Helgarpósturinn - 20.02.1997, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 20.02.1997, Blaðsíða 10
10 m FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR1997 HELCARPÓSTURINN Útgefandi: Lesmál ehf. Framkvæmdastjóri: Árni Björn Ómarsson Ritstjóri: Páll Vilhjálmsson Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Skemmtist j ómmál Stofnun Græningjaflokks komst á dagskrá í síð- ustu viku fyrir tilstilli Össurar Skarphéðinssonar, ritstjóra Alþýðublaðsins, sem tók baksíðuklausu Helgarpóstsins um hugsanlegt samkrull Kvenna- listaþingkvenna og Hjörleifs Guttormssonar og gerði að forsíðuuppslætti. Uppslátturinn var öðrum þræði óskhyggja rit- stjórans og þingmanns Alþýðuflokksins sem er ákafur talsmaður sameiningar vinstrimanna. Hjör- leifur er á hinn bóginn tortrygginn á samstarf á milli A-flokkanna og talar gegn því á vettvangi Al- þýðubandalagsins. Tækist Össuri að skrifa and- skota sinn inn í óstofnaðan Græningjaflokk væri það einnar Alþýðublaðsfabúlu virði. Hjörleifur er ekki vanur að skilja dómgreindina eftir heima og þegar fjölmiðlar höfðu uppi á honum kvaðst hann ekki áður hafa heyrt af Græningja- flokki, hvað þá að hann legði á ráðin með stofnun. Athyglin sem eljaraglettur þingmannanna fengu í fjölmiðlum segir nokkra sögu um pólitískt and- rúmsloft á vinstri væng stjórnmálanna. Eftirvænt- ingin eftir sameiningu vinstrimanna, sem sigur Reykjavíkurlistans kveikti, víkur hægt en örugglega fyrir sniðugum uppákomum sem gera góðar fyrir- sagnir en lítið innihald. Á þeim vettvangi standast fáir Össuri snúning. í viðtali í Dagsljósi Sjónvarps- ins við kollega sinn af Viðskiptablaðinu, Óla Björn Kárason, sem er yfirlýstur sjálfstæðismaður, tókst þingmanninum að snúa hversdagslegu viðtali upp í frábæra afþreyingu. Spyrillinn var þvingaður í það hlutverk að forða sér undan faðmlögum Össurar sem vildi gera þá báða að frjálslyndum jafnaðar- mönnum gegn boðum og bönnum. Óli Björn var við það að detta úr stólnum er hann vék sér undan áleitninni. Stjórnmálamenn iðka gamanmál og sýna að þeir taka sjálfa sig mátulega alvarlega. Mörgum hefur tekist ágætlega upp á þessu sviði og er Davíð Odds- son yngsta dæmið. Léttúðug tilsvör og smellnar at- hugasemdir geta gert þurr og leiðinleg málefni áhugaverð, þó ekki sé nema í stutta stund. En það má ofgera skemmtilegheitunum. Stjórn- málamenn eru ekki á framfæri almennings til að segja gamansögur. Viðfangsefni stjórnmálanna er að vinna úr hugmyndum og móta stefnu í þeim mál- efnum samfélagsins sem hefð og lög mæla fyrir að skuli vera á sviði hins opinbera. Vinstriflokkarnir hafa ekki staðið sig sem skyldi að þessu leyti. Tími þeirra fer mikið til í umræður um form og skipulag en æ minna í efnislegan málflutning. Stjórnarand- staðan á hverjum tíma verður að veita fram- kvæmdavaldinu aðhald ef gangverk lýðræðisþjóð- félagsins á að starfa eðlilega. Ofgnótt gamanmála er ekki stílbrigði í stjórnmál- um heldur hnignunarmerki. Helgarpósturinn Borgartúni 27, 105 Reykjavík Sími: 552-2211 Bréfasími: 552-2311 Bein númen Ritstjórn: 552-4666, símbréf: 552-2311, fréttaskotið: 552-1900, tæknideild: 552-4777, auglýsingadeild: 552-4888, símboði (augl.) 846-3332, dreifing: 552-4999. Netfang: hp@this.is Áskrift kostar kr. 800 á mánuði efgreitt er með greiðslukorti, en annars kr. 900. m... eigmhagsmuni og skoðanir Cagnmerkur háskólaborgari og sósíaldemókrat, Guð- mundur Ólafsson, sat á dög- unura í laufskála Rásar I og tal- aði þannig að manni kom í hug gömul vísa um annan Guð- mund, sem líka var sósíal- demókrat. Vísan er svona: Gvendur bjó í brauðdegi. Bulli spjó í útvarpi. Stamaði hjó og hakkaði. Hélt í rófu á Sveinbirni. Guðmundur Ólafsson stamar að vísu ekki, heldur er hann fjarska vel mæltur og hef- ur snaggaralega framsetningu á afstöðu sinni. Tekst líka oft að virðast þó nokkuð sjálf- stæður í skoðunum. Samt grunar mig að hann gæti hafa verið að halda í róf- una á einhverjum voldugum aðila þegar hann snerist gegn náttúruverndarsjónarmiði Kjósverja og fleiri sem búa í námunda við fyrirhugaða ál- verksmiðju á Grundartanga og hafa viðurværi sitt af búskap eða þjónustu við ferðamenn (en sjónarmið þeirra voru mjög uppi á borðinu um þær mundir sem GÓL var kallaður í laufskálaþáttinn, og höfðu fengið meira rúm í fjölmiðlum en ráðuneyti iðnaðarmála þótti sanngjarnt). Um afstöðu Græningjanna f Kjósinni sagði Guðmundur þetta meðal annars (til kvadd- ur í laufskálaþáttinn og sérlega aðspurður): - Iss, þetta eru bara eigin- hagsmunasjónarmið hjá bændunum þarna í Kjósinni! Þetta sagði hann með radd- blæ sem gaf til kynna þó nokkra fyrirlitningu. Það gat hann alveg látið vera. Ég held nefnilega að maður sem talar jafn greindarlega og GÓL hljóti að vita um þá ein- földu staðreynd lífsins að skoðanir og afstaða fólks er I !1 Þorgeir I **or9e'rson barasta birtingarform hags- muna þess. Einkanlega þegar verið er að ræða um jörðina sem menn standa á. Jafnvel við, sem enga hag- fræðimenntun höfum, sjáum vel að deilan um græna jörð eða mengaða stendur á milli lífshagsmuna jarðarbúa ann- ars vegar og verslunarhags- muna fárra iðnjöfra (og ríkis- stjórna) hins vegar. Að því leytinu er líkt á kom- ið með deiluaðiiana báða. Munurinn er hins vegar sá að verslunarhagsmunir iðn- jöfranna (og ríkisstjórnanna) eru skammtímasjónarmið en hagsmunir jarðarbúa byggjast yfirleitt á langtímasjónarmið- um. Enda er gróðinn af því sem mengar jörðina miklu fljóttekn- ari en ábatinn sem fæst af því að rækta hana með náttúrlegri hægð. Með því að hafa hagsmuna- tengsl langtímasjónarmiðsins í flimtingum en láta þess ógetið að hagsmunir stjórni líka skammtímasjónarmiðinu hef- ur GÓL í raun tekið afstöðu til deilunnar í krafti síns fræði- lega átorítets. Nú er ég ekki að segja að það sé beinlínis óeðlilegt að háskólamaður fylki sér í raðir skammtímasjónarmiðsins á móti langtímasjónarmiðinu. Hefðin segir að svo eigi að vera. Það hjálpar Guðmundi líka að hnykkja á þessum ummæl- um sínum að þeir langtíma- sjónarmiðsmenn úr Kjósinni hafa yfirleitt stutt mál sitt skammtímarökum. Hvernig sem á því stendur. Næsti leikur þeirra skamm- tímasjónarmiðsmanna kom (eðlilega) frá Akranesi þar sem bæjarstjóri og aðrir fyrirmenn hafa stofnað til víðtækra undir- skrifta undir kröfuna um ál- verksmiðu á Grundartanga þegar í stað. Á almennum fundi um þessi mál studdu menn skammtíma- sjónarmið sín með langtíma- rökum. „Aðrar heimildir sem ég treysti jafn vel segja mér að læknisskoðanir á starfsmönnum álverk- smiðjunnar í Straumsvík hafi leitt í ljós stein- lunga á mismunandi stigi (og fleiri lungna- sjúkdóma) í öllum þeim sem unnið hafa einhver ár í því iðjuveri. En þessar rannsóknir hafa verið gerðar á vegum ríkisins og eru því trú- lega leyndarmál.“ Hvernig sem á því stendur. Þeir tilfærðu þann ávinning sem börnum þeirra, barna- börnum og barnabarnabörn- um yrði að því að geta um alla framtíð gengið að störfum í ál- verksmiðjunni á Grundar- tanga. Þetta minnir á fleyga setn- ingu sem héraðshöfðinginn Jeggvan úr Bæ sagði á fundi í Þórshöfn þar sem margir tæki- færissinnar höfðu farið mærð- arorðum um allt það sem þeir vildu gera fyrir afkomendurna. Þá stóð Jeggvan upp og sagði. - Ég skil þetta nú bara ekki. Þið viljið setja okkur á höfuðið til að gera allt þetta fyrir óborna afkomendur. Hvað hafa þeir eiginlega gert fyrir okkur? Að breyttu breytanda vildi ég mega gera orð hans að mín- um. Heimildir sem ég treysti full- komlega segja mér að fyrir þá milljarða sem taka þarf að láni vegna Grundartangaverk- smiðjunnar nýju megi skapa tíu sinnum fleiri ársverk í nærri hvaða starfsgrein sem er. Aðrar heimildir sem ég treysti jafn vel segja mér að læknisskoðanir á starfsmönn- um álverksmiðjunnar í Straumsvík hafi leitt í ljós steinlunga á mismunandi stigi (og fleiri lungnasjúkdóma) í öllum þeim sem unnið hafa einhver ár í því iðjuveri. En þessar rannsóknir hafa verið gerðar á vegum ríkisins og eru því trúlega leyndarmál. Vonandi hafa heimildar- menn mínir misskilið þetta allt. Það verður þá leiðrétt (nema ráðuneytin vilji enn einu sinni treysta því að gleymskan komi þessum full- yrðingum fyrir kattarnef). En á meðan þessar fullyrð- ingar hafa ekki verið hraktar þykir mér rétt að halda mig við afstöðu Jeggvans úr Bæ og segja við þá skammtímaspá- mennina með langtímarökin: - Ég skil þetta nú bara ekki. Þið viljið eyða aurunum sem gátu fært afkomendum ykkar þúsund heilsusamleg æviverk í það að drepa hundrað þeirra Iangt um aldur fram (og láta 900 ganga atvinnulausa). Hafa þessir afkomendur gert ykkur eitthvað? Frá lesendum ■ Sjómaður hringdi og hvatti til frekari umfjöllunar um kvótakerfið. Hann sagði órétt- læti þess koma æ betur í ljós og því færi fjarri að nokkur sátt væri í sjónmáli um fisk- veiðistjórnunarkerfi sem hygl- aði hinum fáu. ■ Gestur á einum næturklúbbi Reykjavíkurborgar vakti at- hygli á því að faldar sjón- varpsmyndavélar væru notað- ar til að fylgjast með gestum og gangandi. Hann leiddi líkur að því að myndefnið væri tek- ið upp á band og taldi rétt að vera á verði gagnvart hugsan- legri misnotkun. ■ Viðskiptavinur Kvikmynda- sjóðs gagnrýndi að símsvari sjóðsins svaraði á ensku og upplýsingar um hvar væri hægt að ná í starfsmenn sjóðs- ins væru einnig á ensku. ■ Athugasemd um bókina The Unconsoled eftir Kazuo Ishig- uro sem kynnt var í síðasta blaði: Bókin kom út hjá Bjarti um síðustu jól undir heitinu Óhuggandi í þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur. ■ Liverpool-aðdáandi rak aug- un í villu sem slæddist í stiga- töflu enska boltans þar sem stóð að Liverpool hefði aðeins skorað fjögur mörk í úrvals- deildinni en átti að vera fjöru- tíu og tvö. ■ Lengi lifi indversk-íslensk vinátta skrifar Francis Mat- hews (45) frá Indlandi og ósk- ar eftir pennavini sem skrifar ensku. Heimilisfangið hans er Dandeli Book MFG. co., Dan- deli - 581325, Karnataka, India.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.