Helgarpósturinn - 07.05.1997, Page 9

Helgarpósturinn - 07.05.1997, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ1997 X íslendingar ferðamenn Islendingar eru ferðaglaðir, sumir vilja jafnvel segja ferðagalnir. Allt frá fyrstu tíð hefur það þótt vegsauki að vera sigldur maður og á öldum áður var oftar en ekki gist hjá konungbornum vinum í nor- rænum frændgarði. En það er ekki fyrr en á síðari tímum að allur almenningur hefur átt þess kost að ferðast til útlanda í sumarleyfinu. Flestir sem nú eru að slíta barnsskónum eru svo forframaðir að hafa brugð- ið sér í einhverjar utanlands- reisur. Ef taka má mið af aug- lýsingum ferðaskrifstofanna virðast það einkum vera sólar- iöndin sem lokka og laða til sín veðurbitna íslendinga. Strand- bæir suðrænna landa hafa tek- ið við af konunglegum gestgjöf- um sögualdarinnar. Ungir sem aldnir, háir sem lágir, mennt- aðir og ómenntaðir kaupa sér glaðir í bragði farmiða til Beni- dorm eða annarra svipaðra strandbæja. Þar flatmaga þeir á ströndinni, teyga bjór, borða ódýran mat, nú eða taka með sér saltfisk og slátur að heim- an. Margir fara aftur og aftur á sama staðinn og heilsa glað- lega Manolo á íslendingabarn- um og Juan sem málar ódýr portrett á torginu. Það þarf ekki einu sinni að kunna „út- iensku", því aðalbarinn er rek- inn af íslendingi og matseðill- inn skrifaður á íslensku. Þetta er áhyggjulaust líf og engin ógn steðjar að nema helst sól- bruni og barátta um pláss á ströndinni. En sumir vilja fá eitthvað meira út úr fríinu en brúnt eða eldrautt hörund sem hefur þann leiða ókost að end- ast heldur stutt. Erlendis er aukin sókn í æv- intýraferðir á ókunnar slóðir og eins og við hér á íslandi höf- um orðið áþreifanlega vör við er norðrið og náttúruferðir nú í tísku. Þetta fólk er yfirleitt bú- ið að lesa sér til um land og þjóð og hefur áhuga á að kynn- ast einkennilegri náttúru landsins. Nær undantekningar- laust má segja að þetta sé menntað millistéttarfólk sem kýs að eyða sumarfríi sínu í okkar hráslagalega landi. En hvernig ferðamenn eru íslend- ingar og hvað ræður vali þeirra á sumarleyfisferðinni? Einhæfar ferðir Ingiveig Gunnarsdóttir hef- ur til margra ára starfað við ferðaþjónustu, bæði sem sölu- maður, fararstjóri og skipu- leggjandi. Núna starfar hún sem framkvæmdastjóri ferða- skrifstofunnar Landnámu sem sérhæfir sig í grænni ferða- mennsku. Ingiveig segir íslend- inga á vissan hátt svolítið ómenntaða ferðamenn. „Það má á vissan hátt kenna ferða- skrifstofum um einhæft og lé- legt uppeldi á íslendingum sem ferðamönnum. Ferðaskrif- stofurnar hafa flestar boðið upp á nákvæmlega eins ferðir og allar á sömu staðina. Þessar ferðir ganga út á það að fylla leiguflugvél og skella öllum á sama litla blettinn. Þetta eru ferðir sem skilja ósköp lítið eft- ir þótt auðvitað sé skiljanlegt að sól og hlýindi séu aðdrátt- arafl fyrir kuldabólginn land- _ _ _ u snn. ísland er tiltölulega stétt- laust þjóðfélag og það gefur þeim sérstöðu á sólarströnd. Þar eru íslendingar á öllum aldri, menntaðir sem ómennt- aðir. Þeir Bretar og Þjóðverjar sem einkum fara í sólarlanda- ferðir tilheyra yfirleitt lægri stéttum samfélagsins, enda eru þessar ferðir seldar mjög ódýrt. Ingiveig hefur starfað sem fararstjóri á sólarströnd. Hún segir að það hefi helst ver- ið hægt að merkja mun á ís- lendingum og öðrum þegar kom að kynnisferðunum sem í boði voru. „Margir höfðu ekki nokkurn áhuga á öðru en grísa- veislunni en svo var alltaf hóp- ur sem varð þreyttur á enda- lausum sólböðum á þéttset- inni ströndinni. Án þess að vera með neinn hroka þá var það einkum menntað fólk og eldra fólk sem sýndi ferðunum áhuga.“ Öðruvísi ferðir Ingiveig hefur ásamt fleirum stofnað ferðaskrifstofu sem býður upp á öðruvísi ferðir. „Mottóið í okkar ferðum er að liggja ekki bara á ströndinni. Farðu heldur og kynntu þér mannlíf, menningu og sögu Inga: Sölubomba sl. 7 ár. landsins og vertu í tengslum við náttúruna. Þetta eru auðg- andi ferðir í litlum hópum en vissulega eru þær töluvert dýr- ari en massaferðirnar. Við höf- um svolítið orðið vör við það að landanum bregður í brún þegar hann heyrir verðið, enda fátt annað verið í boði en ódýrar massaferðir. Verðskyn- ið er því orðið svolítið brengl- að. Það fólk sem skráir sig í ferðir hjá okkur er gjarnan fólk á miðjum aldri, börnin upj> komin og tekjurnar þokkaleg- ar. Það yngra fólk sem kemur til okkar er yfirleitt menntað fólk, oft í stjórnunarstöðum.“ Ingiveig segir andrúmsloftið í kringum söluna á þessum ferð- um allt annað en þegar hún sat sveitt og seldi pakkaferðir á sólarströnd. „Flestir sem hing- að hringja kynna sig með nafni Anna: Aldur og fjölskylduaðstæður stjórna ferðatilhögun hjá hverjum og einum frekar en menntun. og eru áberandi kurteisir. Þetta er óvenjulegt, því maður var orðinn vanur því að fólk hefði ekki fyrir því að kynna sig heldur dembdi á mann: „Heyrðu, hvað kostar þessi ferð til Benidorm? Hvað, er ekki afsláttur?“ En auðvitað ber þess að gæta að við erum alin upp við öryggi í litla ein- angraða landinu okkar og er- um svotil nýfarin að ferðast. Ég hef þá trú að hér sé að vaxa upp kynslóð miklu veraldar- vanari ferðamanna sem þora að fara á nýjar slóðir og eru til í að borga meira til að fara í ógleymanlega ferð.“ Aldur ræður ferðatilhögun Anna Ormarsdóttir, sölu- stjóri yfir íslandi hjá Flugleið- um, segir framboð ferða hafa aukist heilmikið hjá ferðaskrif- stofum undanfarin ár. Aftur á móti beri mest á massaferðun- um því þær skipti ferðaskrif- stofurnar mestu máli. „Það er heilmikið af spennandi og öðruvísi ferðum í boði en þeim er vissulega ekki hampað." Anna segist ekki verða vör við að neinar mismunandi mann- gerðir eða stéttir velji sér ákveðnar ferðir, enda séum við blessunarlega laus við flókna stéttaskiptingu. Það sé helst aldur og fjölskylduað- stæður sem stjórni ferðatil- högun hjá hverjum og einum frekar en menntun. „Þeir sem kjósa að fara í sumarhús eru fjölskyldur með börn og afi og amma eru þá gjarnan með í ferðinni. Þetta er ekki fólk sem hefur áhuga á að loka sig af uppi í fjöllum í lítilli „hyttu“ og því skiptir sú þjónusta sem er í boði miklu máli. Þeir sem taka flug og bíl eru mestmegnis miðaldra fólk, því eðlilega ferðu ekki í langa bílreisu með kornabarn í aftursætinu." Anna segist telja að framboð ferða muni aukast í nánustu framtíð því með nýjum kyn- slóðum komi nýjar áherslur. „Yngri kynslóðir eru djarfari og víla ekki fyrir sér að prófa eitthvað nýtt og ferðaskrifstof- ur hljóta að fara að haga segl- um eftir vindi. Vandamálið hér er auðvitað smæð markaðar- ins. Hópurinn sem kaupir sér- ferðir er það lítill að peningum er ekki eytt í að auglýsa þær sérstaklega.“ Ungt fólk fer ótroðnar Ungt slóðn En hvert fer unga kynslóðin helst í ferðalög? Inga Engil- berts er framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu stúdenta þar sem flestallt unga fólkið kaupir sínar ferðir. Hún segir sína við- skiptavini fara mjög ótroðnar slóðir og spurn eftir sólar- landaferðum sé nánast engin. „Flestir kaupa sér farmiða á einhvern áfangastað í heimin- um og síðan prjóna þeir meira eða minna sjálfir við ferðina. Einu hópferðirnar sem njóta einhverra vinsælda eru æv- intýraferðir til Afríku, Asíu eða S-Ameríku. Þetta eru ferðir með enskri ferða- skrifstofu og það er ómögu- legt að fara á eigin vegum í svona ferð. Hóparnir eru litlir og það er ferðast með trukkum, hjólum, hestum, ösnum, fílum eða á tveimur jafnfljótum. Fólk fer í þess- ar ferðir til að komast í tengsl við náttúruna, kynn- ast landi og þjóð og eins að reyna á sjálft sig frekar en það sé að leita að einhverri afþreyingardagskrá." Inga segir ferðaskrifstofuna einnig hafa á boðstólum málanámskeið í öðrum löndum og þau njóti mikilla vinsælda af fólki á öllum aldri. Inga segir söluaukn- inguna sívaxandi og að síð- ustu tvö árin hafi átt sér stað eins konar sölu- bomba. Skyldi þetta fólk kjósa að fara á stútfulla sól- arströnd þegar það er orð- ið ráðsett! Gengið í íslenskri nátt- úru Margir íslendingar eiga jeppa, þótt flestir eigi hann fremur sem stöðutákn en ferðatæki. En það eru líka margir sem ekki eiga jeppa en vilja ferðast um óbyggð- ir landsins. Þeir fara gjarn- an með innlendum ferðafé- lögum í ferðir. Það eru ef- laust líka til nokkrir sem eiga jeppa en kjósa frekar að ganga með einhverjum heldur en að ráfa aleinir um hóla og heiðar. Þórunn Þórðardóttir hefur til margra ára starfað hjá Ferðafélagi ís- lands, bæði sem leiðsögumað- ur og eins á skrifstofu félags- ins. Hún segir ásókn í ferðir fé- lagsins aukast með degi hverj- um og það sé ljóst að áhugi ís- lendinga á eigin landi sé í mik- illi sókn. „Það er allur skali ís- lenskrar mannlífsfánu sem kemur í ferðir með okkur, en vitaskuld á þetta fólk það sam- eiginlegtáð vilja vera úti í nátt- úrunni, hreyfa sig og fræðast svolítið um landið sitt í leiðinni ásamt samneyti við annað fólk. Það er fólk á öllum aldri og úr öllum stéttum sem ferðast með okkur. En þótt maður eigi kannski ekki að vera að eyrna- merkja eitt né neitt þá verður að viðurkennast að stór hluti farþega okkar er upplýst fól Þetta er fólk sem hefur áhuga að fræðast og spyr spurningæ Kennarar eru fjölmennir í okk- ar hópi og einnig fólk úr heil- brigðisstéttunum." Þórunn segist rekja aukninguna til þess að viðhorfið til ferðalaga á íslandi sé að gjörbreytast. „Fyrir nokkrum árum fóru allir í bíltúr og horfðu á landslagið í gegnum bílrúðuna. Núna er að vaxa upp fólk sem er vant því að fara með nestið sitt út í náttúruna og ganga.“ Semsagt: Við erum hálfheim- óttarlegir ferðamenn en það stendur allt til bóta! IKAIH TÓNLEIKAR í HÁSKÓLABÍÓI MIÐVIKUDAGINN 14. MAI OG FIMMTUDAGINN 15. MAÍ KL. 20.00 1Vayne Marshall Kim Criswell Brent Barrett [fnisskia George Gershwin: Rhapsody in blue \ og tónlist úr þekktum söngleikjun SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Háskólabíói við Hagatorg, sími 562 2255 MIÐASALA Á SKRIFSTOFU HLJÓMSVEITARINNAR OG VIÐ INNGANGINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.