Alþýðublaðið - 04.11.1971, Page 7
Útg. Alþýfnllikkiilu
Ritstjórl:
Sighvatnr BjSrgylma—
Furðuleg málsmeðferð
Meðferð ríkisstjómarinnar á varnarmál
amum hefur vakið alvarlegan óhug hjá
almenningi í landinu, ekki sízt eftir þá
furðulegu ráðstöfun, að skipa utanrík-
isráðherra tvo samráðherra í málið, þar
sem vitað er að a. m. k. annar þeirra
er ekki aðeins andvígur þeim vörnum,
sem fyrir eru í landinu, heldur jafn-
framt yfirlýstur andstæðingur þess
varnarsamstarfs vestrænna lýðræðis-
ríkja, sem ísland er aðili að.
Meðferð ríkisstjórnarinnar á þessu
rnáli er þess eðlis, að tortryggni vek-
iur. Auðséð er af öllu, að ríkisstjórnin
mun hafa ætlazt til að skipun hinnar
furðulegu ráðherranefndar í varnar-
málin yrði vel varðveitt leyndarmál,
sem almenningur fengi aldrei neitt um
að vita. Komið hefur í Ijós, að samning
ur var gerður milli stjórnarflokkanna
um stofnun þessarar nefndar þegar við
upphaf stjómarsamstarfsins, en svo
leynilega var með málið farið, að ekki
einu sinni þingflokkur Framsóknar-
flokksins, flökks utanríkisráðherra,
fékk neitt um það að vita. Það var ekki
fyrr en Þjóðviljinn uppljóstraði því í
gleði sinni, að nefnd þessi hefði verið
sett á stofn, að stuðningsmenn stjórn-
arínnar og almenningur í landinu fengu
um hana að vita. Af öllum málatilbún-
aði er því augljóst, að ríkisstjórnin taldi
nefndaskipunina vera mál, sem launung
þyrfti yfir að hvíla og út frá sjónar-
miði Framsóknarflokksins a. m. k. er
siík launung ósköp skiljanleg. Það er
eðlilegt, að Framsóknarráðherrunum
hafi ekki þótt ástæða til að flagga því,
að þeir hefðu opnað varnar- og örygg-
ismálin upp á gátt fyrir kommúnistum
og gert sinn eigin utanríkisráðherra að
þriðja hjóli undir vagni í þeim mála-
fiokki.
Það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við
það, að varnarsamningurinn við Banda
ríkin skuli tekinn til endurskoðunar.
Hann er orðinn 20 ára gamall og að-
•toeður hafa breytzt mjög í heiminum
frá því hann var gerður. Sjálfsagt er
því fyrir fslendinga að taka samnings-
ákvæðin til endurskoðunar í samvinnu
við vini sína og bandamenn og gera á
honum þær breytingar, sem breyttar
aðstæður leyfa.
En það er óeðlilegt, a. m. k. fyrir þá,
sem telja sig aðhyllast vestrænt lýð-
ræðissamstarf um landvarnir, að ákveða
aðgerðir fyrst og ætla svo að „endur-
3koða“. Því ef ákvörðunin hefur þegar
verið tekin til hvers á þá endurskoðun-
in að leiða? Um hvað á þá að semja?
Það eitt út af fyrir sig, að endurskoða
eigi varnarsamninginn við Bandaríkin,
hefur því ekki valdið almenningi í Jand
inu sérstökum áhyggjum. Slík endur-
skoðun er eðlileg og sjálfsögð. En yfir-
íýsingar og bó einkum starfsaðferiðir
ríkisstjórnarinnar í málinu hafa vakið
ugg fólksins og ekki að ástæðulausu.
iQDCWmi
(21MMD
Húsin þurfa
slysadeild!
□ í sambandi við Norræna konar þjónustudagur fyrir
byggiongardaginn, sem er eins
✓
□ Það er töluvert algengt,
að bréf, sem stíluð eru til ís-
lands, taki upp á því að taka
á sig smákrók áður en þau
komast til viðtakanda á ís-
landi. T. d. kemur ekki ó-
sjaldan fyrir að bréf, sem
hingað eiga að koma, fari íil
írlands eða á staði, þar sem
nafnið endar á Island, en
merking- þess á ensku er eyia.
En það er miklu sjaldgæf-
ara, að bréfin taki upp á því
að fara alla leið til Kóreu,
áður en þau komast til rétts
viðtakanda hér á Iandi.
Þetta kom þó fyrir um dag-
inn, og það var reyndar
sjálfur póstmeistarinn í
Reykjavik, sem átti von á
bréfinu. Var það sent frá
New York, en kom ekki fram
á réttum tíma. Síðar kom það
svo fram og hafði þá farið
alla leið til Kóreu áður en það
barst réttum viðtakanda.
Þess skal getið, að þó að
bréfið hafi vikið svona ill-
þyrmilega ai leið sinm, tók
ferðin ekki nema 10 daga.
byggin-gasamtökin, hefur komið
til tals, að settar verði á stofn
á Norðurlöndunum „slysavarð-
stofur“ fyrir byiggingariðnaðinn.
Yrði hlutverk þeirra það, að
safna saman upplýöingum um
galia, sem fram kiuina að koma
á húsum, og þannig gætu ver-
ið til leiðbeiningar fyrir hús-
byggjendur.
í viðtali við Alþýðublaðið í
gæf, sagði Sigurjón Sveinsson,
byggingarfulltrúi Reykjavíkur-
borgar, að mikil þörf væri fyr-
ir stofnun af þassu tagi hér á
landi bæði vegna þess, að hér
væri töluvert algengt, að fólk
byggði húsin sín sjálf þrátt fyr-
ir kröfuna um ábyrgð bygging-
armeistara og svo vegna þess,
að á markaðinn em stöðugt að
koma ný byggingarefni, sem
ekki voru til nægar upplýsingar
um.
Hann sagði, að bygginga-
ranruak'nadeildin, á Jtslandi
væri það ung að árum og hún
gæti ekki sinnt því að taka
ný byggingarefni til könnunar
miðað við íslenzka staðhætti.
Aðspurður kvað hann fulla á-
stæðu til þess að vara fólk
við ýmsum nýjum byggingar-
efnum og sagði, að Reykjavíkur
borg væri í mörgum tilfellum
mjög treg til þeslsi að sam-
þykkja ýms byggingarefni. —
Nefndi hann sem dæmi að borg-
in hefði ekki samþykkt nema
tvær tegundir af plaströrum,
sem eru á markaðnum á þeirri
forsendu, að þau hentuðu ekki
íslenzkum aðstæðum.
★ ★ ★
□ Nýlega var sett nýtt heims-
met í því að ganga meö múrstein
í hægri hendinni. Nýi methaf-
inn náði að komast 32 kíló-
metra, en þá gaf hendin sig og
múrsteinninn féll á jörðina.
að Kirkjubæjarklaustri
□ Vígður var á laugardaginr
nýr skóli, Kirkjubæjarskói
á Síðu að viðstöddu fjöl-
menni.
Unnið hefur verið að skóla-
byggingunni sl. fjögur ár, og
er skólinn ætlaður fyrir
skyldunám í fimm austiútu
hreppum Skaftafellssýslu, þ
e. milli Mýrdals og Skéiðar-
ársands.
Fyrri áfangi byggingarinn-
ar, sá sem vígður var á laug-
ardaginn, var tekinn í notk
un í haust. í honum eru tvær
íbúðir fyrir skólastjóra og
kennara, einstaMingsibúð
gestaherbergi, ráðskonuíbúð
berbergi fyrir starflsstúlkur
matsalur, setustofa, bókaher-
bergi og heimavistarrými fy-r
ir 40 nemendur.
Arkitekt hússins er Jes
Einar Þonsteinsson, verkfræð
ingur Bragi Þorsteinsson og
Páll Lúðviksson. Bygginge
meistari var fyrst Stefan
Kristjánsison á Selfossi', — en
eftir lát hans, Einar Bárðar-
son.
Hátíðina á laugardaginn
setti Jón Gíslason, fyri-um al-
þingismaður og oddviti í N,-
Hjáleigu, en hófinu stjórnaði
séra Sigurjón Einarsson, for-
maður skólanefndar'. Jón
Heilgason, oddviti í' Seglbúð-
um, formaður byggingar-
nefndar rakti sögu, bygging-
arinnar og lýsti hennj.
Byggingin kostar núna 47
milljónir króna, og er nú allt
komið nema skóla-tofurnar,
en kennt er til bráðabirgða í
geymslum í kjallara og í fé-
lagsheimilinu, en vonast er
til að skólastofur verði steypt
ar upp næsta sumar og verði
að meittu tilbúnar næsta
haust. Áætlað er a® Þ*r kosti
12 miHjónir.
Skólastjóri er Jón Hjart-
arson, B.A. Fastir kennarar
eru fimm. 90 nemendur eru í
skólanum í vetur, en hann cr
bæði heimavistarskóli og
heimangönguskóli. Úr þrem-
ur hreppum eru börnin í
heimavist, en úr tveimur
hreppum er þeim ekið til og
frá skóla.
□ Það er eitt sem Húsvíkinga
vantar í augnablikinu öðru
fremur: hús. Það er að segja
íús fyrir þá sem koma þangað
3ða fara þangað flugleiðis. Og
m er <stefnt að því á Húsavík
ið flugvöllurinn í Aðaldala-
rrauni bjóði upp á mannsæm-
rndi flugvailarhús. Sagði Björn
Iriðfinnsson, bæjarstjóri, að
etlunin væri að reyna að hefja
óá byggingu á árinu 1973.
Til skammis tíma hefur að-
taða öll á flugvellinum á
Húsavík verið hin versta, en
í sumar hefur verið bætt veru-
lega úr í þessu efni, Þá var
'agt vatn í flugskýlið þar og
sömuleiðis lögð skolplögn frá
Vliklar byggingarframkvæmdir
í sveitum Eistlands
Það er mikill skriður á bygg-
'ngarframkivæmdum upp til
we.ita í Eistlandi. Reistur hefur
ærið mikill fjöldi íbúðarhúsa og
vfir 200 stórar bæjarhúsasam-
stæður og önnur útihús. Allt er
betta liður í heildaráætlun, sem
?érfræðingar hafa samið 20—-25
ár fram i tímann. Áætlunin nær
til hýsíngar um 600 samyrkjabúa,
sem eiga að koma í stað 7000
smáiþorpa með einstökum bænda
býlum. í nýju þorpunum verða
annars vegar einbýlistiús og hins
vegar tveggja-tþriggja hæða hús
með 8 — 16 íbúðum, búnum öll-
um nýtízku þægindum. Fram til
þessa hafa'meira en 10.000 eist-
neskar sveitafjölskyldur flutzt f
slík ný „þorp“ með nútímalífs-
skilyrðum.
ÁPN.
því. Keyptur hefur verið snjó- þessum framkvæmdum og lag-
blásari til að halda flugvell- færingum- í flugvallarmálum
inum opnum á vetrum og einn-; Húsvík’inga, fværi nauc{.ynl;egt
ig hafa verið gerðar öryggis- 1 að lýsa upp flugvöllinn og
brautir á vellinum og settur í lengja flugbrautina þar um 300
upp nýr radioviti þar. m'etra, þannig að flestar gerð-
Bjöm sagði, að til viðbótar I ir fiugvéla geti lent þar.
Blokk byggð
á Selfossi
□ Nú verður líklega farið að
byggja fjölbýlishús á Selfossi á
næstunni, en í nýju heildar-
skipulagi fyrir kauptúnið, sem
samþyltkt var í síðustu viku,
er gert ráð fyrir að þétta held-
ur byggðina í framtíðina.
Skipulag þetta á að gilda fram
til ársins 1990 og hófst undiv-
búningur þelss árið 1969. Höf-
undur þess eru Gestur Ólafs-
son skipulagsfræðingur og
Reynir Vilhjálmsson garðaarki-
tekt, auk fleiri sénfróðfa manna
um skipuilagsinál.
Árið 1990 er búizt við að
Selfyssingar verði orðndr um
fimm þúsund, en þeir eru nú
2400. Skipulagið er miðað við
þessa þenslu, en það verður
endurskoðað á fimm ára fresti.
Nú er einnig unnið að deild-
arskipulagi fyrir næsta nýja
hverfi á Selfossi og verður það
suður af þorpinu. Þar er gert
ráð fyrir fjölbýlishúsum, ein-
býlishúsum, verzlunum o. fl.,
en það hverfi mun rúma 800
til 900 manns.
Mleð heildarskipulaginu fylgir
ýtarleg greinagerð um helztu
þætti í uppbyggingu kauptúns-
ins, og sagði Óli Þ. Guðbjarts-
son oddviti, að þetta væri fyrst
og fremist heildarskipulag af
allri byggðinni, en síðar yrðu
gerð ýtarlegri deiildaskipulög
af minni kjörnum plássins.
í skipulaginu er gert ráð fyrir
miklu af opnum útivistarsvæð-
um og ýmsar flejri nýjungaf
eru í því. Skipulagið tekur
gildi þegar Skipulaghstjórn rík-
isins og Félagsmálaráðuneytið
hafa fjallað um það og sam-
þykkt.
„Biðsími" frá Perm
t;
I
| | Símavefksmiðjan í Úrallborg
inni Perm hefur hafað fjöldafram
leiðslu á nýrri tegund símtækja,
sem halda sér sjálf í „biðröð“,
e£ númerið, sem hringt er í, er
upptekið. Þegar númerið losnar,
gefur símtækið sjálfkrafa sam-
band. Þlosna menn við að
hringja hvað eftir annað árang-
urslaust í númer. sem mikið álag
er á. Að þes'u leyli s-'arar tækíð
strcngustu kröfum nútímans. —
LÆKNUM LITIÐ UM TILHAUNIRNM GEFIÐ
□ Forsvarsmenn bandarísku
læknasamtakanna mótmæltu
aiýlega harðlega tilrauTium
með algjöra geislaböðun á
krabbame inssjúkl ingum, í
hemaðartiligangi, í háskólan-
um í Cincinnati.
Bliiðið Whasingtan Post skýr
ir frá því, að bandaríska her-
málaráðuneytið (Pentagon)
hafi gert samning við lækna-
dejld háskólans fyrir 11 átnuim,
um tilraun með áhrif geisla-
virkjii á likatna krabbameins-
,. sjúkliTiga.
Eins og tekið er fram í samn
ingnuin er upprurnalega mark
miðið „að öðlast betri skiln-
ing á áhrjíum geislavirfeni á
bárá.ttugetU liðssveita í hern-
1 áðj.'“
Edwaird M. Kermedy, öldung
ardeildarþingmaður, sagði, að
hatnn hafi orðið skelfingu lost
inn, er hann frétti af tilraun-
inni og lofaði a& láta heilbrigð
iseftirlitið rannsaka málið í
næsta mánuði.
FprstöðaimeTin Háskólans í
Cincinnati tóku, samt sem áð
ur, skýrt fram; að markmið
tilrauinarinnar væri algjörlega
misskilið.
Ðr. Edwrd A, Gall, varafor-
seti læknadeildarinnar sagði
að tilraunirnar hefðu upp-
runalega verið settar af stað
af læknisfræðil'egum ástæðum
frekar en hernaðarlegum og
þannig ; væru þær reyndar
enn.:
Á biaðamannafundi sagðj Dr.
Gall, að tilraunin htefðj þegar
staðið yfir í 5 ár, þegar her-
málaráðuneytið frétti uim
hana og bauð þá fjárhagsað-
stoð, ef það fengi í staðinn, við
eigandi upplýsingar.
Hermálaráðuneytið greiddi
háskólanum 850.000 dollara, eai
Dr. Gall segir að sú upphæð
nemj aðeins 40% af öllum
kostnaði við tilraunina.
Hann sagðj, að hermálaráðu
neytið borgaði fyrir tiJrauna-
tæk'n og starfsliðið, sem- þyrfti
til að framkvæma geisialjós-
in.
Við gagnrýninni sagði Dr.
Gall aðeins: „Okkur fellur hún
alls ekki.“
Dr. Eugene E. Sagtenger, for
ystumaður tilraranarinnar,
sagði að aðalmairkmiðið væri
að bæta um meðferð og vinnu
að lækningu á sumum tegund-
um krabbameins, etf mögujegt
væri, og að bæta hag sjúkling
anna með að lengja líf þein a
og minmka kvalir.
Dr. Saenger var harður á
móti ásökunum Kenn.edys öld-
ungardeildarþingmiainna. um að
gengið hiefði verið á rétt sjúkl
inganna.
„Allir sjúklingarnir fá fylli
lega að vita alla málavöxtu
cg er venjulega ,talað við .þá
mieðan, eiinhver ættingi er við- .
staddur áður en meðferð á sér
stað,“. sagði hailn, en neitaði
þó að segja h.vort sjúklingur-
iron fengið aff vita að hierrtiála-
ráðuineytið væri að baki til-
raunarinnar.
Hliðarverkanir.
Yfirmenn læknadeildarinn-
ar viðurkenndu, að vemjulega
þjást sjúklingar atf vissum
hliðarverkjum vegna þessara
v-iðtæku geislalækninga, aðal-
lega fylgdi þeim velgja og upp
köst fyrstu 8 klukkustundirn-
ar eftir geislun.
Dr. Gall segir, samt sem áð-
ur, að siúldingar haíi það
þægilegt þie®ar fullar 24 klst.
eru liðnar og. tók séi-stakltega
fram, að svjpuð áhrif kæmu
fram. við líkamshliuitágeisi/un,
sem víða er tskín gild.
Dr. Saenger skýrði blaðinu
Washington Ppst frá, í sið-
ustu viku, að ef sjúklingur
kvartaði yfir þessum hliðar-
v&rkjum fyrir meðferð, hefði
það áhrif á árangur tilraunar-
innar. Affspurður, á blaða-
miannafundinum, svaraði hann
að sjúklingunuTn væri sagt við
hvarju þeir gætu búizt,
i
Heimildir sýna, að flestir
sjúklinganna í tilrauninni eru
fólik mieð greindarstig undir
meðallagi, styrkt af góðgerð-
arstofnunum.
Dr. Saemger sagði að ævi-
feri-11 siúkliingsins skipti engu
máli í þessu sambandi, þessir "
sjúklingar væru bara eins og
gengur og gerist á Aðal ríkis-
spítalanum og að eingöngu
væri höfð hliðfejón af stigi
lcrabbameins viðkomandi sjúk-
lings.
Ennfremiur sagði Dr. Saem-
ger að heimildir um greindar-
stig lægju fyrir aðeins, svo hægt
væri áð hafa hliðsjón af við
ákvörðun áhrifa geislavirkni á
starfsemi heilans.
Ramnsóknir sýna, að milli'
fjórða og fjórtámda dags, eftir
geislim, hetfu-r of-ðið vart srh!á-;
vægilegrar, tfmabundinnar
sljóvgúnar á dóm-greind sjúk-
■ hngs, og einmitt þessar heim-
ilidir eru nothæfar til hlið-
lít-a svona g.eislaböðun all-s
sjónar af haráttu hersveita á
orrustuvelli.
Pj’öldi sjúkdómafræðinga á-
líkaímams algecrlega óhœfa að-
íerð til meðhöndlunar krabba
mieins, áema um sé að ræða
krabbamein, sem breiðist
mjög ört um allan. líkamann.
En forstöðumenh Háskól-
ans í Cincirmati segja að ár-
angur þessara rannsókna,
hingað til, sé sambærilegur
við árangur annars konar með
höndlunar.
„Við nieðhör.d.lum aðeins 6
til 8 sjúklinga á ári;hverju,“
sa;gði Dr. Saenger, „svo að
við höfum ekki enn ftengið
nægiliega mörg tilfelli, til 'að
gefa tölfræðilega heildarmynd
af rannsc-knunum." Af bess-
ari ástæðu hcfur engin opiin-
ber tilkynning v-erið gefin út.
„Ekki vegna þess, að við höf
um eitthvað að fela.“
Aðalandstaða sérfræði/\ga
gegn geislaböðun alls líkam-
ans er, vegna þess að blóðfrum
urnar skemmast og sjúkling-
urinn verður móttækilegri
fyrir hvers kyns, smitun.
Þegar Ðr. Saenger var
spurður hvort hann, réttlætti
að framkvæma ;slíka rannsókn
, að vissu leyti, til að afla.upp-
lýsinga fýrir h'ermálaráðuneyt
‘ íð, svaraði: báhn:' aðteihs: 1 .jÞ-ví
ekki það?“ 1 Á-v ;
6 Fimmtudagur 4. név. 1971
r- 'Fifnrtitudagur 4. nóv. 1971 7