Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 07.05.1997, Qupperneq 7

Helgarpósturinn - 07.05.1997, Qupperneq 7
MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ1397 mmá 7 ferðinni grundvallaratriði heldur tæknilegt fyrirkomu- lagsatriði.“ Af hálfu Svavars Gestssonar er hér um greinilega stefnu- breytingu að ræða. Svavar tek- ur vissulega fram að hann sé á móti veiðileyfagjaldinu en það heitir ekki lengur auðlinda- skattur í hans munni og er heldur ekki aðalatriði heldur „tæknilegt fyrirkomulagsat- riði“. í ljósi þessarar ræðu Svavars þótti sumum fundarmönnum athyglisvert að Jón Baldvin Hannibalsson minntist varla á sameiningarmál fyrr en undir lok ræðu sinnar. Sighvatur Björgvinsson, formaður Al- þýðuflokksins, tók sameining- armálin hins vegar til umræðu á fundi Jafnðarmannafélags Eyjafjarðar á Akureyri um helgina. Vel þekkt slagorð Sighvatur lýsti í ræðunni hugmyndum sínum um sam- eiginlegt framboð og rakti tíu stefnupunkta sem hann taldi geta orðið málefnalegan grundvöll samstarfsins. Flestir þessir punktar eru vel þekktir sem sígild baráttumál jafnað- armanna; frelsi og jafnrétti, ör- yggi og velferð, lýðræðisum- bætur, kvenfrelsi og mannrétt- indi, ný menntastefna, fjöl- breytni í menningarmálum, umhverfisvernd og loks efna- hagsleg uppstokkun og ný- sköpun. Ekkert þess En Sighvatur nefndi líka sam- ræmda auðlindastefnu og aukna Evrópusamvinnu. Bæði þessi mál hafa verið hitamál milli A- flokkanna en á allra síð- ustu mánuðum hafa þó farið minnkandi líkur á því að sam- Svavar Gestsson. Ræða hans á Hótel Borg virðist marka tímamót í sameiningarferli A-flokkanna. starfið strémdi á þessum mál- um og eins og lýst var hér að framan má segja að Svavar Gestsson hafi ýtt þessum mál- um tii hliðar í ræðu sinni á Hót- el Borg. Tilboð sem ekki er hægt að taka? En Sighvatur Björgvinsson lét ekki staðar numið við mál- efnin í ræðu sinni á Akureyri. Hann vék líka að framkvæmda- hliðinni, hvernig ætti að raða á listana og boðaði nánast opið prófkjör þar sem þátttökurétt ættu allir sem lýstu fylgi við framboð „nýrrar og öflugrar hreyfingar jafnaðarmanna“. Þessi ummæli Sighvats eru ast um 2. sætið Anna Kristin Gunnarsdóttir á Sauðárkróki og Siglfirðingurinn Sigurður Hlöðversson, sem hafði betur og er nú varaþingmaður. Það sem hins vegar gæti ráðið úr- slitum í innbyrðisslag Alþýðu- bandalagsins er að líklegasti Alþýðuflokksmaðurinn í 2. sæti listans er Kristján Möller á Siglufirði. Á Norðurlandi vestra þætti eflaust hæpin lat- ína að bjóða fram tvo Siglfirð- inga í efstu sætum. Við þetta má svo bæta því að Þjóðvakamaðurinn Sveinn Allan Morthens mun njóta vaxandi stuðnings innan beggja A-flokkanna. Þá er einn- ig talið líklegt að Valdimar Guðmannsson, forseti Alþýðu- sambands Norðurlands, verði ofarlega á lista, en hann yfirgaf Framsóknarflokkinn í fyrra. Jafnaðarmenn ættu að eiga góða möguleika á tveimur mönnum í þessu kjördæmi en það myndi jafnframt þýða að Vilhjálmur Egilsson félli af þingi. 1) Sveinn Allan Morthens (Þ), 2) Kristján Möller (A), Ánna Kristín Gunnarsdóttir (Ab), 4) Valdimar Guðmanns- son. Norðurland eystra Steingrímur J. Sigfússon telst ekki beinlínis elskur að Alþýðuflokknum. Þó munu ekki taldar neinar horfur á því að hann dragi sig í hlé verði af sameiginlegu framboði. Hér gæti Alþýðuflokkurinn aftur á móti staðið frammi fyrir ákveðnu vandamáli. Svanfríð- ur Jónasdóttir komst inn fyrir Þjóðvaka í síðustu kosningum og felldi um leið út sitjandi þingmann Alþýðuflokksins, Sigbjörn Gunnarsson. Það þeirra sem yrði undir í barátt- Steingrímur Svanfríður unni um annað sæti listans yrði að láta sér nægja fjórða sætið. Alþýðubandalagið hefur nefnilega stundum verið nærri því að fá tvo menn í þessu kjör- dæmi. Jafnaðarmenn ættu að eiga tvö nokkuð örugg þingsæti hér en þriðja sætið yrði tæpast meira en baráttusæti, jafnvel þótt Kvennalistinn yrði með. Það er þó alls ekki hægt að úti- loka þriðja sætið og þá yrði það að öllum líkindum Tómas Ingi Olrich sem félli af þingi. 1) Steingrímur J. Sigfússon (Ab), 2) Sigbjörn Gunnarsson (A), 3) Árni Steinar Jóhanns- son (Áb), 4) Svanfríður Jónas- dóttir (Þ). Austurtand Engar líkur munu til að Hjör- leifur Guttormsson taki sæti á sameiginlegum framboðslista A-flokkanna. Neskaupstaður er sterkasta vígi Alþýðubanda- lagsins á landinu og því er nokkuð tryggt að 1. sæti list- ans yrði skipað þaðan. Þar ber nú líklega hæst nafn Smára Geirssonar, sem lengi hefur staðið framarlega í flokki. Öruggt má telja að séra Gunnlaugur Stefánsson fengi annað sætið en hann vann það afrek að ná kjöri fyrir Alþýðu- flokkinn 1991. Það var í fyrsta sinn sem Alþýðuflokkurinn hefur fengið mann kjörinn í Austurlandskjördæmi. Gunn- laugur var reyndar nærri því að endur- taka leikinn síðast. Þriðja sætið kæmi svo í hlut Al- þýðubanda- lagsins og þá trúlega Egils- staðabúans Þuríðar Bachmann, sem nú er varaþingmaður Hjörleifs Gutt- ormssonar. Jafnaðarmenn fengju að lík- indum tvo þingmenn á Austur- landi en verulegar tilfæringar þyrfti á fylgi til að þriðji maður á lista komist inn. Seyðfirðing- urinn Arnbjörg Sveinsdóttir yrði að láta af störfum á Al- Gunnlaugur Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins, boðar opið próf- kjör til að raða á sameiginlegan lista jafnaðarmanna fýrír næstu kosningar. Því má nánast líkja við að rétta fram sáttahönd íklædda gaddaglófa. ión Baldvin Hannibalson minntist ekki á sameiningarmálin fyrr en undir lok ræðu sinnar á fundinum Hótel Borg. merkileg fyrir þá sök að opið prófkjör er sennilega sú leið sem síst væri unnt að ná sam- stöðu um við röðun á lista sameiginlegs framboðs. Sé rýnt í þessa tillögu formanns Alþýðuflokksins með aðferð- um „Kremlólógíunnar" mætti jafnvel segja að Sighvatur hafi verið að gera Alþýðubandalag- inu tilboð sem ekki væri hægt að taka. Að nefna opið prófkjör í þessu sambandi má nánast líkja við að rétta fram sátta- hönd íklædda gaddaglófa. Vopnin gætu snúist { þessu sambandi má benda á tilurð Reykjavíkurlistans. Flestir sem til þekkja munu á þingi eftir fjögurra ára setu. 1) Smári Geirsson (Ab), 2) Gunnlaugur Stefánsson (A), 3) Þuríður Bachmann (Ab). Suðuriand Sitjandi þingmenn eru Margrét Frímannsdóttir og Lúðvík Bergvinsson. Þau ættu að geta komist að samkomu- lagi og þriðja sætið kæmi væntanlega í hlut Alþýðu- Margrét Lúðvík bandalagsins en yrði að líkind- um ekki þingsæti. Tveir þing- menn af nýjum lista jafnaðar- manna eru líklegasta niður- staðan. 1) Margrét Frímannsdóttir (Ab), 2) Lúðvík Bergvinsson (A). einu máli um að samstaða um hann hefði aldrei tekist ef átt hefði að velja fólk til setu á honum í prófkjöri. Það sem gerði útslagið var einmitt það að sætum á listanum var út- hlutað til flokkanna fyrirfram. Það mun óhætt að fullyrða að ótti þingmanna við að missa sæti sín sé í raun erfið- ara vandamál til úrlausnar en málefnaágreiningur. Það virð- ist sem sagt nokkuð augljóst að samkomulag um röðun á lista í einstökum kjördæmum verði, þegar til kastanna kem- ur, það atriði sem ræður úrslit- um um tilurð sameiginlegs framboðs. í þessu sambandi er ekki endilega líklegt að þing- menn Alþýðuflokksins verði fúsari til að Ieggja sæti sín í hættu en þingmenn Alþýðu- bandalagsins. I því ljósi skoð- að virðist tillaga Sighvats Björgvinssonar um opið próf- kjör nokkuð kyndug. Hitt er svo annað mál að miðað við fylgi flokkanna í skoðanakönnunum að undan- förnu ætti Alþýðubandalaginu að vera óhætt að taka Sighvat á orðinu og efna til opins próf- kjörs. Alþýðubandalagið hefur að undanförnu mælst með hátt í tvöfalt fylgi Alþýðuflokksins. Ef þetta fylgi skilaði sér í próf- kjöri gætu sumir þingmanna Alþýðuflokksins lent óþægi- lega neðarlega á framboðslist- um. Samstarf í sve'rtarstjórn- um Mörg Ijón eru á veginum áð- ur en sameining jafnaðar- manna verður að veruleika. Margir hafa talið að fulltrúar A- flokkanna í sveitarstjórnum landsins muni á mörgum stöð- um eiga enn erfiðara með að ná saman en þingmennirnir. Nú háttar svo til á Alþingi að flokkarnir eru báðir í stjórnar- andstöðu og eiga því að sumu leyti auðveldara með að ná saman málefnalega. Þetta er hins vegar ekki raunin í sveit- arstjórnum nema á stöku stað. Það kemur þess vegna nokk- uð á óvart að A-flokkarnir skuli vera farnir að tala saman — og að því er virðist í fullri alvöru — í allmörgum sveitarstjórn- um, jafnvel þar sem annar flokkurinn á aðild að meiri- hluta en hinn ekki. Rannveig Guðmundsdóttir skrifaði grein um sameiningarmál í Alþýðu- blaðið 1. maí og nefnir þar til sögunnar viðræður í Hafnar- firði, Garðabæ, Kópavogi, Ak- ureyri og Reykjanesbæ. í Hafnarfirði myndaði fulltrúi Alþýðubandalagsins meiri- hluta með Alþýðuflokknum á árunum 1986-’90 en síðan hef- ur verið grunnt á því góða og jafnvel talað um persónulega óvild milli forystumanna flokk- anna í Hafnarfirði. Engri slíkri óvild mun til að dreifa á Akur- eyri, en þar stjórnar Alþýðu- flokkurinn nú með Framsókn- arflokki en Aiþýðubandalagið er í stjórnarandstöðu. Hvað gera konurnar? Þegar sögunni víkur að sam- starfi eða sameiningu A-flokk- anna á landsvísu er einkum tvennt sem óhjákvæmilega verður tekist á um. Annars vegar eru það málefni, hins vegar persónur. Þrátt fyrir margvíslegan málefnaágrein- ing má kalla það opinbert leyndarmál að sjálf uppstilling- in á lista verði mun erfiðara og torleystara vandamál ef sam- starf flokkanna nær að lokum alla leið að því marki að bjóða fram sameiginlegan lista. Skoðanakannanir hafa gefið vísbendingar um að sameinað- ur listi jafnaðarmanna gæti fengið nálægt 40% atkvæða í kosningum. Þetta er nálægt því sem A-flokkarnir, Þjóðvaki og Kvennalisti fengu í síðustu kosningum. Ljóst er að vilji til sameiningar eða a.m.k. sam- starfs fyrir næstu kosningar er einnig verulegur innan Kvennalistans en þar er þó einnig að finna andstöðu við þessar hugmyndir. Það skiptir auðvitað veru- legu máli þegar hugað er að uppstillingu á lista í einstökum kjördæmum hvort Kvennalist- inn tekur þátt í framboðinu eða ekki. Einkum á þetta við um þau kjördæmi þar sem fylgi Kvennalistans hefur verið mest. Það setur óneitanlega nokkra pressu á Kvennalistak- onur að sameiginlegt framboð jafnaðarmanna án þeirra gæti sem hægast orðið til að þurrka Kvennalistann út af þingi. Verði af sameiginlegu fram- boði er af ýmsum sökum óljóst hvort allir eiga afturkvæmt á þing sem þar sitja nú og vilja halda áfram. Það gæti orðið mörgum þingmanninum súr biti að kyngja að þurfa að taka vafasæti á sameiginlegum lista í stað öruggs þingsætis. Fyrir- sjáanleg endurnýjun við næstu kosningar gæti þó e.t.v. auð- veldað þetta nokkuð í sumum kjördæmum en í öðrum getur valið á framboðslista orðið erf- iðara. Hreinn meirihluti? Á fylgismönnum sameining- ar hefur stundum verið að heyra að hreinn meirihluti sameinaðs framboðslista jafn- aðarmanna geti verið raunhæf- ur meirihluti í næstu kosning- um. Skoðanakannanir hafa sýnt að nýr jafnaðarflokkur gæti fengið um 40% atkvæða. Þá má auðvitað segja að með þokkalega sterkri fylgissveiflu gæti pendúllinn slegið yfir 50% á kosninganóttina. Gegn þessu mælir þó margt. Það hefur verið dregið í efa að Alþýðubandalagið gangi inn í sameininguna í heilu lagi. Ef svo færi að einhverjir yrðu eft- ir og byðu fram lista er hætt við að sá listi tæki einhver at- kvæði, jafnvel þótt hann fengi engan þingmann. Svipaða sögu gæti verið að segja um Kvennalistann. Þar er ekki samkomulag um þátttöku og ef til vill kynni að fara svo að Kvennalistinn klofnaði. Kvennaframboð gæti einnig orðið til þess draga úr árangri sameiningarmanna, án þess þó að eiga nokkurn möguleika á þingsæti. H ELGARPÓSTU RlN N Blaðsölu- börn óskast Óvæntur glaðningur fylgir við uppgjör Hafið samband við okkup í síma 552 22« GARÐEIGENDUR ATHUGIÐ! Viö erum fluttir aö Funahöföa 17 Við bjóðum ykkur áfram góða viðgerðarþjónustu á garðverkfærum ykkar, s.s. sláttuvélum, hekkklippum og kurlurum. Seljum einnig nýjar vélar. Funahöfða 17 - sími 587 5128 HK Þjónustan

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.