Helgarpósturinn - 09.01.1997, Page 6

Helgarpósturinn - 09.01.1997, Page 6
6 RMMTUDAGUR 9. JANÚAR1997 Sægreifinn Jóhann A. Jónsson og félagar á Þórshöfn: Græddu 250 milljónir á möndli med hlutabréf og innherjavidskiptum Almennir hluthafar telja sig hlunnfarna Eignaraðild að Hraðfrystistöð Pórshafnar (13/111996) Þórshafnarhreppur 103.837 þús. 34,61% Hængur ehf. 75.131 - 25,04% Jóhann, bræður hans og félagan Rafn Jónsson 7.101 - 2,37% Jóhann A. Jónsson 4.887- 1,63% Hreggviður Jónsson 4.507 - 1,50% Gunnlaugur Karl Hreinss. 3.646 - 1,22% Hilmar Þór Hilmarsson 3.207 - 1,07% Jón Kristjánsson 3.061 - 1,02% Hólmar Ástvaldsson 3.061 - 1,02% Olíufélagið hf. 12.203 - 4,07% Svalbarðshreppur 6.076 - 2,03% Aðrir (hluthafar alls 136) 75.830 - 25,28% Samtals: 300.000 - 100% Jóhann A. Jónsson og fleiri hátt settir starfsmenn Hraðfrysti- stöðvar Þórshafnar hafa undanfarið hálft annað ár sankað að sér hluta- bréfum í fyrirtækinu. Einkahlutafélag þeirra, Hængur ehf., átti um fjórðung hlutaQár í Hraðfrystistöðinni á að- alfundi í vor. Hlutabréf- in hafa þeir yfirleitt keypt á nafnverði eða því sem næst. Miðað við gengi bréfanna á mark- aði í desember er verð- mæti þeirra sex til átta sinnum meira en Jó- hann og félagar hans borguðu. Sumir Þórs- hafnarbúar telja sig illi- lega hlunnfarna í við- skiptum við þá. Gremj- an fer þó hljótt. Margir óttast ægivald Jóhanns á staðnum. Jóhann, bræður hans tveir, Rafn og Hreggviður, ásamt fá- einum yfirmönnum í fyrirtæk- inu, eiga nú persónulega rétt tæp 10% í Hraðfrystistöð Þórs- hafnar. Þá eru reyndar ótaldir smærri eignarhlutir á nöfnum eiginkvenna og barna. Jóhann, Rafn og þrír aðrir yfirmenn í Hraðfrystistöðinni eru skráðir stofnendur Hængs ehf., sem á rétt tæp 25%. Jóhann, bræður hans og félagar eiga þannig alls meira en þriðjungshlutafé í Hraðfrystistöð Þórshafnar. ítök þeirra eru þó þar með ekki upptalin, því auk þess að vera framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins er Jóhann A. Jónsson odd- viti Þórshafnarhrepps, en hreppurinn er einmitt stærsti einstaki hluthafinn með 34,6%. Jóhann og félagar hans hafa þannig ítök í samtals nærri 70% hlutafjár, eða ríflega tvö- földum meirihluta. Skólabókardæmi um innherjaviðskipti Einkahlutafélagið Hængur var stofnað 15. febrúar 1995, eða fyrir tæpum tveimur árum en þá hafði hagur Hraðfrysti- stöðvarinnar vænkast nokkuð og reksturinn kominn upp fyr- ir núllpunktinn eftir umtals- verðan taprekstur árum sam- an. Hraðfrystistöðin tapaði 85 milljónum króna 1991 og 35 milljónum 1992. Um 23 millj- óna hagnaður varð af rekstrin- um 1993 og 1994 fór hagnaður enn upp á við og í rúmar 34 milljónir 1994. Þegar Hængs- menn fóru af stað snemma árs 1995 var þó ársskýrslan 1994 ekki komin út og almennir hluthafar ekki gert sér Ijóst að Hraðfrystistöðin væri að verða gróðafyrirtæki. Um það hefur framkvæmdastjóranum og öðrum yfirmönnum fyrir; tækisins verið fullkunnugt. í febrúar 1995 hafa þeir haft ágæta aðstöðu til að gera sér grein fyrir afkomunni 1994 og jafnframt auðveldlega getað séð fyrir að enn meiri hagnað- ur yrði af rekstri fyrirtækisins 1995. Jóhann og félagar hans bjuggu yfir þessari vitneskju þegar þeir keyptu hlutabréf Þróunarsjóðs og síðar hluta- bréf sem voru í eigu Hrað- frystistöðvarinnar, svo og hlutabréf af einstaklingum og öðrum sem vildu selja. Sam- kvæmt heimildum Helgarpósts- ins munu þeir oftast hafa keypt hlutabréf á nafnvirði eða því sem næst. Þegar kom að aðalfundi Hraðfrystistöðv- ar Þórshafnar í maí á síðasta ári átti Hængur ehf., þá rúm- lega ársgamalt félag, um fjórð- ung hlutafjár í Hraðfrystistöð- inni. Það er til marks um aðferðir Hængsmanna við kaup á hluta- bréfum í Hraðfrystistöð Þórs- hafnar að allt fram í júlí föluð- ust a.m.k. þeir eftir hlutabréf- um í Hraðfrystistöðinni á genginu 1,05 eða rétt rúmu nafnverði eins og það var fyrir tvöföldun. Það verður að telj- ast fremur ólíklegt að Hængs- mönnum, sem jafnframt gegna yfirmannsstöðum í Hraðfrysti- stöðinni, hafi ekki verið kunn- ugt um að til stóð að tvöfalda hlutaféð með útgáfu jöfnunar- bréfa. Hagfræðingur sem HP bar þetta undir kallaði þessar starfsaðferðir skólabókar- dæmi um innherjaviðskipti. Ekki er hefð fyrir innherja- viðskiptum í íslenskum refsi- rétti. I flestum löndum þar sem viðskipti með verðbréf eiga sér einhverja sögu liggja ströng viðurlög við því að menn nýti sér í hagnaðarskyni upplýsingar sem þeir hafa að; gang að stöðu sinnar vegna. I hlutafélagalög var nýlega bætt inn nýju ákvæði sem að þessu lýtur. Þar segir í 67. grein: „Stjórnarmenn eða fram- kvæmdastjórar mega ekki mis- nota aðstöðu sína í viðskipt- um með hluti í félaginu...“ Hængur keypti af Þróunarsjóði Upp úr 1990 var hlutafé Hraðfrystistöðvar Þórshafnar aukið úr 110 í 150 milljónir með almennu útboði. Ekki gekk of vel að selja þetta hluta- fé og á endanum keypti Þórs- hafnarhreppur allnokkuð af því og Svalbarðshreppur keypti þá 3 milljónir. Á þessum tíma var fyrirtækið enn rekið með tapi en skömmu síðar fór hagur jjess að vænkast. Hagn- aðurinn 1993 varð rúmar 20 milljónir. Árið eftir kom að því að Þróunarsjóður sjávarút- vegsins auglýsti sinn hlut í fyr- irtækinu, um 54 milljónir eða 36% eignarhlut, til sölu. Eitt tilboð barst í þessi hlutabréf, frá ísfélagi Vest- mannaeyja sem bauðst til að kaupa bréfin á genginu 1,05. Aðrir hluthafar áttu forkaups- rétt en treystust ekki til að nýta hann að fullu og til að koma í veg fyrir að svo stór eignarhluti færi úr byggðarlag- inu keypti Hraðfrystistöð Þórs- hafnar þennan hlut til bráða- birgða. Samkvæmt lögum má hlutafélag ekki eiga svo stóran hlut í sjálfu sér nema um tak- markaðan tíma og því þurfti Hraðfrystistöðin að endurselja þau. Það reyndist ekki auðvelt. Hraðfrystistöðin sendi m.a. bréf í hvert hús þar sem fólki voru boðin hlutabréf til kaups á sama gengi og ísfélagið hafði boðið. Um 35 milljónir tókst ekki að selja. Niðurstaðan varð sú að Þórshafnarhreppur keypti 10 milljónir og fimm- menningarnir Jóhann A. Jóns- son og félagar stofnuðu Hæng ehf., sem strax keypti um 25 milljóna hlut. Á árinu 1995 og fram á 1996 jókst hlutur Hængs og var kominn yfir 37 milljónir eða rétt um fjórðung heildarhlutafjár sl. vor. Þar af keypti Hængur ehf. ríflega 9 milljóna hlut sem Hraðfrysti- stöðin átti sjálf. Þróunarsjóðs- bréfin voru keypt á genginu 1,05 og 9 milljóna hluturinn á svipuðu gengi eða heidur lægra. Jafnframt hafa Hængs- menn sjálfir verið að bæta við sig hlutabréfum. Hlutafjáreign þeirra var í nóvember samtals komin upp undir 10% af hluta- fé. Eitthvað munu þeir hafa keypt af Þróunarsjóðshlutnum en einnig af einstaklingum á Þórshöfn. Plottið: Fyrst jöfnunar- bréf, síðan á markað Þegar kom fram á sumar 1996 virðast Hængsmenn hafa verið búnir að kaupa það sem lá á lausu af hlutabréfum í Hraðfrystistöðinni. Nafnverð bréfanna var tvöfaldað með út- gáfu jöfnunarhlutabréfa á stjórnarfundi í lok júlí og nokkrum mánuðum síðar voru hlutabréf í Hraðfrystistöð Þórshafnar boðin til sölu á al- mennum markaði. Hlutabréf í Hraðfrystistöð Þórshafnar voru boðin til sölu á opna tilboðsmarkaðnum í desember og seldust að með- altali á rétt um þreföldu nafn- verði, eða nærri sexföldu því verði sem Hængsmenn voru að greiða fyrir hlutabréf allt fram í júlí á síðasta ári. Gengi bréfanna var lægst fyrstu dag- ana en fór hækkandi. Hæst fór það í 4,25 og nefna má að 13. desember var 5 milljóna hlutur seldur fyrir 20 milljónir eða á genginu 4. Hafi seljandinn keypt þennan hlut á gamla nafnverðinu, 2,5 milljónir, hef- ur hann áttfaldað þá peninga á örskömmum tíma. Eftir þessar metsölur á geng- inu 4-4,25 lækkaði verðið og fór lægst í 3,05 þann 19. des- ember. Ef miðað er við gengi bréfanna á opna tilboðsmark- aðnum hjá Verðbréfaþingi ís- lands nú um áramót nemur hreinn ávinningur Hængs- manna af fjórðungi hlutafjár í Hraðfrystistöð Þórshafnar ríf- lega 200 milljónum króna. Því til viðbótar má svo reikna hagnaðinn af þeim hlut sem Jó- hann og félagar hans eiga og hafa keypt persónulega. Sjálfir eiga þeir um 10% hlut eða ná- lægt 30 milljónum að nafnvirði. Miðað við gengi bréfanna á markaði um áramótin gætu þessi bréf, sem þeir keyptu að stórum hluta á hálfvirði miðað við nýja nafnverðið, nú selst á einar 100 milljónir króna. Sam- tals er því varlega áætlað að Jóhann A. Jónsson, bræður hans og félagar hafi hagnast um 250- 300 milljónir króna á viðskiptum með hlutabréf í fyr- irtækinu sem þeir stýra. Allir topparnir í Hæng Hængur ehf. er skráður til heimilis að Eyrarvegi 16, Þórs- höfn. Þar er raunar Hraðfrysti- stöð Þórshafnar til húsa. Hængur, sem virðist einkum hafa verið stofnaður til að kaupa hlutabréf í Hraðfrysti- stöðinni, er þannig til húsa á skrifstofum þess fyrirtækis. Mennirnir á bak við Hæng eru allir í stjórnunarstöðum hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar. Jóhann Arngrímur Jónsson, 41 árs, er framkvæmdastjóri og jafnframt oddviti Þórshafnar- hrepps. Rafn Jónsson, 39 ára, bróðir Jóhanns, er verksmiðju- stjóri, Gunnlaugur Karl Hreins- son, 30 ára, er frystihússtjóri, Hilmar Þór Hilmarsson, 38 ára, er framleiðslustjóri og Jón Kristjánsson, 46 ára, er verk- stjóri. Þessir fimm eru skráðir hjá Hlutafélagaskrá sem stofnend- ur Hængs og þeir hafa jafn- framt kosið sjálfa sig í stjórn félagsins. Þrír eru aðalmenn og tveir til vara. Framkvæmda- stjóri Hængs og prókúruhafi er svo Hólmar Astvaldsson, 29 ára, fjármálastjóri Hraðfrysti- stöðvarinnar. Endurskoðend- ur Hængs eru Guðni Hauks- son, 33 ára, og Sævaldur Gunnarsson, 29 ára. Sá síðar- nefndi er jafnframt útgerðar- stjóri hjá Hraðfrystistöðinni. Þeir menn sem hér hafa ver- ið taldir eru allir persónulega hluthafar í Hraðfrystistöð Þórshafnar. Mest hlutafé á Rafn Jónsson, rúmar 7 milljón- ir á núgildandi nafnverði eða 2,37%. Jóhann A. Jónsson á tæpar 5 milljónir eða 1,63%. Gunnlaugur, Hilmar Þór, Hólm- ar og Jón eiga allir yfir þriggja milljóna hluti, Guðni á rúmar tvær milljónir og Sævaldur Gunnarsson tæpa hálfa millj- ón. Fólk óttast ægivald Jóhanns Sumir íbúar á Þórshöfn telja sig hafa verið hlunnfarna í þessum viðskiptum. „Ég hefði vissulega getað notað þessa peninga en þeir eru þó ekki það sem mestu máli skiptir. Mér svíður miklu sárar að hafa verið plataður svona af manni sem ég taldi góðan kunningja," segir einn viðmælenda HP. Gremja manna á Þórshöfn fer þó hljóðar en ella vegna þess ægivalds sem Jóhann A. Jóns- son hefur á staðnum. „Þeir sem ekki sitja og standa eins og hann vill geta allt eins farið að huga að búsetu einhvers staðar annars staðar.“ Sjálfur segir Jóhann A. Jóns- son fyrst og fremst um öfund að ræða, það hafi verið mikið áhættufyrirtæki að kaupa svo stóran hlut í fyrirtækinu á sín- um tíma. „Við gerðum allt sem við gátum til að selja þessi bréf á sínum tíma. Við sendum bréf í hvert hús og buðum fólki hlutabréfin til kaups." Jóhann segir reyndar allmarga, eink- um starfsfólk, hafa nýtt sér þetta tilboð og keypt hluta- bréf. „En það voru líka margir sem ekki litu við bréfunum," Hverjir seldu og hverjir keyptu? Ekki liggja fyrir staðfestar upplýsingar um það hverjir hafi keypt þau hluta- bréf sem seld hafa verið frá því að Hraðfrististöð Þorláks- hafnar fór á markað þann 6. desember. Þórshafnarhreppur seldi langstærstan hlut eða 10 milljónir að meðaltali á geng- inu 1,6. Meðalgengi annarra hluthafa sem selt hafa á þessu tímabili er hins vegar rétt innan við 3,7. Jóhannes Sigfússon, oddviti Svalbarðs- hrepps, staðfestir að Sval- barðshreppur hafi selt þriggja milljóna hlut á nálægt fjórföldu verði eða áttföldu upphaflegu kaupverði. Þá er vitað að Geir hf., útgerðarfyr- irtæki á Þórshöfn sem átti tæpra þriggja milljóna hlut, hefur selt bróðurpartinn af þeirri eign. Um aðra stóra aðila en hre^pana er ekki vitað. Hólm- ar Ástvaldsson, framkvæmda- stjóri Hængs ehf., fullyrðir að Hængur hafi ekki selt neitt af hlutafé sínu. Forvitni vekur hins vegar stærsta salan sem skráð er á opna tilboðsmark- aðnum. Þann 13. desember var 5 milljóna hlutur seldur á genginu 4, eða fyrir 20 millj- ónir króna. Fátt er vitað um nýja eig- endur Hraðfrystistöðvar Þórshafnar. Þó staðfesti Hólmar Ástvaldsson, fjár- málastjóri fyrirtækisins, að meðal nýrra hluthafa væru Sjóvá/Almennar og íslenski fjársjóðurinn, hlutafjársjóður í eigu Landsbréfa, en sá sjóð- ur fjárfestir einvörðungu í sjávarútvegi.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.