Alþýðublaðið - 04.11.1971, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 04.11.1971, Blaðsíða 1
 BHIl FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1971 — 52. ÁRG. — 249. TBL. SUNNA „TAPAB NGU”ÁBA TILLAGA ALÞÝÐUFLOKKSINS í VARNARMÁLUM fl Þingmenn Alþýðuflokks- ins hafa lagt inn á Alþingi þingsályktunartillögu um með ferðina á athuguninni á örygg ismálum fslands. Eins og kunn ugt er hefur sú „leyniráðstöf- un“ ríkisstlérnarinnar, að fela slíka athugun i hendur nernd ar þriggja ráðb.erra, þar sem tvcir fyrrverandi Þjóðviljarit stjórar eiga sæti, vakið mik- inn ugg hjá almenningí um meðferð má'sins. í þingsályntunartillögu þing flokks Alþýðuílokksins er lagt til, að athugunin verði eltki einskorðuð við Ieyni- makk þriggja ráðherra. heldur fari hún fram fyrir opnuin tjöldum og á vegum utanríkis málanefnrtar Aiþingis. Sé ut- anríkismálanefnd heimilað að ráða starísli® til að vinna að athuguninni og senða fulltrúa til næstu landa til gagnasöfn- unar. Skuli nefndin svo leggja skýrslu fram fyrir Alþingi um athugunina svo íijött. sem unnt er. Hér leggur Alþýðuflokkur- inn til, að fylgt verði mn með ferð þessa máls fordæmi í'jöl margra Iöggjafarþinga lýðræð isþjóða, en þar er þingnefnd- um iðulega falin rannsókn þýð ingarmikilla mála og fer þá rannsóknin fram fyrir opnum tjöld.um. Er eðlilegt að svo sé gert hér og nú, því almenning ur á vissulega heimtingu á að fá að fylgjast með athugun málsins á annan veg en þann éinan, að ráðherrar segi þjóð- inni undan og ofan af og þá það eitt, sem þeir vilja um málið láta vitnast. í þingsályktunartillögu Al- þýðuflokksmannaima er sér- staklega tekið fram, að utan- ríkismálanefnd skuli einkum og sér í Iagi athuga átta til- tekin atriði í sambandi við öryggismálin, — þar á medal gildi varnarsamtaka Atlants- hafsbandalagsins fyrir öryggi Islands, gildi íslands innan þeiira varnarsamtaka, viðhorf næstu nágrannaþjóða til eft- irlitsstöðvanna á íslandi og möguleika íslendinga til að taka ,meiri þátt í eftirlitsstarfi yfir Atlantshafi, a. m. k. yfir landgrunninu eða að 100 mílna mengunarlögsögu. TILLAGAN SJÁ BLS. 2 ÞINGNEFND ANNIST RANNSÓKNINA □ Eins og Alþýðublaðið skýrði frá fyrir skemmslu hefur Guðni Þórðanson, for.stjóri ferðaskrif- stofunnar Sunnu höfðað mál á hendur samgöngumála- og fjár- mála'ráðuneytinu og krafizt skaðabóta af þeim að upphæð liðlega 60 milljónir króna vegna afturköllunar flugrekstrarleyfis Sunnu á árinu 1969. í fyrradag lagði Björn Her- mannsson, lögfræðingu'r og deildarstjóri í fjármálaráðuneyt inu, fram greinargerð í Borgar- dómi Beykjavikur vegna skaða bótakröfu þessarar. Málshöfðunin á hendur ráðu- neytunum er til komin vegna þess að Guðni Þórðarson telur sig og ferðaskrifstofu sína hafa orðið fyrir mjög miklu fjárhags legu tjóni og oirðstír fyrirtæk- is hafi sknða.zt, er þáverandi samgöngumálaráðlierra, Ingólfur Jónsison, afturkallaði flugrekstr- arleyfi ferðaskrifstofunnar Sunnu. Þó að 'ráðherrann veitti Sunnu reyndar flugrekstrarlevfi á ný u.þ.b. einum mánuði áður en fyrra Ieyfið átti að renna út, telur stefnandi, að hann hafi neyðzt til að hættc, flugrekstri sínum eftir aftu’rköllun flugleyf- isins. Hafði hann þá gert víð- tæka Samninga við erlenda aðila varðandi rekstur flugvélar sinn- ar um veturinn, sem í hönd fór, sem síðan rumra út í sandinn. Alþýðublaðið hafði í gær sam- band við Björn Hermannsson, lögfræðing, og spurðist fyrir um meginefni greinargerðar ha»s (þ.e. ráðuneytanna). Sagði Björn, að aða.lkrafa ráðuneyt- anna væ!ri sýkna af öllum skaða bótakröfum Sunnu En til vara, ef aðalkrafan yrði ekki talin gild, færu ráðuneytin fram á mjög stórvægileg Iækkun hugs- anlegra skaðabóta. Aðalkrafa stefndu — þ. e. ráðu neytanna — er að sögn Bjöms Hermannissonar byggð á því, að ferðaskrifstofan Sunna Ilafi ekki sannanlega beðið tjón si þeim aðgerðum, sem forstjéri liennar telur, að samgöngumála ráðlierra hafi beitt hana. Sagði Björn, að flugrekstrar- leyfi Sunnu hafi verið háð skil- Framh. á bls. 11. BRETAR GANGA ÚREFTA □ Bretland skýrði öðrum lönd um í EFTA í morgun frá því, að Bretland mundi yfirgefa fríverzlunarbandalagið 31. des. 1972 eða daginn áður en Bret land samkvæmt áætlun gengur í EBE. Það var aðalráðgjafi B»et- lands í samningunum við E B E, Geoffrey Rippon, sem til- kynnti ráðherrawefnd EFTA þetta, þegar nefndin kom Sam- an til fundar í Genf í morg- un. LOFTLEIÐIR í KLEMMU í KEFLAVIK BRAUT OFSTU □ Nokkur röskun hefur orð- ið á flugstarfsemi Loftleiða að undanförnu, vegna Þess að hin ar stóru þotur félagsins, DC-8 -63ð geta ekki með góðu móti notað nema eina flugbraut á / Keflavíkurflugvelli og þessi eina flugbraut er alls ekki full nægjandi. Haifði Bandaríkja- þing samþykkt f járveitingar til lengingar á flugbrautum og endurbóta á öryggistækímiii á Ivcflavíkurflugvelli, en Þegar Framhald á bls. 5. i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.