Helgarpósturinn - 07.05.1997, Síða 16

Helgarpósturinn - 07.05.1997, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ1997 Kartöflukræsingar Kartöflur eru einn stærsti C-vítamíngjafinn í fæðu okkar og það var raunar ekki fyrr en kartöfluát varð al- mennt að sjúkdómar eins og skyrbjúgur hurfu. Vitaskuld færðu meira C-vítamín í kroppinn með því að borða appelsínur en þær eru hrein- lega ekki eins algengt fæði og kartöfiurnar. Kartöflur búa einnig yfir mörgum öðrum góðum kostum, t.d. eru þær ódýrar og úr þeim má búa til marga góða rétti. Þær þurfa alls ekki að vera alltaf bara í hlutverki meðlætis. Kartöflur með kotasælu 5 stórar kartöflur 2 laukar 1 dós kotasæla 1/2 I af grænmetissoði (eöa bara vatn meö grænmetisten- ingi eða -dufti) grófmalaöur pipar salt Skerið kartöflur og lauk í þunn- ar skífur og leggið lagskipt ásamt kotasælu, salti og pipar í ofnfast mót. Helliö grænmetis- soðinu yfir. Eldið í 200’ heitum ofni í u.þ.b. 40 mínútur. Stráið ferskri steinselju yfir áður en þið beriö fram. Þessi réttur er prýðis magafylling með góðu brauði og salati og einnig sem meðlæti meö kjöti eða fiski. Kartöflur með stein- selju. myntu og gras- laukssmjón 1 kíló kartöflur fersk mynta (auðvitað getið þið notað þurrkaöa en það er aldrei það sama) 60 g smjör fersk steinselja graslaukur salt og malaður pipar Notið fallegar nýjar kartöflur og sjóðið þær með hýðinu ásamt svolitlu af myntu og salti. Gætið þess að ofsjóða þær ekki. Með- an þær eru að soðna hrærið þið kryddinu út í smjöriö. Þegar kartöflurnar eru soðnar þurrkið þær þá vel. Setjið kartöflurnar á stóra pönnu ásamt smjörinu og gætið þess að allar kartöflurnar hjúþist vel af smjöri. Áður en þiö berið fram stráið steinselju og graslauk yfir kartöflurnar. Kartöflugratín með rjoma 1/2 kíló af kartöflum 2 hvítlauksrif 150 ml rjómi 150 ml mjólk múskat (helst nýrifið) 25 g af smjöri salt og pipar Afhýðið kartöflurnar og skeriö í þunnar sneiðar. Leggið þær í lögum f eldfast fat með hvít- lauk, pipar og salti á milli. Hell- ið rjóma og mjólk saman við og stráið múskati yfir. Dreifiö smjörklípum hér og hvar ofan á. Bakið viö 200' hita í u.þ.þ. klukkustund. Einnig má setja ostyfiref vill. Spænsk kartöflueggja- kaka 4-5 egg 4 kartöflur 1 laukur, skorinn í tvennt og svo í þunnar sneiðar ólífuolía salt og pipar Afhýðið kartöflurnar og skerið í fremur smáa bita. Spánverjar nota yfirleitt mikið af olíu, djúp- steikja kartöflurnar á pönnu og hella síöan olíunni í gegnum sigti og nota hana síðar. Þegar kartöflurnar eru orðnar gullnar eru þær veiddar upp úr og lagð- ar á disk með eldhúsrúllu sem dregur í sig mestu olíuna. Ef ykkur hugnast ekki þessi aöferð getið þið notaö minni olíu. Not- ið góða pönnu sem ekki festist við í. Steikið kartöflumar f u.þ.b. 10 mín. Bætið þá laukn- um út í og saltið og piprið. Hrærið eggin vel saman, bætið út í smámjólk, því það bæði drýgir eggin og gerir kökuna létt- ari. Hafið lágan hita á pönnunni og hellið eggjunum yfir. Hrærið í miðjunni þannig að vökvinn safnist þar saman. Þegar eggja- kakan er farin aö stífna skuluö þið losa um hana á hliðunum og undir meö hníf, takið stóran disk og hvolfið eggjakökunni á hann. Síðan skellið þið eggja- kökunni aftur á pönnuna og steikið hana f nokkrar mfnútur á hinni hliöinni. (Ef ykkur reynist þetta erfitt er hægt að stinga henni inn í ofn og Ijúka öakstr- inum þar.) Skreytið meö stein- selju og berið fram. Eggjakakan er alveg eins góö köld. Þegar blaðamaður hringdi í Sigurbjörn til að falast eftir viðtali heyrðist ómþýtt „gobbídí gobb gobbídí gobb“ í bak- grunni. Sigurbjörn var á hest- baki með símalinginn með sér. Varla við örðu að búast, því starf hans felst í að sitja stökkvandi, töltandi, skeiðandi og brokkandi á hestbaki. Gobbídí gobb. Sigurbjörn segist telja sig heppinn og gæfusaman mann, það sé einstök gæfa að geta haft áhugamálið og ástríðuna að lifibrauði. Og hann lætur sér fátt óviðkomandi sem teng- ist hestum. Hann er tamninga- maður, knapi, hrossakaup- maður, kennir reiðmennsku o.fl. Sigurbjörn á einhver býsn af hestum og stundum á hann allt upp í 130-140 hross en bara tímabundið áður en hann selur þá úr landi. „Við vorum að senda flugvél með 84 hest- um til Bandaríkjanna. Áhuginn þar hefur aukist gríðarlega og er það vel, því það skilar sér margfalt til baka. Hróður landsins eykst og fólk sem eignast íslenska hesta vill gjarnan koma og kynna sér land og þjóð eftir að hafa eign- ast þessa loðnu skapgóðu vini.“ íslenskt krútt „íslenski hesturinn er ein- stakur og áhuginn á honum eykst með degi hverjum bæði hér og erlendis. Þetta er geð- góð, háttprúð, dugleg, sterk og notaleg skepna. Margir vilja nota orðið krútt um íslenska hestinn. Stærðin eða öllu held- ur smæðin gerir hann líka svo meðfærilegan, svo er hann taugasterkur og neyslugrann- ur að ekki sé minnst á ganginn, sem veitir honum mikla sér- stöðu. Margar stærri hestateg- undir hafa erfiða og viðkvæma lund og heilsu og eru því miklu dýrari í allri meðhöndlun. Þessir stóru hestar eru líka svo ógnvænlegir ef eitthvað bregður út af og því erfitt að vera með börn í hestamennsk- unni. Þetta á ekki við um ís- lenska hestinn með sína yfir- stíganlegu stærð og skemmti- legan persónuleika sem gerir hann að sérdeilis heppilegum fjölskylduhesti." Sýktist í Skagafirði Ef tekið er mið af undraverð- um árangri Sigurbjörns í hesta- íþróttum þá halda vafalítið margir að hann hljóti að hafa fengið hestaáhugann í arf. Maður sér fyrir sér að hann hljóti að hafa þeyst um á hest- baki hreinlega frá því hann kom úr móðurkviði. „Sú er alls ekki raunin því ég er fæddur og uppalinn á mölinni og eng- inn í minni fjölskyldu var í hestamennsku, enda stór fjöl- skylda sem hafði ekki úr miklu að moða. Þegar ég var ellefu eða tólf ára fór ég í sveit í Skagafjörð. Ég helsýktist af hestadellu og hef ekki læknast Grillaður kjúklingur Hlutiö kjúklinginn. Kryddiö með góöu kjúklingakryddi eftir smekk. Pensliö meö góðri olíu fljótlega eftir aö hann er byrjað- ur að grillast og paran farin aö stökkna. Endurtakiö nokkrum sinnum meðan grillun stendur yfir. Tillögur að meðlæti Soðnar nýjar kartöflur Kornstangir Hrísgrjón Hrásalat Sveppasósa Hrásalat ísjakasalat púrrulaukur sellerí ristaðar hnetur mandarínur, 1 dós, helliö safanum af Skerið ísjakasalat (iceberg), sellerí og púrrulauk smátt. (Hægt aö geyma í plastpoka a.m.k. einn dag án þess að setja afganginn saman við.) Hitið hnetumar á pönnu þar til þær fara aö dökkna. Setjiö þær á álpappír og þegar þær hafa kólnaö eru þær muldar smátt. Salatolía 1 b. græn jómfrúarolía 2-8 dropar tabaskó (eftir smekk) sykur eftir smekk salt 1-2 msk. edik Hægt er að gera olíuna með góöum fyrirvara því hún geym- Ist vel í ísskáp í nokkra daga. Blandiö olíu og kryddi saman að minnsta kosti tíu til tuttugu mínútum áður en maturinn er borinn á borö. Rétt áöur en sal- atið er boriö fram setjiö þá mandarínur saman viö það og hneturnar yfir. Eplapæ 6-8 epli skorin smátt og raðaö f eldfast mót k. af kanil stráö yfir eplin deig > g hveiti 100 g smjörlfki 100 g sykur r til það er oröið aö ott aö mylja deigiö ’ yfir eplin en einn- ‘ “ 'a þaö útog 70' heitum ' eöaþar ma af henni og kæri mig líklega ekki um það. Ég ólst upp við kröpp kjör og því var ekki að því hlaupið að eignast hross. En þegar ég fermdist voru þau boð látin út ganga að hafa gjafir vinsamlegast í peningaformi, því piiturinn hygði á hrossakaup. Fyrir fermingarpeninginn keypti ég síðan minn fyrsta hest, hann Lokk, sem var mikið öðlingshross." Útlit og aldur skipta ekki máli En hver er galdurinn við hesta og það að ná góðum árangri, er hann ef til vill eins konar Dagfinnur dýra- læknir og skilur hestamál? „Galdurinn er þolinmæði, ástundun, reglusemi og út- sjónarsemi. Maður verður að reyna að setja sig í spor hestsins og ætla honum ekki of mikið. Innsæi og stundum hreinlega heppni skipta líka máli.“ Sigurbjörn segir íslenska hestamennsku um margt sérstæða því hér skipti ekki máli hvort knapi er stór, mjór, lítill, feitur, ungur eða gamall. „Á veðreiðum er- lendis þarf knapinn að vera léttur og lipur og hreinlega kljúfa vindinn. Hér gengur hestamennska ekki út á slíka keppni, útlit og aldur skipta ekki máli og það gerir þetta miklu skemmtilegra. Stærsti kosturinn er síðan að hér geta allir verið í hesta- mennsku, burtséð frá þjóð- félagsstöðu.“ Eiginkonan er lista- kokkur En þá er komið að tveimur lykilspurningum fyrir þenn- an þekktasta hestamann þjóðarinnar. Notar hann hjálm? „Þarna kemurðu við veikan punkt hjá mér. Því miður ólst maður upp á þeim tímum þegar hjálmar þóttu bara hlægilegur óþarfi og menn sem höfðu hjálm á höfðinu voru jafnvel litnir hornauga. Ég nota náttúru- lega hjálm í keppni og á sýn- ingum en því miður þá er ég ekki sú fyrirmynd sem ég ætti að vera svona dagsdag- lega. Mér finnst hjálmurinn óþægilegur og þvinga mig en ég er að reyna að venja mig við. Börnin mín fá aftur á móti aldrei að fara á bak án þess að vera með hjáim á höfðinu.“ Lykilspurning númer tvö: Borðar hann hrossakjöt? „Já, ég borða hrossakjöt og finnst það raunar miklu betra en nauta- kjöt. Svo er það af mörgum talið hollara en flest annað kjöt. En reiðhesta borðar maður ekki, þeir eru heygðir með viðhöfn. Annars borða ég nú mest létt fæði svona dagsdaglega. Mér líður yfir- leitt best af pasta, hrís- grjónaréttum, grænmeti, kjúklingi og öðru léttu fæði.“ Sigurbjörn kveðst ekki vera neinn stólpa- kokkur en þó sjá stundum um hádeg- isverð fyrir sig og starfsmennina uppi í hesthúsi. „Heima hjá mér er það yfirleitt konan mín, hún Fríða Hildur, sem sér um matinn, enda er hún listakokk- ur. Ég hjálpa til, sé um sal- atið og slíkt. Uppskrift- irnar eru að eftirlætis- réttum mínum og koma frá konunni minni." Gobbídí gobb, gob- bídí gobb. í mat hjá.. Sigurbirni Báröarsyni hestamanni Hrossakjöt á diskinn minn

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.