Alþýðublaðið - 29.11.1971, Side 4

Alþýðublaðið - 29.11.1971, Side 4
Vetrarorlof Fjölbreytt ferðavai SÓL, SJÓR OG SNJÓR, EÐA HEILLANDI STÓRBORGIR Douglas konungur 8. er kominn til valda á flugleiðinni milli íslands og Norðurlanda. SUNNA hefur tryggt 5000 farþegum á þessari leio tækifæri til að ferðast með þessari nýju þotu Loftleiða, sem býður upp á öll nýtízku þægindi, sem aðeins nútíma stórþotur geta boðið farþegum sínum'. Okkur er ánægja að geta boðið farþegum okkar að gista sali nútíma stórþotur geta boðið farþegum okkar að gista sali Douglasar 8 á lúxusferð þeirra um loftsins vegu á leið þeirra tiil fundar við þau ævintýri og þá skemmtun, sem hið fjöl- breytta úrval vetrarorlofsferða Sunnu býður upp á. Og síðast en ekki sízt, það er ótrúlega ódýrt að fara í þessari konungsfylgd með Sunnu til vetrarorlofsirrs. ★ Brottför víkulega til allra staða: Kanaríeyjar, verð frá kr. 17.890.00 Mallorca, verð frá kr. 17-600,00. Costa del Sol, verð frá kr. 16.800,00 Skíðaferðir til Austurríkis, verð kr. 16.200,00. Skíðaferðir í ítölsku Alpana, verð frá kr. 16.500,00. Kaupmannahafnarferðir, verð frá kr. 14.900,00 Egyptaland, verð frá kr. 25.700,00 Ceylon, verð frá kr. 44.850,00. Túnis, verð frá kr. 23.800.00. Róm, verð frá kr. 21.000,00. ★ Flogið með hinni nýju DC8 þotu Loftleiða til Kaupmannahafn- ar og þaðan áfram til áfangastaða með Super Caravelle þotu frá Sterling Airways. ★ Vegna lækkaðra hópfargjalda og einstaklega hagstæðra samninga Sunnu um framhaldsflug, gefst fólki nú færi á ódýrari og betri vetrarorlofsferðum. Notið því tækifærið, fáið vetraráætlun Sunnu og pantið snemma meðan úr nógu er að velia. Guðrún Benedikts dóttir - Minning □ GUÐRTÍN BENEDIKTS- DÓTTIR andaðist að elliheim- ilinu Grund i Reykjavík 23. nóvember, og verður útför henn- ar gerð í dag frá dómkirkjunni. Mig langar að kveðja hana fá- einum orðum, er leiðir skilur. Guðrún fæddist 20. júlí 1875 að Vestra-íra'gerði á Stoikkseyri, og var elzta barn hjónanna þar, Elínar Sæmundsdóttur og Bone- dikts Benedik'tssonar, en hin sytkinin, sem upp komust, voru Guðný sáluga í Vestra-fragerði og Sæmundur heitinn í' Bald- urshaga og síðar í VietStmanna- eyjum. Ólst Guðrún upp í föð- urgarði, en giftist 1897 He'lga Halldórssyni, sem ættaður var úr Hrunamannahreppi og Flóa. Bjuggu þau fyrst í Stíghúsi á Stokkseyri, en síðar á Grjóílæk, og stundaði Helgi sjómennsku ásamt búskapnum. Fæddust þeim hjónum fimm börn. Þrjú þeirra eru látin. Þórunn og Benedikt dóu með árs millibili, hún há'lfþrítug og hann rösk- ÍE'ga tvítugur, en Halldóra ald- arfjórðungi síðar 1948. Á lífi eru tveir bræður, Maríus, sím- stjóri á Akureyri, og Haltldór, fyrrum fulltrúi ritsímastjóran'J í' Reykjavík. Guðrún og Helgi fluttust til Reykjavíkur 1919, o'g starfaði Helgi jafnan síðan að smíðum, unz han.n andaðist 1928. Bjó Guðrún eiftir það meði Halldóru dóttur sinni, meðan hún lifði, og Halldóri syni sín- um, unz yfix lauk. Tvö barna- börn Guðrúnar ólust upp þar á heimilinu, Þórunn Pálsdóttir, dóttir Þórunnar, en hún missti móður sína mánaðargömu'l, og Bragi Sigurðsson, sonur Hall- dóru. Heimili Guðrúnar var lengi að Grundarstíg 2, en frá 1957 að Rauðalæk 9. Hún dvaid- ist á elliheimilinu Grund þrjú síðustu æviárin, og varð sjúkra- lega hennar löng, enda aldur- inn hár. Guðrún B en edikts dótt ir var gerðarkona og skörungur. Táp hennar og þrek var á orði haft, en sálarstyr.kurinn taldii-it eigi síðri. Hún fór sannarlega ekki varhluta af sorg og mótlæti, sem ástvinamiíBÍr v'eildur, en stækkaði af hverri raun ng hélt gleði sinnj, kjarki og bjantsýni fram í rauðan dauðann. Barna- lán Guðrúnar var mikið, og mun vandfundin isamhentari fjölskylda en hennar. Var alltaf hlýtt og bjart í ranni hennar og indælt þangað að koma. Er mér í barnbminni, þegar móðir mín leiddi mig á fund þessarar' mágkönu sinnar og föðursystur minnar, en með þeim var ágæt vinátta. Mér fannst Guðrún Benedi'ktsdóttir allra kvenna stærút og röggsömust, er hún bauð mig hjartaniega velkom- inn og gerði mér gott. Gestrisn- in var eins og hún miðlaði af allsnægtum, og aldnei gleymi ég smitandi h'látri frænku minn- ar, þegar henni var skemmt. Þá skellti hún gjarnan á lærið og kæ.tti svo f.eiminn og lasinn stiákhnokka, að hann fór strax að hlakka til næstu samfunda. Eigi að síður þekkti hún aivöru lífsins. Hún drúpti höfði á raunastund, en leit svo upp djörf og sterk og hófst handa. Uppkominn var tég iðulega g'estur heima hjá Guðrúnu frænku minni. Rakti hún þá oft ættir mínar austan fjails, en rifjaði einnig upp ýmsa at- burði og minningar um sérvitra karla og Sikrýtnar kerlingar. Kímnigáfa hennar var einstök, og henni var blátt áfram dilLáð, þegar hún gerði að gamni sínu. Vænt þótti mér um, að hún vorkenndi aldrei í áheyrn minni bágum vesalingi, sem aðrir Framh. á hls. 11. Hér sjáið þér hluta af þeim vörumerkj um sem vér höfum á hoðstólum: BRJÓSTAHALDARAR, CORSELET T í yfirstærðum. EINNIG SJÚKRACORSELETT. — P ÓSTSENDUM. SÍMI 15186 — LAUGAVEGI 26 sa 4 Mánudagur 29. nóv. 1971

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.