Alþýðublaðið - 05.08.1971, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 05.08.1971, Blaðsíða 9
í/þróttir - íþróttir - iþróttir - íþróttir - íþróttir - íþr LANDSLEIKURINN í GÆR- KVÖLDI AFAR SLAKUR O Landsleikur íslands og Englands á Laugardalsvellinum í gærkvöldi er atburður, seni bezt er að gleyma sem fyrst. Sjaldan hafa vonir um sigur verið meiri fyrir landsleik, og sjaldan hafa vonirnar brostið jafn gjörsamlega. Vonirnar voru þó enn vakandi þegar 20 mínútur voru liðn- ar af leiknum, því þá hafði ísland sýnt mikfa yfirburði. Og ekki minnk uðu vonirnar þegar nýliðinn Tómas Pálsson skoraði glæsilegt mark á 20. mínútu. En eftir það hrapaði a!lt, okkar menn drógu sig í 'vörn og Englendingarnir náðu brátt yfir- höndinni. Það sem eftir var leiksins er varla hægt að segja að okkar menn hafi sýnt nokkuð af viti, og eftir 3 ódýr ensk mörk — var allt búið. * 'Bretarnir hó£u leikinn, en brátt sýndi sig að íslendingamir höfðu undirtökiti' í l'eikrvuim. Skaipaðist hviað eftir annað hætta við enska mairkið, ekki sýzt þegar Jóhannes Atlason tók sín geysilöngu inn- köst. En ekkj má h.eldur gleyma því, að Engleindingarnir náðu einnig hættuiegiuim færum, og jaf vel enn hættudegrl en íslending arnir, t. d. bjargaði Þröstur Stef- ánsson eitt sinn á síðusut stundu í horn. Glæsilegt mark A 20. ininútu leiksins kom svo markið. Jóhannes Atlason skaut hálf misheppnuðu skoti upp í Tómas Pálsson skoraði glæsilegt mark. loftið, enda aðþrengdur. Kári Árnason stökk upp, og aldrei þessu vant sigraði hann í ná- vígi við Engtending, — boltinn barst til Tómasar Pálssonar sem drap hann á brjóstið og af- greiddi síðan boltann pieð þiumuskoti í bláhornið neðst af 25 metra færi. Sérlega glæsi- legt mark hjá nýliðanum. Eftir markið drógu íslending- arnir sig aftur, en Englending- arnir fóru að sækja meira, og náðu þeir smám saman tökum á miðjunni. Þó er vart hægt að tala uan hættuleg marktækifæri af þeirra hálfu seinni hluta seinni hálílaiks, enda. sá hluti mjög dauf ur. Á 46. mínútu fyrri hálfleiks jöfnuðu Englendingar ,*njög ó- vænt. Menn voru farnir að bíða eftir flautu dómarans þegar boltinn barst yfir í vítateig ís- lendinga vinstra megin. Jóhann es Atlason va,r kominn inn að markteig og því allt opið fyrir Tony Bass (nr. 10), sem fékk boítann í góðri aðstöðu og sendi hann með þrumuskoti í netið. Þarna brást vörnin illilega. Rothöggið í byijun seinni hálfleiks var augljóst hvert stefiidi, og segja niá að rothöggið hafi komið á fjórðu mínútu í byrjun seinni hálfleiiks, því þá gerðu Englentl ingarnir út um leikinn með tveiim ódýrum mörkum. — Það fyrra skoraði Basset (nr. 5) á 7. mínútu, beint úr aukaspyrnu rétt utan vítateigsins liægra megin. Skot hans var ekki fast, en sjónhverfingar Tony Bass rugluðu Þorberg í ríminu, og knötturinn rann í netið. Sorg- legt mark. Seinna markið kom á 11. mfnútu, eftir mistök í ís- Framh, á bls. 8. Þorbergur hefur varið skot frá Englendingi en missir boltann frá sér og Ted Dickin (11) skorar þriðja mark Engiendinga í leiknum í gær. Þröstur Stefánsson: Fyrstu 20 mínútur leiksins voru ágætar, en eftir markið okkar var eins og allt dytti niður. Fyrsta mark Englendinganna var eins og dauðadómur fyrir okkur. Við lék- um langt undir getu, það býr miklu meira í liðinu. Ef við hefð um verið uppá okkar bezta, hefði sigurinn lent okkar jmegin, því enska liðið var ekki sérlega sterkt. C. Hughes, framkvæmdastjóri landliðsins: Ég tel þetta réttlát úrslit. ís- Iendingar nokkuð góðir, einkum fyrstu mínúturnar. Fyrri bálfleik urinai var lélegur lijá mínu liði, eu í seinui hálfleik skánaði það. Ég held að ekki sé ástæða til að hrósa neinum Ieikmanni sér- staklega, en dómarinn á skilið hrós. Hafsteinn Guðmundsson-. Ég er að sjálfsögðu óánægður rneð úrslitin. Liðið lék greinilega undir getu. Eg held að það sé miklu meira í þessu liði. Enska liðið var svipað þeim ensku lands liðum se’m hingað hafa komið áð- ur, og dói'narinn var ágætur. Einhverjar breytingar fyrir leik inn. við Japan? Já, ég tel óhjákvæmilegt að gera nokkrai breýlingar á liðinu fyrir næsta leik R. D. Crawford, dómari: j Góður leikur og auðdæmdur, því allir leikmennirnir komu íþróttamannlega fram. ísland var betra fyrstu 20 mínúturnar, en þá fóru íslendingarnir í sókn, og Englendingarnir náðu yfirhönd- inni. Af íslendingum þótti mér útherjarnir beztir, en einnig var nr. 8 (Eyleifur) góður. Hjá Eng- lendingum fannst mér fyrirlið- inn beztur. Guðni Kjartansson: Ég er mjög óánægður með leik inn. Við lékum allir undir getu ne,'na fyrstu mínúturnar. Fyrsta mark Englendinganna var hálf- gert slysamark, og þá ekki síður anrtað markið. Enska liðið var svipað þeim þrem ensku lands- liðum sem ég hef leikið gegn áð- ui'. Nr. 10 hjá þeiim var stórhættu legur. Það er víst óbyggilegt að við verðurn að standa okkur bet- ur næst. Fimmtudagur 5. ágúst 1971 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.