Helgarpósturinn - 07.05.1997, Qupperneq 4
4
MfÐVIKUDAGUR 7. MAÍ1997
W1
Enn og aftur tala menn um
sameiningu eöa samfylk-
ingu vinstri stjórnmála-
flokka landsins, enda er
mörgum oröiö Ijóst hversu
smáir og valdalitlir þessir
flokkar eru hver í sínu
horni. Helgarpósturinn
haföi samband viö Svan
Kristjánsson, prófessor
viö Háskóla íslands, og
ræddi við hann um mögu-
leikann á sameiningu
vinstriflokkanna.
Draumur þing-
mannsins er að
verða ráðherra
„Ég hef ekki trú á þessari
allsherjarsameiningu Alþýðu-
flokks, Alþýðubandalags, Þjóð-
vaka og Kvennalista, að
minnsta kosti ekki í nánustu
framtíð,“ segir Svanur. „Og það
er ekki út frá málefnaágreiningi
sem þeir geta ekki sameinast.
Þessir flokkar gætu í raun náð
sameiginlegum áherslum í öll-
um helstu málum og hafa
reyndar gert það, til að mynda
á þessu þingi. Það sem helst
stæði í veginum væri ekki
áherslan í utanríkismálum —
sem ágreiningurinn hefur oft
staðið um — heldur frekar
veiðileyfagjaldið, sjávarútvegs-
stefnan. En það væri trúlega
ekkert sérstaklega erfitt fyrir
þessa fiokka að ná samkomu-
lagi um þessi mál ef menn
vildu. Það sem ég held að
standi í veginum
fyrir allsherjar-
sameiningu
þessara stjórn-
málaflokka er að
það vantar
áþreifanlega
ástæðu fyrir
sameiningu. Á Bretlandi til
dæmis er kosningakerfið þann-
ig úr garði gert að hagstætt er
að hafa stóran stjórnmálaflokk.
Þá erum við að tala um ein-
menningskjördæmi, þar sem
fleiri þingsæti fást ef flokkarnir
eru stórir. Verkamannaflokkur-
inn fær núna í kosningunum
tæplega tvo þriðju þingsæta út
á rúmlega fjörutíu prósent at-
kvæða. íhaldsflokkurinn var,
alla sína stjórnartíð, aldrei
með meirihluta atkvæða, þó
svo að hann hefði meirihluta á
þlngi. Þetta er ekki þannig hér.
Kjördæmaskipan og kosninga-
reglur miða að því að flokkarn-
ir fái nokkurn veginn álíka mik-
inn fjölda þingsæta og hlutfall
atkvæða. Annað mikilvægt at-
riði er að draumur þingmanna
á íslandi er undantekningarlít-
ið að verða ráðherrar. Ráð-
herrar á íslandi ráða tiltölulega
miklu á meðan óbreyttir þing-
menn eru ekkert sérstaklega
valdamiklir. Flokkar vilja fá
ráðherra. Sem dæmi var Al-
|)ýðuflokkurinn með fimm ráð-
iterra af tíu þegar þeir voru
með Sjálfstæðisflokknum síð-
ast í stjórn. Þá var Alþýðu-
flokkurinn aðeins með tíu þing-
menn og Sjálfstæðisflokkurinn
tuttugu og sex. Helmingur af
þingflokki Alþýðufiokks varð
j)ví ráðherrar í þeirri stjórn!
Þar að auki eiga flokkarnir
möguleika á tilsvarandi hlut-
deild í útdeilingarvaldinu á
embættum og öðru þvíumlíku.
Svo má ekki gleyma einu
sem getur skipt máli hvað
varðar sameiningu, það eru
peningarnir. íslensku stjórn-
málaflokkamir skipta á milli
sín um 170 milljónum króna á
ári af almannafé. Síðan er búið
að setja reglur um að fyrirtæki
geti dregið frá til skatts fram-
lög til stjórnmálaflokka.
Þrátt fyrir alit hef ég þá trú
að jafnaðarmenn, félagshyggju-
fólk og kvenfrelsissinnar sam-
einist á endanum hér á ís-
landi.“
Hvað þarfað gerast til
þess?
„Það þurfa að koma til nýjar
kynslóðir, ungt fólk með hug-
sjónir og raunsærra en þeir
sem ráða ríkjum núna. Að gild-
in fari að skipta meira máli og
fólk sé tilbúið að miðla málum
innan flokksins til að fá afger-
andi stuðning kjósenda."
Þaö er komið aö því. Bítlarnir á íslandi. Eöa því sem næst. Ef til vill koma þeir, fyrir utan John Lennon aö sjálfsögöu. Hinum
þremur og George Martin upptökustjóra þeirra hefur nefnilega veriö boðið til íslands 6. júní næstkomandi. Ástæöan: Nú eru þrjá-
tíu ár síðan Bítlahljómplatan Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band var gefin út og í tilefni af því veröa haldnir stórtónleikar í Há-
skólabíói sjötta dag júnímánaðar. Sinfóníuhljómsveit íslands, Ólafur Gaukur, Jón Ólafsson og nokkrir góðkunnir poppsöngvarar
/ flytja allt Sgt. Peppers-verkið auk nokkurra vel valinna Bítlalaga á hljómleikunum, sem verða í stærra lagi fyrir okkur Frónbúa. Ekk-
ert veröur til sparað. Blaöamaöur HP settist niður meö framkvæmdastjórum og hugmyndasmiðum tónleikanna, þeim Sigurði
Kaiser og Gísla Erni Garðarssyni.
Eru virkilega þijátíu ár síðan?
Hvernig dattykkur þetta í hug. Sát-
uð þið á kaffihúsi og voruð að velta
fyrir ykkur hvað þið œttuð að gera í
sumar?
„Já, næstum því,“ segja þeir. „Við sát-
um nokkrir saman á kaffihúsi og fórum
að tala um Bítlana. Einhver missti út úr
sér að það væru nú þrjátíu ár í ár síðan
Sgt. Peppers-platan var gefin út. Við
gripum það á lofti og það fyrsta sem við
sögðum var: „Megum við stela hug-
myndinni?" Svarið var: „Ef ég fæ boðs-
miða á frumsýninguna."
Er hann kominn með boðsmiða?
„Jájá. Hann er reyndar að vinna með
okkur í þessu.“
Þeir segja að allir sem þeir viðruðu
hugmyndina við hafi strax tekið henni
mjög vel. „Sinfóníu-
hljómsveitinni, Jóni
Ólafssyni, Ólafi
Gauki og öllum öðr-
um fannst þetta mjög
góð hugmynd allt frá
upphafi," segir Sig-
urður. „Um leið og
maður fór að sjá fyrir
sér hljómleika í þess-
um dúr sá maður fyrir
sér heila sinfóníu-
hljómsveit og popp-
ara sem spiluðu allt
verkið í heild sinni,“
segir Gísli. „Við verð-
um með alveg hrika-
lega massíft hljóð-
kerfi og þetta verða
tæknilega flóknustu
tónleikar sem hafa
verið settir upp á ís-
landi. Við verðum
með mjög fullkomið
ljósakerfi, tölvustýrð
vélmenni. í raun
verða þarna flestöll
tæki sem til eru á
landinu. Við verðum
tii dæmis í samstarfi
við Rás tvö, sem lánar
okkur hljóðnema sem
sérstaklega eru gerðir
fyrir sinfóníuhljóm-
sveit, þannig að hljóð-
ið verður eins full-
komið og völ er á og
enginn ætti að verða svikinn af því.“
Miðasalan var opnuð síðastliðinn
fimmtudag og þá myndaðist löng röð
og um fimm hundruð miðar seldust
fyrsta daginn. „Við getum ímyndað okk-
ur að það sé orðið uppselt á fyrstu tón-
leikana í dag,“ segir Sigurður, en viðtal-
ið var tekið á mánudag. „Þrátt fyrir að
allir hafi tekið þessu mjög vel liggur
skiljanlega mikil vinna bak við svona
hljómleika. Þetta er stórviðburður sem
í heimi. Jón Ólafsson og Ólafur Gaukur
koma með okkur þangað."
Var ekkert mál að fá Norðmenn í
þetta?
„Nei, Bítlarnir eru alþjóðlegt fyrir-
brigði og allir til í að gera eitthvað í
tengslum við þeirra tónlist. Norðmenn
voru ekki lengi að taka ákvörðun um að
vera með,“ segir Sigurður.
Gísli og Sigurður eru báðir 23 ára og
þegar Bítlarnir hættu árið 1970 voru
þeir ekki einu sinni fæddir.
Eruð þið Bítlaaðdáendur?
„Ja, Gísli er alger Bítlaaðdáandi en ég
er að kynnast þeim fyrst núna,“ segir
Sigurður. „Þeir verða meira og meira
heillandi eftir því sem ég hlusta meira á
þá.“
„Við erum í raun frelsaðir og erum
komnir með nýja trú sem heitir Bítlarn-
ir og guðinn okkar heitir John Lenn-
on,“ segir Gísli og hlær og heldur
áfram: „Foreldrar mínir eru af Bítlakyn-
slóðinni og fyrir þeim eru Bítlalögin
æskulögin. Mamma, sem er frá Súg-
andafirði, sagði mér frá því að hún var
önnur tveggja í bænum sem fengu Sgt.
Peppers-plötuna þegar hún var gefin
út. Það voru tvö eintök send á Súganda-
fjörð! Þú getur ímyndað þér að Bítlarnir
hafa alltaf verið í hausnum á mér. Það
er erfitt að verða leiður á þeim því þeir
voru svo fjölbreyttir.“
Hver eru uppáhaldslögin með Bítl-
unum?
„Happiness is a warm gun,“ segir
Gísli. „Eg verð bara að segja Sgt. Pep-
per’s Lonely Hearts Club Band,“ segir
Sigurður og hlær mikið.
Bítlarnir til íslands?
Nú hefur mikið verið talað um að
einhver af Bítlunum eða George
Martin komi til landsins í tilefni tón-
leikanna. Er þetta bara áróðurs-
brella af ykkar hálfu eða er einhver
möguleiki á því?
„Það er full alvara í
þessu og við höfum ver-
ið að vinna að því að fá
þá hingað sem heiðurs-
gesti á tónleikana í sam-
vinnu við embætti for-
seta íslands, mennta-
málaráðuneytið, Reykja-
víkurborg, Skífuna og
breska sendiráðið,“ seg-
ir Sigurður. „Fyrsta hug-
myndin var að bjóða
þeim hingað og segja
engum frá því,“ segir
Gísli. „Það hefði verið
gaman að koma fóiki á
óvart með að fá Paul
McCartney til að ganga
upp á svið og taka eitt
lag. En það er erfitt að
halda svona hlutum
leyndum og þetta fór að
spyrjast út. Það kemur í
ljós á næstunni hvort
einhver þeirra kemur.
Við vitum það ekki enn-
þá. Paul er að vísu mjög
upptekinn og notar allan
frítíma sinn til að vera
með Lindu, konunni
sinni, sem er með
krabbamein. En við höf-
um fengið jákvæð við-
brögð við fyrirspurnum
okkar og erum búnir að
bjóða þeim formlega.
Sendum þeim meira að segja fax per-
sónulega.“
Verðið á tónleikana er kr. 2.500 og
eru miðar seldir í Háskólabíói. Nú er
bara að drífa sig vestur í bæ og kaupa
miða á atburð sem samkvæmt öllu ætti
að verða einstök upplifun, að minnsta
kosti fyrir Bítlaaðdáendur, og hver er
það ekki?
getur aðeins átt sér stað á tíu ára fresti.
Núna eru Bítlarnir í tísku, en eftir tíu ár
geta það verið Wham sem eru í tísku,
hver veit? En eins og Ólafur Gaukur
sagði þá er þetta einstakt og verður
ekki gert aftur," segir Gísli.
Ný trú sem heitir Bítlarnir
Þeir Gísli og Sigurður kynntust fyrir
nokkrum árum í Osló og ákváðu að
setja upp söngleikinn Rocky Horror þar
í borg. Eins tóku þeir þátt í að skipu-
leggja tónleika bresku hljómsveitarinn-
ar Suede í Osló ásamt ýmsu öðru. „Fyr-
irtækið okkar, Nótt & dagur, varð til í
Osló og þar sem samstarfið gekk það
vei þarna úti ákváðum við að halda því
áfram hér heima,“ segir Sigurður. Strák-
arnir komu heim um síðustu áramót og
eru Bítlahijómleikarnir þeirra fyrsta
verk hér á landi. Þar er ekki ráðist á
garðinn þar sem hann er lægstur. „Svo
var ég í Osló um daginn,“ segir Gísli.
„Þá var ákveðið að halda þessa tónleika
þar í september. Norska Fílharmóníu-
hljómsveitin mun spila þar ásamt fræg-
um norskum poppurum. Sú hljómsveit
er ein af virtustu sinfóníuhljómsveitum
IMedanmáls
Fimmtíu og sex sögur eftir þrjátíu og einn höfund bárust í smásagnasamkeppni Torf-
hildar, félags bókmenntafræöinema, og Stúdentaráðs Háskóla íslands. Sögurnar sem
skipuðu þrjú efstu sætin voru þó allar eftir sama höfund, Huldar Breiðflörð.
Ertu svona mikið skáld Huldar? „Ég er að minnsta kosti á réttri leið virðist vera.“
Hvaða listamaöur hefur haft mest áhrif á þig?
Mér detta í hug Raymond Carver, Þórbergur Þórðarson og svo auðvitaö
Halli og Halli, alltaf í stuöi.
Hvaða stjórnmálamaður lifandi eða látinn er í mestu uppáhaldi hjá þér?
Jón Baldvin Hannibalsson.
Hvaða skáldsagnapersónu vildirðu helst iíkjast?
Morgan Kane, Philip Marlowe ogjafnvel Gatsby.
Hvaða persóna mannkynssögunnar vildiröu heist hafa verið?
Jesús, hann var svo vel fílaöur — af velflestum aö minnsta kosti.
Ef þú fengir að lifa lífinu aftur myndirðu þá breyta einhverju?
Ég heföi sleppt því aö selja trommusettiö og eins haldið lengur áfram aö
æfa skákina.
Hver er merkilegasti atburöur sem þú hefur upplifað?
Þegar ég komst fyrst í „Hverjir voru hvar?".
Hver er merkilegasti atburöurlnn sem þú ætlar að upplifa?
Ég á eftir aö gera þaö upp viö mig.
Hvaða atburöur, verk eöa manneskja hefur mótað lífsviðhorf þitt framar
öðru?
Foreldrar mínir, Gunnar Breiöfjörö og Hulda Ingólfsdóttir.
Ef þú ættir kost á að breyta einu atriði í þjóðfélaginu eða umhverfinu,
hvað yrði fyrir valinu?
Ég hugsa aö ég myndi gefa rithöfundum okkar nýja skrifborösstóla frá IKEA.
Maöur hefur þaö dálítið á tilfinningunni, þegar maöur les bækur þeirra, aö
þeir séu flestir að drepast í bakinu.
Sérðu eitthvað sem ógnar samfélaginu öðru fremur?
Þaö er ef til vill ekki bein ógn, en ég er nokkuö sannfærður um aö ef viö
fengjum hvassari dagblöö og skemmtilegri — en jafnframt hollari bók-
menntir — myndi ýmislegt breytast til batnaðar í framhaldi af því.
Mottó?
Meira fjör.