Alþýðublaðið - 11.12.1970, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.12.1970, Blaðsíða 1
□ Steingrímnr Hermannsson, framkvæmdastjóri Rannsókna- ráðs rikisins, sagði í samtali viS Alþýffublaðið í gær, að nefndin, sem unnið hefur að undanfömu að rannsókn á mengunarvanda- niálum í náttúru landsins fyrir rannsóknaráff, muni halda fund í dag. Mun hún þá semja nánari greinargerð með skýrslu sinni, sem Alþýðublaðið hefur gert að umtalsefni síffustu daga. í grein- argerðinni mun nefndin væntan- lega fjalla sérstaklega uin það eitur, sem fundizt hefur í mjólk- urfitu smjörs. Steingrímur Hennannsson kvaðst geta upplýst, að rannsókn um hafi verið haldiff áfram á smjöri og væru þær stöðugt í gangi, en ekki hafi siðar fund- izt hexecid í mjólkursýru smjörs, aim.k. eíkki í likum mæli vlð umrædd tilvik í skýrslu nefnd- arinnar. FraTnhald á bls. 10. TONAFLOÐ I TONABÆ Algengt er, að góðir skemmtikraftar heimsæki eldri borgara í Tónabæ á miffvikudögum. í síffustu viku kom lögreglukórinn í heimsókn og söng fyrir eldri borgarana. Að söngnum leknum drukku lögregluþjónarnir kaffi meff gestunum eg spjölluffu viff þá um daginn og veginn. SPILINU SEGIR FORSTJÓRI SEMENTSVERKSMIÐJUNNAR „Sementsverksmiffja ríkisins hefur að undanförnu orðið fyrir liörðum árásum, sem eru af pólitískum og hagsmunalegum toga spunnar, og hingað til höf- um við ekki blandaff okkur í þessi mál. En nú er of langt gengiff, þegar ráðizt er á þemi- an hátt á það efni, sem verk- smiffjan framleiðir,“ sagði Svav- ar Pálsson, forstjóri Sements- verksmiðjunnar, á fmidi með fréttamönnum í gær. „Ég vil taka þaff fram,“ sagði Svavar, „þar sem þetta er öðrum þræði persónulegar árásir, að ég tók að mér til bráðabirgða, með an vandræðaástand ríkti í SR, að sinna framkvæmdastjóm fjár mála verksmiðjunnar. Ráðinn var mjög ábyrgur og hæfur efna verkfræðingur, Jóhann Jakobs- son, til þess að annast tæknilega yfirstjórn og daglegt eftirlit með gæðum framleiðslunnar. Og ég leyfi mér að fnllyrða, að í dag er betri stjóm á fyrir- tækinu en áður, það er búið að endurskipuleggja allar fjárreið- Vegleysi □ Það er ekki langt síðan við íslendingar hófum vegalagning- ar að ráði. Þess vegna höfum viff þurft að verja mörgum krónunum til vegagerffar á ktuttum ’tíma og ur kosta finnst víst mörgutaf að betur mætti þó gera. En sumir vegir eru óþarfir, — þrátt fyrir allt. Og þá verður að fjarlægja. líka fé Þannig hefur fjárveitingar- nefnd lagt til, að 120 þús. verffi varið á fjárlögum til þess að {{afriægja veg. Hann er úti á Snæfellsnesi og liggur om hlað- iff á Kvíabryggju. — || / | ■ \ □ i blaðhto á morguti verður skýrt frá skoðunum skólamanna % tög- H^CCmálin reglu á b3ssnfiyz,u tslenzkra ungmenna, en ákáflega athyglisverffír hkrttr 1 1U J J 9IIQIIU voru dregnir fram í dagsljósið í blaðinu f gær. skrifstofu. Við munum verða færir um að mæta samkeppni á efflilegan hátt meffan við fáum aff njóta sannmælis. Og ég get sannað, aff sementiff er í dag á sama gæða- stigi og þaff var livaff bezt áffur. Á fundinum lagði Jóhann Jakobsson fram athugasemd viff þær fullyrffingar, tæknilegs eðl- is, sem slegið var fram í rit- stjómargrein timarits Verkfræff tngafélagítins. Seg^ð ;þar m.a.: „Á fundi í Verkfræðingafélagi íslands 24. okt. s.l. var til um- ræffu íslenzkt sement, ástand og horfur þessa iðnaðar. Málið var rætt á breiffum grundvelli og var meff svokölluðu „brainstorm ing“ formi. Margar góðar ábendingar og greinargóffar athugasemdir komu fram sem og gagnrýni. Efni fundarins skyldi síðar gerð skil í formi skýrslu til birting- Framhald á bls. 10. □ Blaðinu barst í gær tvær fréttir af minknum blessuff- um. Önnur er um minkaeldi, hin um þaff hvemig dýrinu reiffir af í uppboffssölum í útlandinu. Önnur má teljast æriff góff, hin er þvi mlffur öllu lakari. Heima... □ Rekstur minkabúsins að Lykkju gengur með ágætum. Þar hafa verið í vetur um 4400 dýr, sem liinn norski bústjóri segir að hafi þrifizfc mjög vel og muni gefa gó'S skinn. I.oðdýr h.f. hefur nú selt og afhent 300 þessara dýra, minkabúi sem nýlega hóf rekstur. Tvö önnur minkabú hafa nú gerzt samstarfsaffilar aff rekstri fóðurstöðvarhmar meff Loðdýr li.f., og samstarf er á milli tveggja þessara búa um skinnaverkun, sem hófst síðastliðinn föstudag, og lýk- ur um mið'jan mánuðinn. Skhmin verða mest seld á erlendum markaffi, en nokk- ur hluti þeirra verður sútaff- ur og seldur hér innanlands. Fyrirhugað er að stækka búiff og fjölga læðum úr 000 í 1500 og er fyrirhugaff aff byggingarframkvæmdum vegna þess áfanga ljúki næsta sumar. og heiman □ Nýlega er lokiff í Osló árlegum markaði á minka- skinnum. Gékk salan að þessu sinni mjög treglega, því eftir- spurn eftir skinnum var ó- venju lítil og skinnaverð því lágt. Er þetta ekkert nýnæmi, því verð á minkaskinnum hef ur alltaf sveiflazt til ár frá ári. Á markaðnum voru affal- lega tvær gerðir skinna, dökk skinn og safir skinn. Jafnaðar verð á safirskinnum var um 1000 króur íslenzkar stykkið', en jafnaðarverff á dökku skinnunum var um 925 krón- ur. Mest af skinnunum fðr á EvTÓpumarkafS^ en lítiff til Bandarfkjanna sem oftast hefur veriff stór kaupandi minkaskhma. —

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.