Helgarpósturinn - 21.11.1996, Side 11
HMIVmJDAGUR ZL NÓVEMBER1996
11
HSS.'
Þegar þingmenn skilja ekki eigin lög
Hvaö mun biðlaunaklúðrið kosta?
inn og að frumvarpið stríddi
beint eða óbeint gegn ýmsum
ákvæðum stjórnarskrárinnar.
Hvað eftir annað var í þeirri
ítarlegu umræðu, sem varð um
frumvarpið, staldrað við biðla-
unaákvæðin en þegar að lok-
um hennar dró stóð stjórnar-
andstaðan saman um sína
skoðun og stjórnarþingmenn
héldu fast í sína. Umræðan
breytti ýmsu í lokagerð hins
viðamikla lagafrumvarps — en
ekki nægilega mörgu. En segja
má að stjórnarandstaðan hafi
gert það sem í hennar valdi
stóð til að koma í veg fyrir að
löggjafinn lenti í því að þurfa
að naga sig í handarbökin.
Jafnframt er ljóst að hún lagði
sig ekki fram um að finna leið
út úr vandanum.
Rökin sem brugðust
Ljóst er af fregnum af-bið—
launamáli kennaranna, og það
kemur einnig skýrt fram séu
málavextir og niðurstaða
skoðuð í dómabók, að heistu
rökum fjármálaráðuneytisins
er hafnað. Um leið er verið að
hafna ýmsum rökum sem tals-
menn lagfrumvarpsins, sem
varð að lögum 29. maí, færðu
fram um biðlaun. Dómarinn
kemst að þeirri niðurstöðu að
stöðurnar hafi verið lagðar
niður og sækjendur eigi rétt
til biðlauna samkvæmt 14. gr.
laga um réttindi og skyldur
opinberra starfsmanna frá
1954. Rök fjármálaráðuneytis-
ins um að hlutaðeigandi hefði
ekki verið sagt upp starfi og
kennurum og skólastjórnend-
um væri tryggt sama starf og
sömu starfsréttindi og þeir
höfðu hjá ríkinu reynast létt-
væg fyrir dóminum svo og til-
vísanir í nýju lögin. Einnig sú
fullyrðing að réttur til bið-
launa hafi ekki verið samn-
ingsbundinn réttur. „Biðla-
unaréttur stefnanda var hluti
af ráðningarkjörum hans fylli-
lega til jafns við það að hann
helgaðist af kjarasamningi"
segir í niðurstöðum dómsins.
í framhaldinu er vitnað til
stjórnarskrárákvæðis, sem
einnig kom til umræðu á Al-
þingi þegar lagafrumvarpið
var þar til umræðu í vor og
biðlaunarétturinn talinn
verndaður sem eign. Og að
gefnu tilefni segir enn fremur í
niðurstöðunni: „Eigi verður
talið að fulitrúar kennarafé-
laga, sem komu að undirbún-
ingi flutnings grunnskólanna
og löggjafar sem lýtur að hon-
um, hafi haft umboð til afsals
lögbundinna starfsréttinda
kennara.“ Það þýddi sem sagt
ekkert fyrir fjármálaráðuneyt-
ið að reyna að vitna til sam-
komulags um lagasetninguna í
verkefnisstjórn um flutning
grunnskólans og sættir þar
um efni lagasetningarinnar.
Mál er að linni
Fleira má lesa í dómsniður-
stöðunum sem vekur upp
spurninguna stóru um það
hvert framhaldið verður.
Spurningar, sem varða ef að er
gáð, það sameiginlega mark-
mið stjórnar og stjórnarand-
stöðu að reka ríkissjóð án
halla. Verði framhald á laga-
setningu sem reynist ekki
samræmast almannahags-
munum er ekki von á góðu.
Hafi tilraunin, sem gerð var til
að koma í veg fyrir biðlauna-
hneyksli í framtíðinni, mistek-
ist í vor er Alþingi neytt til að
gera nýja tilraun. Allir læra af
því að reka sig á. Landsmenn
hafa fengið nóg af fregnum um
það að þeir siðlausu fari að
lögum. Það hlýtur að vera nóg
af lögfræðingum og skynsömu
fólki á þingi til að tryggja að
lög, sem eiga að gæta al-
mannahags, geri það í raun.
Landsmenn hafa kynnst
margs konar vandræðum
sem stafa af því að lög frá Al-
þingi reynast öðruvísi en til
var ætlast. Afdrifaríkastar og
þekktastar eru hliðarverkanir
og uppákomur sem rekja má til
laga um fiskveiðistjórnun:
einkum eignatilfærslan sem
þau valda, kvótaleigan og
hvernig þau hvetja til þess að
fiski sé hent. Fregnir af haldlitl-
um ákvæðum í fjárlögum ber-
ast reglulega. Og nú virðist
von á auknum vanda við rekst-
ur hins skuldum hlaðna ríkis-
sjóðs okkar vegna lagaákvæða
sem dómar um biðlaun hvíla á.
Tveir kennarar, sem fjár-
málaráðuneytið taldi að ættu
ekki rétt á biðlaunum, fengu
dæmd biðlaun sér til handa í
héraðsdómi Reykjavíkur
fimmtudaginn 14. þ.m. eins og
kunnugt er af fréttum í fjöl-
miðlum. Ekki er fullljóst hvort
dómurinn opnar möguleika
fyrir alla grunnskólakennara á
að fá sér dæmd biðlaun vegna
flutnings grunnskólans til
sveitarfélaga. Dómurinn varð-
ar kennara sem hættu starfi.
En að minnsta kosti er ljóst að
lögin um réttindi og skyldur
opinberra starfsmanna, sem
stuðningsmenn ríkisstjórnar-
innar samþykktu á Alþingi í
vor, þjóna ekki yfirlýstum til-
gangi sínum og samningar
Kennarasambandsins og ríkis-
ins hafa ekki þau áhrif sem fjár-
málaráðuneytið hugði. Fjár-
málaráðherra og auralitlir
skattgreiðendur verða að fara
að biðja fyrir sér, því að biðla-
un samkvæmt áunnum rétti
allra grunnskólakennara skv.
lögunum um réttindi og skyld-
ur frá 1954 myndu kosta millj-
arða. Það er hætt við að ekki
stoði að biðja um miskunn í
þessum efnum í hörðu sam-
keppnis- og neysluþjóðfélagi.
Umræðan á
Alþingi í nýju Ijósi
Einhver lengsta og ítarleg-
asta umræða sem farið hefur
fram á Alþingi snerist um frum-
varp til nýrra laga um réttindi
og skyldur opinberra starfs-
manna sem samþykkt voru 29.
maí sl. Talsvert var rætt um
biðlaunarétt og kemur alloft
fram að stjórnarliðar á þingi
ætluðu nú alldeilis að koma
skikk á það mál og koma í veg
fyrir að fólk væri á tvöföldum
launum að ástæðulausu. Raun-
ar sést ekki við lauslega skoð-
un á Alþingistíðindum að
stjórnarandstæðingar hafi haft
eitthvað á móti því. E.t.v. hefur
minningin um biðlaunin, sem
ið almenna ánægju með laga-
ákvæði um biðlaun. A.m.k.
virðist augljóst að þeim tak-
mörkuðu peningum, sem ríkið
hefur úr að spila til að sinna
ýmsum aðkallandi verkefnum,
er illa varið þegar þeir streyma
í svokallaðar biðlaunagreiðsl-
ur til fólks sem fer í jafngóða
vinnu og það hafði eða hafnar
slíkri vinnu.
En við höfum greinilega
fengið enn eitt dæmi um að Al-
þingi eru mislagðar hendur við
lagasetningu; lögin kveða ekki
á_um það sem til var ætlast!
„Ég hygg að engin óvissa sé
um að það stenst stjórnarskrá
að takmarka biðlaunaréttinn
með þessum hætti og þeim
peningum, sem færu í málaferli
af því tagi, væri kastað á glæ,“
„En við höfum greini-
lega fengið enn eitt
dæmi um að Alþingi eru
mislagðar hendur við
lagasetningu;lögin
kveða ekki á um það
sem til var ætlast!“
Þeir hafa ekki ályktað rétt, um
það vitnar dómurinn þann fjór-
tánda. Að vísu tóku fáir stjórn-
arþingmenn þátt í umræðunni
en næstum allir stjórnarand-
stæðingarnir höfðu margt um
Stjórnmál
Hörður Bergmann
skrifar
Sverrir Hermannsson fékk
þegar hann hætti á Alþingi til
að taka við b'ankastjórastöðu,
vakið almennan áhuga innan
þings sem utan á að láta biðla-
un ekki renna úr ríkissjóði til
annarra en þeirra sem þurfa að
bíða eftir að fá annað starf. Al-
menningur hlýtur að ætlast til
að sú meginregla gildi og sé
framkvæmd undanbragða-
laust. Því má ætla að dómur-
inn um biðlaun starfsmann-
anna hjá SR-mjöli hafi ekki vak-
sagði Vilhjálmur Egilsson, al-
þingismaður og annar aðal-
framsögumaður fyrir frum-
varpi til laga um réttindi og
skyldur starfsmanna ríkisins,
þann 15. maí sl. þegar hann
gerði grein fyrir atkvæði sínu
við atkvæðagreiðslu um 34. og
35. gr. laganna. Umræðurnar
bera þess vitni að stjórnar-
þingmennirnir, sem sam-
þykktu biðiaunaákvæði lag-
anna og lagabálkinn í heild,
hafi litið málið líkum augum.
frumvarpið að segja. Sumir
þeirra lýstu yfir svipaðri skoð-
un á biðlaunaákvæðunum í
nýju og gömlu lögunum og nú
hefur verið staðfest fyrir hér-
aðsdómi. Lúðvík Bergvinsson
vitnaði t.d. í 2. umræðu til
fræðirits eftir Gauk Jörunds-
son, fyrrverandi prófessor í
lögum og umboðsmann Al-
þingis, þar sem segir að líta
verði svo á „... að rök standi til
að aflahæfi manna og atvinnu-
réttindi njóti verndar sem eign
skv. 67. gr. stjórnarskrárinn-
ar“. Ögmundur Jónasson vitn-
aði iðulega í umræðunni til
umsagna frá stéttarfélögum
þar sem fram kom það álit að
biðlaunarétturinn væri áunn-
Sfldarmet og flámælska
Bréf frá Neskaupstað
Elma Guðmundsdóttir
Já, nú er líf í tuskunum hér,
allt á kafi í síld og svej mér ef
það stefnir ekki í nýtt íslands-
met í síldarverkun hjá burðar-
ásnum hér í bæ, Síldarvinnsl-
unni hf. Hér er lífið síld en ekki
saltfiskur. Allur fiskur, annar
en síld að sjálfsögðu, sem hér
hefur borist á land frá því að
síldarsöltun hófst í lok sept-
ember hefur verið seldur ann-
að. í bænum er margt aðkomu-
fólk og þegar maður kemur í
móttökuna í frystihúsinu þar
sem er flakað, bitað og pakkað
af fullum krafti má heyra mörg
tungumál. Það er eins og þarna
sé saman kominn hópur land-
nema, enda minnir dansinn í
kringum gullkálfinn, síldina, oft
á sögurnar frá Klondike. Þarna
er fólk frá flestum ef ekki öllum
löndum Austur-Evrópu og nú
síðast bættist í landnemahóp-
inn fjölskylda frá Albaníu. Hér
er fólk frá Suður-Ameríku, Afr-
íku, Ástralíu og Nýja-Sjálandi
auk Sunnlendinganna!
Vinna, sofa, borða...
En þó að það sé gaman að
hafa hér svona mikið umleikis
þá hef ég oft óskað þess að
þetta væri minna og jafnara,
ekki þessi vertíðarstemmning
sem býður ekki upp á neitt ann-
að en að vinna, sofa og borða.
Að vísu var gefið helgarfrí í end-
aðan október og þá brugðu
margir sér á kántrí- og rokk-
veislu í Egilsbúð, en ég held að
margir hafi óskað þess daginn
eftir að hafa bara verið heima
og hvílt sig.
Og ef allar áætlanir ganga eft-
ir þá verður síst minna hér um-
leikis á komandi loðnuvertíð og
næstu síldarvertíð. Síldar-
vinnslan er nefnilega að byggja
hér gríðarstórt frystihús, um
4.500 fermetra að stærð, eða
eins og þrjú fullorðin íþrótta-
skrifar
hús, og á að taka fyrsta áfanga
þess í notkun um miðjan janúar
næstkomandi. í þessum fyrsta
áfanga verður fryst síld og
loðna og verða afköstin um 300
lestir á sólarhring, þ.e.a.s. ef vel
veiðist. Þetta er nánast fimm-
földun á framleiðslugetunni frá
því fyrir nokkrum árum. Og það
á líka að frysta í gamla húsinu
og um borð í frystiskipum fyrir-
tækisins. Ég er hrædd um að
það vanti þá talsvert af fólki til
starfa þó svo að þetta nýja
frystihús verði mjög fullkomið
og sjálfvirkni mikil. Til marks
um það má nefna að öllum úr-
gangi verður skotið frá frysti-
húsinu út í bræðslu í þar til
gerðum leiðslum, sem nú er
verið að koma fyrir.
Strákar og böll
Allar þessar framkvæmdir
krefjast mikils mannafla og allt
leiguhúsnæði og það sem
nefnt er verbúðir er þéttsetið.
Meira að segja Bjarg, gamla
elliheimilið, er nú orðið ver-
búð.
Það er í hæsta máta eðlilegt
að mér verði tíðrætt um síld-
ina, en þetta er ekki síldarsölt-
un eins og í gamla daga þótt
kryddlyktin sé sú sama. Nú fer
öll vinna fram innan dyra,
enda ekki talið forsvaranlegt
að vinna matvæli utandyra.
Hvað skyldi þá hafa orðið um
þær rúmlega 53.000 tunnur
sem voru saltaðar hér á sex
söltunarstöðvum árið 1966?
Nú heyrast ekki lengur köllin
„Þaðyrði nú ekki amalegt
að heyra talað um tönnur og
kredd og stöð í Stúku Egels rauða.
Farandverkafólkið mendi læra
þetta og beðja um sker og rjóma
og breiða þetta út. Aller mendö
velja koma og skoða þessa
kenlegu kvesti ferir austan
og þar með erðum
við fræg.“
sem einkenndu söltunarplön-
in, vélarhljóðið yfirgnæfir allt
tal. Og þótt hér í den hafi sum-
ar söltunartarnirnar verið ansi
langar gafst nú alltaf tími í
landlegum til að kíkja á strák-
ana og skreppa á ball. Þó að líf-
ið hafi þá verið á vissan hátt
síld líka þá var það öðruvísi,
manneskjulegra.
Allt best í Reykjavík?!
En þó að ég hafi sagt að
þetta mætti vera minna og
jafnara þá er ég auðvitað í sjö-
unda himni yfir því hversu vel
gengur. En það er skrítið að
þrátt fyrir alla þessa vinnu og
góðan efnahag í bænum yfir-
leitt þá fækkar samt fólkinu.
Ekki bara hér heldur alls stað-
ar á landsbyggðinni. Ætli ein-
hæft atvinnulíf eigi þar ekki
hlut að máli og hitt líka að
margir halda að allt sé svo gott
í henni Reykjavík? En ég er
tjóðruð í þessa ógurlegu átt-
hagafjötra. Hér er allt fallegast,
best og mest samanber síldar-
söltunin. Nú ætla ég að leggja
til við mitt fólk að við tökum
upp gömlu austfirskuna,
flámælskuna, svo við höfum nú
einhverja afgerandi sérstöðu
fyrir utan síldina.
Það yrði nú ekki amalegt að
heyra taiað um tönnur og
kredd og stöð í Stúku Egels
rauða. Farandverkafólkið
mendi læra þetta og beðja um
sker og rjóma og breiða þetta
út. Aller mendö velja koma og
skoða þessa kenlegu kvesti fer-
ir austan og þar með erðum
við fræg.
Sæl að senni, Elma.
Höfundur er bladamaður
við vikublaðið Austurland.