Alþýðublaðið - 04.06.1971, Síða 1

Alþýðublaðið - 04.06.1971, Síða 1
FÖS7UÐAGUR 4. jÚNÍ 1971 — 52. ÁRG. — 112. TBL. LAGARFOSSDEÍL Á LEIÐINNI? EINN OG TVEIR OG ÞRÍR OG FJÓRIR OG FIMM... Bomm, bomm, bomm, bomm, bomm. — Fimm sinum hljóm- aði þetta hljóð við bifreiða- verkstæði Egils Vilhjálmsson- ar að Laugavegi í gær. Ástæðan var sú, að bifreið var ekið inn á planið fyrir framan verkstæðið, en öku- manninum tókst ekki betur til en svo, að hann lenti á næsta bíl. Sá ienti á næsta og svo framvegis, þar til í lokin stóðu eftir sex laskaðar bifreiðar. Allt voru þetta fólksbifreið- ar, en það sem er ef til vill j sorgiegast við atburðinn er, að helmingur fórnarlambanna voru nýir bílar. ■ BOMM BOMM BOMM BOMM BOMM O „Lagarfossdeila í uppsigl- ingu“, segir í forsíðufyrirsögn Akúreyrarblaðsins Dags, þar sem fréttaritari blaðsins á Egilsstöð- um segir m. a,: „Búið er að bjóða út Lagar- fossvirkjun, með útboðsfresti til 15. júlí. Eftir áætlunum um vatns borðshækkun, má ætla að veru- Ieg landsspjöll verði að virkjun- inni. Ýíingar eru meðal manna Nautnirnar kveikíu bál □ Það getur crðið dýrt að gefa sig nautnunum á vald, sérstaklega, þegar maður er syf jaður og kannski timbraður. Að minnsta kosti fór illa fyrjr einum manni í Austurbænum snemma í morgun. Þegar v,niiæddur maður vaknaði lét hann það verða sitt fyrsta verk að seilast eftir sígarettu og kveikja í, en ekki tókst betur til en svo, að það kviknaði í sængurfötunum og dýnunni, sem hann lá á. Slökkviliöiöi var kvatt á vett vang. en ekki var eldurinn meiri en svo, að slökkviliðs- mennirnir létu sér nægja að nota kaffiketil heimilisins til að skvetta vatni úr yíir „elds voðann". En það þykir ljóst, að mað- urinn þarf að kaupa sér nýja dýnu cg sæng. Það getur reynd ar orðið dýrt fyrir hann, því ef liann vill scfa við óbreyttar aðstæður eftir sem áður verð- ur hann aö kaupa dúnsæng. Meira inn en út □ Við höfum heldur syndgað upp á náðina, fyrstu fjóra mán- uði ársins, en þá var vöruskipta- jöfnuður óhagstæður um 1.349.7 milljónir, samlc. bráðabirgðatöl- um hagstofunnar. í aprílmánuði einum fluttum við vörur inn fyrir 232.9 milljón- um meira en nam verðmæti út- flutnings. í þessum tölum cru engin skipa né flugvélakaup. hér og mætti búast við öðru „Laxárstríði“ liér út af þessari virkjun“. — DANMÖRKU □ Eins og kunnugt er af frétt- um hafa íslenzkir síldveiðibátar selt Norðursjávarsíld i Danmörku á vertíðinni nú. I fyrradag seldi Héðinn ÞH 65 tcnn af síld í Dan mörku fyrir 1132,000.00 krónur. 55 tonn voru í kössum, en 10 tonn laus. Fleiri skip hafa einn- ig selt og á morgun mun Alþýöu blaðið birta fréttir af síldarsöl- unni. Og nú á oð fara oð byggja jbar frystihús □ Kosningarnar eru hafnar, hófust reyndar 16. maí, og í gærkvöldi hafði 1451 kjós- andi tekið sína ákvörðun og greitt atkvæði utan kjör- fundar. Utankjörslaðaatkvæða- greiðslan fer í Reykjavík fram í Vonarstræti 1 dag hvern milli kl. 10—12 og 14 18 og aftur á kvöldin milli 20—22, nema á helgidögum, þá er hægt að kjósa milli kl. 14—18. NÚ ER KOSIÐ ALLA DAGA Þeir sem kjósa utan kjör- fundar eru fyrst og fremst þeir, sem vegna atvinnu sinn- ar eða Ieyfa, geta ekki ver- ið heima á kjördag. U tankjörfundarskrifstof a Alþýðuflokksins hefur sima 13202 og 13209, Og veitir hún þeim alla fyrirgreiðslu, sem þurfa að greiða atkvæði sitt fyrir kjördag. Þessa mynd tók G. H. í morgun þegar einn borgar- búi lagði sitt svo á hinar póli- tísku metaskálar. □ Nú í sumar mun rísa af grunni fiskverkunarhús á Sel- fossi, og hefði slíkt einhverntíma þótt saga til næsta bæjar. Það er fyrirtækið Straumnes h.f. sem húsið reisir, og á það að verða 1400 fermetrar að stærð. Straum nes h.f. er í eigu 380 aðila á Scl- fossi og í nágrenni, og er Sel- fosshreppur einn hluthafanna. Ástæðan fyrir þessum fram- kvæmdum er sú, að fiskvinnsla sem Straumnes hefur starfrækt í húsakynnum sláturhússins á Selfossi í vetur, þykir hafa gefið mjög góða raun. Alls bárust um 1100 Iestir af fiski til Selfoss í vetur, og var allur fiskurinn verkaður í salt. Búið er að pakka 150 tonnum af saltfiski, en ekki er lokið við að meta hann, svo | óvíst er liver útkoman verður. Fiskurinn er fluttur bílleiðís I frá Þorlákshöfn, og tók Straum- nes við afla af tveim bátum, .Tóni ! Sturlaugssyni og Drífu, báðir í eigu Guðna Sturlaugssonar út- . gerðarmanns’ á SelfosSi. Byrjað I var að taka á móti fislti 5. febrú- ar, og síðasti fiskurinn kom 8- maí. Að staðaldri voru 12 menn sem unnu við vinnslu aflans, en fleiri voru þegar mest var að gera. Ekki var hægt að taka við meiri afla vegna þess hve hús- næði var lítið. Nýja húsið á að standa í iðn- aðarhverfi meðfram Eyrarbakka- veginu n. Til að byrja með verð- Ur saltfiskverkun og þurrkun í nýja húsinu, en vel getur verið að í framtíðinni verði einnig kom ið þar fyrir frystitækjum. Sam- kvæmt upplýsingum framkvæmd arstjóra Straumness, standa von- ir til að nýja húsið verði komið í gagnið fyrir næstu vertíð. Minni bílasðla Fjóra fyrstu mánuðina £ ár voru seldir 43 þústtnd einkabílar í Dantnörku. Það er 3000 færri en salan var á sama tíma í fyrra. — !

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.