Helgarpósturinn - 21.11.1996, Qupperneq 4
4
HMMTUDAGUR ZL NÓVEMBER1996
Er þetta flokkurinn
sem fólk kaus,
Hjálmar?
• Rokksþing Framsóknarflokksins
veröur haldiö um helgina og því er vert
aö viröa fyrir sér stööu flokksins.
„Framsóknarflokkurinn er frjálslyndur
félagshyggjuflokkur" var slagoröiö fyrir
síöustu kosningar en samt er flokkur-
inn utangáta þegar rætt er um nútíma-
legan, frjálslyndan félagshyggjuflokk
framtíöarinnar. í staöinn tekur flokkur-
inn öll höggin af íhaldinu í ríkisstjórn-
inni; fyrir óbreytt lög um Lánasjóö ís-
lenskra námsmanna, harkalegan niður-
skurö í velferöarkerfinu, breytta vinnu-
löggjöf i andstööu viö verkalýðshreyf-
inguna o.s.frv. Viö spyrjum bara: Hvað
varö um „frjálslynda félagshyggjuflokk-
Inn meö fólk í fýrirrúmi" sem bauö
fram fyrir síöustu kosningar, Hjálmar
Árnason. þingmaöur Framsóknar-
flokksins?
„Hann er mjög kraftmikill að störf-
um sá flokkur."
Er hann að starfa aö þeim mál■
um sem hann gafsig út fyrir að
standa fyrir?
„Hann er að starfa undir formerkj-
unum fólk í fyrirrúmi. Meginatrlðið er
að verja velferðarkerfið hruni. Til
þess þarf að taka til eftir óráðsíu síð-
ustu ára. Næststærsti útgjaldaliður
ríkissjóðs er vextir af lánum sem hafa
verið tekin til að reka batteríið síð-
astliðin ár.“
Allar aðgerðir virðast samt
koma versl niður á þeim sem hall■
ast standa; fötluðum t.d. og geð-
sjúkum. Ná er mikil umrceða í
gangi um breytt fyrirkomulag
erfðafjárskatts sem á ekki lengur
að renna óskiptur til fatlaðra.
„Útgangspunkturinn er þessi: Við
teljum okkur vera að verja velferðar-
kerfið og það þarf að ná halla ríkis-
sjóðs niður. Framsóknarmenn eru
með viðkvaemustu málin í þessu; fé-
lagsmála- og heilbrigðisráðuneyti.
Það má þó benda á að þeir sein eru
með minnstar tekjur fá meira fé en
fyrir tveimur árum. Þeir sem eru
efnameiri fá mínna. í því er fólginn
ákveðinn jöínuöur."
Þið lögðuð mikla áherslu á
menntamáiin fyrir siðustu kosn■
ingar og i blaði til ungs fólks var
lofað stórauknum framlögum til
menntamála og breyttum lögum
um LÍN. ístaðinn er skorið niður
og lánasjóðurinn er enn óbreyttur.
„Lánasjóðurinn er í endurskoðun.
Framsóknarflokkurinn ásína fulltrúa
í nefnd um endurskoðun og þar erum
við að beita okkur fyrir þeim sjónar-
miðum sem við kynntum fyrir kosn-
ingar, við erum enn sannfærðir um
að það séu rétt sjónarmið en við er-
um ekki einir í ríkisstjórn. Við erum
að reyna að leita samkomulags sem
allir geti við unað, þó fyrst og fremst
námsmenn.
Þannig að ráðamenn eru
kannski loksins að átta sig á því
að menntunin er undirstaða hag-
vaxtaraukningar?
„Hún er lykillinn að framförum og
velferð."
Örstutt að sameiningarmálun-
um. Á fiokksþingi Alþýðuflokksins
lýsti Jón Baldvin Sjálfstœðis-
flokhnum sem höfuðandstœðingi
sameinaðra jafnaöarmanna og í
pallborðsumrœðum kom fram
greinilegur vilji til samvinnu en
þátttakendur vöruðust það liins
vegar eins og heitan eldinn að
minnast á yhkur framsóknar-
menn.
„Það er ekki alveg rétt, því kratarn-
ir samþykktu viðbótartillögu um að
þeir ættu að beita sér fyrir samein-
ingu jafnaðarmanna — og samvinnu-
manna."
En þið eruð i liði meö hafuöand-
stœðingnum á Aiþingi ogfélags-
hyggjufóikinu í borgarstjórn. Eruð
þið ekki milli tveggja elda?
„Eins og þróunin hefur verið á síð-
astliðnum misserum hafa allir flokkar
verið að færa sig yfir að miðjunni og
andstæður i íslenskri pólitík eru
orðnar hverfandi. Ég trúi því að í
raun megi finna meiri andstöðu innan
flokka í sumum málum en milli
flokka. Og ég bendi á að í þessari
miðjuþjöppun stendur einn traustur,
opinn flokkur sem byggir á íslenskum
liugmyndum og íslenskum grunni.
Hlutverk hans hefur sennilega aldrei
verið meira."
Mun hann þá standa sem þriðja
aflið, kannski eins og Hriflu-Jónas
hugsuði sér i upphafi, eða hella
sér út i sameiningarferlið?
„Við fylgjumst með því sem er að
gerast. Flokkurinn hefur eins og aðrir
flokkar verið að fara f gegnum breyt-
ingaskeið. Framsóknarflokkurinn er
kominn til að vera á mölinni, við er-
um þessi frjálslyndi og borgaralegi
mlöjuflokkur og fögnum því að aðrir
eru að færast að miðjunni."
Titringur er meöal framleiðenda og innflytj-
enda svokallaðra náttúrulyfja vegna reglu-
gerðar um skráningu og útgáfu markaðsleyfa
náttúrulyfja að hætti EES, sem brátt tekur
gildi. Óttast margir að með reglugerðinni
verði stigið skref aftur á bak í þróun nútíma-
læknisfræði. Fólk sem vill svokallað heilsu-
frelsi ætlar að fjölmenna í Perluna af þess-
um sökum á laugardag.
,Álíka flott og
þegar bændur
riðu suður til að
mótmæla símanum“
- segir Úlfur Ragnarsson læknir
Mér finnst þessi reglugerð ólýðræðisleg. Hún ork-
ar á mann eins og verið sé að berjast gegn þeirri
þróun sem á sér stað í læknisfræðinni og virkar álíka
flott og þegar bændur riðu suður til að mómæla sím-
anum,“ segir Úlfur Ragnarsson læknir, sem kynnt hef-
ur sér þessa nýju reglugerð EES sem samvæmt upj>
lýsingum úr heilbrigðisráðuneytinu tekur brátt gildi.
Ottast Úlfur og margir kollegar hans að í kjölfarið
hækki náttúrulyf mikið í verði.
í drögum að reglugerð þessari, sem unnin er af
þriggja manna undirbúningsnefnd heilbrigðisráðu-
neytisins og mun vera mjög langt á veg komin, kveður
meðal annars svo á að náttúrulyf verði að vera hentug
til sjálfslækninga og að þau eigi eingöngu vera í lyfja-
formi til inntöku eða staðbundinnar notkunar á húð
eða slímhúð. Að auki segir að takmarka megi sölu
náttúrulyfja við lyfjabúðir.
Það er einkum þetta tvennt sem viðmælendur HP
hnýta í og óttast margir sem í náttúrulyfjabransanum
starfa með einum eða öðrum hætti að þegar reglu-
gerðin tekur gildi geti menn ekki lengur fengið lýsið
sitt í næstu matvöruverslun, þaðan af síður áfram í
fljótandi formi, heldur verði lýsi eingöngu selt í töflu-
formi í lyfjabúðum með þartilgerðum áletrunum um
dagskammta.
Um þetta mál ritaði nýlega í Morgunblaðið maður að
nafni Einar Þorsteinn Ásgeirsson hönnuður og fór
hörðum orðum um „trúboða akademískrar læknis-
fræði“ sem hann sagði í sannfæringu eigin trúarsetn-
ingar ætla með reglugerð þessari að þröngva sínum
skoðunum upp á þjóðina alla.
Óttast lyfsalana
Aðeins stuttlega og óljóst er sagt frá í greinargerð-
inni að takmarka megi sölu náttúrulyfja við lyfjabúðir,
en aftur á móti stendur skýrum stöfum að hvorki megi
merkja né markaðssetja með orðinu „náttúrulyf"
nema varan hafi verið skráð og fengið markaðsleyfi
samkvæmt reglugerðinni.
Þetta telja margir að jafnsterkur hagsmunahópur og
lyfsalar muni óspart nýta sér gegn hinum fáu, veiku
og dreifðu framleiðendum og innflytjendum náttúru-
lUeðanmáls
lyfja á íslandi. Óttast þeir margir verulega um sinn
hag þótt fæstir vildu gera það undir nafni nema Helen
Brown, framkvæmdastjóri íslenskra fjallagrasa, sem
tók það þó skýrt fram að hún væri ekki búin að kynna
sér reglugerðina til hlítar. Annar sagði á hinn bóginn
að það skipti hann engu hvort hvítlaukurinn, sem
hefði gagnast honum vel og lengi, hefði farið fyrir op-
inbera nefnd nema síður væri, ef það væri bara til
þess að hækka hann í verði.
Úlfur bætti við að það væri ekki á ástandið bætandi
með strangri reglugerð; fyrir væri nógu flókin aðstaða
sem ynni gegn jurtalækningum í landinu. „Við verðum
vitanlega að ganga inn á þá milliríkjasamninga sem
við gerum, en mér finnst að við ættum bara að gang-
ast inn á kröfurnar sem slíkar og ræða svo málin lýð-
ræðislega við fólkið í landinu, ekki bara einhverjir sér-
hagsmunaaðilar við einhverja þriggja manna nefnd,
sem hefur þarna alltof mikil völd að mínu mati,“ segir
Úlfur og heldur áfram: „Eins og lesa má út úr reglu-
gerðinni leggjast í fyrsta lagi á há skráningargjöld, þá
sýnir líka reynslan það að miklar líkur eru á því að lyf
sem flutt eru úr heilsubúð í lyfjabúð hækka mikið í
verði. Ef til þess kemur eigum við að gera kröfu um að
slík lyf falli einnig undir sjúkrasamlagið.“
Grasalækningar draga
úr kostnaði heilbrigoiskerfisins
Það verður hlutverk Lyfjanefndar ríkisins að úr-
skurða hvað má flokka sem náttúrulyf og hvað ekki.
Margir óttast hins vegar að sú nefnd hafi ekki fjármuni
til þess að gera neinar slíkar rannsóknir af viti. „Besta
lausnin held ég, svo ekki fari illa, er sú að búa til heil-
brigða reglugerð sem myndi nýtast starfsemi grasa-
lækna. Til hliðar við læknastétt væru lærðir grasa-
læknar sem hefðu sinn takmarkaða rétt, en rétt þó til
að meðhöndla fólk með ákveðna kvilla. Það held ég að
myndi draga mikið úr heildarkostnaði heilbrigðiskerf-
isins,“ segir Úlfur Ragnarsson, sem þrátt fyrir að vera
einn virtasti menntaði læknirinn sem helgað hefur sig
náttúrulækningum er ekki vel liðinn af mörgum kolleg-
um hans í læknastétt. Skoðun sína byggir Ulfur meðal
annars á því að hann telur ekki hægt að sporna gegn
þróun læknisfræðinnar, sem fyrst byggðist bara á lík-
ama, síðar líkama og sál, en muni í framtíðinni byggj-
ast á heildinni; líkama, sál og anda, sem komi þannig
til að vestræn læknisfræði blandist austrænni sem og
jurtalæknisfræði, sem komin sé lengst á veg í Þýska-
landi.
Hafa tækifæri til að sýna fram á gæði
í undirbúningsnefndinni sem vann að drögum
regiugerðarinnar, sem nú liggur til samþykktar, sitja
Þorbjörg Kjartansdóttir, starfsmaður Lyfjaeftirlits
ríkisins, Magnús Jóhannsson prófessor og Kristín
Ingólfsdóttir, sérfræðingur í efnafræði náttúruefna.
Samkvæmt upplýsingum eru þau búin að boða fund
með hagsmunaaðilum á næstunni. I samtali við HP
sagði Þorbjörg það ótrúlegt að greinargerðin leiddi
til þess að fólk þyrfti að fara í lyfjabúð eftir lýsinu
sínu, þótt að vísu væri það sumstaðar þegar skráð
sem náttúrulyf. „Það sem fyrir okkur vakir er að fólk
sé ekki að kaupa mengaða vöru, til dæmis mengaða
skordýraeitri, og sé þar með í samræmi við aðrar
matvörur."
Hvað hækkun á náttúrulyfjum varðar svaraði Þor-
björg því til að nú þegar væri engan sláandi mun að
finna á náttúrulyfjum og skráðum Iyfjum. „Náttúrulyf
eru oft ótrúlega dýr þó að ekki einu sinni sé getið um
síðasta söludag. Það sem við erum að gera er bara að
tryggja gæði. Með eftirliti veit fólk hvað það hefur í
höndunum,“ segir Þorbjörg og bendir á að til dæmis
sé engin trygging fyrir því að þó að einhverjum líki
náttúrulyf vel fái hann sama lyfið jafngott í næsta
skipti, því mörg dæmi séu um það að framleiðsluvör-
ur séu misgóðar. Margt sé þó á gráu svæði; sumt
flokkað sem náttúrulyf og annað sem fæðubótarefni
og því verði flokkunin erfið. Það verði hins vegar ekki
stórmál að efnagreina náttúrulyf. „Margt af þessu
mætti víða tortryggni í upphafi, en með reglugerðinni
hefur komið í ljós að þarna hefur sá sem er með góða
vöru tækifæri til að sýna fram á það.“
Samvæmt upplýsingum HP er ekki bara reglugerð
um náttúrulyf í vinnslu heldur einnig reglugerð um
hómópatalækningar.
Ásta B. Þorsteinsdóttir var kosin varaformaöur Alþýöuflokksins eftir aö konurnar á flokksþinginu höföu stillt saman
strengi sína og hvatt hana til framboðs. Ásta situr nú á þingi sem varamaður en dags daglega gegnir hún stööu hjúkrun-
arframkvæmdastjóra á Landspítalanum.
Hvaöa listamaöur hefur haft mest áhrif á þig?
Tónskáld á borö viö Beethoven, Atla Heimi Sveinsson, Jón Ás-
geirsson og Arnar Ástráösson, son minn.
Hvaöa stjórnmálamaöur, lifandi eöa látinn, er í mestu uppá-
haldi hjá þér?
Jón Baldvin Hannibalsson.
Hvaða skáldsagna- eöa kvikmyndapersónu vildiröu helst líkj-
ast?
Scarlet O’Hara.
Hvaöa persóna mannkynssögunnar vildiröu helst hafa verið?
Kvenkyns Leifur heppni.
Ef þú fengir aö lifa lífinu aftur, myndiröu þá breyta einhverju?
Ég held aö maður lifi því lífi sem manni er ætlaö, og þó svo aö
maður fengi annað tækifæri yröi því lífi lifað á nákvæmlega
sama hátt.
Hver er merkilegasti atburöur sem þú hefur upplifaö?
Þaö merkilegasta í lífi mínu hefur veriö aö eignast þrjú yndis-
leg börn og sjá þau veröa aö mönnum. Þar fyrir utan fannst
mér merkilegt aö vera boöin í Hvíta húsiö til aö hlýöa á John F.
Kennedy, fyrrverandi forseta.
Hver er merkilegasti atburöur sem þú ætlar aö upplifa?
Ætli þaö veröi ekki aö upplifa þaö aö eignast barnabörn. Mér
skilst á þeim sem þaö hafa reynt aö þaö sé stærsta stund
lífsins ef frá er talið aö eignast sín eigin börn.
Hvaöa atburður, verk eða manneskja hefur mótaö lifsviöhorf
þitt framar ööru?
Sú manneskja sem hefur mótaö lífsviöhorf mitt framar öllum
öörum er dóttir mín, Ásdís Jenna. Hún fatlaðist alvarlega af
völdum fyrirburagulu eftir fæöingu og er háö öörum meö allar
athafnir daglegs lífs. Þrátt fyrir þaö býr hún yfir seiglu og bjart-
sýni sem einkennir allt hennar líf. Hún hefur þaö mottó aö allt
sé hægt, ef maöur bara hafi viljann. Enda hefur hún fariö langt
á honum. Hún hefur lokið stúdentsprófi, hún hefur feröast um
heimsins höf, á vini víöa um land og um heim allan. Hún ferö-
ast á Internetinu, sogarí sig þekkingu, semur Ijóö, hún er í há-
skóla og á yndislegan kærasta sem hún býr meö. Hún hefur
sýnt og sannaö að andinn er sterkari en allt annaö.
Ef þú ættir kost á því aö breyta einu atriöi í þjóöfélaginu eöa
umhverfinu, hvaö yröi fyrir valinu?
Ég vil auka jöfnuö í þjóöfélaginu.
Séröu eitthvað sem ógnar samfélaginu ööru fremur?
Aukin mismunun í þjóðfélaginu er ein stærsta ógnunin viö okk-
ar samfélag. Launamisrétti, mismunun til náms, aukiö at-
vinnuleysi, skert lífskjör fatlaðra og niöurskuröurinn í velferöar-
málum eru allt glögg merki þessarar mismununar. Andblær
gamalla ölmususjónarmiöa til þeirra sem standa höllum fæti
hefur á ný gert vart við sig.
Mottó?
Aö gera mitt besta.