Alþýðublaðið - 29.03.1971, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 29.03.1971, Blaðsíða 7
ATUR,Y-Ð|fj SKmtS) Útg. Alþýðuflokkurinn Ritstjóri: Sighv. Björgvinssun (áb.) UÓTUR LEIKUR Um langa hríð hefur fsland átt í harðri baráttu á alþjóðlegum vettvangi fyrir máLstað sínum í landhelgismálinu. Og Islendingum hefur vissulega orðið mik- ið ágengt í þeirri baráttu. Þeir hafa afl að sér fylgis og ríkrar samúðar margra þjóða og ísland nýtur sérstaks álits á þingi SÞ fyrir mikla þekkingu á land- grunns og hafsbotnsmálum, einarðleika í : málflutningi, festu og framsýni. Er það t. d. almennt viðurkennt, að ísland á drjúgan þátt í því að ákveðið var að kálla saman alþjóðaráðstefnu um mál- ■efni hafsbotnsins árið 1973 og svo mik- ils álits hafa íslendingar aflað sér að sjálfsagt þótti, að ísland fengi sæti í nefnd þeirri, sem alþjóðaráðstefnuna á að undirbúa, þótt mörg önnur ríki hafi keppt að því að hljóta þar sæti, en ekki fengið. Það hefur hingað til verið meginstyrk ur fulltrúa fslands erlendis, sem sótt hafa málið fyrir íslands hönd, að geta haldið því staðfastlega fram, að öll ís- lenzka þjóðin stæði einhuga um stefn- una í landhelgismálunum. Andstæðingar Islands í þessu máli fylgjast vel með því, sem sagt er og gert í landhelgismálun-- um hér uppi á íslandi og þeir hafa enn ekki getað fundið nein merki þess, að þjóðin stæði ekki saman sem einn mað- ur. Hefði það ella verið óspart notað gegn málstað fslands í þeirri baráttu, sem fram hefur farið um þetta mál á alþjóðasamkomum. S. 1. haust virtist hins vegar, sem ýmsar blikur væri að draga á loft hér á landi í þessu mikla hagsmunamáli þjóðarinnar. Þá fóru ýmsir að óttast, að stjórnarandstaðan, sem komin var í mik inn kosningahug, ætlaði sér að fremja þau stórkostlega alvarlegu mistök að rjúfa þjóðareininguna í landhelgismál- inu í þeirri röngu trú, að hún kynni að geta hagnazt á slíku í kosningum. Til þess að reyna að koma í veg fyrir svo afdrifarík mistök var ákveðið að koma á fót nefnd, sem í ættu sæti full- truar allra þingflokka, og átti í þeirri nefnd að reyna að ná pólitískri samstöðu um málið. Var það reynt í marga mán- uði. En allar tilraunir til samkomulags strönduðu á stjórnarandstæðingum. Nú fyrir nokkrum dögum klufu þeir svo nefndina og neituðu endanlega aííri samstöðu. Þar tók stjórnarandstaðan frumkvæði að því að fá andstæðingum okkar í hendur það beittasta vopn, sem þeir geta beitt, - að segja, að áralöng samstaða íslenzku þjóðarinnar í land- helgismálinu sé nú rofin. Alþýðublaðið lýsir fullri ábyrgð á hendur stjórnarand stæðingum fyrir þetta hrapalega glap- ræði gegn hagsmunum íslenzku þjóðar- innar. Sá leikur, er stjórnarandstaðan hefur hér leikið, er ljótur leikur. NÚ FÆRINDIRA NÚGAD □ KOSNTNGASIGUR Kon- gressflokksins, flokkg Indiru Gandhi, var öllum mikið undr- unarefni, jafnvel þeim bjart- sýnustu a!f helztu starfsimönn- um flokksins. Enginn fróðleiks- maður um stjórnmál, hvað þá noklkur af indv.ersku stjörnu- fræðingunum, hefði getað sagt fyrir, að kosningarnar, fyrstu tíu dagana í marz, færu þanin- ig, 'að flokkurinn fengi tvo þriðju þingsæta. Nú hefur frú Gandhi ekki aðeins völd til þess e3 stjóma óáreitt, heldur get- ur hún nú einnig bneytt stjórn- arsfcránni. Allir stjórnarandstöðuflokk- amir fóru illa út úr kosning- unum, frjálslyndi hægriflokk- urinn Swatantra, sem þýðir frjálst framtak jafnt sem Rússa sinnaðir kommúnistar og óháði marxiski kommúnistaflokkur- inn. „Mikla bandaiagið", sam- band þriggja hægri flokka, á- samt Samyukta-sósíalistúnum misstu næstum hundrað þing sæti en þeir höfðu I'50 fulltrúa áður. Forystumaður „Banda- lagsins“ og klofningsmannannia frá Kongressflokknum, dr. Ram Subhag Singh missti sæti sitt. — Kommúnistaflofckarnir misstu alla fa-ambjóðendur sína í mörgum ríkjum. Það er langt síðan indverskir kjósendur hafa fylkzt svo um einn flokk eða flokksforingja og þeir fylfctust um Indiru Gandhi. (Enn er efcki vitað, hvern hundraðs- hluta af atkvæðum Kongress- flokkurinn fékk en hundraðs-' hluti þeirra af atkvæðamagn- inu er mun minni en hundraðs- hluti þeirra af þingmönnum, því að í Indlandi eru einmenn- ingskj ördæmi. Kosningaúrslitin eru mesti sigurinn í stjórnmálasögu Ind- lands. Frá byrjun kosningabar- áttunnar snemma í janúar ein- beitti stjórnaraindstaðan sér að árásum á Frú Gandhi, undir slagorðinu „Burt með Indim“. En þetta var slæm skekkja, árósum á frú Gandhi, uindir öfug áhrif og juku vinsældir Wennar meðal kjósienda. Við- kvæði hennar var: „Mftt slag- orð er „Burt með fátæktina" og þeir vilja bara fjarlægja •mig.“ Sbammarlegur atburðui', sem gerðist snemma í kosningabar- áttunni, í héraðinu Maniram í ríkinu Uttar Pradesh leysti úr læðingi mikla bylgju samúðar með frú Gandhi í norðlu-hluta írlands. Frú Gandhi kom fram sem talsmaður þeirra fátæku og ofsóttu, þeirra eina von um undankomu frá fátæktinni og vesaldómnum. Nú hefur hún meira fylgi en faðir hennar, Jawaharlal Nehm, nokkurn tíma hafði. í þessum kosningum var Indim Gandhi og flokki henn- ar fengin mikil ábyrgð. Fram ■að kosningum var það eitt við- kvæði hennar, að hún væri bundin í báða skó af stjómar- skránni og dómstólunum, sem ógiltu allar róttækar tilraunir hennar til að þjóðnýta stóm bankana og leggja niður launa- greið&Lur til fyrrverandi ind- verskra fursta (maharajanna). Með þennan stóra þingmeiri- hluta getm- hún ekki lengur: kennt þvingunum um n.eitt, hún hefur völd til þess að ryðja öllum hindrunum úr vegi. Á sínum fyrsta blaðamanna- fundi eftir kosningasigurinn sagði frú Gandhi, að hún mundi leggja mesta áherzlu á lausn atvinnuleysisins og bar- áttuna gegn verðbólgunni. •— Ströng lánsfjárhöft, sem hafa verið. í gildi síðan um áramót, hafa haft lítil áhrif á verð- bólguna en við því er búizt, að' á næstu tveimur árum kornizt KASTLJÓS GYLFI Þ. GÍSLASON SKRIFAR SEÐLABANKINN - tala atvinnuiausra upp í 24 milljónir, sem er hálf íbúatala Ástnalíu. Ef hún nær ekki tök- um á þessum vanda, geta við- brögð þjóðarinnar komið henni í koll við næstu kosningar. — Hún komst til valda, vegna von anna, sem hún vakti hjá fólk- inu og nú er það hennar að upnfylla -þæc- .vonir. ..r—■.»— Frú Gandhi hefur fyllilega gefið í skyn, að hún. muni nota mieirihluta sinn til að gefa þingi rétt til að breyta stjórn- airskránni en hæstiréttur h'efur hindrað hana í því síðan árið 1967. Hvað varðar efnnhagsleg- ar áætla.nir hennar, þá bendir margt til þess, að þær Verði í hag minni verzlunar- og iðn- fyrirtækj u m. Þáttt aka ríkisi rö í efniahagslífinu mun'.fara vax- andi. Vn nf frú Gandhi og mönn- um hennar á að takast nógti vel. verða þáu að njóta dálítill- ar hjálpar móður náttúnj. — Monsúnregnið, sem öllu gefur líf ög kemur yfirleitt í júní, má efcki bnegðast. I því fylkinu, þair sem óróinn nr mestur, í Vestur-Bengal, hepnnaðist Indiru ekki að ná taikmaríri sínu. Þar var einnig korið til fylkisþings og jafnvel hótt Kongressflokknum gengi vel í þeim kosningum, tókst mkki að koma á gnandVeilíli fvr- i'r stjóm Kongressflokksins í Kalkiitta, Marxísfca kommún- 'riaflokknum gekk einnig Vel þarna, alls staðar annars stað- ar gekk þeim illa. Hvor flokk- urinm um sig vann um hundr- að bingsæti en á fyikisþinginu em 280 bingmenn. En nð alrík- isstjónn frú Indiru skyldi, tak- ast að láta fara fram frjálsar kosníngar í ríki eins »og. Vest- ur-Bengal, sém ætíð er í hers höndum, er i sjálfu séi- krafta- verk. — I — Mox-ayan Pillai. OG TlMINN I □ í Tímanum var 20. marz forystugrein, sem fyrst og fremst fjallaði um seðlabank- ann. Andaði þar mjög köldu til þeirrar stofnunar. Var helzt að skilja á höfundi að Seðla- bankinn væri efcki einungis gagnslal'Jfe stöfnun, heldur jafn- vel skað'Ieg. Enu sjónartmdð höf undar svo aftnxrhaldssöm að furðu gíegnir. í öllum nálægxim löndum starfa seðlabankar, hliffstæðir Seðlabanka íslands og hafa hliðstæð Verkefni og seðla- bankínn hér. Seðlabankinn ís- lenzki er síffur en svo fyrir- ferðarmeiri í fjármálakei-fi þjóffarinnar en hliðstæffar stofnanir erlendar. Hins vegar er Seðlabanki íslands yngsti sefflabanki í nálægum löndum. Afturihaldssaimir menn, sem 'lifa og hrærast í gömlum tíma, eiga ef til vjll erfitt með að átta sig á hhxtverki og nyt- semi stókrar stofnlunar. Þeir muna ,þá tíma þegar enginn seðlabanki var til, og finnst, aff eins sé hægt að komast af án slíkx-ar stofnunar nú og þá. Þetta eru hin venjulegu aftur- ha‘Mssjónai'miff. En um þau má nú lesa aftur og aftur í Tíman- um. Þau ákvæði seðlabankalag- anna, sem eru TímainMtm sér- stakur þymir í augum, eru á- kvæðin um heimild Seðlabank ans til aff skylda viðskipta- banka til Þess að varffveita hhxta af innstæffum eða inn- stæ^uaukningu í Seðlabankan- um. Hliffstæð ákvæði eru í seðlabankalöggjöf allra ná- lægra landa og eru alUs stað ar talin mikilvæg hagst j órnai- tæki. Slík ákvæffi erlu annars vegar nauffsynleg til þess að Seðlabankinn geti haft vald á peningamagni því sem í um ferð er. Hins vegar er tilgangur þeirxa sá að tryggja öiryggi innstæffueigenda í þeim inn- lánsstofntmum sem innstæðu eiga í Sefflabankanum. Um þessi ákvæðí er yfirieitt enginn ágreiningur meðal þeirra s'em þekkingu hafa á fjái'málum. En andstaffa Tímans vi|5 þessi ákvæði er þeim mun und ar'.egri þegar þaff er haft í ht'iga að slík ákvæði vom fyrst lögfest í valdatíð Hermanns Jónassonar, en þá heyrffu bankamál undir ríkisstjóx-nina atóa. Það var gert meff lögum nr. 63 21. júní 1957. Forsætis- ráðherra Hermann Jónasson gaf siffan út reglugerð nr. 192 24. des. 1957, og voru þar ná- k.væm ákvæði nm innlánsbind ingu hliiffstæð þeim, sem nú eru í lögum, en í lögunum fx-á 1957 var heimildin til inn- lánsbindingar ekki takmörk- uð. Meðan Framsóknarflokkur- inn Var í .rfkiEstjórn haifffi hann því fullan skilning á nadðsyn heimildar seðil'aibanka til innlánsbindingai'. En síðem Framsóknarflokkurinn lenti ut an stjórnar hefur honum far- iff aftur í þe;su efni sem öðr- um — SIGURBJÖRN EINARSSON BISKUP: FÓRNARVIKA i □ - gÞAÐ er 'mælzt t il. þess, að ein j af sjo vikum’ .langaföstu' véyði.fórhárvika/ Sú vika héfst með súnnudegi 28:. max-z og lýk • ur' á pálmasunr.udag. Tilmælin urn þetta koma frá kirkjunni. Hún er að koma fastari • skipan á . tó'knar- og ■ hj álparstarfsemi sína. Miargir góðir menn h'afa fylkt sér sam- an um Hjálparstofnun kirkjunn ar til þess að ger'a hana að vii'ku tæki til aðstoðar við inni- lent og erlent fólk, sem vferð- ur fyrh' sérstökum óhöppum, og til stuðnings við einhvex-ja í þeim stóna hluta heimsins, sem býr við sífelldan skort og hai'ðrétti. Það er að því stefnt, ■að Hj álpa'rstofmin kir,kjunn!ai' verði tæki þjóffarinnar til þess að koma slíkri rjálp fram, bæði sjálfstætt og í. samvinnu við liknai'félög, sem fyxár eru ög starfa.að atfmörkuðum Vei'kefn- um. í þessu skyni biður Hjálpar- stofnuniri sér liðs'. Réttaira sagt: Hún býður sig frám til lið- veizlu. til þjónustu við þá sam- úð og góðvild, serix með þjóð- inhi býr." Hún á að vei-ða tæki til þéss að beina góðum hug og hjálparvilja að marki, benda á þörf og neyð, benda á. raun- hæf verkefni og vfira til meðalr göngu um það, að framlög þeirra, sem vilja létta öðrum byrðar og böl, komist í réttar hendur og að sem mestum not- um. Hjálpartstofnunin ipr ennþá ung. Þó hefur hún þegar sann- að það, að hún á mikhi hlut- vei’ki að gegna og getur miklu góðu til vegar komið, ef hún fær að njóta þess brautargeng- is, sem markmið hennar v’erð- skuldar. Frá fornu fari hefur fastan verið sá tími, þegar kristnir menn hafa talið séi- sérstak- lega skylt og ijúft að temja sér vissa sjálfsafneitun. Þeir hafa fylgt í anda krossferli frelsar- ans og minnt sig á það, að hann líður í öllum, sem eiga bágt. Þú mætir honum í k.læðlausu barni, vannærðri móður, í öll um snauðum, særðum, kúguð- um og sjúkum. Þú mætir aug- um hans í hvei’ju mennsku, þjáðu tilliti, þú heyrir hans hljóðlátu, djúpu rödd: Það er méi' gert, sem þefesum er gert, hafir þú ekkiert gert fyrir þá, hefui'ðu blindúr gengið fram- hjá mér, til einsfcis játað mig. Fýrnai-vikan á að minna á þetta. Ég veit, að þeir eru mai'g ir, sem fúslega vilja spara eitt- hvað við sig og verj a þeirn ki'ónum, sem þeh- geta tekið frá með stóku móti, til hjálpai'- starfs. Dæmi eru um það, að vinnuféiagar hafa te'kið sig sam an um að hætta að reykja og leggja það fé, sem við það spar- ast, í sameiginlegan sjóð. Væri ekki vel til fallið að nota svo vel fengna peninga til þess að ■ seðja einhverja svanga? Það væri fögur fóm og beilnæm, ef margir tækju sig saman um að draga úr eða neita sér um tóbaksnautn í fórnarvikunni og leggja þann geymda eyri til líknarmála. Við hefðum líka allir gott af því að fasta í svo sem eitt mál, þótt ekki væri meira, eða spara á annan hátt andvirði ei'nnai' máltíðar. Og viija Ckki börnin minnast þess, þegar farið verður að auglýsa páskaeggin, að eitt páskaegg kostar meira en margt bai'nið í vei'öldinni hefur til viðurvær- is á viku hvei'ri., Þá er vert að Framh. á bls. 11. DR. THOR HEYERDAHL heldur fyrirlestur með litskuggamyndum um1 RA-FERÐINA þann 4. maí n.k. ki. 17 Norræna Húsiö er alltof lítið. Við höfum tekið tillit til hins geysilega áhuga og höfum leigt HÁSKÓLABÍÓ Forsala aðgöngumiða er í kaffistofu Norræna Hússins daglega kl.. 9—18, sunnudaga kl. 13—18. Því miðui er ekki unnt að taka á móti pöntunum í síma. Aðgöngumiðarnir eru ótölusettir og kosta kr. 10000- Aftonbladet í Stokkhólmi um RA bókina: „HURRA RA - RA‘ B eztu kveðju r NORR€NA HÖSIÐ POHJOLAN TAIO NORDENS HUS TAKIÐ EFTIR Breytum gömlum kæliskápum í frystiskápa. Önnumst allskonar viðgerðir á frysti og kæliSkápum. Fljót og góff þjónusta — Sækjum — Sendum. aroslverh sf. Reykjavíkurvegi 25 • Hafnarfirði - Sfmi 50473. Að gefnu tilefni tilkynnist, með vísun til heiimiHar í 253. gr. Heilbrigðissamþykktar fyrir Reykjavík, að sérstakt leyfi heilbrigðismálaráðs þarf til sölu á eftirtöMum vörum í nýlenduvöru- verzlunum: Nýjum, frystum, söltuðum eða reyktum fiski, kjöti og kjötvörum, sem ekki eru niðursoðn- ar, mjólk, rjóma,. skyri, salötum og öðrum neyzluvörum, sem vdðkvæmar eru, að dómi heiibrigðiseftirlitsins. Reykjavík, 19. marz 1971, Heilbrigðismálaráð Reykjavíkurborgav FORNVERZLUNIN KALLAR: Kaupum eldri gerð húsmuna og húsgagna þó þau þurfi viðgerðar við. FORNVERZLUNIN TÝSGÖTU 3 Sími 10059 Auglýsingasíminn er 14906 6 MÁNUDAGUR 29. MARZ 1971 MÁNUDAGUR 29. MARZ 1971 1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.