Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 07.05.1997, Qupperneq 1

Helgarpósturinn - 07.05.1997, Qupperneq 1
* MfÐVIKUDAGUR 7. MAÍ1997 reka ^ ^mh!dUm hans- fólki sem frain að slcerr^ Aokkmn. En þanmg er ná einu sinni gangur skerpaandM^ur scm vopn , baníttunni fyrif vöíd*„f' mm 'TV>enn í eitt ki -«■ bandalag, Það út ■ Falsað bréf Ómars Smára Ármannssonar, bæjarfulltrúa í Hafnarfirði, ■r ^Or, ®*3 , Sat»9kjtrn,ran)s Tilgangurinn er að reka fleyg á milli mín og Guð- mundar Áma Stefánssonar, segir Ómar Smári Ármanns- son, lögreglumaður og bæjar- fulltrúi, um bréf sem farið hef- ur inn á ritstjórnir fjölmiðla og til hafnfirskra stjórnmála- manna síðustu daga og vikur. Bréfið er merkt Ómari, bæjar- fulltrúa Alþýðuflokksins, en óundirskrifað. „Bréfið er falsað," segir Ómar Smári en hann fékk spurnir af bréfinu í síðustu viku þegar kunningi hans hringdi til að þakka fyrir send- inguna. „Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið, enda hafði ég ekki sent neitt bréf,“ segir bæjar- fulltrúinn, sem löngum hefur verið talinn náinn Guðmundi Árna Stefánssyni, þingmanni og fyrrverandi bæjarstjóra í Hafnarfirði. „Ég hélt að þetta væri brandari.“ Kunnáttumaður hefur falsað bréfið. Fyrri hluti þess er upp úr grein sem Ómar Smári skrif- aði í Fjarðarpðstinrt í vetur. En þegar kemur að Guðmundi Árna tekur skáldskapurinn við og hann er ísmeygilegur sé tek- ið til þess hver skrifaður er fyr- ir bréfinu. „GÁS langar til að koma aftur inn í hafnfirsk stjórnmál og skipa þann sess, sem hann tei- ur sig eiga rétt á. Hér gekk hon- um vel að hans mati og fleiri. Hér á hann fylgi og hér langar hann til að starfa á næstunni, því sýnilegt er að hann kemst rm Ómar Smári: Ég hélt að þetta væri brandari. ekki til áhrifa á landsvísu á nýj- an leik í náinni framtíð ef tekið er mið af núverandi stöðu í ísl. stiórnmálum. Ljóst má vera að GÁS ásamt öðrum hefur verið að tefla refskák stjórnmálanna hér í Hafnarfirði undanfarna mánuði. Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt hvort sem litið er á stöðu landsmála eða bæjar- mála, en það er hins vegar slæmt að vinnubrögðum þeim sem notuð hafa verið er m.a. ætlað að bitna á samherjum hans, fólki sem fram að þessu hefur starfað að heilindum fyr- ir flokkinn. [...Guðmundur Árni] er reyndar velkominn aftur í bæjarmálin og því ástæðulaust fyrir hann að tefla flókna refskák til þess að svo Hralh Jökulsson skrifaði upp á fyrir „Geira frænda Margdæmdurfyrirfíkniefnamisferli en með blaða- mannapassa frá Mannlífi Asgeir Ebeneser Þórðar- son er margdæmdur fyrir fíkniefnamisferli en hefur blaðamannapassa frá tímarit- inu Mannlífi. Undir passann skrifar Hrafn Jökulsson, rit- stjóri Mannlífs, þann 14. apríl síðastliðinn. Ásgeir, eða „Geiri frændi“ eins og hann er þekkt- ur undir í fíkniefnabransanum, á langan afbrotaferil að baki, en hann kom fyrst við sögu lögreglu árið 1972 fyrir misferli á marijúana og hassi. Árið 1979 var hann svo dæmdur af dómstólum fyrir fíkniefnamis- ferli. Hann hlaut einnig dóm í júlí árið 1980 fyrir samskonar brot. Þá hefur Ásgeir verið bendlaður við Hollendinga sem fluttu inn talsvert af fíkni- efnum til landsins á síðasta ári. Alls var um að ræða 25 kg af hassi, tæplega þrjú kg af amfet- amíni og allt að 600 e-töflur. Það var í desember sem hol- lenskt par var handtekið í toll- inum á Keflavíkurflugvelli fyrir innflutning á 10 kg af hassi. Að- gerð af hálfu lögreglu fylgdi í kjölfarið og fundust við leit til viðbótar 35 grömm af amfet- amíni og 500 e-töflur. í byrjun september sama ár flutti þessi é FRÓDI nóM *ni.MHrn;A*\ FRODI BÓKA & BL\ÐAÚTGÁFA TO WHOM rr MAY CONCERN; ASGEIR EBENESER IHORDARSON IS CURRENTLY WORKING AS A JOURNAUST FOR MANNLIF MAGAZINE IN ICE1.AND. REYKJAVIK 14.04.97 Jfbjrlh IIRAFN JOKULSSOfvI ‘ EDIIOR OF MANNLIF Er óhætt að skrifa upp á blaðamannapassa fyrir þennan mann? sama kona, en með öðrum manni, 15 kg af hassi, 3 kg af amfetamíni og tugi e-taflna í bíl með ferjunni Norrænu. Fíkni- efnin voru tekin úr bílnum í bíl- skúr hjá Ásgeiri, sem keypti eitt kg af hassi af skötuhjúun- um og fékk síðar eitt kg af am- fetamíni. Ásgeir var handtek- inn af fíkniefnalögreglu í lok desember 1996 og úrskurðað- ur í gæsluvarðhald til 17. janú- ar á þessu ári. Hann var síðar látinn laus en er í farbanni til 18. júní. Hann var síðan tekinn aftur í apríl fyrir að eiga nokk- ur grömm af amfetamíni í fór- um sínum — en í millitíðinni fékk hann passann góða hjá Hrafni ritstjóra. VcrU/( cSir ’tnia 'nS9r «ð '•Kfafi °e iu 4%S?**g* ster*i ~j*n8Cnjn;i V7>» ' 'Ͱkk*%%U'n Uf £'***«&/ Jnn«n ’nst>ó n8,*h*r „Ljóst má vera að GÁS ásamt öðr- um hefur verið að tefla refskák stjórnmálanna," segir í bréfinu. megi verða. Allt sem þarf til er hreinskilni og vilji til að starfa með sömu formerkjum og aðr- ir fulltrúar flokksins. Ef hann sýnir hins vegar einhver merki þess að snúa eigi aftur til fyrri vinnubragða eða ef sýnt er að nota eigi kjósendur til að styrkja einstaklinga til þess eins að þeir geti síðan misnot- að aðstöðu sína er augljóst að saga Alþýðuflokks Hafnarfjarð- ar verður ekki lengri,“ stendur í bréfinu. Ómar Smári hyggst ekki gera neitt frekar í málinu. Hann kveðst ekki vita hver standi á bakvið fölsunina en bendir á að falsaðar fundargerðir úr hafnfirskri bæjarmálapólitík hafi einnig verið í umferð. i I farnarQarðar, i meö ómteldu ijóni '~T7ilW|flto „ Tn"y' í ' 4 ^ ia starfi afsanngirní og af heilinduffmtel í ‘*í!UIVmín var 08 er cntx að starfa iill l|TwftiiiL||| 1 Hi, , r n Cium An^TJlOSÍnn af Hafnfirðingum tíl starfi éB sinna * r iiff*kák«Ffr h,nlr fáu fuI,trúar sórhagsmunaaflanna hins veaar ......... ' ‘ U,lmjUm fl°kks,ns vcrður s‘r,ð. Þe'V koma aldrei til með að gcta unnið Smárí Ármannsson Einstaklingur sem þekkir vel til í hafnfirskri bæjarmálapólitík hefur falsað bréf þar sem slitrum úr blaðagrein Ómars Smára Armannssonar bæjarfulltrúa er blandað saman við skáldskap um pólitíska stöðu Guðmundar Áma Stefánssonar í Hafnarfirði og á landsvísu. Hvorki borin virðingíyrir starfsfólki né hlusfendum á Bylgjimni Útvarpskonunni Valdísi Gunnarsdóttur gert að hætta fyrirvaralaust Itvarpskonan Valdís (lunnarsdóttir á Bylgj- unni hætti skyndilega í síð- ustu viku eftir tæplega þriggja ára starf á útvarps- stöðinni. „Auðvitað er ástæða fyrir öllu,“ segir Val- dís. „En ég er hætt og mæti ekki aftur á Bylgjuna í vinnu. Það kom upp á mjög snögg- lega en ég vil ekki tjá mig mikið um þetta mál. Það varð ósamkomulag á milli mín og stjórnenda íslenska útvarpsfélagsins og mér finnst mér ekki stætt á að starfa hjá fyrirtækinu leng- ur.“ Það voru ekki þeir sem ráku þig? „Nei, það var beggja blands. Þeir ráku mig ekki, en það varð ósamkomulag á milli okkar og ég lét ekki bjóða mér hluti og ákvað því að fara. Það eina sem ég get sagt er að mér finnst aðfar- irnar slæmar að því leytinu til að það er greinilega hvorki borin virðing fyrir starfsfólki útvarpsfélagsins né hlustendum. Hlustendur mínir skipta mig miklu máli og ég hefði viljað fá að kveðja þá, en því miður var það ekki hægt. Ég er í raun afskaplega sátt við að vera hætt og finnst það bara léttir fyrir mig.“ Hvað tekur við? „Eftir sjúkralegu kem ég tvíefld aftur,“ segir Valdís Gunnarsdóttir. „Ég er ekki búin að ákveða það, en nú er ég að fara í frí. Fyrst fer ég á sjúkrahús og verð þar í tvær vikur, síðan ætla ég að sleikja sólina ein- hvers staðar. En ég á eftir að sakna hlustendanna og ég er ekki hægt í fjölmiðlum, síður en svo. Eg kem tvíefld aftur.“ H- b t b i I Í I i i i i i i J h MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ1997 3 Ragnar Halldór Hall var settur rík- issaksóknari í endurupptökumál- inu. í greinargerð sem hann skil- aði Hæstarétti eru tvö atriði bein- línis ósönn. fjórum síðum sem Ragnar Hall skilaði Hæstarétti sem hann nefnir Geirfinnsmálið. Það var þó á sínum tíma almennt álitið mun dularfyllra, einkum af þeim sökum að Geirfinnur átti stefnumót við einhvern eða einhverja ónefnda menn kvöldið sem hann hvarf og hafði á orði að kannski væri skynsamlegra að fara vopnað- ur. Ragnar neitaði að svara spurningum blaðamanns HP um greinargerðina. Ogjivað um upplognar Sævar Ciesielski fór ekki ein- ungis fram á að verða hreins- aður af Guðmundar- og Geir- finnsmálum. Hann var á sínum tíma einnig sakfelldur fyrir að hafa logið sökum á fjórmenn- ingana, sem svo hafa jafnan verið nefndir, þá Einar Bolla- son, Magnús Leópoldsson, Sigurbjörn Einarsson og Valdimar Ólsen. Allt frá því að Sævar losnaði úr einangrun hefur hann haldið því fram að þegar hann nefndi þessa menn í sambandi við Guðmund og Geirfinn hafi það verið að fyrir- sögn rannsóknaraðila og eftir pyntingar. í beiðni sinni um endurupptöku fer hann því einnig fram á að vera hreinsað- ur af því að hafa logið sökum á aðra. Settur ríkissaksóknari, Ragn- ar Hall, virðist heldur ekki hafa lesið beiðni Sævars nógu vand: lega til að taka eftir þessu. í greinargerð sinni til Hæstarétt- ar tekur hann sér vald til að skýra til hvaða þátta málsins endurupptökubeiðnin nái: „Beiðni dómfellda Sævars Marinós verður að skýra svo að hann geri kröfu um endur- skoðun á sakfellingu að því er hann varðar vegna þessara tveggja þátta málsins, en að hann geri ekki athugasemdir við niðurstöðu umrædds dóms um önnur ákæruatriði sem þar voru dæmd.“ Þessi tilvitnun í greinargerð Ragnars kemur í beinu fram- haldi af hinni síðustu (um lík- amsárásina 29. nóvember 1974) þannig að þegar hann talar um tvo þætti málsins ligg- ur einna beinast við að álykta að hann eigi við tvær líkams- árásir, — á Guðmund og Geir- finn. Ragnar er hér m.ö.o. að halda því fram að Sævar fari ekki fram á að verða hreinsað- ur að upplognum sakargiftum. Þessi túlkun Ragnars Hall kemur óneitanlega illa heim og saman við orð Sævars í endur- upptökubeiðninni sem Ragnar fékk til meðferðar. Sævar lýsti pyndingum í Síðumúlafangelsi ítarlega og vék þar einnig að því hvernig hann var látinn bendla fjórmenningana við málið með sömu aðferðum og hann var látinn játa sakir á sjálfan sig. í lok greinargerðar sinnar segist Sævar gera kröfu til að vera hreinsaður af „fyrr- nefndum málum“. Flestu fólki þætti að líkindum eðlilegast að skilja þau orð svo að Sævar eigi við öll þau mál sem hann rakti í skýrslu sinni, þar með taldar þær sakir sem hann var dæmdur fyrir að hafa borið á fjórmenningana. >ft>jónar réttvísinnar“ í tugthúsið? Sævítr Ciesielski vill að þeir sem bera ábyrgð á hinni svo- nefndu „rannsókn“ Guðmund- ar- og Geirfinnsmála verði látn- ir sæta ábyrgð. Þetta kom skýrt fram í máli hans á blaða- mannafundi sem hann efndi til á föstudaginn. Þar kynnti Sæv- ar einnig bók sem hann hefur nú gefið út um þessi mál. Dómsmorð nefnist bókin og hefur að geyma megnið af þeim skjölum sem nú hafa ver- ið lögð fyrir Hæstarétt vegna beiðni Sævars um endurupp- tökuna. Fyrirferðarmest er greinargerð Ragnars Aðal- steinssonar lögmanns, sem Hæstiréttur fól hlutverk réttar- gæslumanns Sævars í málinu. En í bókinni er einnig að finna skýrslu Sævars sjálfs þar sem hann rekur gang þessara mála eins þau bitnuðu á honum. Þá birtir Sævar ennfremur í bók- inni álit Ragnars Hall, setts ríkissaksóknara í málinu. Ragnar lagði til fyrir einu og Sævar Ciesielski notar stór orð um þá meðferð sem hann hefur mátt þola af íslenska réttarkerfinu. Ef dæma má eftir þeim upplýs- ingum sem fram hafa komið að undanförnu — og raunar einn- ig miklu fyrr — virðist Sævar reyndar hafa gott púður að baki þessum fallbyssuskotum sínum á íslenska réttarkerfið. Nýjasta dæmið um framkomu yfirvalda gagnvart honum hef- ur reyndar nokkra sérstöðu. Það er nefnilega hægt að sanna. Sönnunin liggur fyrir skjalfest og undirrituð af sett- um saksóknara í endurupp- tökumálinu sem nú verður senn til meðferðar hjá Hæsta- rétti. Þessi setti saksóknari sagði ósatt um tvö veigamikil atriði í skýrslu sem hann skil- aði Hæstarétti fyrir einu og hálfu ári. Undir þessi ósann- indi skrifaði Ragnar Hall nafn- ið sitt með eigin hendi. Var Sævar úti í svert? Það sem hér er um að ræða er vitnisburður Viggós Guð- mundssonar leigubílstjóra sem ók Sævari alloft um það Ieyti sem Guðmundur Einars- son hvarf. Meðal annars ók Viggó Sævari a.m.k. tvisvar austur í Gljúfurárholt í Ölfusi. Þessar ferðir voru farnar föstu- daginn 25. janúar og mánudag- inn 28. janúar 1974. Guðmund- ur Einarsson hvarf sporlaust af spjöldum sögunnar aðfaranótt 27. janúar þetta sama ár. Það er því augljóst að allar dag- setningar skipta verulegu máli. Þann 25. janúar 1974 ók Vig- gó Guðmundsson sem sagt Sævari austur í Gljúfurárholt. Þar bjuggu þá kunningjar hans, sem raunar lágu undir grun um fíkniefnamisferli. Viggó Guðmundsson gaf lög- reglunni a.m.k. tvisvar skýrslu um ökuferðir sínar með Sævar og önnur samskipti við hann. Þessar skýrslur eru gerðar 22. og 28. febrúar 1974 eða rétt um mánuði eftir að þeir atburðir áttu sér stað sem fjallað er um í skýrslunum. Um fyrri öku- ferðina austur að Gljúfurár- holti er haft eftir Viggó í lög- regluskýrslu: „Þann 25. janúar kvaðst kærði hafa keyrt Sævar að Gljúfurárholti í Ölfusi. Sævar var einn, og hafði með sér mat, enda ætlaði hann að dvelja þarna.“ hálfu ári að Sævari yrði synjað um endurupptöku málsins og rúmaðist það álit hans ásamt rökstuðningi á fjórum blaðsíð- um. Látnir svara til saka Sævar fór ekki dult með þá skoðun sína á blaðamanna- fundinum á föstudaginn að hann gerði kröfu til þess að þeir sem báru ábyrgð á pynd- ingum í Síðumúlafangelsinu og þvinguðu fram játningar á sín- um tíma yrðu nú látnir svara til saka. Það hefur reyndar margoft komið fram að þeir menn sem rannsökuðu Guðmundar- og Geirfinnsmál á sínum tíma hafi ekki fylgt reglum. Ragnar Aðal- steinsson fjallar ítarlega um þetta atriði í greinargerð sinni og niðurstaða hans er sú að lögum og reglum hafi einungis verið fylgt í undantekningartil- vikum. í bók Sævars er raunar að finna fjöldann allan af nýjum upplýsingum auk þess sem nýju ljósi er varpað á upplýs- ingar sem lágu fyrir þegar dæmt var í málinu en virðast þá ekki hafa verið taldar skipta máli. Það er því vandséð að ís- lenska réttarkerfið komist hjá að taka þessi mál upp og rann- saka þau frá grunni. Svo virðst nú sem þessi nærri aldarfjórðungsgömlu sakamál séu að snúast upp í andhverfu sína. Æ fleiri hafa að undanförnu sannfærst um að ekki sé líklegra að ætla að Sævar Ciesielski, og þau sem dæmd voru með honum, hafi framið þessi morð en hver annar. Ef einhver morð voru þá yfirleitt framin. Á hinn bóg- inn virðist varla fara á milli mála lengur að Guðmundar- og Geirfinnsmál séu sakamál í öðrum skilningi. í þeim skiln- ingi eru það „þjónar réttvísinn- ar“ sem eru glæpamennirnir, þeir sem héldu fólki í einangrun árum saman og pynduðu það til sagna, — mennimir sem skáld- uðu upp tvö morð og pynduðu nokkur ungmenni til að skrifa undir þessar skáldsögur. Slíkt er auðvitað lögbrot — og var lögbrot þegar það gerð- ist. Verði þessir „þjónar rétt- vísinnar“ fundnir sekir gæti svo farið að þeir þyrftu að flytja sig — ekki hinum megin við borðið — heldur hinum megin við rimlana. í hinn skýrslunni segir svo: „Ég ók Sævari nokkuð oft fyrstu dagana eftir heimkomu hans, meðal annars í tvö skipti að Gljúfurárholti í Ölfusi, sem er skammt austan við Hvera- gerði, í fyrsta skipti með mat- væli, sem hann var búinn að kaupa, en þá ætlaði hann að fara með áætlunarbifreið, en missti af þeirri ferð...“ Af frásögn Viggós er nokkuð ljóst að Sævar hefur ætlað að hafa einhverja viðdvöl í Gljúf- urárholti þótt vitaskuld verði ekki fullyrt hversu lengi hann hefur haft í hyggju að vera þar og þaðan af síður hversu löng dvölin varð. Þó virðist óhætt að fullyrða að Sævar hafi a.m.k. ætiað að vera í sveitinni yfir nótt og e.t.v. hefur hann haft í hyggju að vera þar yfir alla helgina. Ragnar breytti dagsetn- ingu Hvað sem um það má segja er óneitanlega kyndugt að Ragnar Hall skuli halda því fram í greinargerð sinni til Hæstaréttar að Viggó hafi ekið Sævari austur í Gljúfurárholt 24. janúar, sem sagt á fimmtu- degi. Þessi fullyrðing hins setta saksóknara eykur á hinn bóginn líkurnar fyrir því að Sævar hafi verið kominn aftur í bæinn nægilega snemma til að geta verið viðriðinn manndráp í Hafnarfirði aðfaranótt sunnu- dagsins. Auðvitað má hugsa sér að Ragnar Hall hafi einfaldlega misritað „24. janúar“ í stað „25. janúar“. En sé hér um misritun að ræða hefur settur saksókn- ari gerst sekur um ónákvæmni sem tæplega samrýmist því embætti sem hann er settur til að gegna. Slík ónákvæmni er ekki sérstaklega til þess fallin að auka trúverðugleika þeirrar niðurstöðu sem hann kemst að. Hveriir bjuggu í Gijúfurár- hotti? í greinargerð sinni til Hæsta- réttar segir Ragnar Hall orð- rétt um þessi atriði: „f skjali M rekur bifreiðar- stjórinn akstur sinn með dóm- feílda eftir heimkomu þeirra frá Kaupmannahöfn í janúar 1974. Er þar getið um ferðir að Gljúfurárholti í Ölfusi 24. janú- ar og 28. janúar 1974. Dóm- felldi hafi verið einn í fyrri ferð- inni og þá haft mat meðferðis, enda ætlað að dvelja þar. Ekk- ert kemur fram um það í þess- um gögnum hverjir réðu hús- um á þessum stað eða hvenær eða hvernig dómfelldi fór aftur frá Gljúfurárholti eftir dvöl- ina.“ í þessari einu málsgrein er beinlínis rangt farið með tvö atriði. Dagsetningin er færð til og auk þess gengur Ragnar Hall út frá því að ekki sé vitað hverjir hafi ráðið húsum í Gljúfurárholti á þessum tíma. Um íbúana er þó getið í lög- regluskýrslu sem dagsett er 29. janúar 1974. Af heimilis- fólki í Gljúfurárholti eru fjögur nafngreind í skýrslunni; Ben- óný Ægisson, örn Ingólfsson, Gígja Geirsdóttir og Guð- mundur Einarsson. Þegar Ragnar Hall fjallar um þetta notar hann að vísu orða- lagið „í þessum gögnum“ þann- ig að með hæfilegri hártogun er hægt að hugsa sér að hann eigi einungis við skýrslurnar sem teknar voru af Viggó Guð- mundssyni. Það er vissulega einnig hægt að hugsa sér að Ragnari hafi ekki verið kunn- ugt um lögregluskýrsluna þar sem getið er um íbúa í Gljúfur- árholti. En sé svo hefur settur saksóknari ekki lagt mikla vinnu í að kynna sér málið sem hann var settur til að fjalla um. Varia orð um Geirfinn Það er líka býsna athyglis- vert að í þeirri stuttu greinar- gerð sem Ragnar Hall skilaði af sér eftir að hafa unnið að mál- inu um eins árs skeið víkur hann í raun varla orði að Geir- finnsmálinu. Af skýrslu Ragn- ars virðist helst mega draga þá ályktun að Sævar hafi einvörð- ungu farið fram á endurupj> töku Guðmundarmálsins. Geir- finnur er einu sinni nefndur á nafn: „Meðal þess sem dómfelldi Sævíir Marinó var sakfelldur fyrir var stórfelld líkamsárás á Guðmund Einarsson aðfara- nótt 27. janúar 1974, sem leiddi til dauða, og stórfelld lík- amsárás á Geirfinn Einarsson aðfaranótt 20. nóvember 1974, sem leiddi til dauða. Voru lík- amsárásir þessar í báðum til- vikum taldar varða við 218. og 215. gr. almennra hegningar- laganr. 19/1940.“ Þetta er í eina skiptið á þeim Settur saksóknari í endurupptökumáli Sævars Ciesielski taldi í fyrra nægjanlegt aö skrifa þriggja blaðsíðna greinargerð þar sem hann lagði til að Hæstiréttur hafnaði beiðni Sævars. Tvö atriði sem hann nefnir máli sínu til stuðnings eru beinlínis ósönn. Sævar Ciesielski var ásamt fleirum dæmdur í Hæstarétti í febrúar 1980 en hefur æ síðan haldið fram sakleysi sínu. Dómurinn grundvallaðist fyrst og fremst á játningum sakaborninganna. Nú virðist fullvíst að þessar játningar voru þvingaðar fram með margs konar löglausum aðferðum, m.a. pyndingum.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.