Helgarpósturinn - 14.03.1996, Side 31
FlMIVmJDAGUR 14. MARS1996
31
wmm
lmennskupróf
Undanfarnar átta vikur hefur Helgarpósturinn tekið að sér máls-
vöm karlmennskunnar. Meö kvenréttindabaráttu hafa ítrekaðar
tilraunir veriö gerðar til að aö kæfa karlmannseöliö með þvætt-
ingi um mýkri ímynd og skilningsrikara viðmót sterkara kynsins.
Það var í upphafi árs sem Eiríkur Bergmann Einarsson og Helg-
arpósturinn sáu sig tilknúna að spyma við fótum og segia þvert
nei við bindindismennsku, almennum aumingjaskap og rolu-
hætti í hóglifnaði. í þrotlausri leit að hinum eina sanna karl-
manni íslands hefur blaðið nú lagt manndómsraun fyrir sextán
valinkunn karlmenni. Og nú er komið aö úrslitum. Karlmennin
sem leiða saman hesta sína í úrslitakeppninni eru þeir Gísli
Marteinn Baldursson stjórnmálafræðinemi og íhaldspiltur,
Bjami Frostason flugmaður og handknattleiksmaður, Hall-
grímur Helgason myndlistarmaöur og rithöfundur, Steinn Ár-
mtuin Magnússon leikari og Radíusbróöir, Andrés Magnússon
nethaus og bareigandi, Hrafn Jökulsson rithöfundur og ritstjóri
og Davíð Þór Jónsson guðfræðinemi og spurningakeppnaboss.
Þess má geta að Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðidósent
og gaflari, var felldur úr keppni vegna slælegrar mætingar og al-
mennrar upptekni. Gefin er einkunn fyrir hvert svar frá 1 til 10 og
svo deilt í með 3 til að fá heildarútkomuna.
Bjarni Frostason er karlmenni HP árið 1996
1. Hver er langsamlega mesta hetjudáð sem þú hefur á ævi
þinni drýgt?
1. BF: Þegar ég bjargaði vini mínum frá fólskulegri árás þriggja jöt-
unuxa einhverja aðfaranóttina í miöbæ Reykjavíkur og hamraöi þá
alla í götuna. (9)
. HJ: Þaö var þegar ég kaus að Ijúka skák við doktor Predrag
ci þrátt fyrir aö serbnesku fyllibytturnar umhverfis Sarajevó
ru vaknaðar og byrjaöar aö varpa sprengjum á húsiö þar sem
ið sátum aö tafli og hiustuöum á Frank Sinatra syngja My way.
DÞJ: Fyrir skömmu gekk ég fram á konu nokkra sem var aö
ndræðast viö bílinn sinn. Af sannri karlmennsku bauöst ég til
Jáö hjálpa. í Ijós kom aö dekkiö var sprungiö á bílnum og konan
veröa of sein aö ná í barnið sitt. Ég rýk því á næstu þensín-
ð, verö mér úti um tilheyrandi græjur, kem til baka og tjakka
o bílinn upp. Ekki vildi betur til en svo aö bíllinn, sem stóö í
rekku og var meö bilaða handbremsu, datt í tvígang niöur af
tjakknum. Ég skorðaði bílinn loksins af meö hellu og tjakkaöi upp
aftur. Dekkiö er hins vegar fast á bílnum og ég næ því í slagham-
ar og skríö undir valtan bílinn og lem helv... dekkiö af. Þannig
bjargaöi ég nauöstaddri konu. (8)
2. Hvernig var svaðalegasta fyllerísbrjálæðið sem þú hefur
lent á?
2. BF: Já, mér hefur skilist á þeim sem til þekkja og uröu vitni aö
því, aö ég hafi fariö aö horfa á HM ‘93 í Svíþjóö. Og látiö til mín
taka jafnt utan áhorfendabekkjanna sem innan. (9,5)
2. HJ: Þaö var þegar ég var um tvítugsaldur og helgaöi mig þessu
áhugamáli sleitulaust í aö minnsta kosti sex mánuði. Því fylgdu
ýmsar uppákomur sem ekki eru prenthæfar í viröulegu blaöi eins
og Helgarpóstinum. (8)
2. DÞJ: Þaö kemur aöeins eitt fyllerí til greina, sem er varla í frá-
sögur færandi. En ég datt í þaö á föstudegi. Lagöi mig aöeins á
laugardegi til að geta drukkiö meira. Á sunnudagskvöld vaknaöi
ég í Amsterdam, hundraö þúsundköllum fátækari. (9)
3. Hversu mikillar kvenhylli nýturðu; hvað hefurðu til dæmis átt
margar kærustur?
3. BF: Ætli kærusturnar fylli nú ekki svona tæplega annan tugipn.
(7)
Stig: 8,3
3. HJ: Frá tólf ára aldri stóö ég í sleitulausu sambandi viö stúlku
sem gegndi aö vísu ýmsum nöfum; það er aö segia hinar ýms-
ustu stúlkur, þangaö til ég sigldi fleyi mínu heilu í höfn eftir þær
svaðilfarir fyrir réttum tveimur árum. Ég hef hins vegar aldrei hald-
iö bókhald og finnst þeir menn svolítiö grunsamlegir sem gera
þaö. (7) Stig: 8
3. DÞJ: Ég hef ekki átt margar kærustur, enda giftur til fimm ára
kærustu númer þrjú. Eftir þaö hef ég átt eina kærustu. En ég
myndi halda aö kvenhylli væri mæld f böltum. Ætli ég hafi ekki
svona 0,4 bölt. (4)
Stig: 7
GMB: Á Þorláksmessukvöld fyrir löngu, þegar Hólmfríöur Karls-
alheimsfeguröardrottning, var ég staddur á kaffihúsinu
dropum og var þar þétt setið. Ég sé hvar Hólmfriöur nær sér í
og snarvitlaus maöur vindur sér aö og ætlar að rífa af henni
Hann taldi sig vera á undan f röðinni. Skiptir þá engum
aö vitleysingurinn rífur í háriö á Hólmfrföi og keyrir hana
f gólf. Nema hvað, ég stekk til, rýk trylltur á manninn og yfir-
buga hann og fæ koss feguröardrottningarinnar aö launum. (7)
SÁM: Ég hef nú aldrei bjargaö neinum, en um áriö kippti ég á
jpanum mínum í einhvern ræfilsfólksbíl sem var fastur á flótta-
annaleiöinni. Ég geröi nú reyndar út á þessar bjarganir á tíma.
tta er svona björgunarsveitareðliö í manni. (3)
Ætli þaö hafi ekki veriö þegar ég horföi á beina útsend-
frá Berlín á The Wall meö Pink Floyd í heild sinni. Ég var meö
í heimsókn og geröi þetta af tómri kurteisi viö þá. (2)
Andrés er vist ekki ýkja mikiö karlmenni því hann gat ekki
nokkru móti svaraö þessari spurningu. Telst hann þar meö
hafa drýgt eina einustu hetjudáö á ævi sinni. (0)
2. GMB: Eitt 24 tfma fyllerí áttum viö félagi minn á Spáni f den,
með jeppasafarii og þess háttar. Um kvöldið var haldið á diskótek
og viö vissum ekki fyrri til en viö vorum lentir uppi á skrifstofu hjá
vafasömum yfirmanni staðarins, sem lamdi okkur og henti út fyrir
aö vilja ekki kaupa hass. Þrfr metrar voru niður aö jöröu svo viö
tókum sundtökin á fluginu. (6)
2. SÁM: Hvernig á maöur aö muna þaö? Bekkurinn minn hélt eitt
sinn veislu í Lindarbæ sem endaöi meö djöfulsins öskrandi fylleríi
— með framhjáhaldi og slagsmálum — og ég lamdi Baltasar
blásaklausan í hausinn meö stálfæti. (7,5)
2. HH: Ég fór einu sinni meö frænda mínum á hommadiskótek f
París og var alveg til fimm um morguninn. (4)
2. AM: Þaö var um verslunarmannahelgi þegar ég fór meö Jó-
hannesi Arasyni eitthvert austur á land. Ég veit ekki ennþá hvert.
En bíllinn endaöi einhvers staðar utan vega og mér er sagt aö þá
hafi ég rumskað aðeins og kvartaö eitthvað yfir aksturslaginu.
Hins vegar man ég ekkert eftir mér og vaknaöi f Reykjavík. En Jó-
hannes kann þessa sögu betur. (6)
3. GMB: Viö skulum hafa þaö á hreinu, aö ég nýt mjög mikillar
kvenhylli og reyndar svo rosalegrar, aö þaö hefur oft horft til vand-
ræöa. Núverandi konu minni þykir aö minnsta kosti nóg um. Ég
hef þó aöeins átt tvær alvörukærustur, hvaö sem líöur miklum
fjölda rekkjunauta. (7)
Stig: 6,6
3. SÁM: Ég er nú ekki kærustutýpan og hef ekki átt þær margar.
Kannski eina til tvær. Ég hef nú alltaf þurft aö hafa nokkuö fýrir
þessu, en ég handreyndi mikiö viö þær á leiklistarskólaárum mfn-
um. Ég var búinn aö ná upp þaö góöri tækni aö þetta var farið aö
ganga nokkuð vel. En þær reyndu aldrei viö mig. (2)
Stig: 4,2
3. HH: Ég náði einu sinni augnkontakti viö Grace Kelly. Og svo
kom einu sinni stelpa til mfn á Café List og spuröi hvort ég væri
ég. Ég hef átt eina kærustu og eina eiginkonu. (5)
Stig: 3,5
3. AM: Ég nýt allt of lítillar kvenhylli og vildi óska þess aö hún
væri mun meiri. Ég hef nú ekki átt margar alvörukærustur en hef
þó átt gegndarlausa gnótt af hálfkærustum. (2,5)
Stig: 2,8
Hlandskálamórall
Nú þegar botnlaus femínismi
og endalaus kvennamórall
ríður hér öllu, og boðið er upp
á heilt leikrit sem gerist allt á
kvennaklósetti, finnst mér rétt
að þakka kærlega fyrir mig og
bjóða upp á pistil sem gerist all-
ur á karlaklósetti.
Eins og stundum áður þurfti
ég að míga á almenningssalerni
um daginn. Og til að drepa tím-
ann meðan það lak úr kvikind-
inu reyndi ég að miða á ilm-
steininn í hlandskálinni, sem
drakk í sig gula litinn um leið og
það sem einu sinni var kaffi lull-
aðist kæruleysislega yfir hann.
Og það er alltaf svo skemmti-
legt; einhvern veginn eins og að
mála. En þegar ég var um það
bil að klára heyrði ég veika
ræskingu inni á einum básnum,
og svo pappír rifinn af rúllu. Eft-
ir smástund kom önnur veik
ræsking og svo fljótlega mjög
rembingsleg stuna sem mátti
túlka á tvo vegu. Annaðhvort
var hann að gera stórt eða
þetta hitt sem menn gera yfir-
leitt ekki á almenningsklósett-
um. Næst heyrðist veikt skrjáf.
Svipað og þegar pappír er
nuddað upp við eitthvað.
Skrjáfið hélt' áfram smástund
og síðan heyrðist aftur pappír
rifinn af rúllu. Og aðeins meira
skrjáf, svo andvarp, klauf rennt
upp, og loks sturthljóð. Þetta
var í fyrsta skipti sem ég heyrði
annan mann skeina sig.
Það er oftast alveg ágætis
stemmning á klósettinu hjá
okkur strákunum. Yfirleitt klára.
menn sín verkefni, segja eitt tvö
„jæja“ og fara svo. Stundum er
andrúmsloftið þó frekar hátíð-
legt og þá er tipiað um til að
fipa ekki neinn, eins og það
standi skrifað „hér er verið að
vinna“ í hnausþykka kúkafýl-
una sem liggur í loftinu. Á þeim
salernum dómínera oft þessir
skemmtilegu karakterar sem
reyna að pissa með reisn og
láta líta út eins og þeir standi
við ræðupúlt en ekki hlandskál.
Oft eru þetta náungar í síðum
ullarfrökkum sem tekst ein-
hvern veginn að láta alla verða
fyrir sér, hvort sem það er við
sápuhylkið, vaskinn eða pissu-
skálina. Menn í bullandi biss-
ness sem hafa eiginlega ekki
tíma fyrir svona skítamóral og
bíða með óþreyju eftir að fund-
ið verði upp GSM-klósett sem
má fella inn í hanskahólfið á
jeppanum. Andstæða þessara
náunga eru rauðþrútnu bruss-
mennin sem koma inn með
miklum þjósti, másandi og
fnæsandi, og ná að rekast utan í
hvern einasta mann áður en
þeir loksins lenda við pissu-
skálina. Oft er eins og þeir séu
með sjálfvirkan sleppibúnað
sem sér um að allt draslið velli
út um leið og klaufinni er rennt
niður. Þegar þeir eru svo byrj-
aðir að míga heyrist undan-
tekningarlaust langdregið
„aaahh...“ og oft fylgir drumbs-
legt prump. Að loknu pisseríi
nota þeir ekki bara höndina til
að hrista tippið vel, heldur
skaka öllum líkamanum manna-
lega til og frá, og síðasta drop-
anum niður í skálina. Svo skjóta
þeir rassinum aftur, tylla sér á
tær, troða draslinu inn og
renna snöggt upp. Sumir
standa á tám allan tímann eins
og þeir hafi sannfært sjálfa sig
um að þeir séu svona hrikalega
vel vaxnir niður og verði að
gera þessar ráðstafanir, því
annað væri að berja „höfðinu“
við ilmsteininn. Einstaka sinn-
um rekst maður svo á athyglis-
sjúklinga sem reyna að pissa í
tvær skálar í einu eða gera til-
raunir með hvað þeir geta stað-
ið á löngu færi. Það er slæmt að
Ienda við hliðina á kraftmiklum
bjórsvelg sem pissar fast og
ákveðið þannig að hlandið
skellur af skálinni og yfir mann
allan. En það versta af öllu er
að lenda við hliðina á mígfull-
um fótvöltum gaurum sem
pissa á allt annað en skálina.
Yfirleitt er þó bara þægileg
rólegheitastemmning við
hlandskálarnar, enda einhvern
veginn heilagt móment þegar
maður er með sjálfan sig svona
í lúkunni. Vel samstilltar hland-
bunur minna oft á þægilegan
lækjarnið. Sturt úr vandaðri
hlandskál er ekki ósvipað foss-
hljóði. Og vinalegt plomps! af
klósettbás er nokkuð líkt hljóð-
inu sem heyrist þegar silungur
stekkur á sléttu vatni. Þannig
geta mígelsismómentin stund-
um komist nærri því þegar
maður er einn með sjálfum sér
úti í náttúrunni. Enda greinilegt
að menn hugsa oft mikið við
hlandskálarnar, og stundum
lendir maður á góðu rabbi. En
stundum lendir maður líka í
nokkurs konar samanburðar-
prófi, því gaurinn við hliðina
gjóar augunum öðru hverju
lúmskt á tippið á manni og svo
sitt eigið. Þetta getur orðið
óþægilegt, því að menn fara að
vita of mikið hvor af öðrum.
Svona jafnþvingað og þegar
tvær ókunnugar manneskjur
þurfa að Iesa af sama blaði.
Einn stærsti munurinn á karla-
og kvennaklósetti er hins vegar
sá að þegar kvenfólk fer inn á
bás getur það verið að gera
þrennt; pissa, kúka og skipta.
Karlmenn hins vegar geta eigin-
lega bara verið að kúka og svo
þetta hitt, en hvort tveggja er
frekar hallærisleg athöfn.
Þegar náunginn sem ég
heyrði skeina sig kom út af kló-
settinu vissi hann auðvitað að
ég „vissi“ og hafði heyrt í hon-
um. Og það var kannski þess
vegna sem kom svona ferlega á
þennan hann, sem reyndist
vera gamall stærðfræðikennari
minn. Eldri maður, sem allir
höfðu verið frekar smeykir við
á sínum tíma. En allt í einu stóð
hann fyrir framan mig ferlega
lúpulegur eitthvað, nýbúinn að
kúka með öllum þessum stun-
um og skrjáfi. Og það er bara
svo vandræðalegt. Eins og öll
líkamstilfinningin sé í rassinum.
Til að eyða þessu óþægilega
andrúmslofti þóttumst við vera
alveg ferlega ánægðir að sjá
hvor annan, rukum af stað og
tókumst þétt og innilega í hend-
ur. Svo taugaveiklaðir eitthvað
að við áttuðum okkur ekki á að
hvorugur var búinn að þvo sér
um hendurnar fyrr en sveittir
og þvalir lófarnir sameinuðust.
En þá litum við báðir niður fyrir
okkur smástund og kipptum
svo snöggt að okkur höndun-
um. Og þótt hvor um sig vissi
fullkomlega hvað hinn var að
hugsa varð einhvern veginn
ekki aftur snúið og við tók
svona ofurhressilegt samtal.
Svipað og þegar verið er að
heimsækja veika manneskju á
spítala, þar sem allir vita hvað
liggur í loftinu en allir eru samt
kátari en nokkru sinni, og reynt
er að eyða öllum þögnum eins
og skot því þær minna óþægi-
lega á raunveruleikann. Við töl-
uðum saman í smástund, og
gjóuðum svo augunum á vask-
inn þegar við kvöddumst. Lit-
um því næst sakleysislega hvor
á annan eins og við hefðum
bara verið rétt að kíkja í spegil-
inn. Og löbbuðum út, nuddandi
lófunum í jakkann.
Höfundur leggur ekki nógu mikla rækt við
bókmenntafræðinám sitt í Háskóla íslands,
þar sem hugurinn reikar æ tíðar að þeim
stórvirkjum sem hann gæti hugsanlega
unnið í þvagfæraskurðlækningum.