Helgarpósturinn - 07.05.1997, Qupperneq 11
MtÐVlKUDAGUR 7. MAÍ1997
11
--
SkeHdir karlar
se
Kynjamenning
Eva Pálsdóttir
skrifar
krunka um sín hjartans mál
Það var sannarlega kominn
tími til að karlar söfnuðu
liði til að bera hönd fyrir höfuð
sér, því í allri þeirri umræðu
sem gengið hefur út á það að
skilgreina konuna upp á nýtt
hefur karlímyndin verið nokk-
uð á reiki. Það er kannski hel-
ber tilviljun að ráðstefnan Karl-
ar krunka var haldin í því sama
húsi og Konur skelfa um þessar
mundir, en örugglega mjög
viðeigandi. Eins og fram kom í
erindunum sem flutt voru
kreppir að körlunum okkar á
mörgum stöðum vegna félags-
legrar vanrækslu og stöðugrar
gagnrýni okkar kvenna, sem
sendum þeim sífellt ruglings-
legri skilaboð um það hvernig
þeim beri að haga sér. Eða öllu
heldur hvernig þeim beri ekki
að haga sér. Þeir voru samt
ekki á því að setja sig í hlut-
verk fórnarlambsins heldur
var í þeim hinn göfugi sátta-
tónn þess sem er tilbúinn að
axla sinn hluta ábyrgðarinnar
möglunarlaust, eða með öðr-
um orðum: Vill bregðast við af
karlmennsku. Viljinn til að
koma til móts við okkur konur
var allsráðandi og karlakli-
sjurnar voru skoðaðar og
gagnrýndar harðlega, einkum
vegna skaðsemi sinnar fyrir þá
sem þær bitna helst á, það er
að segja karlmennina sjálfa.
Einu kvörtunarefni beindu þeir
þó sérstaklega til kvenkynsins
og báru sig illa yfir því hversu
þeim væri vantreyst innan
heimilisins. Samkvæmt athug-
unum Ingólfs V. Gíslasonar er
ekki nóg með að karlmönnum
sé almennt ekki treystandi fyr-
ir þvottavélinni heldur er
smekkvísi þeirra fordæmd frá
byrjun til enda, hvort sem snýr
að barnafötum eða innanhúss-
skreytingum. Hann jafnaði
þessum glerveggjum heimilis-
ins við glerþökin sem talað er
um að konur reki sig á þegar
þær reyna að komast til met-
orða á vinnumarkaðnum.
Karlar hafa ekki gert mikið af
því að ræða um óöryggi í
tengslum við kynferði, eins og
konur hafa hins vegar gert.
Karlafræði er nær óþekkt
fræðigrein á íslandi. Hver hef-
ur til dæmis heyrt talað um
karlsjúkdómafræðinga? í raun
réttri hefur þessi þarfa um-
ræða ekki skotið upp kollinum
nema þá helst í hálfkæringi og
þá oft dregin upp skrumskæld
mynd af „mjúka manninum“
svokallaða sem skiptir um
bleyjur og skúrar gólf og er
meðvitaður um heilsuna, sína
eigin og allrar fjölskyldunnar.
Það hefur viljað fylgja mynd-
inni að karlmaður sem hagar
sér þannig hljóti að vera kerl-
ingarlegur, tilgerðarlegur, und-
irgefinn og ekki mjög skarpur.
Ef ég væri karlmaður myndi ég
gæta þess vel að engum dytti í
hug að ég ætti heima í flokki
hinna mjúku manna, sem jafn-
vel konur úthrópa sem hlægi-
lega.
Karlar gera ekki mikið af því
að ræða um kynferði sitt og
óöryggi í tengslum við breytt
kynjahlutverk. Karlafræði er
satt að segja nær óþekkt fræði-
grein á íslandi þótt víða annars
staðar blómstri hún, svari
mörgum spurningum og veki
enn fleiri. Karlar eru nefnilega
ekki einir ábyrgir fyrir samfé-
lagsmótun sinni. Þeir hafa líka,
eins og við, þurft að glíma við
þetta ósamræmi sem er á milli
hlutverksins, ímyndarinnar og
fyrirmyndarinnar, þessara
þriggja þátta sem eru svo — til
að flækja málin enn meir — sí-
breytilegir. Karlmenn verða
auðvitað fyrir alveg jafnmikl-
um ómeðvituðum áhrifum af
glansmyndum auglýsinga og
konur, en fjölmiðlar dagsins í
dag segja þeim til skiptis að
þeir eigi að vera stæltir og
hörkulegir Marlboro-menn eða
fölir og horaðir með umkomu-
„En vitanlega er raunin sú að vandi karla og
vandi kvenna eru tvær hliðar á sama megin-
vandanum þar sem lausn annars er lausn hins.
Karlréttindin hafa drukknað í umræðunni um
kvenréttindi og karlar hafa kyngt mörgu beisku
tári, því þeim er líkt farið og verkamanninum
sem er minntur á svöngu börnin í Afríku í hvert
sinn sem hann opnar munninn til að kvarta yfir
sultarlaunum sínum.“
leysissvip eins og yfirgefin
börn. Allir þættir eru þó sam-
taka í því að hefta karlmanninn
sem kynveru. Mig hryllir við
ófrelsinu sem felst í þessum
skilaboðum sem beint er til
karlmannsins: Taktu ef þú get-
ur, annars ertu náttúrulaus.
Ungur vinur minn einn sagði
mér sorglega sögu af sjálfum
sér sem hefur leitað á huga
minn oft síðan. Hann trúði mér
fyrir því að sér hefði verið
nauðgað á útihátíð og þegar ég
innti um nánari málavöxtu
sagði hann að þegar vinkona
hans ein hefði boðið sig fram
til persónulegri kynna hefði
hann komist í skelfilega
kreppu, því samfélagið hefði
kennt honum að þessi væri
stundin þar sem honum bæri
að sýna sjálfum sér og öðrum
að hann væri maður en ekki
mús.
Nei, karlmennskan er svo
sannarlega ekkert grín. Og þá á
ég ekki aðeins við einhverja
óáþreifanlega tilvistarkreppu
sem erfitt er að koma höndum
yfir, heldur talar gallhörð töl-
fræði sínu máli. Eins og fram
kom í merku erindi á þessari
ráðstefnu eru strákarnir í mikl-
um meirihluta þeirra sem
þarfnast sérkennslu og sérað-
stoðar í skólum og eins eru
þeir meiripartur skjólstæðinga
skólasálfræðinga og barnageð-
lækna. Hvað viðvíkur þeim full-
orðnu eru það þrisvar sinnum
fleiri karlar en konur sem
fremja sjálfsmorð á aldrinum
25-74 ára og hlutfallið er mun
hærra í yngri aldurshópunum.
Afbrotamenn eru að miklum
meirihluta karlmenn og ótíma-
bær dauði er mun algengari
meðal karla en kvenna. Ég hef
reyndar áður heyrt þessum
óhugnanlegu og óskiljanlegu
tölum fleygt, en gefið vanda-
málið frá mér á þeirri forsendu
að karlmenn væru þá bara
veikara kynið eftir allt saman.
Þá gerði ég mér ekki grein fyrir
því hvað skórinn kreppir illa
að þessum þjóðfélagshóp sem
hefur frá fæðingu þurft að skil-
greina sig út frá því sem þeir
eru ekki, frekar en því sem þeir
eru, vegna skorts á fyrirmynd-
um. Margir drengir alast upp á
karlmannslausum heimilum og
karlmannslausum leikskólum
og kennarar á neðri stigum
grunnskóla eru langflestir kon-
ur. Þeir hafa því ekki aðrar fyr-
irmyndir en Aksjónman og Bat-
man og aðrar súperhetjur og
svo auðvitað afmynduðu karl-
fígúruna sem þeir sjá og heyra
í sjónvarpinu. Með öðrum orð-
um vita þeir ekki hvernig
venjulegur karlmaður hagar
sér í daglegu lífi sínu.
Konur skelfa. Þær ala upp
unga menn sem vita ekki hverj-
ir þeir eru og þurfa jafnvel að
ríghalda sér í bílinn sem síð-
asta vígi karlmennskunnar.
Svo horfa þær framhjá vandan-
um vegna þess að þær halda
því fram að þeirra vandi sé
stærri. En vitanlega er raunin
sú að vandi karla og vandi
kvenna eru tvær hliðar á sama
meginvandanum þar sem
lausn annars er lausn hins.
Karlréttindin hafa drukknað í
umræðunni um kvenréttindi
og karlar hafa kyngt mörgu
beisku tári, því þeim er líkt far-
ið og verkamanninum sem er
minntur á svöngu börnin í Afr-
íku í hvert sinn sem hann opn-
ar munninn til að kvarta yfir
sultarlaunum sínum. Það var
því löngu kominn tími á sam-
kunduna í Borgarleikhúsinu
þar sem karlar komu saman
með hendurnar djúpt í buxna-
vösunum — strákar eru jú allt-
af strákar — til að ræða sín
hjartans mál í hjartans ein-
lægni. Þörf hugvekja það.
Sveitarstjórnarkosningar verða eftir um það bil ár og undirbúningur að hefjast hjá stjórnmálaflokkum. Eitt af því sem þarf að
ákveða er hvernig stilla skal upp á framboðslista fýrir kosningarnar. Prófkjör er ein vinsælasta leið flokkanna til að ákveða upp-
stillingu. HP hafði samband við Árna og Árna, sem eru báðir borgarfulltrúar í Reykjavík,
og spurði þá út í kosti og galla prófkjörs.
Prófkjör eða ekki prófkjör?
ni Pór Sigurðsson Arni Sigfússon
„Kostirnir við prófkjör finnst
mér vera að það er mjög hrein-
leg Ieið til þess að velja á milli
einstaklinga," segir Arni Þór
Sigurðsson, borgarfulltrúi
Reykjavíkurlista. „Þá fá þeir
sem eiga rétt til þátttöku í próf-
kjörinu, hvernig sem það er
skipulagt, möguleika á að velja
þá frambjóðendur sem þeir
helst kjósa. Það er hægt að
segja að með prófkjörum sé
meira lýðræði. Gallarnir eru
einkum að afar tilviljunarkennt
er hvernig framboðslisti kemur
út úr svona prófkjöri og það er
alveg undir hælinn lagt hvernig
samsetning — til dæmis milli
kynja, aldurshópa og þess hátt-
ar — kemur út úr prófkjöri. Það
getur boðið heim þeirri hættu
að það sé ekki eins breiður
hópur á framboðslistanum og
ef honum væri stillt upp með
það að leiðarljósi að ná sem
mestri breidd. Það er oft þann-
ig með uppstillingar að það
hefur verið legið yfir því að
reyna að fá fólk úr sem flestum
áttum og mikil breidd er í sam-
setningunni. Þetta er ef til vill
kosturinn við uppsetninguna.
Gallinn við hana er hins vegar
sá að þetta er tiltölulega fá-
mennur hópur sem velur þessa
einstaklinga.“
Efþú fengir að ráða, hvora
aðferðina myndirðu velja?
„Ef þú ert að hugsa um borg-
arstjórnarkosningarnar á
næsta ári hef ég ekki gert það
upp við mig. Persónulega er
mér alveg sama hvaða aðferð
er viðhöfð. Mér finnst aðalat-
riðið að menn í þeim flokkum
sem standa að Reykjavíkurlist-
anum vegi og meti kosti og
galla við allar aðferðir. Það má
segja að þetta sé nokkuð
vandasamt með Reykjavíkur-
listann, því þetta er ekki einn
flokkur, þetta er bandalag fjög-
urra flokka. Það gefur augaleið
að þetta er nokkru vandasam-
ara en ef þetta væri einn flokk-
ur. Grunnurinn að þessu sam-
starfi í Reykjavíkurlistanum
var ákveðin jafnræðisregla,
sem mér finnst persónulega
mikilvægt að hafa áfram í
heiðri á milli flokkanna til að
tryggja að allir flokkar eigi jafna
aðild að Reykjavíkurlistanum.
Ef menn velja prófkjörsleið
þarf að mínu mati að finna út-
færslu á henni sem tryggir
þetta jafnræði. Síðan þarf að
tryggja að ef af prófkjöri verð-
ur, þá sé hægt að hafa með ein-
staklinga sem ekki eru flokks-
bundnir en eru stuðningsmenn
Reykj avíkurlistans.
Það getur vel verið að þetta
reynist allt saman mjög flókið í
framkvæmd, ég hef svo sem
ekki hugsað það ofan í grunn-
inn, en mér finnst að minnsta
kosti mikilvægt að þetta sé
tryggt og ég hygg nú að allir
flokkar leggi á það áherslu að
jafnræði sé á milli þeirra inn-
byrðis.
Fyrir síðustu borgarstjórnar-
kosningar var samkomulag
milli flokka um hvaða sæti hver
flokkur fengi á listanum og svo
valdi hver flokkur sína fulltrúa
með ýmsum aðferðum. Við hjá
Alþýðubandalaginu höfðum
prófkjör meðal flokksbundinna
alþýðubandalagsmanna í
Reykjavík um þau sæti sem við
fengum úthlutað."
Verður eitthvað svipað
gert núna?
„Það er ekki búið að ákveða
það. Það er hins vegar búið að
ákveða að setja á laggirnar
samráðsvettvang þar sem
fimm fulltrúar úr hverjum
flokki og fimm óflokksbundnir
stuðningsmenn gera tillögur til
flokkanna um hvaða aðferð á
að nota. Ég reikna með að sú
vinna fari fram í vor og sumar.“
Hvet til prófkjörs
„Ég er mjög hlynntur próf-
kjöri sem aðferð til að velja á
framboðslista," segir Árni Sig-
fússon, borgarfulltrúi Sálfstæð-
isflokks. „Við höfum ekki fund-
ið lýðræðislegri leið. Hún kann
jú að vera til, það er að menn
velji bara um leið og þeir kjósa.
En þegar verið er að byggja
upp lista sem er svo boðinn
fram er prófkjör mjög lýðræð-
isleg leið. Það er auðvitað kost-
ur að það sé ekki þröngur lok-
aður hópur sem ákveður hverj-
ir skuli verða frambjóðendur,
ef sá hópur á að höfða til fjöld-
ans. Það er sanngjarnara að
fjöldinn fái að hafa áhrif á það.
Gallarnir geta verið að hæfi-
leikafólk skortir kynningu og er
þar af leiðandi ekki metið að
verðleikum og kemst ekki á list-
ann. Þó má segja að eitt er að
vera í pólitísku forsvari og ann-
að að vera í embættislegu for-
svari. Stjórnmálamaður þarf að
vera þekktur. Það gengur þann-
ig fyrir sig, þó svo að ég sé
mjög hlynntur kenningu Lao
Tse um leiðtogann: „Hann er
bestur þegar minnst fer fyrir
honum. Þegar leiðtoginn hefur
lokið sínum störfum og gert
það vel, þá segir fólkið: „Við
gerðum það“.“ Hvernig það fer
saman við að vera þekktur og
vinsæll í prófkjöri veit ég ekki,“
segir Árni og hlær.
Getur prófkjör ekki vakið
úlfúð meðal þeirra sem berj-
ast um sœti og þar af leið-
andi skaðað flokkinn?
„Ég held að enginn flokkur
hafi jafnoft farið í prófkjör og
sjálfstæðismenn og er hann
nánast eini flokkurinn sem hef-
ur verið með öflug prófkjör.
Það hefur ekki reynst þannig.
Ef við höfum þann þroska að
geta reynt með okkur og síðan
tekið því sem að höndum ber
og unnið saman, þá er ekkert
að þessari aðferð. Við drögum
fram kosti hennar og lágmörk-
um vankantana."
Verður Sjálfstœðisflokkur-
inn með prófkjör fyrir nœstu
borgarstjórnarkosningar?
„Það hefur í sjálfu sér ekki
verið ákveðið. Borgarfulltrúar
hafa til dæmis ekkert með það
að segja. Fulltrúaráð sjálfstæð-
isfélaganna ákveður prófkjör
og tilhögun þess,“ segir Árni að
lokum.