Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 09.01.1997, Qupperneq 13

Helgarpósturinn - 09.01.1997, Qupperneq 13
FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR1997 WKtM 13 X Jóhanna Kristjónsdóttir, blaöamaður og feröalangur, mun sjá um ferðasíðu HP. Jóhanna kann manna best kúnstina að ferðast og getur frætt lesendur um þá möguleika sem bjóðast um víðan heim. Fyrsta spurningin er auðvitað: Hvað viljum við á ferðalögum? I öllum neyslu- og viðhorfs- könnunum sem hafa verið gerðar hjá íslendingum hin seinni ár kemur skýrt fram að ferðalög eru ofarlega á blaði. Hefur látið nærri að þeir fjármunir sem við verj- um til ferðalaga — bæði innanlands og þó einkum til útlanda — séu í þriðja sæti yfir kostnað heimila á eftir húsnæði og matvælum. Þetta þarf ekki að koma ýkja mikið á óvart. En ferðavenjur okkar og þarfir eru á hinn bóg- inn rannsóknarefni. Hvert vilja menn fara? Hversu lengi dvelja þeir á staðnum? Fara menn í skoðunarferðir ef þeir hreiðra um sig á einum stað? Hvað vek- ur mestan áhuga og forvitni? Nú er auðvitað ekkert eitt svar við þessu. Allt ræðst af að- stæðum, aldri, áhugasviðum, peningum og síðast en ekki síst af almennri forvitni um fram- andi þjóðir. Fyrir nokkrum árum var mjög mikið skrifað um það í erlend- um blöðum að ferðalangur á 21. öldinni yrði ólíkur þeim sem nú væri að ferðast. Hann yrði for- vitnari, meðvitaðri um um- hverfisvernd, tilbúnari að reyna eitthvað nýtt, sæktist ekki eftir veru á dýrum gisti- stöðum og færi betur undirbú- inn í ferðalög. Sem sagt væri að leita annars en þess sem meiri- hluti ferðamanna gerir nú. Á ensku er orðið traveller not- að um þann sem ferðast skv. skilgreiningunni hér að ofan en tourist yfir hinn sem vill rólegt og þægilegt líf á sínum ferðalög- um og er ekki mjög áhugasamur um ann- að en nánasta um- hverfi. Ferðaskrifstofu- mönnum hér sem ég hef spurt um þetta ber flestum saman um að við séum frem- ur íhaldssöm í vali á áfangastöðum og það útheimti mikla fyrir- höfn að koma nýjum á framfæri og vinna þeim sess. Menn telja að hvað svo sem erlendar spár segi um breyttan ferðamáta á næstu áratugum muni t.d. sól- arlandaferðir ekki leggjast af. Fjölskyldufólk og eldra fólk muni áfram sækja á sólar- strendur til hvíldar og tilbreyt- ingar. En þótt allt gerist hægar hjá okkur í þessu tilliti eru þó Bestu hótel heims Bandaríska ferðablaðið Conde Nast Trane/erbirtir í upphafi hvers árs svokaiiaðan gulllista yfir þau hótel í heimin- um sem eru hvað glæsilegust og veita besta þjónustu. Metið er hvernig herbergi eru, þjón- usta, matur og hversu vel/illa hótelið er í sveit sett. Svo horft sé til Evrópu komast ekki nándar nærri öll lönd á blað og aðeins örfá Norðurlandahótel er þar að finna. Verð á þessum gullhótelum er ekki gefið, yfirleitt er það um og yfir tvö hundruð dollarar eða nærri 14 þúsund krónur nóttin og fer víða upp í um og yfir 30 þúsund fkr. Af hótelum fékk Villa d’Este Grand Hotel, Ceraobbie, ítal- íu hæstu einkunn, 93,7 stig af 100 mögulegum. Einnig gerðu viðskiptavinir úttekt á einstök- um skemmtiferðaskipum og lúxusfleytan Silversea Cruises fékk flest stig. Aðeins eitt hótel, Chateau d’EscIimont, Frakk- landi, fékk fullt hús stiga fyrir þrjú aðspurðra atriða en það dugar því ekki nema í þriðja sætið á heildarlistanum. Meðal annarra eru: Villa Cipriani, Asolo, Ítalíu Klefar og svítur á skemmtiferðaskip- inu Silversea eru ekkert slor. Shangri La, Hong Kong Shangri La, Bangkok Oriental, Bangkok Turtle Creek, Dallas, Texas Ritz Carlton, Chicago Ekkert hótel í Afríku, Ástral- íu, Kanada, Mið- og Suður-Am- eríku nær hinum nauðsynlegu 90 stigum. merki um breytingar: Tælandsferðir, sigling- ar með skemmtiferða- skipum, hópferðir til Austurlanda fjær o.s.frv. En einstaklings- ferðir vítt og breitt um heiminn eru enn í tak- mörkuðum mæli. Þó svo að menn sæki ekki í veruiegum mæli eftir að fara á minna þekktar slóðir er það tví- mælalaust reynsla mín að menn eru sólgnir í frásagnir frá framandi stöðum, þó svo að þeir viti að þeir muni aldrei kæra sig um að sækja þá heim sjálfir. Ferðasíðan mun reyna að taka mið af hinum ýmsu sjónar- hornum í umfjöllun sinni og fréttaflutningi. Jóhanna Kristjónsdóttir Til lesenda Umsjónarmaður ferðasíðu HP von- ast eftir góðri og líflegri samvinnu við lesendur. Hugmyndum og uppástungum er tekið tveimur höndum og veröur fitjaö upp á ýmsu nýstárlegu þegar tímar líða fram, bæði til fróðleiks og skemmtunar. Lesendum er einnig boðið upp á að senda inn fyrirspurnir um hvað- eina sem lýtur aö feröalögum. Merkið umslögin Ferðasíða Helg- arpóstsins, Borgartúni 27, 105 Reykjavík eða sendið á faxi í no. 552-2311. Nöfn og heimilisföng sendanda mega gjarnan fylgja. Barcelona í tísku hjá ungum íslendingum Pegar menn búast til ferða- laga skyldi maður ætla að þeir kynntu sér staðina sem þeir ætla að dveija á. Því kem- ur nokkuð á óvart að heyra hjá starfsmanni bókaverslun- ar Sigfúsar Eymundssonar í Austurstræti að það sé allur gangur á því. „Ekki alls fyrir löngu var t.d. 500 manna ferð til San Franc- isco og ég efast um að öllu fleiri en tíu manns hafi spurt eftir lesefni um borgina. Það voru tvær ferðir til Kúbu á síð- asta ári og það sama var upp á teningnum; fáir útbúa sig með miklu lestrarefni.“ Þau svör fengust einnig að á sl. vori hefðu viðskiptavinir keypt mikið bækur um Dan- mörku, Kaupmannahöfn og Barcelona. „Barcelona er ekki Spánn, Barcelona er í tísku, — alveg sérstaklega hjá ungu fólki. Einnig virðist Prag vera nokkuð vinsæl hjá sama ald- urshópi. Fólk sem er að fara í •wfflíull íiit' •ib»v Frá Prag. Barcelona er tískuborg ungs fólks en Prag sækir á. ferðir til sólarstranda Spánar eða annarra sólarlanda kaupir í mesta lagi Turen gár til... Nokkuð öðru gegnir um fólk sem keyrir sjálft segjum um Evrópu. Það hefur yfirleitt með sér góð kort og venjulega einhverjar bækur um þau lönd sem það keyrir um.“ Þau svör fengust líka að allt- af væri nokkuð um að við- skiptavinir keyptu stærri bækur svo sem insight's Guide, en það eru stórar bæk- ur og veglegar þar sem farið er yfir langtum víðara svið en í minni bókunum. „Sumir kaupa þessar bækur, meira að gamni sínu en þeir virðist ætla til þessara landa, hafa kannski verið þar einhvern tíma og einhver nostalgía á sinn þátt í að þeir festa kaup á einni og einnt.1'■ Bókamessan í Jerúsalem mr leita þangað í þeirri von að finna nýja og spennandi höf- unda sem ekki eigi alltaf greiða leið á stærstu bókasýningarnar. í lok sýningarinnar verða af- hent Bókmenntaverðlaun Jerú- salem. Þeim áhugasömu mætti benda á að senda fyrirspurnir til Jerusalem Int. Book Fair, p.o.b. 775, Jerusalem 91007 eða á faxnúmerið (972)-2- 6243144. Arlega alþjóðlega bókamess- an í Jerúsalem verður í ár dagana 6.-11. apríl nk. í frétta- bréfi ísraelsku ríkisferðaskrif- stofunnar segir að tólf hundruð útgáfufyrirtæki frá tugum landa muni sýna þar ríflega eitt hundrað þúsund bókartitla. Þeir geti orðið fleiri því alltaf séu fleiri að bætast við. Bóka- messan nýtur vaxandi virðingar og margir evrópskir útgefendur

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.