Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 09.01.1997, Qupperneq 10

Helgarpósturinn - 09.01.1997, Qupperneq 10
10 RMIVmJDAGUR 9. JANÚAR1997 HELGARPÓSTURINN Útgefandi: Lesmál ehf. Framkvæmdastjóri: Árni Björn Ómarsson Ritstjóri: Páll Vilhjálmsson Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Þingeyrarfundur fulltrúanna úr Reykjavík Fulltrúar Alþingis sátu á borgarafundi á Þingeyri í síðustu viku og viðurkenndu að þeir ættu engin úrræði fyrir kvóta- lausa byggðarlagið. Alþýðlegur klæðaburður tveggja þing- manna, lopapeysur með norsku mynstri, vakti athygli á þver- stæðunni sem snyrtilegu fulltrúarnir úr Reykjavík verða síð- astir til að viðurkenna. Kjördæmakerfið gengur út á það að þingmenn séu í nánum tenglsum við umbjóðendur sína og geti, þvert á flokksbönd, komið sér saman um hagsmunamál kjördæmisins. Á fundin- um á Þingeyri kom fram að enginn pólitískur ágreiningur væri um málefni byggðarlagsins. Undir öllum eðlilegum kringum- stæðum hefði átt að vera hægt að grípa til aðgerða til bjargar atvinnulífinu. En því miður, sögðu þingmennirnir, við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur, meira er ekki hægt að gera. Og byggðin er í hættu. Þegar þingmenn geta ekki bjargað atvinnurekstrinum í litlu plássi er kjördæmakerfið hætt að starfa eins og það hefur gert frá öndverðu. Þingmenn sem viðurkenna vanmátt sinn við úr- lausn á jafnbrýnum vanda og íbúar Þingeyrar glíma við standa ekki undir nafni. Ekki er því til að dreifa að Vestfjarðaþing- menn séu svo biautir á bakvið eyrun að þeir kunni ekki þau ráð sem duga. Á Þingeyrarfundinum sátu fyrrverandi ráð- herra, núverandi og fyrrverandi stjórnarmenn Byggðastofn- unar og hvorki meira né minna en bjargvætturinn, fyrrverandi formaður Vinnuveitendasambandsins, sem fyrir fáeinum ár- um var kallaður til af forsætisráðherra til að greiða úr efna- hagsvanda þjóðarinnar allrar. Þrátt fyrir að hvergi sé til lagabókstafur um það eru kjör- dæmaþingmenn þriðja stjórnsýslustigið og þannig hefur það verið um áratugi. Þingmenn eru milliliður milli sveitarstjórna vítt og breitt um land og miðstjórnarvaldsins í Reykjavik. Hlutverk þeirra hefur verið að ráðstafa fjármunum til kjör- dæmanna og þjónusta íbúana. Á meðan þingmenn máttu sín einhvers starfaði þriðja stjórnsýslustigið í þokkaiegum friði þótt engar væru reglurnar um formlegt hlutverk þess. Fyrirmyndin að þessu stjórnvaldi var sótt í ævafornt persónusamband goðorðsmanna og skjól- stæðinga á Þjóðveldisöld. Gegn liðveislu á þingi átti skjól- stæðingurinn rétt á vernd og bjargráðum frá goðanum. Það sem hefur breyst á síðustu árum er að valdið hefur flot- ið frá Alþingi, að nokkru til framkvæmdavaldsins, en þó í stríðustum straumi til hagsmunasamtaka hvers konar. Afleið- ingin hefur orðið sú að í stað persónusambandsins sem ein- kennt hefur samskipti þingmanna við kjördæmin eru komin ópersónuleg kerfi. Kvótakerfið er skýrasta dæmið. Þingmenn geta ekki átt við kvótann. Ekki geta þeir fært Dýrfirðingum fiskveiðiheimildir án þess að taka frá öðrum. Ef svipað ástand hefði komið upp á Þingeyri fyrir daga kvótans hefði plássinu verið fært skip með opinberum lánum. Mikilvægasta hlutverki þingmanna er lokið. Breyttir þjóðfé- lagshættir hafa úrelt helstu störf þingmanna líkt og nýjar byggingaraðferðir gerðu torfhleðsluna óþarfa. Alþingi er enn nauðsynleg stofnun, til að setja lög og mynda stjórnarmeirihluta. En til þess þarf ekki 63 þingmenn og úrelta kjördæmaskipan. Snyrtilegu fulltrúarnir á Þingeyrarfundinum munu þó seint viðurkenna það. Helgarpósturínn Borgartúni 27, 105 Reykjavík Sími: 552-2211 Bréfasími: 552-2311 Bein númer: Ritstjórn: 552-4666, símbréf: 552-2311, fréttaskotið: 552-1900, tæknideild: 552-4777, auglýsingadeild: 552-4888, símboði (augl.) 846-3332, dreifing: 552-4999. Netfang: hp@this.is Áskrift kostarkr. 800 á mánuði efgreitt er með greiðslukorti, en annars kr. 900. matthildi fyrr og cft httí alHarfinrA. ^ Er ekki nálægt því aldarfjórð- ungur síðan þeir Hrafn Gunnlaugsson, Þórarínn Eld- járn og Davíð Oddsson voru að segja okkur tíðindi úr smá- ríkinu Matthildi? Eiginlega hlýtur það að vera, svo rækilega sem þeir all- ir eru nú gengnir inn í raðir fyr- irmannanna sem einlægt voru skotspænir Útvarps Matthild- ar á sínum tíma. Þetta blasti við manni á gamlársdag. Hrafn að vísu eitthvað flögr- aður frá í bili, en Þórarinn tók (virðulega) á móti útvarps- verðlaununum um sama leyti og Davíð sat (hátíðlegur) og svaraði spurningum frétta- stjóra Stöðvar tvö í beinni út- sendingu frá Hótel Borg. Þá sýndist fátt hafa breyst hér í Matthildi seinasta aldar- fjórðunginn, nema þessir þrír herramenn (náttúrlega). Um það bil sem þátturinn á Stöð tvö (með stjórnmálafor- ingjunum Sighvati, Jóhönnu, Kristínu, Margréti, Halldóri og Davíð) var rúmlega hálfn- aður vék Páll fréttastjóri að dómsmálunum og spurði (nokkuð einarðlega) um álit þátttakendanna (allra) á ný- lega gengnum dómi Héraðs- dóms Reykjavíkur í máli Hrafns Jökulssonar ritstjóra Alþýðublaðsins (en dómarinn hafði vísað málinu frá á grund- velli þess ákvæðis nýju stjórn- arskrárinnar frá 1994 að allir skuli jafnir fyrir lögunum og því beri nú opinberum starfs- mönnum að höfða mál sín sjálfir í stað þess að njóta gömlu góðu forréttindanna að ríkið kosti saksóknara sinn til að annast verndun mannorðs Þorgeir Þorgeirson skrifar þeirra). Og þá brast nú heldur betur á með búlúlala. Jólasálmaskáldið og forsæt- isráðherrann Davíð sagði eitt- hvað á þessa leið: - Ég var borinn landráða- sökum í Þjóðviljanum (eða var það Vikublaðið'?) og leitaði þá til lögmanns (þó ég sé nú líka lögfræðingur sjálfur) og lög- maðurinn sagði mér að það jjýddi ekkert að fara í mál út af þessu. Það mætti einfaldlega segja hvað sem er um okkur stjórnmálamenn af því að við erum stjórnmálamenn og opin- berar fígúrur. Við skulum sjá til hvað Hæstiréttur segir um dóm Héraðsdóms. Þessu máli er ekki lokið! Mátti vel skilja það á honum til hvers framkvæmdavaldið ætlast nú af dómsvaldinu þeg- ar málið kemst á æðra stig. Satt er best að segja í hverju máli: Það er ekkert röklegt sam- hengi á milli þess rýmkaða tjáningarfrelsis sem blaða- menn víðast hvar hafa um op- inber málefni og hins (sem dómarinn vísaði til í máli Hrafns Jökulssonar) að nýja stjórnarskráin mælir svo fyrir að Jón og séra Jón skuli jafnir fyrir lögunum. Forsætisráðherrann talar bulL í þessu samhengi skiptir það einfaldlega ekki máli hvort Jón Steinar (eða einhver ann- Frá lesendum Eldri lesandi hringdi og bað blaðið að taka á skattsvikum sem verða að sífellt stærra þjóðfélagslegu vandamáli. ingsmenn Péturs hefðu sem hægast getað safnað í púkk þeirri upphæð sem út af stóð. „Skemmst frá því að segja að þau hin þarna við hringborðið (Hall- dór, Margrét, Jóhanna, Kristín og Sighvatur) höfðu engu við að bæta frá eigin brjósti. Davíð hafði talað.“ ar lögmaður) hefur talið óger- legt að bera landráðasakir af forsætisráðherranum í öðru máli, og fá þann blaðamann sem viðhafði þau ummæli dæmdan. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Hrafns Jök- ulssonar ritstjóra er tímamóta- dómur af því að jafnræðis- ákvæðið í stjórnarskránni frá 1994 er tímamótaákvæði. Þann 17. júní árið 1994 lauk sérvernd saksóknara ríkisins á mannorði opinberra starfs- manna hér á landi. Framhjá því verður ekki horft nema brjóta skýlaust ákvæði stjórnarskrár- innar. Er forsætisráðherrann að vonast til þess, að Hæstiréttur gangi á svig við lögrétt fyrir- mæli? Ekki man ég betur en þau öll sem þarna sátu við borðið á Hótel Borg í beinu útsending- unni á gamlársdag hafi líka set- ið fund Alþingis á Þingvöllum þann 17. júní 1994 og rétt þá upp hendurnar til að sam- þykkja nýju stjórnarskrána. nú Eru þau ekki neitt stolt leng- ur af þeirri handauppréttingu? Finnst þeim ekki heiður að því að hafa staðið að endur- bótum á veiku lýðræði. Vafalaust. En þau flíkuðu ekki stolti sínu né heiðri á gamlársdag. Þá sannaðist enn þetta sem í kvæðinu stendur: „Öllum þeim sem íhuga mál- stað ríkisins finnst unun að heyra Negus Negusí tala: - Ég er Negus Negusí, segir Negus Negusí. Ég er Negus Negusí, búlúlala." Skemmst frá því að segja að þau hin þarna við hringborðið (Halldór, Margrét, Jóhanna, Kristín og Sighvatur) höfðu engu við að bæta frá eigin brjósti. Davíð hafði talað. Og fréttastjórinn ítrekaði það heldur ekki að spurning- unni hafði upphaflega verið beint til þeirra allra. Það sem ég á við er líklega þetta: Hefði Þórarinn Eldjárn skrif- að svona atriði handa „Útvarp Matthildi" fyrir tveim áratug- um og þeir allir (Davíð, hann og Hrafn) verið skráðir fyrir höfundskapnum, þá hefði Dav- íð verið rogginn af því. Vitaskuld. Þó naumast eins rogginn og hann sýndist vera nú af því að hafa samið og flutt þetta einn og sjálfur (þögn hinna þátttak- endanna líka). Það er breytingin sem orðin er hér í Matthildi á tveim ára- tugum. Davíð er orðinn svo miklu ánægðari með þetta. Vér íbúar Matthildar fögn- um náttúrlega af heilum hug (því öll erum vér Guðjón inn við beinið). Gleðilegt nýár! Miðaldra maður hafði sam- band og furðaði sig á því að stuðningsmenn Péturs Kr. Hafstein, hæstaréttardómara og forsetaframbjóðanda, skyldu láta hann sitja uppi með skuidirnar úr kosninga- baráttunni. Velefnaðir stuðn- Lesandi benti á enskuskot Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra í áramótagrein í Morgunblaðinu. Ráðherrann talaði um „Latnesku Amer- íku“, samanber „Latin Amer- ica“ á ensku. Á íslensku heitir þessi heimshluti rómanska Ameríka. Bókmenntagetraun í síöustu bókmenntagetraun fyrirjól birtum viö kafla úr Blindingsleik Guðmundar Daníelssonar. Gunnar Stefánsson, Kvisthaga 16 í Reykjavík sendi rétta lausn og fær hann senda bókina íslandsförin eftir Guðmund Andra Thorsson sem Mál og menning gefur út. Fjöldi lausna barst viö myndagátu og öörum áramótagetraunum HP. í næsta tölublaði veröur greint frá vinningshöfum. ( I

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.