Helgarpósturinn - 07.05.1997, Blaðsíða 13
MtÐVIKUDAGUR 7. MAÍ1997
13
f
ogaunætn
Það fyrsta sem vakti athygli
mína eftir að við lögðum
diskinum okkar í Öskjuhlíðinni
var krafturinn sem lá einhvern
veginn í loftinu, öðruvísi en á
öllum öðrum stöðum sem ég
hef heimsótt.
- Það hlýtur að vera vorið,
sagði mamma. Hún er búin að
lesa sér svo vel til um landið
og þjóðina og er miklu betur
inni í öllum hlutum en ég. Og
mikið rétt, ég lagði leið mína í
bæinn og komst að því að vor-
ið var á vörum allra og veðrið.
Fólkið var svo brosmilt og létt
í spori að ég gat ekki annað en
verið sammála mömmu um að
það hlyti að vera vorið sem
blés þeim þennan kraft í
brjóst. Ég gekk meira að segja
fram á stóran hóp af fríðu ungu
fólki sem ég hélt að ég væri að
fagna vorkomunni því þau
hrópuðu og sungu, frömdu
tónlist og héldu ræður. Þegar
ég spurði mömmu fletti hún
einhverju upp í íslandsbæk-
lingnum og sagði mér að þarna
hefðu verið nemendur í
Menntaskólanum við Hamra-
Irmin Schmidt,
hljómborðsleikari
Can, verður sex-
tugur í þessum
mánuði. Hann
veltir oft vöng-
um yfir þeim
áhrifum sem tón-
list þeirra hafi
haft á framsækn-
ustu bönd heims-
ins; sveitir sem
voru að fæðast
þegar Can leystist
upp árið 1978! Til-
efni endurkomu
Can í sviðsljósið
er útkoma „Sacri-
lege“, albúms sem geymir hljóðblandanir á
verkum þessarar goðsagnakenndu þýsku sveit-
ar. Bassisti var Holger Czukay, trymbill Jaki
Liebezeit og gítarinn plokkaði Michael Karoli,
sem var 19 ára þegar tíu ára saga Can hófst árið
1968. Hinir þrír voru þá allir um þrítugt og eru
því á svipuðum aldri og Irrnin. Nafnið Can
stendur fyrir kommúnismi (C), anarkismi og ní-
hílismi. Lögin sem lentu á plötum þeirra fædd-
ust upp úr hljóðversdjammi sem oft teygðist í
margra klukkustunda spilamennsku. Söngvarar
voru tveir á ferlinum. Sá fyrri var Malcolm Mo-
oney. Hann kom í stúdíó með Irmin, byrjaði að
syngja og var skyndilega orðinn hluti af grúpp-
unni. Söngur hans heyrist á albúminu „Monster
Movie“ frá 1969, en hann yfirgaf þá áður en árið
1970 rann upp. Japaninn Damo Suzuki var síð-
ari söngvarinn. Þeir sáu hann fyrst þar sem
hann lá á bæn, hélt höndum til himins og hróp-
aði einhver dularfull orð. „Þarna er nýi söngvar-
inn okkar,“ sagði Holger. Tónlistin var best
heppnuð upp úr þessu, albúmið „Mother sky“
‘70 og „Tago Mago“ bera því vitni. Stundum
hlíð að mótmæla niðurskurði
til skólanna og auknum út-
gjöldum nemenda.
- Það leit ekki út eins og nein
mótmæli, mótmælti ég.
- Ég hef ekki vitað fágaðri
mótmæli, samsinnti mamma.
- Ég vona að þau fái vilja sín-
um framgengt, sagði ég þá, af
því að fólk sem getur mótmælt
án þess að vera með skrílslæti
hlýtur að vera nógu fullorðið
til að greina rétt frá röngu. En
mamma hristi aðeins höfuðið
og sagði að það væri hefð á ís-
landi að námsmenn væru rang-
læti beittir.
- Af hverju? spurði ég.
- Ætli það sé ekki af því að
þeir eiga enga peninga. Fólk
fær vald og réttlæti fyrir pen-
inga og allt sem því finnst gott,
held ég, nema kannski vor.
Vorið eiga allir saman. En pen-
ingar eru almáttugir.
- Nú? Ertu viss um að þú haf-
ir ekki farið línuvillt í þessum
„Ég minnti mömmu
áað þaðværi alls
ekkert of seint að
snúavið,við gætum
farið heim eða yfir
á einhverja aðra
plánetu eða bara til
einhvers annars
lands á þessari. En
hún hló bara að
mér og sagði mér
að vera ekki með
þessar áhyggjur,
þetta gæti ekki þýtt
annað en það að
samfélagiðværi
laust við alvöru
vandamál fyrst fólk-
ið væri að gerasér
þau upp...“
bæklingi og sért að ruglast á
peningum og þessum guði sem
þau eru alltaf að rífast um?
- Nei, Gep minn. Ég veit al-
veg hver hann er, þessi guð.
Hann er eitthvað ósýnilegt
sem sumir halda að sé til og
sumir ekki. Annars má það
nú varla heita að þau rífist
um hann hér. Þú ættir að
vita lætin í löndunum þar
sem langflestir trúa að
þessi ósýnilegi sé til. ís-
lendingar eru ekki sérlega
trúaðir, ég held að þau hér
nagist um þetta meira sér til
gamans, svona út úr leiðind-
um.
Þá hætti mér alveg að lítast á
blikuna. Ég er ekki viss um að
það hafi verið góð hugmynd
hjá okkur að setjast hér að, í
landi þar sem svo lítið er um
að vera að fólk tekur upp á því
að rífast um eitthvað ósýnilegt
sér til skemmtunar. Ég minnti
mömmu á að það væri alls
ekkert of seint að snúa
við, við gætum farið
heim eða yfir á ein-
hverja aðra plánetu
eða
bara til ein-
hvers annars lands á
þessari. En hún hló bara að
mér og sagði mér að vera ekki
með þessar áhyggjur, þetta
gæti ekki þýtt annað en það að
samfélagið væri laust við al-
vöru vandamál fyrst fólkið
væri að gera sér þau upp. Fyr-
irmyndarríki þetta Island.
Laust við sorg og sót. Ég gæti
sjálfur séð að Reykjavík væri
friðsælli og hreinni en flestar
þessara sótugu borga sem
við höfðum heimsótt á
ferðum okkar. Henni
tókst hérumbil að
sannfæra mig en lít-
il hugsun bærði á
ser
í höfðinu,
feimin og mjóróma,
að ef til vill ætti fólkið sér ein-
hver önnur vandamál en sorg-
ina og sótið og þess vegna
byggi það til dramatíska leik-
þætti um eitthvað sem skipti
það í raun ekki svo miklu máli.
Eg er til dæmis alltaf fljótur að
skipta um umræðuefni þegar
mamma segir að það sé kom-
inn tími til að fara í bað. Það er
gott að vera hreinn en það er
bara svo leiðinlegt að fara í
bað. Ég mótmælti samt ekki
meir veru okkar hér, því eins
og ég hef þegar minnst á er
mamma mun betur upplýst um
þetta allt saman en ég.
Ég hlýt að komast
að því fyrr eða
síðar hvort
okkar hefur
rétt fyrir sér.
virðist sungið á ensku, frönsku eða þýsku en í
rauninni er um að ræða einhverja óþekkta mál-
lýsku aftan úr grárri forneskju. Éftir tímamóta-
plötuna „Ege Bam Yasi“ og „Future days“ hætti
Japaninn og gerðist vottur Jehóva árið 1973.
Fjórmenningarnir héldu áfram til ársins 1978 og
áttu eitt lag á topp 30 í Bretlandi 1976, „I want
more“. Can hætti en allt í mestu vinsemd. Áhrif
Þjóðverjanna á síðari tíma tónlistarmenn finn-
ast víða. Þar má nefna lag Stone Roses „Fools
gold“ og Happy Mondays-lagið „Hallelujah“.
Blur stela síðan hreinlega trommuleik Jaki í lagi
sínu „Popscene". Fall og Julian Cope eru líka
dæmi um listamenn sem eru undir sterkum
áhrifum.
Orb, Carl Craig, Brian Eno, Sonic Youth og
aðrir þakka síðan fyrir sig með vinnu sinni við
remix-plötuna, sem kemur út 12. maí.
Gary Stringer er söngpípa hljómsveitarinnar
Reef. Fyrsta bandið til að hrista upp í hon-
um á táningsárunum var AC/DC. Á þessum aldri
var hann farinn að syngja í hljómsveit og á efn-
isskránni var t.d. tónlist áður-
nefndrar rokksveitar. í þrjú ár
var hann á heimavistarskóla
ásamt Jack Bessant, núverandi
bassaleikara Reef. Um tíma
voru þeir saman f grúppu sem
hét Big Talk. Stringer komst
þá í kynni við No Smoke frá
Glastonbury. Trommuleikari
var Paul Winterheart (Kula
Shaker). Stringer, Wint-
erheart og Bessant
stofnuðu með ónefnd-
um gítarleikara grúpp-
una Chief, sem lifði í
nokkra mánuði.
Stringer, Bessant,
Kenwyn House
(gítar) og Dominic Greensmith á
trommur (núverandi liðskipan
Reef) komust á samning hjá Sony
árið 1994 undir nafninu Naked
með demóupptökurnar „The
Purple tape“. Reef varð síðan
til þegar Sony vildi annað
nafn á bandið. Fyrsta smá-
skífan, „Good felling", náði
24. sæti í mars 1995. Frum-
burðarplatan „Replenish"
skilaði sér í níunda þrep
síðar sama ár með 70.000
eintaka sölu á Bretlandi. í
október sl. fór singull
þeirra „Place your
hands“ í 6. sæti, en hann
er að finna á annarri
plötu Reef sem þaut
beinustu leið á tind
breska breiðskífulistans
fyrr á árinu.