vinna?
„Við Hulda vorum á vinnu-
stofu í Sveaborg í sex mánuði,
en aðstaðan þar er rekin á veg-
um Norrænu menningarmið-
stöðvarinnar og þar hafa marg-
ir íslendingar verið. Það var frá-
bært, en þetta er þó ekki mjög
eftirsóknarvert andrúmsloft.
Við dvöldum líka í Berlín í
nokkra mánuði með listamönn-
um sem hafa vinnuaðstöðu í
gamalli vöruskemmu. Það var
mun æsilegra, enda umhverfið
meira örvandi. Talandi um út-
lönd þá vorum við að kaupa
vinnustofu í Vestmannaeyjum.
Þar ætlum við að dvelja hluta
ársins."
Ætlarðu að brjóta um bœj-
arblaðið íEyjum?
„Þau eru nú reyndar tvö í Eyj-
um. Annað þeirra er meira að
segja talsvert gott. En ég kem
ekki nálægt því. Ég ætla að
mála í Eyjum.“
Við borðuðum bara ekki
Nú áttu uppkominn son.
Ætlar hann að verða mynd-
listarmaður?
„Burkni er orðinn 21 árs og
er enn að velta fyrir sér hvað
hann ætlar að gera. Við eignuð-
umst hann meðan við vorum
enn í menntaskóla. Við Hulda
komum bæði frá tiltölulega ör-
uggum heimilum og vorum því
frjálsari að fara út í ævintýrin.
Burkni elst upp við hið gagn-
stæða og hefur þörf fyrir að
vera í fagi þar sem hann getur
lifað eins og maður. í New York
áttum við stundum enga pen-
inga og þá borðuðum við Hulda
ekki neitt þó að við pössuðum
upp á að eiga hrísgrjón og
haframjöl í skápnum svo hann
fengi eitthvað að éta. Þó að
hann fengi brýnustu lífsnauð-
synjar var hann vel meðvitaður
um hvað þetta var ræfilslegt.“
Segðu mér einhverja
skemmtilega sögu frá New
York...
„Þeir voru afar spenntir þegar
hann kom og settist hjá þeim en
eftir smástund gekk annar lista-
maður í salinn, Jörg Immendorf,
sem er súperstjarna í heimi
myndlistarinnar. Hann var í hópi
aðdáenda og aðstoðarmanna,
allur klæddur í leður með gull-
keðjur. Erró minnkaði sam-
stundis ogvarð lítill kall ogþeir
sjálfir urðu agnarsmáir."
„Ég er enginn sögumaður og
kann engar sögur. Ef þær koma
upp í hugann þá gleymi ég þeim
jafnóðum og get ekki kallað
þær fram. Mínar hugmyndir
hafa meira með tilfinningar eða
umhverfi að gera.“
En ef þú skoðar „mynstr-
ið“. Poppa engar sögur upp?
„Jú, en það er annars eðlis.
Tilvera mín er ákveðið ástand
og ég sé það ekki í smáatriðum.
En auðvitað eru sögur í mynstr-
inu. Ég man þær bara ekki.“
Draumur í dós
í fjórða lagi er Guðrún Pét-
ursdóttir vel menntuð og hef-
ur, skilst mér, náð framúrskar-
andi árangri í vísindagrein
sinni með greind og fáguð
vinnubrögð að vopni. Dáð og
elskuð af öilum sínum nem-
endum.
í fimmta lagi er hún alltaf
smart í tauinu, elegant í tali og
viðmótsþýð með landsmóður-
legt yfirbragð og pólitískt holl-
ar skoðanir: umhverfissinnuð
fjölskyldumanneskja með ríka
Eftir að ég kom heim fyrir
skemmstu frá Miðjarðar-
hafsströndum uppgötvaði ég
mér til mikillar skelfingar, að í
karpinu um vænlega forseta-
kandídata hefur enn ekki verið
nefnd til sögunnar glæsilegur
kvenkostur sem ég þekki ágæt-
lega til og myndi /yllilega verð-
skulda hnossið. Ég á vitaskuld
við Guðrúnu Pétursdóttur
sjávarlíffræðing og ætla í fáein-
um orðum að rökstyðja þá
skoðun.
Fyrir það fyrsta er Guðrún
gríðarlega æt'tstór og náskyld
íslenska yfirstéttaraðlinum;
ráðamanna- og menntaelítun-
um eins og þær leggja sig. Hún
stærir sig samt sjaldan af upp-
runa sínum eða almennum
jarðvegi og þá alls ekki nema
undir áhrifum vínglass eða
tveggja — hef ég
heyrt. „Mont“ réttlætiskennd
hennar á við- , og áhuga á
kvæmum stund- „f sjöunda Og síðasta lagi minnihlutahóp-
mTnumatWrem- barðist hún af eftirminnilegri kvenréttirKlu'n!,'
ur sjálfsöryggi hörku á opinberum vettvangi menningu og
tókaenæuernií §e§nRáðhúsinu,Perlunniog
drýgindi. Guðrún Hrafni Gunnlaugssyni: Númer
lagtUsig fram um eitt er Það al§iÖr §rís að Rað'
að
Glerhús
Steinarr
Davíðsson
vandamálum
unj>a fólksins.
f sjötta lagi
giftist hún seint
„ og um síðir og
fjarlægjast husið er ekki sokkið Og Tjöm- nældi sér í eigin-
ættlegg sinn með
því að gerast al-
þýðlegur heima-
gangur á heimil-
um nokkurra
harðsvíruðustu
vinstrimanna
þjóðarinnar og
sýnir sú viðleitni
hversu mikið er í
hana spunnið.
í öðru lagi er
mann sem er
sannkallaður
Bjartur í Sumar-
húsum — að
vísu barngóður
— og einn af
Davíð Oddsson gjörspillt sam- á h u § a,v,®r ð a r ‘
i - ... ... ,, einstaklingum
lag; numer þrju var vitaskuld
in uppþornuð líkt og hún
sagði fyrir um á sínum tíma;
númer tvö er Perlan náttúr-
lega ógeð og Hitaveitan og
löngu tími tilkominn að ein-
hver segði þessum Hrafni
þjóðarinnar.
Saman eiga þau
tvær yndislegar
dætur sem þau
Guðrún Péturs- Gunnlaugssyni til syndanna." Viljaverndafyrir
dóttir vel uppal
in og siðvönd; af-
skaplega traust,
vönduð og vel innrætt. Alla
sína skólagöngu kom hún
þannig þráðbeint heim eftir
skóla og stúderaði heimalær-
dóminn af kappi svo sam-
kvæmislífið bitnaði ekki á nám-
inu. Samviskusemi og sjálfsagi
margborga sig eins og við vit-
urn öll og Guðrún fékk alltaf
hæst á prófum í sömu tíð og
hún stóð í fremstu röð félags-
málaforkólfa.
í þriðja lagi á Guðrún Péturs-
dóttir afskaplega marga vini og
kunningja sem kveða einróma
upp úr með hversu skemmti-
leg hún er - og jafnvel fyndin á
köflum. Sögumaður þykir Guð-
rún afbragðsfínn og hug-
myndaríkur. Og öllum sem ég
hef rætt við ber saman um, að
fáar konur haldi uppi jafn
leiftrandi og glöggvandi sam-
ræðum í hópi. Manneskjan er
fádæma lifandi og fljót að átta
sig og aðiagast; nýjum aðstæð-
um, skoðunum og hlutverkum.
Og hún þekkir fólk I öilum
flokkum ásamt því að eiga
bæði vini og óvini í Sjálfstæðis-
flokknum — sem er óneitan-
lega flottur plús.
sviðsljósinu.
í sjöunda og
síðasta lagi
barðist hún af eftirminniiegri
hörku á opinberum vettvangi
gegn Ráðhúsinu, Perlunni og
Hrafni Gunnlaugssyni: Númer
eitt er það algjör grís að Ráð-
húsið er ekki sokkið og Tjörnin
uppþornuð líkt og hún sagði
fyrir um á sínum tíma; númer
tvö er Perlan náttúrlega ógeð
og Hitaveitan og Davíð Odds-
son gjörspillt samlag; númer
þrjú var vitaskuld löngu tfmi
tilkominn að einhver segði
þessum Hrafni Gunnlaugssyni
til syndanna og stöðvaði hann
í því andstyggilega verki að
segja ljótt um gamlan mann og
gera grín að sjálfu nóbelskáld-
inu.
Að öllu þessu samanlögðu
ætti þjóðinni að vera glögglega
ljóst hvað henni er hollast í
næstu forsetakosningum. Það
er aðeins einn raunhæfur val-
kostur: Kjósum Guðrúnu Pét-
ursdóttur sem forseta! Guðrún
Pétursdóttir er draumur í dós.
Eða þannig...
Höhmdur er illa haldinn al skammdegis-
þunglyndi eftir að hafa dvalist i sólskini og
30 stiga meðalhita undanfarin sex ár.