Helgarpósturinn - 07.05.1997, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 07.05.1997, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ1997 1 19 ENSKI BOLTINN íþróttir Sigurdur Agústsson sknfar - og ansi langt frá því. Eitt afþví fáa sem er öruggt er að Nottingham Forest fellur og líklega Coventry líka. Hvert þriðja liðið verður, hverjir verða meistarar og hverjir komast í Evrópukeppnina er ekki enn Ijóst og skýrist jafnvel ekki fyrr en í síðasta leik. Undirritaður hefur reyndar Iöngum sagt — og það er enn og aftur að koma í ljós — að ekki er hægt að bóka neitt í enska boltanum. Manchester United er búið að gera tvö jafntefli, gegn kjallaraliðunum Leicester (2-2) og gegn Boro (3-3), og leikur gegn Newcastle 8. maí og gegn West Ham, sem rúllaði yfir Sheffield Wed. 5-1, í seinasta leik. Newcastle er einnig á feikilegri siglingu og á fræðilega möguleika á titlinum. ÞREYTA OG STREITA Síðustu tveir leikir United verða því mjög erfiðir og það má vel sjá á hinu firnasterka liði United að af því er dregið, enda mikið álag búið að vera á leikmönnum þess í rétt tæpan mánuð. Erfiðir Evrópuleikir, deildarleikir sem tóku á og síð- ast en ekki síst nýafstaðin landsleikjahrina og í kjölfarið fjórir leikir á rétt rúmri viku. Ef liðið vinnur titilinn með allt þetta á móti sér verða jafnvel hatrömmustu óvinir liðsins að viðurkenna mátt þess og meg- in. Það er enn ótrúlegra en ella að lið sem kaupir tvær stjörn- ur og getur hvoruga notað skuli vera jafn ofarlega og raun ber vitni. Þeir markabræður Cruyff og Poborsky hafa verið næstum jafn heilladrjúgir og John „Faxe“ Jensen var hjá Arsenal. Manchester-manna bíða nú verðug verkefni og eins og Alex Ferguson segir er þetta spurning um sigurvilja og hann hefur ekki vantað, eins og sést best á því að ör- þreytt liðið vinnur upp tveggja marka forskot Leicester og Boro. Það er áhyggjuefni fyrir Alex Ferguson hvað vörn United hefur fengið mörg mörk á sig að undanförnu. Það er ekki góðs viti fyrir United ef vörnin er að klikka, því 8. maí mæta Alan Shearer og félagar á Old Trafford. Shearer hefur verið í miklu stuði eftir að hann byrj- aði að spila eftir meiðslin og það verður að teijast líklegt að hann valdi margfrægum usla í vörn United. Ferguson segist vita af vandamálinu og telji sig hafa lausn á því. Varla efa það margir. Árangur Fergusons tal- ar sínu máli. SÆTI I MEISTARA- DEILDINNI OG KANNSKI TITILL Liverpool er enn í baráttunni og það lið sem er líklegast til að vinna ef United-maskínan hikstar meira. Sem stendur er liðið næsta öruggt með sæti í meistaradeild Evrópu, en tvö efstu liðin í deildinni komast þangað. Liverpool á eftir tvo leiki eins og United; gegn Wim- bledon og Sheffield Wed. Báðir leikirnir eru útileikir. United má ekki vinna fleiri leiki, en tvö jafntefli Manchester-manna ættu að færa Liverpool titilinn að því tilskildu að þeir klári sína leiki. Roy Evans, stjóri Li- STAÐAN Roy Keane (the human dynamo) skoraði gegn Boro, Beckham og Can- tona samfagna honum hér. Gordon Strachan, það er ljóst. Annars hafa Coventry-menn á undraverðan hátt forðast fall mörg undanfarin ár og annað lið sem hefur oftar en ekki bjargað sér á undraverðan hátt, Southampton, spilar gegn Aston Villa í síðustu umferð- inni. Villa leikur án Steves Sta- unton fyrirliða og ætli það verði ekki Le Tissier sem tryggir áframhaldandi veru dýrlinganna í deildinni. Nýkrýndir Kókbikarmeistar- ar Leicester eiga eftir tvo leiki, gegn Sheffield W. og Black- burn, og verða að teljast líkleg- ir til að sleppa við fall. Sérstak- lega ef taka á mið af síðasta leik þeirra. Marskálkurinn Ian Marshal heldur áfram að gera góða hluti. Hann er allur annar eftir að permanent-apecuttið vék fyrir drengjakollinum. (Hvað er hann eiginlega gam- all??) Blackburn og Everton hafa spilað illa í vetur og eru ennþá í botnbaráttu. Geta vel fallið ef þau passa sig ekki. Blackburn er þó með 41 stig og á tvo leiki inni og telst liðið því hólpið. Boro-menn sýndu og sönnuðu gegn United að þeir eru klassa- lið og það eina í kjallaranum sem sparkfræðingar eru sam- mála um að ætti að vera mun ofar. En það eru stigin sem gilda en ekki hælsendingarnar. Leikur Boro gegn Blackburn verður án efa hörkuslagur og svo eiga þeir að leika gegn Leeds, sem siglir áhyggjulaust um miðja deild. Fabrizio Ra- en hefur verið óstöðugt og dottið niður á köflum. Liðið spilar þó yfirleitt alltaf vel gegn Liverpool. Rautt spjald Davids Hirst kemur ekki til með að ráða úrslitum í leik Li- verpool og Sheff. Wed. Sheffi- eitt þegar fallið. (Farvel Stuart Pearce). Þetta segir meira en mörg orð um hversu spenn- andi og skemmtileg enska deildin er. Coventry er mjög líklegt til að fylgja sömu leið og þá mun eitthvað heyrast í Einnig hægt að senda til Henson, Brautarholti 8, pósthólf 1015. Símbréf 562-6499 vanelli meiddist gegn United og ekki er enn víst hvort hann spil- ar meira með á leiktíðinni. Gæti jafnvel misst af bikarúrslita- leiknum á Wembley gegn Chels- ea. Annars virðist heppnin vera gengin í lið með Boro (kominn tími til segja sumir); liðið fékk vítaspyrnu gegn Aston Villa á síðustu mínútu leiksins og gerði jafntefli gegn United. Enn er eftir að minnast á eitt lið; Sunderland. Sunderland hefur alla burði til að verða næsta stórlið enskrar knatt- spyrnu; nægt fjármagn og góð- an efnivið. Liðið má bara ekki falla að svo stöddu. Þegar liðið var komið í standandi vandræði var hringt í gömlu kempuna Chris Waddle og hann hefur sko sýnt mönnum að hann hef- ur engu gleymt. Hann er bara örlitlu seinni en hann var — ekki það að hann hafi verið nein píla. Waddle hefur leikið eins og herforingi hjá Sunderland, skor- að og verið iðinn við að mata samherja sína á frábærum sendingum. Lið með Krissa gamla innbyrðis á ekki skilið að falla verpool, hefur sagt sínum mönnum að hugsa bara um að klára þá leiki sem eftir eru og sjá hversu langt það skilar lið- inu. Sigur liðsins gegn Totten- ham var sannfærandi og bæði vörn og markvarsla virtust í góðu lagi. Wimbledon er eins og alltaf spurningarmerki. Lið- ið er sterkt og á góðum degi vinnur það hvaða Iið sem er, eld hefur spilað mjög vel síð- asta mánuð og á möguleika á Evrópusæti. Liðið tapaði stórt fyrir West Ham og verður búið að taka út reiði sína áður en Li- verpool kemur í heimsókn. STÓRSPENNANDI í „KJALLARANUM“ Það eru átta lið í fallhættu og Lið Leikir u J T Mörk Mörk Stig (skorl (á sigl Man Utd 36 20 11 5 74 44 71 Liverpool 36 19 10 7 60 34 67 Arsenal 37 18 11 8 59 31 65 Newcastle 35 18 9 8 68 40 63 Aston Vilia 37 16 10 11 46 34 58 Chelsea 37 15 11 11 56 54 56 SheffWed 36 14 14 8 49 49 56 Wimbledon 36 13 11 12 46 45 50 Tottenham 37 13 7 17 43 49 46 Derby 37 11 13 13 44 55 46 Leeds 37 11 12 14 27 37 45 Everton 37 10 12 15 43 55 42 Blackburn 36 9 14 13 40 39 41 Southampton 37 10 11 16 50 55 41 West Ham 36 10 11 15 39 46 41 Leicester 36 10 11 15 41 52 41 Sunderland 37 10 10 17 35 52 40 Coventry 37 8 14 15 36 53 38 Middlesbrough 36 10 10 16 50 59 37 Nottm Forest 37 6 16 15 31 54 34 Gordon Banks welcomes you to join the unique club that works for all who care about the world’s No. 1, sport regardless where you live When entering you receive a beautiful personalized plaque, pln, sticker and membership card that can make á dífference to you as a fan, player, manager or referee.Endorsed by some of tne wonds greatest soccer personalities. I enclose cheque/PO for US$ 75.00 made payable to W.S.S.C. or debit Card no.: Name: _ Exp. Date: _Date of Birth: .Country:_____ Please allow 28 days for dellvery from recelpt ol entry ___ W.S.S.C Oakridge House, Welllngton Road, Cressex Ind. Estate, High Wycombe, Bucks HP12 3PR, England Fax 44-1494-461456 Signature

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.