Helgarpósturinn - 21.11.1996, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 21.11.1996, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER1996 X http: / /this. is / net Er höfundarréttur vandamál Netinu eða fyrir Netið? ne eða er hann jafnvel úrelt fyrirbrigði? Ein ástæða upplýsingafá- tæktar á svokallaðri upplýs- ingahraðbraut er hræðsla höf- unda við það hvernig höfundar- réttur þeirra verði meðhöndl- aður. Það er eðlilegt, þar sem netverjar eru þekktir fyrir að gefa lítið fyrir hann. íslendingar hafa undirritað alþjóðlegar samþykktir um höf- undarrétt og því selt sig undir að hlíta ákvæðum hans, en þetta er engan veginn einfalt mál. Höfundarréttur skiptist annars vegar í viðurkenningu á rétti höfundar til þess að fá greitt fyrir afnot annarra af höf- undarverki sínu (samanber STEF-gjöld íslenskra tónlistar- manna) og hins vegar rétt höf- undar til að mega einir kalla sig höfunda tiltekinna verka og vörn þeirra gegn hvers konar breytingum og misnotkun á höfundar- verki þeirra. Þessir tveir fletir höfundar- réttar eru aðskildir bæði í lagasetningu og hugsun. Ekkert er í sjálfu sér athugavert við þessi lög; þau verja rétt þeirra sem geta bent á og handfjatlað hluti sem þeir eru höfundar að. Gallinn er sá að 5 Netheimum geturðu ekki bent á og handfjatl- að eitt né neitt. Hugtök eins og frummynd og eftirlíking tapa merk- ingu sinni. Til að flækja þetta enn frekar þá fjölgar því fólki sem titlar sig ekki höfunda og gerir ekkert tilkall til höfund- arréttar, þetta sama fólk virðir hann ekki heldur. Þessari hugs- un að baki höfundarréttarlög- unum hefur verið hafnað og eru Netverjar fjölmennir í þeim hópi. Viðurkenning stjórnvalda á því að þarna sé óleyst mál á ferðinni hefur birst í nefndar- álitum og skýrslur hafa verið skrifaðar en enginn þorað að taka almennilega á þessu, ekki einu sinni Frakkar með sína kúl- túr-miðstýringarmúra. En það sem flestar þessar skýrslur eru sammála um er að þetta sé ekki eins óvefengjanlegur réttur þegar verkið er orðið rafrænt, að höfundarréttarlögin eins og þau eru núna séu frekar til traf- ala á Netinu og öðrum rafræn- um miðlum. Enginn hefur hins Netpósturinn Bragi Halldórsson netfang Netpóstsins er: np@this.is vegar treyst sér til þess að leggja til aðra skipan mála. Seinhver stela frá þér? En hvað er það sem þarna er á ferðinni, er verið að stela frá einhverjum? Það er afstætt, fer eftir því hver segir söguna. Sjaldnast eru menn að þykjast vera höfundur einhvers sem annar hefur gert, heldur er ver- ið að dreifa, nota, klippa saman upp á nýtt og iðulega ekki undir neinu höfundarnafni. Þar með er ekki hægt að fara fram á höf- Teikning: Engin höfundur, þessa mynd má hver sem er nota að vild, breyta, klippa og eyðileggja á allan hugsanlegan máta. undargreiðslur fyrir hina nýju samsuðu. Og þetta sjá lögfróðir sem hafa skoðað þessi mál. Fjölföldun tónlistar og forrita í Asíuríkjum, sem ekki hafa skrif- að undir alþjóðlegar samþykkt- ir um höfundarrétt, er sjaldnast undir nýju nafni, heldur er ver- ið að nota nafnið sem vöru og höfundarnir fá ekki greitt fyrir notkun. Þarna greinir Vestur- lönd og Asíulönd á um eignar- og afnotarétt. Aftur á móti er höfundarleysi frekar vestrænt fyrirbrigði og þar greinir kyn- „Sjálfsagt á eftir að koma fram einhver nýr flötur þessa máls, því alltaf er jafnstuttíhé- góma einstaklingsins og þörf hans fyrirviður- kenningu.“ slóðir á. Einkenni höf- undarleysis sjáum við til dæmis í danstónlist- argerð í dag, eins sjá- um við þetta í listsköp- un þessarar sömu kyn- slóðar. Þetta er sam- bærilegt við það að all- ir eru sammála um að umferðarlög skuli gilda um umferð á vegum. Þegar fólk fer aftur á móti að ferðast um á annan máta, ekki háð vegum, þá er það lög- brjótar frá vegafólki séð en ekki frá hinum nýja ferðamáta, sem lýtur eigin lögmálum. Þetta er það sem er að gerast; endurmat gilda, öðruvísi ferðamáti. Og þetta á sér stað á sama tíma og höfundar hafa verið að ná fram meiri og meiri viður- kenningu á rétti sínum og leið- inlegur fylgifiskur þess er að fleiri og fleiri kalla sig höfunda og verk sín höfundarverk. Þá kemur fram ný kynslóð, ný hugsun og grundvellinum fyrir höfundarréttarlögunum er koll- varpað. Þessi pattstaða gerir það að verkum að ekki eru ein- faldlega allar upplýsingar til- tækar á Netinu, höfundar eru ennþá að leita að aðferð til þess að rukka inn sín STEF-gjöld. Á meðan þróast og þroskast Net- Þverstæða lífehamingj- unnar í með- förum Kristins og Jónasar Franz Schubert Vetrarferðin Ljóöaflokkur eftir Wilhelm Múller Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson Mál og menning 1996 Kristinn Sigmundsson bass- Einnig í netútgáfu Netpóstsins, á slóðinni „httpV/this.is/net Jíugleiðing um framtíðarsýn ríkisstjómar Islands um upplýsingasamfélagið, sem var gefin út í október 1996 Bubbi í hvers- dagstilbeiðslu og dauðadaðri Bubbi Hvita hliðin á svörtu Ljóö Mál og menning 1996 Þrútnir fingur snerta línið/tób- aksgulir/ með nagaðar neglur/ strjúka Ijóshærðan koll/ og kafa kalt vatnið í balanum/ [...] Þannig Ijóðar Bubbi Mort- hens á nýjum geisladiski við undirleik hljóðfæraleikara. Ljóðin eru 26 og kennir þar bæði tilbeiðslu til hversdags- leikans og dauðadaðurs: Dauð- ir menn verða viðkunnanlegri/ með aldrinum/ þó sérstaklega ef þeir hafa farið ungir/ Það er einhver rómantík/ yfir holdleys- inu/ og stundvísi þeirra er að- ddunarverð/ [...] ToIIi, bróðir Bubba, leggur til myndskreyt- ingu og textarnir fylgja. barítón syngur við undirleik Jónasar Ingimundarsonar pí- anóleikara tónaljóð Franz Schubert og Wilheims Miiller, Vetrarferðina. Lagaflokkurinn fjallar um ungan mann svikinn í tryggðum og kafar í sálar- ástand hans. Angist og efi voru snar þáttur í rómantísku stefn- unni á 19. öld og í verkinu er farið höndum um þrá manns- ins eftir lífshamingju. Schubert kynntist þeirri leit af eigin raun. Hann lést snauður og af- skiptur aðeins 32 ára að aldri árið 1828. heimar án þeirra og eftir sitja þeir bitrir, — farnir á mis við heilu kynslóðirnar og gleymdir þeim. Er höfundarrétturinn úreltur? En höfum við einhver not fyrir höfunda og höfundarrétt í Netheimum eða yfirleitt? Það er ekki gott að segja, en ástæða þessa breytta hugsun- arháttar er annars vegar auk- inn hraði og hins vegar vantrú á endanleika hluta. Við horfum á einingar lífsins fæðast og deyja í flæði fjöldans og aukinn hraði gerir okkur kleift að sjá flæði árinnar sem heildar. Við það minnkar áhuginn á hverj- um dropa. Og Netið endur- speglar þetta. Fólk hefur ekki áhuga á vefsíðum sem aldrei breytast, eru endanlegar, óhagganlegar eins og höfund- arverk, heldur áhuga á flæði vefja, hreyfingu og síbreyti- leika. Og hvað „á“ maður af flæði, — vefinn eins og hann leit út frá klukkan eitt til klukk- an þrjú föstudaginn 17. októ- ber 1995? Til hvers? Þetta hef- ur enga merkingu. Þetta er áhugi á lífinu, sem aldrei stoppar, ekki dauðanum, sem er kjurr, eins og höfundarverk- ið og höfundurinn. Sjálfsagt á eftir að koma fram einhver nýr flötur þessa máls, því alltaf er jafnstutt í hégóma einstaklingsins og þörf hans fyrir viðurkenningu. Menn hafa drepið fyrir minna. Og ástæðan fyrir ofgnótt höfund- arverka á Islandi er ekki að ís- lendingar hafi svo mikið að segja heldur þörf þeirra til þess að segja eins og skáldið, sem mér er alveg sama hvað hét, sagði: „Sjáiði fjallið? Þarna fór ég.“ Og firmst þer eitthvað? Er þér kannski alveg sama? Láttu skoðun þína í ljós. Á netsíðu Netpóstsinns er spurningaeyðublað um þetta efni og hvet ég þig eindregið til að láta skoðun þína í ljós. íslenska Nethornið þróast ekki og þroskast með því að ég þusi í mínu horni heldur með því að íslenskir Netverj- ar láti skoðanir sínar í ljós. Taflfélagiö Hellir heldur Is- landsmót í netskák sunnudaginn 24. nóvember nk. kl. 20.00. Tefldar verða níu umferðir eftir Monrad-kerfi, fjögurra mínútna skákir með tveggja sekúndna viðbót fyrir hvern leik. Veitt veröa þrenn verðlaun í þremur flokk- um; íslandsmeistari, íslands- meistari áhugamanna (1.800 stig eða minna) og Besti byrjand- inn (skákmenn án íslenskra Elo- stlga). Gefandi verðlaunanna er EJS hf. Þetta er athyglisvert skákmót fyr- ir margra hluta sakir. Þetta er fyrsta skipulagða skákmótið á ís- landi þar sem teflt er yfir Netið og þaö sem meira er; ísland er þar með fyrsta landið til að halda meistaramót í Netskák! Teflt verður undir dulnefnum svo menn vita ekki hvort þeir eru að tefla við stórmeistara eða byrj- endur! Þeir sem ætla að vera með skrái sig í gegnum tölvu- póst hjá Halldóri Grétari Einars- syni (hge@ejs.is) fyrir 22. nóv- ember. í póstinum þarf aö koma fram það dulnefni sem menn vilja nota á mótinu. Mótið er í boði Taflfélagsins Hellis og Ein- ars J. Skúlasonar og þátttaka ókeypis. Nánari upplýsingar fást á heima- síðu mótsins (allar slóðir sem fram koma í Netpóstinum eru í Netútgáfu hans á „http://this.is/net). Niðurstaðan úr skoðanakönnun síðustu viku er afdráttarlaus Yahoo-ga grunn a- Leitarvélar eru mikið notaðar og vilji er til að slík vél verði til fyr- ir ísland. Sérstaklega er fólk áhugasamt um að ekki verði þetta eingöngu leitarvél heldur sé búiö að flokka og grunnvinna úr gögnum. Hér er ein leitarvél og gagnagrunnur sem getur staðið undir nafni en það er Síðusafn Hugmóts. Það er frjálst og ókeyp- is að skrá vefi sína þar og reynsla mín af skráningu og leit er mjög góð. En til aö þetta geti orðið að þeim gagnagrunni sem fólk æskir þurfa sem flestir (helst allir, því af hverju ætti nokkur ekki að vilja láta vita af síðu sinni?) að skrá vef sinn hjá þeim. Þessi grunnur er ekki enn flokk- aður og forunninn eins og fólk vill, en ef þetta er mikið notað og fær mikla traffík gætu þeir Hug- mótsmenn kannski fundið leið til þess að fjármagna þá vinnu. Það veltur á þér, — aö þú notir þetta. Ég ráðlegg öllum eindregið að skrá vefi sína og prófa þessa leit- arvél. Hún hefur alla þá kosti sem ég að minnsta kosti æski og eini mínusinn sem ég fann var að þegar maður skráir vef „verður" maður að gefa upp kennitölu! Af hverju, mér er spurn? Hún þjónar engum tilgangi fyrir ókeypis skráningu og fælir örugglega marga frá, því maður fær það á tilfinninguna að maður fái reikn- ■NOTARÞU LEITARVEIAR? MJÖG M1KK3 iMQB STUflDUM ■ lílffi 10% MjöGÉie jox fj$ Vft þó al ti sé isfeak fafeaTéi sem bðor boni í ísieæbra veíwn ? 84% 16% 0% Q Vte þúgetalwlo&i lofffivétaiaaar eft« elásMkua? 100% 0% 0% ing í pósti fyrir utan það að þetta eru persónunjósnir. En hvað um þaö, tölurnar tala sínu máli og kíkiði endilega á Síðusafnið og skráiði vefi ykkar, þá gæti þetta orðið að þeim vett- vangi sem allir leita á fýrst; torg leiðbeininga í annars kaotísku Nethorni íslendinga. Hljóðbókmenntir & margmiðlun í tilefiii af elds- umbrotunum fyrir austan Sigurður Davíðsson íslensk jarðfræði Mál og menning 1996 Þeir sem ekki fengu nóg af fréttaskýringum Ómars Ragn- arssonar og Ara Trausta Guð- mundssonar um Skaftárhlaup og vilja kynnast betur þeim reginöflum sem búa í iðrum jarðar ættu að velta fyrir sér kaupum á margmiðlunardiski Sigurðar Davíðssonar, íslensk jarðfrœði. Efni disksins eru fimm þættir jarðfræði: Land- rek, eldsumbrot, mótun lands, jarðskjálftar og jarðhiti. Disk- urinn gengur bæði á PC- tölvur og Macintosh. I minningu Ingimars Eydal Gunnar Gunnarsson: Skálm Dimma (Japis dreifir) 1996 Gunnar Gunnarsson kynnt- ist snemma spilastíl Ingimars Eydal og tileinkaði sér m.a. það sem Ingimar kallaði „norð- lenska skólann" í píanóleik; nokkuð sem ekki var hægt að leggja stund á í tónlistarskóla heldur lærðist mann fram af manni. Formlega menntun hlaut Gunnar í Tónskóla þjóð- kirkjunnar og tónfræðideild Tónlistarskólans í Reykjavík. Á plötunni eru átján lög, þarf af eitt eftir Ingimar sem ekki hef- ur komið út áður.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.