Helgarpósturinn - 14.03.1996, Page 28

Helgarpósturinn - 14.03.1996, Page 28
28 FIMMTUDAGUR14. MARS1996 heitt Að skipta um stil, eins og er bráönauösynlegt við hver árstíöa- skipti, þó ekki væri nema fyrir sálarheillina. Best er aö taka breytingarnar skref fyrir skref og byrja á aö veröa Ijósgulur á hör- und meö þar til geröum hjálpar- tækjum, síöan er ekki slæmt aö sækja heim hárskuröarmeistar- ann og láta hann útfæra hug- myndir manns um breytt og betra útlit. Þá er grunnurinn svona nokkurn veginn lagöur. Upp úr því er óhætt aö fara aö hlaöa utan á sig skærlitum spjörum og leggja grámuskulegum vetrardulunum. Kristilegt íhald, sem nú virðist spretta upp í öllum skúmaskot- um samfélagsins. Árni Johnsen opinberaöi sína kristilegu íhalds- semi á dögunum þegar hann lagöi orö í belg um sambúð homma og lesbía. Þaö er í sjálfu sér ágætt aö Árni skuli hafa látið Ijós sitt skína, þvi á hinu háa Al- þingi sitja nefnilega margir sem eru sömu skoðunar og Árni en þegja yfir henni. Viö vitum aö minnsta kosti hvar viö höfum Árna en höfum bara grun um alla hina kristilegu íhaldsseggina. Þaö aö luma á skoðun er miklu hættulegra en hitt. ... fjöldaúrsögnum úr þjóð- kirkjunni aldrei er góö vísa of oft kveö- in. ... leikhúsferð á Konur skelfa, Tröllakirkju, Engilinn og hóruna eða einhverja aöra góöa næringu og fer hver aö veröa síðastur, því óöum styttist í lok leikársins. ... breytingunum í Borgarleik- húsinu þótt margir kunni aö vera sár- ir er deginum Ijósara aö sérhver breyting þar getur ekki veriö annaö en til batnaöar. ... gönguferðum um Þingvelll þaö er allt betra en aö sniffa koltvísýring á fallegum degi. 1. Ríkisstjórnin, sem er búin að eyðileggja áhuga almennings á pólit- ik meö því aö drepa okkur úr leiöind- um I allan vetur... 2. Stjórnarandstaðan, sem er ekkert skárrl þrátt fyrir góö sóknar- færi og ætti aö skammast sín... 3. Sameining Jafnaðarmanna, sem eiga ekkert sameiginlegt og hat- ast i rauninni hver út í annan... 4. Blll Cllnton, sem eflist með hverjum degi og á því miður eftir aö gjörsigra repúblikana... 5. Alþlngismenn og ráðherrar, sem dlrfast ekki aö lýsa yfir stuön- ingi viö forsetaframbjóðanda, hvaö þá aö þeir þori í framboö... 6. Rúðuplss, sem klárast þegar síst skyldi á miöri Miklubraut i tjöru- bleyttum umferöarhnút... 7. íslenski þjóðsöngurinn, sem okkur finnst jú fallegur en getum ekki meö nokkru móti sungiö og veröur okkur til skammar I fjölda- söng á íþróttakappleikjum... 8. íþróttamenn, sem geta ekki fyr- Ir sltt litla líf komist áfallalaust gegn- um eitt bévítans stórmót... 9. Alþjóðlegir samningar á borö viö GATT, sem reynast þegar allt kemur til alls fremur hækka mat- vælaverö en lækka... 10. Vinlr, kunnlngjar og flöl- skyldumeðllmir, sem koma óboönir í heimsókn og sitja síöan von úr vití, éta mann út á gaddinn og reynist ómögulegt aö koma út... legra en bæjarvinnan * Ulfur Chaka Karlsson er ungur og áberandi miðbæjartöltari, sem auk þess að stunda nám við Menntaskólann við Hamrahlíð er duglegur að sitja á kaffihúsum bæjarins. Þegar betur er að gáð er honum fleira til lista lagt en ástundun náms og kaffihúsa. Hann er nefnilega bæði á kafi í tónlist og tölvuleikjum. Segðu mér frá hljómsveitinni sem þú ert í. „Hún heitir Stjörnukisi og er um þessar mundir að búa sig undir að taka þátt í Músíktilraunum, þar sem við stefnum á að gera okkar besta.“ Hvað hafið þið fram að fœra? „Gleðipönk, sem hefur að geyma þunga, krass- andi elementið úr pönkinu. Gleðin kemur til af því að tónlistin er poppskotin á köflum. Ólíkt pönkinu, sem er frekar niðurrifstónlist, er okkar tónlist upp- byggjandi. Þess vegna köllum við hana gleðipönk." Syngið þið þá einhverja heimsósómatexta? „Textarnir skipta ekki meginmáli; enn sem kom- ið er eru raddirnar aðeins notaðar sem aukahljóð- færi.“ Ég var að heyra að þú hefðir hannað tölvu- leik fyrir Oz, segðu mér nánar frá því. „Já, ég hef verið að hanna leik fyrir hugbúnaðar- fyrirtækið Oz frá því í september og lauk við hann fyrir tveimur vikum. Mín vinna snerist aðallega um að hanna byggingar og stórvirkar vélar, enda er þetta svona einhvers konar framtíðarfantasía.“ Þetta hljómar ekki sem fögur framtíðarsýn? „Það eru hvorki persónur né söguþráður í þess- um leik, þannig að hann virkar heldur ógnvekjandi og dularfullur.“ Það hlýtur að vera draumastarf fyrir jafn- ungan mann að fá inni hjá eins öflugu fyrir- tœki og Oz? „Þetta er ólíkt skemmtilegra en að vinna í bæjar- vinnunni," segir Úlfur, sem eftir því sem HP kemst næst var uppgötvaður fyrir hreina tilviljun. -GK atur Milliliðalaust frá Sikiley Eg var einhvern tímann að slá um mig í þessum dálki og hélt því fram að ítalskur matur og ítalskur matur væri ekki það sama, án þess að ég skýrði það nánar. Nú ætla ég hins vegar að bæta úr því. Ég er fyrir löngu orðin mett af ameríkaníseruðu hveitirjóma- sósuostapasta. Af ekta ítölskum sælkeramat fæ ég hins vegar seint nóg. Lifandi dæmi um hið síðarnefnda hef ég aðeins komist í tæri við á einu veitingahúsi hér í borg, La Primavera, sem eftir því sem ég kemst næst er að flytja úr nýja miðbænum í þann gamla um þessar mundir. Það er mikið fagn- aðarefni, enda er ég þeirrar skoð- unar að allir orginalar eigi að vera í gamla miðbænum en hermikrák- urnar utan hans. Dæmi um amerísk/ítalska mat- argerð er hins vegar að finna á veitingahúsinu Ítalíu, en þar er í boði gott úrval af hveitirjóma- sósuostapasta og pítsu, sem eins og flestir vita er afar ameríkanís- eruð í þeirri mynd sem hún fæst víðast hvar annars staðar í heim- inum en á Ítalíu. Ég er semsagt sammála helstu sælkerasérfræðingunum um að eina alvöru ítalska veitingahúsið á íslandi sé La Primavera. Vagga ítalskrar matargerðar- listar er á hinni alræmdu Sikiley og sumir vilja ganga svo langt að segja Sikiley vöggu evrópskrar matargerðarlistar. Alltént eru uppskriftirnar komnar milliliða- laust beint frá Sikiley; eru með öðrum orðum eins orginal og hægt er að hugsa sér. Þetta er tómatpasta með ansjósum, sem eru blessunarlega í miklu uppá- haldi hjá mér. Það skilst mér að eigi alls ekki við um alla. Þeir geta þá bara nýtt sér tómatsósuupj> skriftirnar. Pasta 15 ansjósuflök (fást í olíu í Heilsuhúsinu) 2 bollar heimatilbúin tómat- sósa 1/4 tsk. kanill 1/8 tsk. negull 700 g spagettí (ferskt eggja- pasta) 1 bolli ristaðir brauðteningar Tómatsósa I 1 kíló tómatar 1 lítill laukur 2 greinar steinselja sletta af ólífuolíu salt og sykur eftir smekk Tómatsósa II 1 kíló tómatar 1 til 2 hvítlauksrif 1 stilkur basillauf salt • Sjóðið vatn og hellið yfir tóm- atana. Látið standa í vatni í fáein- ar mínútur. Afhýðið þá tómatana, skerið og hreinsið fræin innan úr. Maukið í matvinnsluvél. Setjið olíu á pönnu, steikið lauk- inn og steinsteljuna ef þið gerið númer I en hvítlaukinn og basil- laufin ef þið veljið II. Steikið uns laukurinn verður gullinn. Setjið þá tómatana út í og látið malla í 15 til 20 mínútur þar til sósan er orðin þykk og rjómakennd. Saltið og sykrið eftir smekk. Mauk þetta dugir í tvo bolla. Óhætt er að tvö- ef ekki þrefalda uppskriftina og geyma í ísskáp í að minnsta kosti mánuð. • Skerið því næst hvítt brauð niður í litla teninga. Setjið ólífuol- íu á pönnu og steikið teningana á báðum hliðum þar til þeir verða gullnir að lit. Látið þá kólna á bréfþurrku svo þeir verði ekki löðrandi í olíu. • Setjið örlitla olíu á pönnu, hit- ið tómatsósuna upp og bætið við negul og kanil. Látið malla í tíu mínútur. Bætið að síðustu við an- sjósuflökunum, auk dreitils af an- sjósuleginum. Sjóðið spagettí- reimarnar (eggjapastað) þar til þær verða það sem ítalirnir kalla al dente. Með öðrum orðum: ekki mauksjóða hveitilengjurnar, held- ur hafið þær þéttar undir tönn (þegar þið kastið þeim upp þá festist þær við loftið), en þetta ætti nú hvert mannsbarn að vita. Berið spagettíið, sósuna og brauðteningana fram hvert í sínu lagi og drekkið rauðvín með. Skál! Guðrún Kristjánsdóttir Gott með pasta íbetri kantinum Það er við hæfi að mæla með ítölsku rauðvíni, fyrst á annað borð er verið að kokka ítalska sælkera- fæðu hér í dálkinum við hlið- ina. Rauðvínstegundirnar sem fást í ríkinu eiga að mati Einars Thoroddsen vín- smakkara best við osta ann- ars vegar og nauta- eða lambasteik hins vegar. Chi- éinti Ruffíno á jafn vel við lambakjöt og pasta í betri kantinum. Þetta rauðvín læt- ur ekki mikið yfir sér, virkar slétt og fellt á yfirborðinu en er með góðu eftirbragði og reyndar mjög gott. Mið- að við gæðin er verðið hóf- stillt, um 1.300 krónur flask- an.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.