Helgarpósturinn - 20.02.1997, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 20.02.1997, Blaðsíða 17
RMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR1997 17 HVERJIR EKA CÓÐÆRIÐ? Fáir útvaldir eðafjöldinn? Erfið ár eru að baki og góðærið hefur haldið innreið sína í efnahagslífinu. Þess hefur víða gætt á undanförnum mánuðum og misserum. Fyrirtækin hafa stórbætt afkomu sína - það sýna hagnaðartölur þeirra, hlutabréf í öflugum atvinnurekstri hafa margfaldast í verði. Góðærið er öllum ánægjuefni - það er allra hagur. Góðærið veitir svigrúm til þess að bæta kjör launafólks. Efnahagslífið er ein heild. Lág laun hafa til lengdar lamandi áhrif í hagkerfinu. Þess vegna bætir launahækkun hag allra, beggja vegna borðsins, því hún örvar hjól efnahagslífsins. Það er ranglátt að fáir útvaldir slái eign sinni á það sem er sameign allra. - góðærið til allra!

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.