Helgarpósturinn - 07.05.1997, Page 22
22
MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ1997
am
X
Rómantík
AUDEN
Auden
Richard Davenport-Hines
Minerva 1996
Ævisaga Audens
loksins á bók
Áriö 1995 kom út ævisaga
eins merkasta Ijóöskálds Breta á
öldinni, W.H. Auden, eftir Ri-
chard Davenport-Hines. Sögu
Audens haföi veriö beöið um
nokkurt skeiö en sú biö borgaði
sig því bókin um Auden er í alla
staöi vel heppnuö.
Ltfshlaup Audens var langt og
litrikt, hann fæddist í Birmingham
áriö 1907 þar sem hann ólst upp
og hlaut ágæta menntun. Auden
var aðeins tvítugur þegar hann
ákvaö aö leggja Ijóölistina fýrir
sig. Á langri ævi skilaöi Auden
gríöarlegu dagsverki. Hann var
óhemju ötull rithöfundur og sagö-
ist reyndar ekki lifa daginn af ef
hann skrifaöi ekki eitthvað, þá
skipti ekki máli hvort þaö væri
gott eöa lélegt, hann yröi bara aö
skrifa.
Aödáendur Ijóöa Audens hafa
stundum kvartaö yfir því aö
skáldiö leggi ekki mikiö úr eigin
lífi til skáldskaparins. Þeir hinir
sömu ættu aö gleöjast yfir þess-
ari bók, því Davenport-Hines not-
ar Ijóö, leikrit, ritgeröir og gagn-
rýni, bæöi eftir skáldiö og aöra,
og útkoman veröur heilsteypt og
heillandi saga. Talsvert er fariö út
í samkynhneigö Audens en hann
þótti afar opinskár í þeim málum
og hneykslaöi jafnvel sína eigin
vini á stundum.
Bókin er 406 síður, fæst hjá
Máli og menningu og kostar
1.595 krónur.
ARTttUK tf
CLARKE
ZZD lllí
MrQIIAY
W'
Richter 10
Arthur C. Clarke og Mike
McQuay
Bantam Books 1997
Tíu á Richter
Sá stóri er í aösigi og aöeins
jaröskjálftafræöingurinn Lewis
Crane getur sannaö þaö. Hann
hefur unniö aö því í langan tíma
aö þróa einstaka aöferö til aö sjá
fyrir jaröskjálfta. Hann einn veit
hvenær sá stóri, eöa Richter 10
eins og hann kýs aö kalla hann,
kemur til meö aö skekja jöröina.
Lewis Crane veit líka hvemig
koma má í veg fyrir jaröskjálft-
ann. En hver mun trúa honum í
verðld sem er stjórnað af kín-
verskum risafýrirtækjum; og svo
eru sumir sem vilja ekki fýrir
nokkurn mun hindra skjálftann
vegna þess aö hann sé verk al-
mættisins.
Þaö er illa komiö fyrir Lewis
Crane, hann hefur glataö fjöl-
skyldu sinni, besta vini og mann-
oröinu. En uppgjöf er ekki til í
oröabók Lewis Crane því ef hann
gefst upp veröur heimurinn aldrei
samur á eftir. Svo hljóðar sögu-
þráöur vísindaskáldsögunnar
Richter 10 eftir þá félaga Arthur
C. Clarke og Mike McQuay.
Mike McQuay skrifaöi á fjóröa
tug skáldsagna á ferli sínum, þar
á meöal Puppetmaster. Báöir höf-
undarnlr eru margverölaunaöir í
bókmenntaheiminum. Mike
McQay entist ekki aldur til þess
aö sjá velgengni bókarinnar
Richter 10, því hann lést
skömmu eftir aö handrit hennar
var fullbúiö.
Bókin er 407 síöur, fæst hjá
Máli og menningu og kostar 975
krónur.
Alvara
A móti cignnriinkli
yfímianna sinna...!
Það kom undirrituðum satt
að segja ákaflega mikið á
óvart, að langstærstur hluti ís-
lenzkra blaða- og fréttamanna
skuli telja það vonda þróun, að
fjölmiðlar á íslandi séu í eigu
örfárra manna. Þessi afstaða
stéttarinnar, sem kynnt var
um liðna helgi, kom mér veru-
lega á óvart af mörgum ástæð-
um. Ein ástæðan er einfaldlega
sú, að eigi ófáir þeirra, sem
tóku þátt í viðhorfskönnun-
inni, starfa einmitt á fjölmiðl-
um, sem eru í eigu marg-
nefndra fjölmiðlakónga. Þeim
er illa við að starfa við þær
kringumstæður, sem þeir
þurfa samt að búa við. Niður-
stöður viðhorfskönnunarinnar
má lesa sem svo, að lunginn úr
blaðamanna- og fréttamanna-
stétt hafi verið að kveða upp
mjög alvarlegan dóm yfir eig-
endum vinnustaða sinna.
Aðalástæðan fyrir undrun
minni er þó sennilegast sú, að
þróun eignarhalds á fjölmiðl-
um hérlendis hefur hægt, en
örugglega, verið að færast á
fárra hendur um margra ára
bil. Árið 1994 birti Samkeppn-
isstofnun úttekt á eignatengsl-
um í íslenzku viðskiptalífi (um
Kolkrabbann, Smokkfiskinn
etc.), þar sem greinilega kom
fram, að hérlendis ríkti fá-
keppni á dagblaða- og tímarita-
markaði og einnig á ljósvaka-
markaði. Þótt peð hafi færzt
fram og tilbaka á borðinu er
heildarmyndin enn mjög svip-
uð. Ef eitthvað er hefur tak
hinn fáu sterku og stóru herzt
á þessum markaði.
Blaðamenn og fréttamenn
hafa hins vegar ekki æmt fram
til þessa, ekki svo ég hafi
heyrt. Fréttin um viðhorf
frétta- og blaðamanna fékk
verðugan sess í fréttatímum
ljósvakamiðlanna um liðna
helgi. Hins vegar bar ekki á
þessari frétt í stóru dagblöð-
unum tveimur, Morgunblaðirui
og DV.
Skodanakúgun fyrir 10 ár-
um — skoðanakúgun nú?
í rauninni hefðu starfsbræð-
ur mínir átt að byrja á því að
vekja athygli á þessari stór-
hættulegu þróun fyrir mörgum
herrans árum. Það gat hins
vegar verið svolítið erfitt fyrir
auma einstaklinga í þessu
frjálsa og fordómalausa landi.
Fyrir áratug hefði gagnrýni á
hættuleg ítök beinzt að Morg-
unblaðinu og Árvakri. Þá ríkti
Mogginn hér sem enginn annar
Fiölmiðlar
Halldór Halldórsson
skrifar
fjölmiðill þrátt fyrir nokkurn
fjölda minni daglegra fjöl-
miðla. Hugrakkir menn skrif-
uðu greinar um það, að skoð-
anafrelsinu stafaði hætta af
.jeinveldi" Morgunblaðsins.
Áhyggjur manna voru alls ekki
ástæðulausar. Og skoðanirnar
voru ekki flokkspólitískar, eins
og reynt var að segja. Þetta var
á þeim árum, að ekki var hægt
að hafa skoðun á íslandi án
þess, að hún hlyti að vera
flokkspólitísk!!
Um áratugi höfðu fjölmiðla-
fræðingar, blaðamenn, félags-
fræðingar og alls kyns félags-
vísindamenn fjallað um eignar-
hald fjölmiðla og sérstöðu
þessa markaðar. Yfirleitt hafa
menn verið sammála um, að
fjölmiðlar séu ekki sams konar
hagfræðieining og bílar eða
önnur framleiðsluvara. Um
fjölmiðla gildi allt önnur lög-
mál, þótt þeir séu söluvara.
Fjölmiðlar séu verkfæri í þágu
lýðræðis og almannahags og
samkeppni á þessu sviði hljóti
að takmarkazt af lögfræðileg-
um og siðferðilegum forsend-
um. Almennt eru menn sam-
mála því, að fjölmiðlar séu
fyrst og síðast þjónar almanna-
hagsmuna í lýðræðissamfélög-
um. Eftir því sem fjölmiðlarnir
séu færri og eigendurnir færri
vaxi ábyrgð þessara fjölmiðla.
Konungar geta verið
hættulegir!
En um leið liggi í augum
„Það kom undirrituðum
satt að segja ákaflega
mikið á óvart, að lang-
stærstur hluti íslenzkra
blaða- og fréttamanna
skuli telja það vonda
þróun, að fjölmiðlar á
/
Islandi séu í eigu ör-
fárra manna ... eigi
ófáir þeirra, sem tóku
þáttíviðhorfskönnun-
inni, starfa einmitt á
fjölmiðlum, sem eru í
eigu margnefndra fjöl-
miðlakónga.“
uppi, að fjölmiðlun sé komin á
hættubrautir, ef einungis tveir
til þrír svokallaðir fjölmiðla-
kóngar (sem kunna bara að
græða pening) ríki á þessum
sérstaka markaði.
f ljósi hugsana af þessu tæi
varð það að almennu sam-
komulagi í flestum löndum, að
setja þyrfti hömlur við eignar-
haldi manna á fjölmiðlum til
þess, að enginn einn maður
eða kona kæmust í þá aðstöðu
að geta einokað allan flutning
frétta í sömu borginni, sama
bænum, sama landsvæðinu,
sama landshlutanum eða einu
og sama landinu. Þá hefur í
flestum löndum verið girt fyrir
einokun sama einstaklings á
öllum fjölmiðlum, s.s. sjón-
varp, útvarp, dagblöð, tímarit
o.s.frv. Hérlendis skortir slíka
löggjöf.
I framhaldi af kynningu á
niðurstöðum viðhorfskönnun-
arinnar á meðal blaða- og
fréttamanna var sagt, að hér
væri ekki um að tefla flokks-
pólitískt vandamál. Það fer nú
eftir ýmsu. Það fer eftir því
hvort stjórnmálaflokkur tekur
þetta vandamál sérstaklega
upp á sína arma. Það er hins
vegar einnig rétt, að eignar-
hald á fjölmiðlum er fyrst og
fremst pólitískt vandamál.
Þetta vandamál fjallar m.a. um
málfrelsi, tjáningarfrelsi, frelsi
fjölmiðla, heiðarlega frétta-
mennsku, óheft skoðanaskipti,
umburðarlyndi o.s.frv. í raun
skiptir það aldeilis engu máli
hvort menn líta á þetta sem
flokkspólitískt eða bara pólit-
ískt vandamál.
Að mínu mati er um að ræða
buliandi pólitískt mál.
Bóksem skiptir máli
„Þaö er ein bók sem ég ráölegg hverju mannsbarni aö
lesa og þaö er Huunndagshetjan eftir Auði Haralds. Ef
ég er einhvern tímann á barmi taugaáfalls þá næ ég
mér í Hvunndagshetjuna og hún heldur mér ennþá
gargandi úr hlátri. Hún mótaöi líka svolítiö þaö hvernig
ég lít á sjálfan mig. Ég er bara eitt eintak af manneskju
og þaö skiptir ekki meginmáli hvaö ég er aö hugsa þeg-
ar ég geri einhverja ákveöna hluti, en þaö er aldrei aö
vita nema þessi ákveöni hlutur eigi eftir aö breyta pínu-
lítiö heiminum. Þetta fæ ég af einhverjum orsökum á.
tilfinninguna þegar ég er búinn aö rúlla yfir bókina.
Langmest djúsí kafli bókarinnar er þegar hún tekur kyn-
þroskaaldurinn fýrir. Unglingar mála gjarnan skrattann
á vegginn og ég held aö þau hafi mjög gott af því aö
lesa þann kafla í bókinni. Ónnur bók sem aldeilis bætti
Páll Óskar Hjálmtýsson
viö líf mitt eftir aö ég var kominn í þessa stööu sem ég
er í núna, þetta poppstjörnurugl, er bók eftir Ray Col-
man um Carpenter-systkinin. Hún lýsir því hvernig
venjuleg millistéttarfjölskylda þarf allt í einu aö díla viö
heimsfrægöina. Þau fatta engan veginn út í hvaö þau
eru komin og enn síöur foreldrar þeirra. Þaö er fariö í
saumana á því hvers vegna systkinin beygöu svona
rosalega út af veginumm, þ.e. anorexían hennar Kar-
enar og pilluátiö á Richard. Bókin var rosalega holl
lesning fýrir mig; hvar ég þarf aö passa mig og í hvaöa
spotta ég þarf aö kippa í sjálfum mér til aö veröa ekki
leiksoppur einhverra örlaga sem geta komiö manni I
gröfina fyrir 33 ára aldur. Þetta er æöisleg bók og ekki
skaöar aö ég er aödáandi Karenar Carpenter par excel-
lence.“
Dmitri Volkogonov;
STALÍN
Triumph and Tragedy
Prima Publishing 1996
(1988)
Eftirmálar Stalíns
Stalín er ásamt Hitler
mesti haröstjóri tuttugustu ald-
ar. Samjöfnuöur á milli þess-
ara manna veröur engu aö síö-
ur aö taka tillit til þess aö pól-
itísk hugmyndafræöi Stalíns
var öllu manneskjulegri en nas-
ismi Hitlers. Og þar liggur hluti
skýringarinnar á því hvers
vegna Hitler hélt völdum í eitt
Viöreisnartímabil (1933-1945)
en Stalín í rúman aldarfjórö-
ung. Fljótlega eftir dauöa Len-
íns áriö 1924 náöi Stalín að
sanka að sér völdum meö svik-
um og ofbeldi og hélt þeim til
dauðadags 1953.
Höfundur þessarar ævisögu
var ofursti og yfirskjalavörður í
sérstakri deild sem Gorbat-
sjov stofnaöi til síöasta áratug
í því skyni aö opna aögang aö
leyndarskjölum Sovétríkjanna.
Einstæðan aögang aö þessum
skjölum notaöi Volkogonov til
aö skrifa ævisögur þeirra
þriggja manna sem hvaö
mesta ábyrgö bera á pólitískri
þróun Sovétríkjanna fyrstu ár-
in: Lenfn, Trotský og Stalín.
Stalín er almennt talinn hafa
haft gáfnafar í tæpu meðallagi
en þess slóttugri og miskunn-
arlausari. Volkogonov er ekki
sammála og dregur upp mynd
af manni sem geröi sér far um
aö bæta skipulega upp meö
vinnusemi og ástundun þaö
hann fór á mis við í vöggu.
Mikill bóklestur og breitt menn-
ingarlegt áhugasviö er ekki
þaö sem manni dettur fyrst í
hug í tengslum viö nafn Sta-
líns.
Ævisaga Stalíns er á sjö-
unda hundraö blaösíöur og fer
ágætlega saman viö vikudvöl í
sumarbústaö.
Bókin fæst hjá Máli og
menningu og kostar 2.695 kr.
Bókabúð Máls
og menningar
er opin frá
10 til 22
alla daga
vikunnar.