Helgarpósturinn - 07.05.1997, Page 14
MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ1997
14
Bókmennta
Knattspyrnuvertíöin á Fróni er að
hefjast og vormisseri háskólans að Ijúka.
GertFröbe veltir fyrir sér
klassísku álitamáli.
fræðingar, Húsavíkur
töffarar og fótbolti
Maður spurði mig, um
daginn, af hverju bók-
menntafræðingar væru
svona mikið á móti fótbolta. Ég
gruflaði soldið og svaraði því
til að af lærum þeirra bók-
menntafræðinga sem ég hefði
fyrirhitt og séð að dæma gætu
þeir ekki verið svo mikið á
móti fótbolta, því þeir hafa
svokölluð „fótboltalæri“.
Manni þessum sagðist vera
drullusama um læri bók-
menntafræðinga — sér bara
skildist á bókmenntafræðing-
um og öðru bóklærðu fólki að
það liti niðurá íþróttir.
Ég kveikti á perunni — mað-
urinn var ekki bara að tala um
einhvern einangraðan og ein-
stakan fjandskap á milli bók-
menntafræðinga og fótbolta —
hann var að tala um skipting-
una í hið andlega og líkamlega.
Tvo tjá- og samskiptahætti
mannsins; barbarann sem
bandar höndum og mímikkar
það sem hann vill til skila
koma (líkamlegur) og hinn sí-
viliseraða sem hefur samskipti
við aðra gegnum; fyrst hugsuð
og skipulögð orð, síðan fram af
munni mælt (andlegur).
Tveir eru þeir sem hvað
mest hafa skaðað hina eðlis-
lægu leik- og ærslgleði mann-
eskjunnar. John Hughes og
Rodion Romanovitjs Ra-
skolnikof. Hin íslenska íþrótt
hefur þurft að sjá á eftir mörg-
um gerðarlegum lærum í skolt-
inn á þeim.
Dostójevskí skapaði stereó-
týpu hins eilífa bóhems; svita-
storkinn, kaffibelgdur, van-
nærður, kann aðminnstakosti
þrjúeðafjögur tungumál önnur
en móðurmál sitt, megalóma-
nískur, (oftlega) rauðhærður
og á hérumbil aldrei pening.
Þennan bóhem þekkja allir og
því óþarfi um hann að fjalla. En
ef einhver vill finna hann í
fjöru og fiðra hann uppúr
tjöru, þá vísa ég á kaffikrá í
efrihluta Kínahverfis.
Fyrir bókmenntafræðingum
er aðeins um tvö ímyndarleg
hlutverk að velja — annað-
hvort ertu Húsavíkurtöffari
eða Raskolnikof. Það sem valið
er ræður síðan ekki aðeins því
hvernig þú klæðist, heldur
einnig hvað þú leggur fyrir þig
sem ævistarf og stöðu. Þá
meina ég að antisportistinn og
bóheminn ákveður að verða
antisportisti og bóhem áðuren
hann ákveður að verða bók-
menntafræðingur. Alls ekki öf-
ugt! En eftir að valið er verður
ekki tvístigið.
Það er staðfest! Ég átti tal við
Sigríði Dögg Auðunsdóttur,
bókmenntafræðing og nem-
endaráðgjafa bókmenntafræði-
deildar HÍ, og hún sagði mér
að það væri algengt að krakkar
í bókmenntafræði settu sig í
ákveðnar stellingar. Þó væri
reginmunur á kynjunum í
þessu efni. Meðan strákarnir
væru allir klæddir tötralegum
leðurjökkum, sídrekkandi kaffi
og reykjandi og væru yfirlýstir
antisportistar væru stelpurnar
opnari. Stelpurnar fylgdu eng-
um ákveðnum straumum og
stefnum í fata- og lífsstíl og
væru ekkert yfirlýstari anti-
sportistar en hverjir aðrir.
Fatastíll er algerlega gegn-
sær þegar að þessu snýr. Lín-
an er dregin gegnum bláar
gallabuxur og hvítan nærbol
mót svörtum gallabuxum og
brúnum/svörtum leðurjakka.
Ég átti ennfremur tal við ófag-
lærðan bókmenntafræðing
sem aukþess að nema rúss-
nesku og lögfræði hefur unnið
sem flugfreyja. (Viðkomandi
vill ekki láta nafns síns getið
sökum vensla sinna við Fót-
boltaklúbb íslands.) Hún sagði
mér að fólk veldi sér náms-
brautir í Háskóla íslands í sam-
ræmi við þann lífsstíl sem það
vildi lifa samkvæmt. Ef þú vilt
vera „cleancut“, svokallaður
Húsavíkurtöffari (bláu galla-
buxurnar og hvíti nærbolurinn
toppuð með penri herraklipp-
ingu), þá ferðu í hagfræði eða
viðskiptafræði í HI og eyðir
kvöldunum á Kofa Tómasar
frænda. (Þess má geta að sub-
skilgreiningar Húsavíkurtöff-
ara eru tvær; íþróttauppar og
plein uppar.)
Ég spurði viðkomandi ófag-
lærðan bókmenntafræðing að
því hvort hann yrði var við
kynjaskiptingu á heimili sínu
þegar kærastinn horfði á fót-
bolta í sjónvarpinu. Hún sagði
mér að tilað byrja með hefði
sér fundist einsog hún væri að
impósa á strákana þegar hún
settist með þeim fyrirframan
sjónvarpið á laugardagseftir-
miðdögum. En það hefði vanist
og kannski helst vegna þess að
það væri sjaldnast mikill
magnsmunur á þynnku hennar
og þynnku strákanna. Aðspurð
að því hvort fótboltaáhorf
hennar væri gert kleift af
nefndu líkamsástandi svaraði
hún: „Maður er ekki búinn að
ná sér uppá eðlilegt andlegt
plan og því vel til fundið að
horfa á fótbolta."
Einnig tengist þetta, að því
er Sigríður Dögg Auðunsdóttir
sagði mér, kynjaskiptingunni í
íþróttum og þá sérstaklega í
fótbolta. Samkvæmt bók-
menntafræðilegri skilgreiningu
er fótbolti (og þá aðallega í
sjónvarpi) mjög karllegur.
Sjónvarpsútsendingar frá fót-
boltaleik eru það eina sem
karlinn á eftir af prívatdægra-
dvöl sinni innan veggja heimil-
isins, þannig að það skýtur all-
skökku við þegar konan fer að
ryðjast inní það vé karlmanns-
ins. Þegar, og ef, það gerist þá
er ekkert fyrir karlinn að gera
nema fara útá Rauðaljónið og
horfa með hinum köríunum á
fótbolta á vídeóskermi.
John Hughes var afturámóti
ábyrgur fyrir hinum alræmdu
ullarpeysugengjum — hvers
meðlimir eru í dag, flestir sem
einn, bókmenntafræðingar.
Pretty in Pink, The Breakfast
Club og Weird Science. í hlut-
verkum Jons Cryer, Judds
Nelson, Anthonys Michael
Hall og Ilans Mitchell-Smith í
þessum myndum finnum við
vísinn að bókmenntafræðingi
nútímans. Antisportisti gær-
dagsins er bókmenntafræðing-
ur dagsins í dag. f myndum
Johns Hughes er gerður skýr
greinarmunur á andlegum og
líkamlegum. í Pretty in Pink er
Jon Cryer flippari, spjátrungur
og „ókynferðislegur“ karllegur
mentor aðalpersónunnar, sem
er stúlka.l í The Breakfast
Club eru tveir antisportistar —
Anthony Michael Hall sem er
þögult stærðfræðinörd — þög-
ult vegna þess að átroðsla
sportistanna hefur gert hann
einrænan og að meðveggjum-
gengli. Það kemur þó í ljós að
hann er gæddur mikilli póst-
módernískri kímnigáfu, þegar
uppkemst að hann kann að
búa til sprengjur. Hinn anti-
sportistinn er Judd Nelson —
James Dean níunda áratugar-
ins. Pabbi hans slekkur í vindl-
um á framhandleggjum sonar
síns og Nelson finnst fótbolta-
íþróttir hommalegar. 2 „You
are tearing me apart“ bjrtist
hérna í sinni fullnuðustu mynd
— antisportistinn er að hluta-
til þaðsem hann er vegna þess
að hann er að rifna í sundur
milli síns sundraða og óviðun-
andi heimilislífs og þeirrar
kröfu sem skólakerfið gerir til
hans um að hann sé alltaf
hreinn og beinn og einsog allir
hinir.
Anthony Michael Hall birt-
ist síðan aftur í Weird Science
og er svo mikill antisportisti
að hann verður að búa sér til
konu úr tölvutengdri barbí-
dúkku og þrumum. Hall og fé-
lagi hans Mitchell Smith eru
pyntaðir, kúgaðir og undirok-
aðir af íþróttamönnunum í
kringum sig og líka bróður
annars þeirra (Bill Paxton í
Glenn Close nýtur þess
greinilega að túlka klækja-
kvendið Cruellu DeEvil.
101 Dalmatíuhundur
Fiölskyldu-
skemmtun
★★★
Aöalhlutverk: Glenn Ctose, Jeff Daniels
og Hugh Laurie
Leikstjóri: Stephen Herek
Hin sígilda Disney-teikni-
mynd hefur verið endurgerð
fyrir kvikmyndaformið og
einnig staðfærð. Núna er eig-
andi annars hundsins ekki
lengur tónskáld heldur tölvu-
leikjahöfundur sem á erfitt
með að selja afurð sína. Eftir
snögg kynni af konu sem á það
sameiginlegt með honum að
eiga dalmatíuhund tekur iíf
hans nýja stefnu. Eftir að
stofnað hefur verið til hjóna-
bands fer illa innrættur feld-
safnari (sem hefur sérstakt dá-
læti á deplum) að nafni frk.
DeVil að ágirnast hvolpa sem
fæðast inni á heimili hinna ný-
giftu hjóna. Svo fer að lokum
að hún beitir óþokkabrögðum
til að komast yfir hvolpana en
verður söguþráðurinn ekki rak-
inn frekar að sinni...
Leikstjórn Stephens Herek
er vandvirknisleg og í stíl við
upprunalegu teiknimyndina án
þess þó að vera einungis eftir-
prentun.
Bófunum er til dæmis gefið
aðeins meira pláss í atburða-
rásinni og nýjum persónum er
bætt við. Leikarar standa sig
flestir prýðisvel og er myndin
hin frambærilegasta fjöl-
skylduskemmtun.
Jágarna
Sænskur
óhugnaður
★★★
Sögusvið þessa sænska
spennutryllis er smábær í Sví-
þjóð þar sem veiðiþjófnaðir
eru orðnir ískyggilega algeng-
ir. Fyrrverandi íbúi bæjarins,
Iögregluþjónn að nafni Erik,
kvíkmyndir
Ari Eldjárn
skrifar
Liar, Liar!
Lög-
manns-
raunir
★★
Aöalhlutverk: Jim Carrey
Leikstjóri: Tom Shadyac
Jim Carrey er mættur til
leiks í
sinni
bestu
mynd síð-
an hann
lék í Ace
Ventura:
Pet
Detective. f
þessari
mynd leik-
ur Jim
ískyggi-
lega lyginn
lögmann
sem kemst
í hann
krappan
þegar son-
Gúmmífésid Jim Carrey
á góða spretti í Lyg-
aranum.
lur hans óskar
jsér þess að
Ipabbi sinn
fgæti ekki logið
! einn dag. Því
rmiður fyrir lög-
rfræðinginn rætist
"þessi ósk og það ein-
mitt á degi þegar hvað mest
liggur við. Ófan á það bætist
að sambandið við soninn er
farið að versna og fyrrverandi
frúin íhugar að flytja til Bost-
on. Á einum degi tekst Jim á
við ótal erfiðleika, þar á meðal
unga ótrúa eiginkonu í víga-
hug, tilvonandi fósturpabba
fyrir son sinn og stjórnsaman
yfirmann með afar einkenni-
Iegt skopskyn.
Tom Shadyac leikstýrir
þessari mynd en hann leik-
stýrði einmitt fyrri Ace Vent-
ura-myndinni og tekst honum
að skila sínu á bara þó nokkuð
skemmtilegan hátt. Samt er
það gúmmífésið hann Carrey
sem heldur myndinni með fá-
ránlegheitum og grettum.
ákveður að flytja aftur heim í
hús sem hann og bróðir hans
fengu í arf. Brátt fer að koma í
Ijós að ekki er allt með felldu í
litla bænum. Enginn virðist
vita neitt um þjófnaðinn eða
vilja vita neitt um hann. Hvert
sem Erik snýr sér virðist hann
mæta mótlæti, enda bærinn
lítill og sitthvað hefur breyst
síðan hann hafðist þar seinast
við.
Myndin er mjög óhugguleg á
köflum og grimm en jafnframt
spennandi og vel
gerð. Leikstjór-
inn beitir alls-
konar tækni við
að halda manni
spenntum og
hendir öðru
hverju í mann
svolitlum við-
bjóði til að halda
manni við efnið.
Ansi góð spennu-
mynd.
Helena Bergström
leikur í sænsku
spennumyndinni
Veiðimönnunum.
MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ1997
15
minnisstæðu hlutverki), sem
er hermaður. (Þá verð ég að
koma því að, að samkvæmt
kenningum Blöndals og Darw-
ins eru hermenn mjög líkam-
legir. Þeir falla því óhjákvæmi-
lega í flokk með andstæðingum
antisportista.)
Það er mjög skemmtilegt ele-
ment í Weird Science, að þegar
nördarnir hljóta loks náð hjá
sportistunum þá er það fyrir
tilstilli tölvutækninnar. Eftirað
þeir skapa hina fullkomnu
konu (Kelly LeBrock), með
hjálp tölvu, vilja allir koma í
partí til þeirra og þeir eignast
alvuru, úrmóðurkviðirunnar,
kærustur.
Því hefur verið fleygt að upp-
runa antisportista og bók-
menntafræðinga tíunda ára-
tugarins megi rekja lengra aft-
ur, eða til myndarinnar Grease
árið 1978 — á þeirri forsendu
að hið antisportíska element í
Travolta og félögum hans sé
jafnvel enn sterkara en í mynd-
um Johns Hughes. Ef útí slíkan
sagnfræðifasisma væri farið
yrði hinsvegar ekki aftur snú-
ið, því mótórhjólagengið í Gre-
ase á sér hliðstæður margar
aldir aftur í tímann. Tilað byrja
með í The Wild One með Marl-
on Brando árið 1953, Dennis
Hopper og Peter Fonda í Easy
Rider 1969 og að lokum Gengis
Kan og riddurum hans á 13.
öld. Aukþess heldur röksemd
byggð á antisportisvisma
Johns Travolta ekki vatni þeg-
ar Travolta byrjar að dansa.
Hérna verðum við eiginlega
að gera stuttan stans tilað út-
skýra það að antisportinn er
ekki bara einhver sem er and-
vígur íþróttum og eða iðkun
þeirra. (Annars væru áður-
nefnd læri bókmenntafræð-
inga óútskýranleg.) Og það-
sem meira er; antisportistinn
getur verið mjög líkamlegur.
Nægir þá að nefna Bubba
Morthens, Rúnar Júl., Salva-
dor Dalí, Emest Hemingway,
García Lorca og Luis Bunuel.
(Allir hérnefndir, utan Rúnar
sem var Iandsliðs-
kandídat í knatt-
spyrnu, voru og eru
praktíserandi box-
áhugamenn.) Anti-
sportistar (eða öllu
heldur antisportistar
með kenningu —
skmst. a.m.k.) gera
hinsvegar greinarmun
á eðlislægri íþrótt
manneskjunnar annarsvegar
og hinsvegar því kapítalíska
tilbrigði við hana sem við bú-
um við í heimi nútímans. Hin
kapítalíska hlið íþrótta hefur, í
áraraðir, snúið meira að hóp-
formi þeirra — þó þversagnar-
kennt sé, og ber hæst við þar-
sem pólítísk gæfa og velund
rennur í eitt með íþróttalegri
velgengni. Þá er ég að tala um
þá hneisu að það skuli skipta
máli, bæði fyrir úrslit íþrótta-
keppna hvaða pólítiska flokki
keppendur tilheyra og líka í
stjórnmálum þarsem mönnum
er vísað til sætis eftir því
hvaða íþróttafélagi þeir eru í.
íþróttirnar eru því jafnmikill
stökkpallur fyrir pólitíska
framapotara og pólitíkin fyrir
þá sem ætla á toppinn í íþrótt-
um.
Antisportistinn vill því oft, í
samfélagslegum anarkisma
sínum, draga sig útúr íþrótt
fjöldans og stunda hana fyrir
sjálfan sig. Hér birtist hin eftir-
tektarverða kapítalíska hlið
anarkistans — hann skellir
skollaeyrum við framrás hóps-
ins í átt að kollektívum yfir-
burðum og einbeitir sér að því
að bæta sjálfan sig.
En svo við snúum aftur að
ullarpeysugengjunum og
tengslum þeirra við John Hug-
hes, þá varð þeirra fyrst vart í
Rvík á árunum ’91-’92. Það
voru krakkar á aldrinum 17 og
18 ára. Voru sumsé 11 ára þeg-
ar The Breakfast Club og We-
ird Science voru í bíóhúsum.
Ári eldri þegar Pretty in Pink
kom. Augljóslega á sínu mót-
tækilegasta skeiði. Ullarpeysu-
gengin voru hópur krakka sem
vildi aðgreina sig frá fjöldan-
um. Fjöldi í þessu samhengi
var því hópur, samansettur úr
mörgum einstaklingum svo lík-
um innbyrðis að úr varð ein
ósundurgreinanleg heild. Hóp-
ur annarra krakka snoðklippti
sig og dró gömlu sumarsveita-
ullarpeysurnar fram tilað að-
greina sig frá þeim. Á stefnu-
skrá ullarpeysugengjanna var,
fyrirutan antisportivisma, að
halda í heiðri gamla íslenska
siði einsog t.d. brennivíns-
drykkju 3.
Nú, og pójntið; takið einn
meðlim ullarpeysugengis pg
færið hann í leðurjakka. Út-
koman; karlkyns bókmennta-
fræðingur.
1 Þama birtist þema sem siðar varð að
gegnumgangandi heimspeki i amrískum til-
finningamyndum. Þ.e. homminn sem er spi-
ritúell leiðsegjarí kvenna. Kenningin var sú
(sett fram i heild sinni fyrst í When Harty
Met SallyI, að kona og kari geti aldrei haft
einlæg og eðlileg samskipti sökum þeirrar
kynferðislegu spennu sem eðli þeirra innræt-
ir þeim. Það varð því að regfu að ef sýnt
þótti að kvenpersóna í kvikmynd þurfti á
einhverskonar heimspekilegri forsjá að
halda, þá var hún látin eiga homma fyrir vin.
Þessum homma gat hún sagt alK — og það
vegna þess að á miili þeirra var engin kyn-
ferðisleg spenna.
N.B. Jon Cryer var þó ekki hommi i
Pretty in Pink.
2 Sem minnir okkur á annan frægan anti-
sportista; Orm Óðinsson úr bókinni
Gauragangur. Ormur þessi hefur þá kenn-
ingu um brúður sinn, handboltamanninn, að
hann sé bara í íþróttinni tilað geta klipið í
punginn á öðrum strákum.
3 flftur sjást tengsl Johns Hughes við
Orm Öðinsson. Stefnuskrá ullarpeysugengj-
Því hefur verið
fleygt að upp-
runa antisport-
ista og bók-
menntafræðinga
tíunda áratugar-
ins megi rekja
lengra aftur, eða
til myndarinnar
Grease árið 1978
— á þeirri forsendu að hið
antisportíska element í Travolta
og félögum hans sé jafnvel enn
sterkara en í myndum Johns Hug-
hes. Ef útí slíkan sagnfræðifasisma
væri farið yrði hinsvegar ekki aftur
snúið því mótórhjólagengið í Grease á
sér hliðstæður margar aldir aftur í tím-
The Wild One með
953, Dennis
og Peter Fonda í Easy Rider
og að lokum Gengis Kan og
13. öld. Aukþess
byggð á anti-
sportisvisma Johns Travolta
ekki vatni þegar Travolta
byrjar að dansa.
Fjörukráin fullvaxin á X ára afmælinu
Sjö ára afmæli Fjörukráarinnar við Strandgötu
í Hafnarfirði verður fagnað 10. maí
næstkomandi með viðeigandi
hátíðahöldum. Þann dag verður
nýbygging formlega opnuð, glæsilegt
tvílyft langhús, sem tengist
húsaþyrpingunni sem fyrir er. Þar með er
lokið þeim framkvæmdum og breytingum sem
hafa verið að líta dagsins ljós smátt og smátt frá
upphafi. Má því segja að Fjörukráin sé loks orðin
fullvaxta og það aðeins á sjöunda afmælisdeginum.
í nœsta húsi við Fjörukrána - í Smiðjunni við
Hamarinn- verður á afmœlinu opnað
handverkshús víkinga.
Afmœlishátíð Fjörukráar-
innar verður opin gestum og
ganganáifrá kt 22,
laugaráagskvöláið 10. maí
og hvetjum við velunnara
nœr ogfjcer að líta inn.
———■ I !■ ——————
Strandgötu 55 • Hafnarfirði
Sími 565 1213 & 565 1890