Alþýðublaðið - 02.10.1971, Page 9

Alþýðublaðið - 02.10.1971, Page 9
íþróttir - íþróttir - íþróttir - íþróttir - íþróttir - iþróttir - i]?róttir ___i Bikarkeppnin í fultan gang Aðalhlutinn að hef jast □ Um lielgina hefst aðalhlut-i inn í Bikarkeppni KSÍ. Fer nú senn að líð'a. að lokujm keppnis- tímabilsins í knattspyrnu. í að- alkeppnina komast 12 lið osr hafa 11 lið þegar tryggt sér þátttöku- rétt, en Þróttur frá Reykjavík og Þróttur frá Neskaupstað bitast hins vegar um eina lausa sætið í aðalkeppninni. Keppnin í ár verður kannski sögnleg fyrir þær sakir, að líkur eru á því að ein- hverjir leikjanna verði leiknir i fljóðljósum^ en slíkt hefur aldrei fyrr gerzt hér á landi. DYNAMO MEISTARI □ Dynamo Kiev varð Rúss- landsmeistari í knattspyrnu í ár. Sigraði liðið með fádæma yfirburðum, og tapaði ekkr leik í allri keppninni. ,□ Það gengur ekki vel hjá Formósu á íþróttasviðinu frek ar en stjórnmálasviðinu. Fyrir stuttu tapaði Formdsa lands- leik í knattspyrnu fyrir Jap- önum 5:1. Leikur þessi var hluti af undankeppni Ólym- píuleiKanna í Munchen, en þar ætla Japanir sér stóran hlut. □ Adam Gnatov frá Sovét- ríkjunum setti fyrir stuttu nýtt lyftingaheimsmet í fluguvikt. Pressaði Gnatov 115,5 kílóum. sem er gott hjá svo léttum manni. — Á morgun verða tiveir ieikir. Þróttur úr Reykjavík fer til N.es kaupstaðar og keppir þar við nafna sinn um lausa sætið í að- alkepphinni. Þessi leikur verður eflaust dýr biti fyrir félögin, þvi Þróttur frá Neskaupstað verður að senda eftir inokkrum liðs- ma’nna sinna til Reykjavíkur, og jafnvel víðar. Þá fer einnig fram í dag leikur milli Völsungs og Vals í að'al- hluta bikarkeppninnar. Leikuxinn fer fram á Húsavík og ætti hann að verða Val auðveldur, en var- legt er þó að vanmeta hina nýju meistara 3. deildar. Á morgun fer svo fram einn leikur í keppnillni, ísafjörður og Akureyri leika á ísafirði. Ekk? hefur ennþá verið ákveðið hvienær leikir ÍBK og Breiðá- bliks, Fram og KR fara fram. Reykjavíkurmótið í handknatt leik heldur áfram á sunnudaginn kl. 19 í Laugardalshöllinni. Leikn ir verða 5 leikir, tveir 1 meist- araflokki kvenna, Ármann.—Vík- ingur og KR—Frarn, og þrír í meistaraflokki karla, Víkingur— ÍR, Ármann — Valur og KR— Fram. Dregiö saman í Evrópukeppninni □ Búið er að draga saman lið í Evrópukeppninni, en vegna þrengsla etr ekki hægt að skýra frá nema tveimur leikjum, sem íslendingar hafa kannski mest- an áhuga á. Celtic-Sliema Wanderes Nantes (Frakkl.) - Tottenham. . m ■■ Sundbo/famenn til Skotlands □ íslenzkir sundknattleiksmenn hafa nú brugðið sér til annarra landa, eða nánar tiltekið til Skot lands þar sem þeir heyja bæjar- keppni við Edinborg. Átti þessi kepprti aff fara fram í gærkvöldi. Þetta mun vera í fyrsta skipti síffan 1951 að íslenzkir sund- knattleiksmenn hleypa heimdrag anum. Alls eru 13 leikmenn í förinni, allir úr Reykjavík. Auk þess verða. 4 fararstjórar. Liðið mun leika fleiri leiki ytra. Ekki er gott að spá um frammistöðuna, því segja má, að verið sé aff ryðja nýja braut, en það er ástæða til að vona að þetta verði aðeins upphafið aff auknum samskiptum sundknattleiksmanna við kollega. þeirra erlendis. Æskan og golfið MINNISVERÐ ARTOL 1965 107,580 áhorfendur sáu / leik milli Skotlands og Póllands á Hampden Park í Glasgow. Þetta er mesti áhorfendafjöldi sem horft hefur á flóðljósaleik í Bretlandi. 1965 West Ham vann Evrópu- keppni bikarmeistara þetta ár. Félagið vann Múnich með 2 gegn 0 í úrslitaleiknum sem fram fór á Wembley. Áhorfend ur voru 100 þúsund, — mesti áhorfendafjöldi sem séð hefur leik í þessari keppni. 1965 107,609 sáu leik Rang- ers og Celtic í skozka deildarbikarnum, og er mesti áhorfendafjöldi sem séð hefur leik í þeirri keppni. 1965 Arthur Rowley lagði knattspyrnuskóna á hill- una, eftir að hafa skorað fleiri mörk í deildarkeppn inni en nokkur annar leik maður, alls 434 mörk. 1965 Knattspyrnufélögin í Englandl ákváðu með 39 atkvæðum gegn 10 að leyfa að varamaður mætti koma inn á fyrir slasaðan leikmann í deildarleik. □ Síðan G. R. reið á vaðið og stofnaði sérstaka unglinga- deild í félaginu 1966, hafa aðr- ir klúbbar vaknað af dvalan- um varðandi unglingamálin. Nú em flestir klúbbanna farn- ir að setja upp keppnir, að- stoða við þjálfun og hvetja æskufólkið til dáða. Enda þótt golfíþróttin fé fyrir fólk á öllum aldri, gildir sama reglan um endurnýjun og mótun keppnismanna sem nýrra áhugamanna og í öðr- um íþróttum. Æskilegt væri að fólkr hœfi golfiðkun innan við 14 ára aldur, þegar líkam- inn er í mótun og þroska. — Mýkt og viljastyrkur eru frum atriði, er golfsveifla mótast. Ennfremur er á unglingsárun- um mun auðveldara að koma við endurbótum og breyt- ingum á sveiflunni. Annað meginatriði er að golf er fyrst og fremst upp- byggjandi og foreldrum sem börnum gleðiefni. Þeir for- eldrar sem ég hef raétt við:, hafa verið í- sjöunda himni yfir því að börn þeirra hafa byrjað golfleik, oft fyrir ein- iskæra tilviljun. Drengilegur leikur og heil- næm útivera eru unglingum hollari en sjoppuráp og mis- jafn félagsskapur á götum úti. Þeim fjármunum sem varið er til stofnkostnaðar varðandi gölftæki, er hverfandi, tf miðað er við óhófleg fatakaup og annað ámóta fánýti. Unglingar innan 15 ára í G. R. greiða nú kr. 500 í ái-gjald fyrir nærri ótatenörlcuð vall- arafnot og 15—1® ára greiða 1000 kr. Nú eru um 40—50 unglingar í G. R. og margir tugir fengjust í viðbót, — ef hrundið væri af stað t. d. ung- linganámskeiðum, golfsýning- um og annarri slíkri starfsemi. Ég hreyfi hér hugmynd sem að vísu er frá Akureyringum komin. Hún er á þá leið, að Æskulýðsráð Reykjavíkur- borgar styrki G. R. til kaupa á 5—10 unglingasettum, sem yrðu til láns og leigu fyrir ung linga. Einnig ætti Ferðamála- ráð eða sjóður að veita klúbbunum aðstoð til að eiga nokkur sett til útleigu fyrir ferðamenn. Hægt er að kaupa slík unglingasett fyrir um 7— 8 þúsund kr. hvert. Ég er ekki' í neinum vafa um að slíkum fjármunum væri vel varið. — Æskulýðsráð Akureyrar gaf Golfklúbbi Akureyrar 3 ung- lingasett 1967, svo að fordæm ið er þegar til staðar. Meira um unglingamálin síðar. E.G. Laugardagur 2. október 1971 S

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.