Alþýðublaðið - 01.02.1971, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 01.02.1971, Blaðsíða 6
m Útg.: Alþýðuflokkurinn Bitstjóri: Sighv. Björgvinsson (áb.) Prentsm. Alþýðubl. — Sími 14 900 (4 línur) ftlíRYÐlD BOTIÐ Mikilvægt verkefni ** nri—im wjhi.'ihiiwjiii inn.mn i— ••«*«««« r *« « « • . ..... Hið brezka friáls- Ivndi setur ofan Skömmu áður en alþingismenn héldu heim í jólaleyfi lagði ríkisstjórnin fram á Alþingi frumvarp til laga um Útflutn ingsmiðstöð iðnaðar. I frumvarpinu seg- ir m. a., að aðilar að þessari útflutnings- miðstöð skuli vera, auk samtaka iðnrek- enda, viðskiptaráðuneytið og iðnaðar- ráðuneytið sem fulltrúar íslenzka ríkis- ins. Með nýrri reglugerð um stjórnarráð íslands, sem sett var á s. 1. ári, urðu nökkrar breytingar á verkaskiptingu ráðuneyta. Voru hinar einstöku stjórn- ardeildir þannig gerðar að hreinni fag- ráðuneytum en þær áður voru og fékk viðskiptaráðuneytið þannig í sínar hend ur öll útflutningsviðskipti landsmanna, en sum þeirra höfðu áður heyrt undir önnur ráðuneyti svo sem landbúnaðar- ráðuneytið og iðnaðarráðuneytið. Með þessum breytingum var verið að samræma málefni utanríkisverzlunarinn ar undir stjórn eins ráðuneytis svipað því og víðast hvar tíðkast erlendis. Með slíkri samhæfingu vinnst margt fyrir út- flutningsframleiðsluna í landinu. Sam- skipti hins opinbera og útflytjenda verða einfaldari og auðveldari en áður og rík- isvaldið getur meiru áorkað til hags- bóta fyrir útflutningsframleiðsluna, þeg ar öll utanríkisviðskiptin lúta stjórn eins og sama ráðuneytisins. í framhaldi af þessum breytingum á verkaskiptingu ráðuneyta fær viðskipta- málaráðuneytið m. a. það mikilvæga verkefni, að framkvæma markaðsleit og markaðsrannsóknir fyrir-íslenzkan út- flutningsiðnað erlendis. Með inngöngu okkar Islendinga í Fríverzlunarsamtök Evrópu hefur verið lagður nauðsynlegur grundvöllur fyrir uppbyggingu slíkrar framleiðslu hérlendis og landsmenn all- ir binda miklar vonir við það, qð vel muni til takast að byggja upp á þeim grunni traustan og öflugan útflutnings- iðnað. Slíkt verður torvelt að gera riema með því móti, að iðnaðinum verði veitt mikil fyrirgreiðsla í sambandi við markaðs- mál og sölutækni. Hin opinbera forysta í þeim efnum hefur verið falin viðskipta- ráðuneytinu og mun það hafa á næstu árum mjög mikil afskipti af málef^um útflutningsiðnaðar, — bæði hvað varðar vörukynningu, markaðsrannsóknir og markaðsleitir erlendis og jafnframt miðl un margvíslegra upplýsinga til inn- lendra framleiðenda. Viðskiptaráðherra og aðrir starfsmenn viðskiptaráðuneytisins hafa þegar hafizt handa um undirbúning þess að leysa slíkt hlutverk af höndum. Mun ráðuneyt ið í þeim efnum leita samvinnu við ýmsa aðila og þar á meðal bá nýiu stofnun, sem frumvarpið um Útflutningsmiðstöð iðnaðarins gerir ráð fyrir. □ Er það pólitíslk starfs-emi að ræða íiugmyndafræði og þjóð- félagsmál við vini sína? Því hélt áfríunarrétturinn fram og samþykkti þar m-eð ákvörðun brezka innanríkisráðuneytisins að> vísa þýzka stúdentaleiðtog- an,um Rudi Dutséhke úr la.idi. Rétturinn hefur hér með skap- að fordæmi, pólitískt séð, sem ékki eingöngu stríðir gegn hin- um frjálslegu vlenjum Breta þeg ar um er að ræða irieðferð á fólki sem er í útlegð af póli- tískum ástæðum lieldur getur iþetta haft alvarlegar afleiðing ar fyrir skoðanafrelsið í Bret- landi sjálfu. Með þær miklu samgöngur sem eiga sér stað milli landa, fLutningi á vínnu- krafti og vöruim að ógleymdum menningariegum samskiptum li’-ýtur það að verða erfitt að ætila annars konar skoðana- frelsi fyrir útl'endinga helclur en heimamiann. Áfriunarrétturi'nn fann engar sannanir fyrir því að Duisehke hefði brotið hrezk lög eða væri hættulegur öryggi landsms. Það sem lengst varð komizt í þessa áttina, var þetta með pólitíska starfsemi, en samkvæm- skilyrð um þeim sem Dutsehke voru sett átti ihann að halda sér frá öl Vj slífcu. Réttu'rinn hé.lt því frani að Dut-éhke 'hefði ekki farið cftir þessum fyrirmælum1 veg'ia þess að hann hefði rætt stjótnmál við aðra stúdenta. Og enn þá meiri verður hræsnin þó þegar þess er gætt að bæði innanrík- isráðuneytið og áfríunarréttur- i'.in halda því fram að þeim per sónum verði ekki veitt land- vistarleyfi sem komi til lands- ins með þann ásetning að viður- kenna að hömlur verði settar á persónufrelsi þeirra. Forsenct- 'Ur réttarins eru sprott'iar af hreinum getgátuttn þegar hann Iheldur fram að Dutschke og skoðanir hans geti orðið hættu- L'Sgar brezku samféiagi í fram- tíðinni. í daig er Rudi Dutschke sú mannvera siem erfitt er að I mynda sér að sé hinn mikli þjóð félagsóvi'.iur. Eftir páskatilræð- ið í Berlín 1968 hefur „Rauði Rudi“ verið sk,uggi af sjálfum sér. 'Skotin sem lentu í höfði hians hafa valdið honuim varan- 'legu áfalii. Þessi síðustu ár hef ur hann notað til þess að læra að Gesa og skrifa aftur, og þó að hann sé nú fær um að halda námi sínu 'áfram! er anúleg geta ihans mjög skert. Hann getur ekki unnið nema nokkra tíma í einu og þjáist þar að auki af flogaveiki. Hann vill ekki fara aft.ur til Þýzkalands í þann ■nornapott sem fyrir tæpum □ Olympíuþorpíð í Munchen á að hýsa um níu þúsund íþrótta menn hvaðanæva að úr lieimin- u m og i!,™ þrjú þúsund aðstoðar og fylgdarmenn þeirra. í þorpi þessu eða bæ verffur bæjarstjóri sem veríur elcki aðeins fulltrúi skipulagsnefndar Olympíuleik- anna árið 1972, heldur verður liann einnig ábyrgur fyrir skipu lagi og stjórn bæjarins. Hann á að uppfylla óskir íþrótta- mannanna, þjálfara þeirra og fylgdarmanna, smáar jafnt sem stórar, svo að þúsundir ungs fólks af 120 þjóðernum geti bú- ið þama sa,man í góðum.félags- skap, áliyggjulaust og án nokk urrar misklíðar. Bæjarstjóran- um til aðstoðar verð'a um 5000 starfsmenn. Bæjarstjóri í þetta sinn verður Walter Tröger, að- alritari þýzku Olympíunefndar innar. Myndin sýnir Tröger í Olympíubænum, sem verður full gerðúr á næstunni. — þrem ái"um Var næstu'm búin.n að gera útaf við hann. Sjáifur vlLl hann halda sig í hæfilegri fjarlægð frá ailri pólitískrl starf eemi. Þess vegna vill han-a halda áfram að stunda nám í aka- demiska fílabeinsturninum við Clare HaLL í Cambridge og kær- ír sig tekkert um að lenda í ihinu pólitíska óg herskáa um- hverfi við London School of Economics. Brottvísun D.utschke hefur va'ldið imi'kllum úifaþyt i Bret- landi. Oánægju með brottvísun- ina er jafnt að finna í greinum í hinu íhaldssama blaði Ecoao- mist sem í róttæfcu blaði eins ög New Statesman. Á hinn bóg- inn 'heíur ákvörðun innanríkis- ráðherrans Reginald Maudliags verið tekið mjög vel af Voodrovv Wyatt, hinum þekkta dálkahcif- Undi, en hann fylgir Verka- mannaflokknum. að máium, svo og morgum öðrum, sem halda iþví fram, að Brietland eigi nóg af æsingamönnlum og þurfi því ekki að sækja þá út fyrir land- steinana. Brezka stjórnin veikir að vísu ekki stöðu sína þó að hún hafi gefið Dutsclike vegabréf yfir iNorðursjóinn. Bretar eru orðn- ir þreyttir á hinum eilifu stúd- íentaóeirðum, þeim er ekkert vel Við stúdenta allra sízt erlenda Stúdenta. Það er auðveldara fyr- ir ríkisstjórnina að afla sér á Léttan hátt, pólitísks ávinnings með brottvísun en að liakla fram frjálslyndum skoðunum og láta D'étschke vera áfram í landi-.ni Það má kannski líka kalla það ávinning við bessa brottvísun nð -allir höfðu gLeyimt því gff Dutsc ivke dvaidist í Landinu og átt- uðu sig ekki á því fy.r;- en iiann var beðim að hverfa í brott. Andstaðan gegn brottvísun- inni kemur frá frjálsliyndum ihópi ritliöfunda, blöðum, bá- skólamönnum, listamönnum og stúdentum. Skoðanir þessa lióps lirfa aft ur á móti geifið ákvörðun innan- ríkisráðiuaeytisins og >áfrí;unar- réttarinis Iþá hirtingiu sern hún átti skilið. Því að í hvert sinn sem gagnrýnendur hreyfa við þesisum rökgemdu'm siem iilaðið hefur verið 'ulpip með miklum erfiðismunum, hrynja þær sani- an og þar með verða aðgerðir hins opinbera æ fáránlegri. — (Hinnia eiginlegu orsaka fyrir íbrottvísuninni verður því að deita í því pólitíska myrikri sem hylur h.verja ríkisstjórn. ■Það kom því mjög á óvart að innanríkisráðherrann Riegin ald Maudling skyidi veirðá til 'þesis að brjóta hinar frjáisiyndu brezku venjur þegar um hæli fyrir pólitíska flóttamenn er að ræða. Það hefur alltaf verið tal að um Maudling sem aðaifors- Framh. á bls. 10 6 MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1971 □ BREZKA kvikmyndatíma- t-inhegasti byrjanditin af O kvenkyni: Ðaria Halprin fyr- ir einstaka túlkun á sjáifri sér í Zabriskie Point eft- ir Antonioni. Bezta kúr ekamy ndin og /V bezta kvikmyndahandrit- ið: Butch Cassidy and the Sundance Kid, leikstýrð af George Roy Hiil eftir handriti William Gold- man með Paul Newman og Ro- bert Redford. Bezta kvikmynd ársins: The Arrangement eftir Elia Kaz- ___t an. Á myndinni sést Kazan segja Kirk Douglas til, en hann lék Eridie í myndinni, ritið Films and filming hefur kjörið beztu kvikmynd ársins 1970, sem sýnd var í Bretlandi. Fyrir valinu vaxð bandaríska. kvikmyndin The Arrangement, sem Elia Kazan stjórnaði. Kaz- an er einnig höfundur kvik- myndahandritsins, sem var g'ert upp úr skáldsögu með sama nafni, en hún er einnig eftir Kazan. í myndinni l'eika Kirk Douglas, Faye Dunaway, D;s- boraii Kerr og Richard Boone. Myndin er kraftmikil könnun á manni, er af ásettu ráði reyn- ir að brjóta niður alllt öryggi, Sem hann hefur byggt upp í kringum sig, eftir að hafa met- ið gildi sjálfs sín, ien samt án þess jafnframt að særa þá ssm Standa honum næstir. Myndir sýnir mjög djúpstæðan skiln- ing á einstaklingnum í ofgnótt- ahþjóðfélagi. í niðui'stöðum blaðsins segir, að myndinni sé leikstýrt af geysilegri um- byggju og tilfinningu og báðir aðaileikararnir sýna einstakan leik. Auk þess að vekja bezt.u kvik myndina á ensku, sem sýnd var í Bretlandi 1970 og ýmsir aðrir þættir kvikmyndagerðar heiðr- aðir. Bezta kvikmyndin á erlenda tunigu: L’aveu eftir Costa Gavras (frönsk). KVIKMYNDIR BEZTU MYNDIR ÁRSINS Bezta T.eikstjórn: Michelan- gelo Antonioni fyrir Zabriskie Point (USA). Bezti karlTeikarinn: George C. ScoLt fyrir Patton (USA). Bezti kvenleikarinn: Faye Dunaway fyrir The Ai-range- ment (USA). Bezta kvikmyndahandritið: . William Goldman fyrir Butch Cassidy and The Sundance Kid (USA). Bezta kvikmyndahandritið gert eftir bók: Ring Lardner jr. fyrir MASH (USA) eftir skáldsögu Richard Hooker. Bezta Titakvikmyndunin: Jean-Jaques Tarbes fyrh' Borsa lino (FriakkTand). Bezta söngvamyndin: Paint Your Wagon eftir Joshua Lo- gan (USA). Bezta kúrekamyndin: Butch Cassidy and t'he Sundance Kid (USA) eftir George Roy Hill. Bezta gámanmyndin; MASH (USA) eftir Robert ATtman. Bezta striðsmyndin: Wattex- loo (ítaTia/Sovét) efth- Sergei, Bondarchuk. Bezti karileikai-inn, sem fram kom á árinu: Julian Bar- nes i The D-ark (Th'e Haunted. House of Horror) (Br.etTand). Bezti kvenleikarinn, sem kom fram á árinu: Daria Hal- prin í Zabriskie Point (USA). FramhaLd á bls. 10. M ii-ffl i{ GYLFI Þ. GÍSLASON SKRIFAR Þjóðviljinn og kommúnisminn □ FYRIR rúnui viku skrif- aði ritstjóri Þjóðviljans þriðja pistil sinn í tilefni af áramóta- gi-ein minni hér í blaðinu. 1 fyrsta pistlinum hneykslaðist hann á því, að ég skuli ekki nú i dag hafa alveg sömu skoð anir á utanríkismálum og ég hafði fyrir aldarfjórðungi. í stuttri grein benti ég á, að slík hneykslun einkenndi kreddutríiarmenn, og að fjöl- margt í skrifum og ræðum rit stjóra Þjóðviljans benti til þess að hugsunarháttur hans um þjóðfélagsmál væri gamaT dags og staðnaður. Hann stæði í raun og veru í sömu sporum í þessum efnum og þegar hann vai' unglingur í skóla. í öðrum pistli viður- kenndi ritstjóri Þjóðviljans, að hann aðhylltist enn sína „barnatrú“, og héti sú barna- trú „sósíalismi“. Taldi hann okkur báða hafa á skólaárum okkar aðhyllzt þessa barna- trú. Ég benti á, að þetta væri rangt. Allir, sem þekkja okk- ur báða og hafa þekkt okkur í meira en 30 ár, vita, að rit- stjóri Þjóðviljans gerðist kommúnisti á skólaárum sín- um, en ég sósiald&mókrati eða jafnaðarmaður. I leiðinni kom ritstjóri Þjóðviljans upp um svo einstæða vanþekkingu á grundvallaratriðum þjóð- félagsmála, að athygii liefur vakið. Hann aðhyllist enn þá skoðun, sem algeng var fvrir hálfri öld, að til væru í þjóð- félagsvísindum hliðstæð lög- mál og í raunvísindum. Ménnt aðir m,enn nú á dögum vita, að þetta er ekki rétt. I þriðja pistli sínum fyrir rúmri viku heldrn- ritstjóri I>jóðviljans enn áfram að aug lýsa úreltan hugsunarhátt sinn og dæmalausa vanþekk- ingu á nútíma þjóðfélagsmál- um Hann segir þar, að „hinn vísindalega sósíalismi, sem þeir Marx og Engels mótuðu í meginatriðum,1* sé „hin fræðilega forsenda fyrir stefnu allra sósíaliskra verka- lýðsflokka, hvort sem þeir eru kenndir við sósíaldemó- krata eða kommúnista.11 Jafn framt segir hann: „Þeir, sem aðhyllast þessar kenningar, eru sósíalistar“: Svona var hægt að skrifa fyrir 30—40 árum. Sú stað- reynd, að ritstjóri Þjóðviljans skuli skrifa þessar setningar nú i dag, er ótvíræð sönnun þess, sem ég hef haldið fram, að hann hefur ekkert þrosk- azt í þjóðfélagsmálum síðan á skólaárum sínum. Sennilega veit ritstjóri Þjóðviljans ekki, að brezki verkamannaflokkur inn hefur aldrei talið sig marxisiísikan. Það er auka- atriði. Hitt er rétt hjá ritstjóra Þjóðviljans, að fyrir 30—40 árum töldu bæði sósíaldemó- krataflokkar og kommúnista- flokfcair marxismann, þ.e. „hinn visindalega sósíalisma, sem þeir Marx og Engels mót- uðu í meginatriðum," vera fræðilegan grundvöll stefnu sinnar. Getur það í raun og veru átt sér stað, að það hafi farið fram hjá ritstjóra Þjóð- viljáns, að t.d. allir sósíal- demókrataflokkaxnir á hinum Norðurlöndunum og þýzki sósíaldemó'krataflokkurinn hafa, síðan síðari heimsstyrj- öidinni lauk, sett sér nýjar stefnuskrár, miðaðar við nýja tíma, ný viðfangsefni og nýja þekkingu? Sameiginlegt ein- kenni allra þessara nýju stefnuskráa er það, að marx- isminn er ekki Tengur grund- völlur þeirra, enda ekiki við því að búast, að meira en aldargamalt hugmyndakerfi geti verið gmindvöllur stefnu fra’mfarasinnaðra StjórnmáTa- flokka í nútíma þjóðfélagi. — Hins vegar telja allir komm- únistaflokkar, hvar sem er í heiminum, hvort heldur í Vestur-Evrópu, Ausitur-Ev- rópu eða öðrum heimsálfuro, að stefna sín sé marxistísk, og bæta raunar gjannan við, að hún sé marxismi, iað við- bættum ktenningum Lenins. Ég vænti, að ritstjóri Þjóð- viijans hafi einhverm ttíma heyrt nefndan marx-lenin- isma, eða er ekki svo? Þessi fastheidni kommúnistiaflokk- anina við marxisma eða marx- leninisma er einmitt eitt tá'kn þess, hversu kreddubundnir ir þeir eru. Það hefur ekki farið fram hjá mér, né heidur fjölmörg- um öðrum, að í þessum und- arlegu skrifum Sínum, hefur ritstjóri Þjóðviljans aldrei nefnt orðið kommúnismi. Ekki getur það þó stafað af því, að hann viti ekki, að það er til stefna í þjóðfélagsmál- um — mér liggur við að segja lífsskoðun, — sem kölluð er kommúnismi. Hann noTar orð- Framh. á bls. 10 Bezti kvenleikarinti: Faye o Dunaway fyrir túlkun sína á Gwen í kvikmyndinni The Arrangement eftir Elia Kazan. Bezti karlleikarinn: George C. Scott fyrir titilhlutverk- i5 í Patton eftir Franklin Schaffner. o MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1971 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.