Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 07.05.1997, Qupperneq 24

Helgarpósturinn - 07.05.1997, Qupperneq 24
HELGARPOSTURINN 7. MAÍ 1997 18. TBL. 4. ÁRG. VERÐ 250 KR. Eigendur varnings sem á sínum tíma átti að koma til lands- ins með Víkartindi hafa að undanförnu haft samband viö Eimskipafélagið til að fá úr því skorið hvort gámarnir sem vörur þeirra voru T hafi farið í sjóinn eða hvort þeir kunni að eiga von á varningnum í misjöfnu ásigkomulagi. Eimskipafélagiö hefur a.m.k. í sumum tilvikum ekki viljað kannast við að hafa neina vitneskju um þetta, það verði bara að koma í Ijós. Þessi svör hafa komið mönnum nokkuö spánskt fyrir sjónir. Fróðir menn segja nefnilega að gámum sé raðað í skip af mikilli nákvæmni og haldin sé nákvæm skrá yfir staðsetningu hvers einasta gáms í hverju skipi... Þpð var þéttsetinn bekkurinn á sameiginlegum fundi A-flokkafélaganna á Hótel Borg 1. maí. Fullsetið var við öll borð og margir urðu frá að hverfa. Tilefnið var líka forvitnilegt, sameining þess- ara flokka í brennidepli og ræðumennirnir, Jón Baldvin Hannibalsson og Svavar Gestsson, hafa löngum verið taldir þeir einstaklingar A-flokkanna sem mest bæri í milli. Það var því ekki nema von að fjöldi manns vildi hlýða á hvað þeir hefðu að segja um sameiningarmál. Óneitanlega þótti mörg- um kyndugt aö enginn Ijósvakamiðlanna skyldi sýna fundinum áhuga. Engir fréttamenn sjónvarpsstöövanna voru á staðnum og fréttastofa ríkisútvarpsins var einnig fjarverandi... Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra fer mjúkum höndum um útgerðarmenn um þessar mundir. Fresturtil að sækja um leyfi til síldveiða úr norsk-íslenska stofninum rann út 10. april. Auglýs- ingin virðist hafa farið framhjá einhverjum útgerðar- mönnum sem ekki sóttu um leyfi og hafa nú undan- farna daga nagað sig í handarbökin fyrir klaufaskapinn. Þessir útgerðarmenn geta nú tekið gleöi sína á ný því Þorsteinn Páls- son sá aumur á þeim og gaf úr reglugerð í gær þar sem um- sóknarfresturinn var einfaldlega afnuminn... Tillaga fulltrúaráðs Alþýöuflokksins í Reykjavík um að efnt skuli til prófkjörs hjá Reykjavíkurlistanum vegna borgarstjórnarkosninganna að ári er ýmist túlkuð sem vantraust á starfandi borgarfulltrúa Al- þýðuflokksins, Pétur Jónsson og Gunnar Gissur- arson, eða sem liður í samræmdri áætlun forystu Alþýðuflokksins um að setja prófkjör á oddinn í samstarfi við Alþýðubandalag og Kvennalista... * Aráðstefnu Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Kvennalista um næstu helgi verða meöal ræðumanna Sigrún Júlíusdóttir félagsráðgjafi, Jón Björnsson sálfræðingur, Gestur Guðmunds- son félagsfræðingur, Vigdís Jónsdóttir hagfræð- ingur og Halldór Grönvold. Erfiðlega gekk að ná samkomu- lagi um ræðumenn og viöfangsefni en nú mun allt klappað og klárt... Lögreglan kannar nú starfsemi nektardansstaða vegna tengsla þeirra við Vítisengla í Kanada. Einn eigenda nektar- dansstaðarins Vegas er Haraldur Böðvarsson, sonur lögreglustjórans í Reykjavík, Böðvars Braga- sonar. Ólíklegt er að rannsóknin spillist vegna tengsla Haraldar við lögreglustjórann. Hún er hvort sem er ekki talin skipta miklu máli fyrir starfsemi þeirra. Félagsmálaráöuneytiö hefur kveðið upp úr um meðferð umsókna um atvinnuleyfi hérlendis fyrir nektar- dansara sem hingaö til hafa skráð sig sem listamenn til aö þurfa ekki að borga gjöld og skatta. Reynt verður að láta dans- ara skrá sig sem listamenn og framvísa gögnum frá listaskól- um. Þetta er meðal annars gert til að takmarka starfsemi stað- anna, en það vekur þá spurningu hvort listamaður sem fremur gjörning á Lækjatorgi þurfi þá að framvísa pappírum frá lista- skólum. Að sögn þeirra sem þekkja vel til innan lögreglunnar er fremur vert að skoða innviði staðanna, en einhverjir þeirra hafa um skeið höndlað meö eiturlyf... Og meira af Haraldi Böðvarssyni. Hann hóf feril sinn í nektarstaöabransanum á Bóhem á Vitastíg fyrir nokkrum misserum. Þann staö rak hann ásamt fleirum þar til kastaðist í kekki milli eigenda. Af hlaust hálfgert bófastríð þar sem hver sakaði annan um svik og pretti. Á endanum stofn- aði Haraldur staðinn Vegas á Laugavegi ásamt nokkrum félög- um sínum. Um svipað leyti flutti Bóhem með allt sitt hafurtask á Grensásveg, þar sem staöurinn er staðsettur núna. Rekstur beggja staöanna hefur verið í járnum en Haraidur, sem á einn þriðja í staönum, mun hafa viljað út úr rekstri Vegas. Hlutur hans mun hafa veriö til sölu í vetur fyrir átta milljónir króna... OPIÐ ÖLL KVÖLD VIKUNNAR TIL KL 21.00 HRINGBRAUT119, VTÐ JLHTÍSIÐ tónli** Í/(Ú (/(>(/('S'O Cf *(}((/* Súpur, heitar samlokur, fisk- og kjötréttir á verdi frá (h,-r Simi: S68 08 78, fax: 568 08 04, www.islandia.is/krinplukrain sneiðar HÚSAVÍKUR hangikíöt Úrbeinaður trampartur Ferskar kalkúna brinuur toagðmikii Ferskt Hrásalat 350 gr. Hartötiut1 Allar tegundir af Pampers bleium Mr. Propper hreingerningarlögur '1 1000 ml 129.- Ariel Future, Ariel Color, i< 1,5 kg. 569.- Head & Shoulders sjampó 3 teg. 199 pr.stk. blautþ.box 369.- Pampers blautþurrkur 289.- Pampers blautþ. ferðap. 149. Lenor mýkingarefni 4 teg. fernan 12! Tempó vasakl. 89.- Always Ultra normal+night 2 í pakka 469.- Verslanir Nóatúns eru opnar til kl. 21, öll kvöld Yes Ultra lemon, Yes Ultra regular brúsinn, 119. NÓATÚN117 • R0FABÆ 39 • LAUGAVEG1116 • HAMRABORG 14 KÓP. • FURUGRUND 3, KÓP. ÞVERHOLTI 6, MOS. • JL-HÚSI VESTUR í BÆ • KLEIFARSEL118 • AUSTURVERI, HÁALEITISBRAUT 68 Helga Möller, Lottódama íslenskrar getspár, óskaöi Páli Óskari til hamingju með árangurinn í Júróvisjón T Lottóþætti Sjónvarpsins strax að lok- inni keppninni í Dyflinni á laugardaginn. Helga sagði af þessu tilefni að hún þekkti vel hvemig það væri að taka þátt I Júróvisjón- keppni — en hún tók þátt í keppninni fyrir íslands hönd T Noregi árið 1986. Þá var Helga í ICY-tríóinu góðkunna ásamt Eiríki Haukssyni og Pálma Gunnarssyni. Ruttu þau lagið Gleðibankarm eftir Magnús Eiríksson. Það var ekki laust við aö það færi fiðringur um Helgu þegar hún rifjaði upp þennan tíma. Nú er það bara spumingin hvort Páll Óskar heldur áfram að feta í fótspor Helgu og verði T Lottó- inu aö ellefu ámm liðnum... Æfingar á söngleiknum Evítu eru komnar á full- an skrið og starfa allt að 50-60 manns við uppsetninguna. Nýlega voru pöntuö tæki og tól aö utan til að sviðsmynd og lýsing megi verða sem stór- brotnastar. Þetta er ansi kostnaðarsamt og Ásgeir Sigurvinsson, sem fjármagnar sýninguna að mestu, kom þjótandi til landsins þegar hann frétti af þessum stórkostlegu fjárútlátum. Hann mun hafa talið vissara að athuga hvort stóri bróðir, Andrés Sigurvinsson, væri genginn af göflunum og hvort ástæða væri til aö taka fram fyrir hendumar á hon- um. Andrési tókst aftur á móti að sannfæra bróður sinn um nauðsyn hins dýra búnaðar...

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.