Alþýðublaðið - 04.01.1972, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 04.01.1972, Blaðsíða 6
tiftMMOwm taKáK® iwawtt Útg. Alþýðuflokburinn Ritstjóri: v Sighvatur Björgvinssoö LJÓTUR LEIKUR Tilkynnt hefur verið um miklar verð- hækkanir á helztu nauðsynjavörum ís- leruácra heimila, — landbúnaðarvörum. Þær verðhækkanir eru verk ríkisstjórn- ar Ólafs Jóhannessonar. Hækkanirnar verða á nær öllum land búnaðarafurðum. Hvert kíló af skyri hækkar um kr. 12.60 Hvert kg. af 45% osti hækkar um röskar 20 kr. Hver lít- er af rjóma hækkar um kr. 11,90. Hvert kíló af kjöti hækkar um 17—20 kr., svo aðeihs nokkuð sé nefnt. Allar þessar miklu hækkanir stafa fyrst og fremst af þvi, að ráðherrarnir í ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar hafa ákveðið að lækka niðurgreiðslur á þessum þýðingarmiklu nauðsynjavörum íslenzkra heimila um milli 300 og 400 m. kr. á ársgrundvelli. Þessar hækkanir allar eiga neytendur að bera bótalaust til viðbótar við stór- hækkaða skatta. Þær eru nýjársgjöf stjómarinnar til íslenzku þjóðarinnar. Böggunum er hlaðið á bak alþýðu þessa lands, hverjum á fætur öðrum. Með landbúnaðarvöruverðshækkun- inni leikur ríkisstjórnin þó miklu ljótarl leik, en jafnvel virðist vera við fyrstu sýn. Þessi mikla verðhækkun lífsnauð- synja hefur illvænleg áhrif á afkomu alþýðuheimilanna í landinu jafnvel þótt þau samningsbundnu ákvæði væru látin haldast, að verðhækkunin yrði bætt með kauphækkun næst þegar kaupgjaldsvísi- töluna á að endurskoða með tilliti til framfærslukostnaðar. En jafnvel þessu samningsbundna ákvæði ætlar ríkis- stjórnin að rifta. Ætlun hennar er sú, að launþegum verði aldrei bætt þessi hækk un á landbúnaðarvörunni. Þeir eiga að bera hana bótalaust með öllu. Þetta ætlar ríkisstjórnin að gera með einhverjum allra ómerkilegasta skolla- leik með vísitöluna, sem leikinn hefur verið hér á þessu landi. Hún ætlar að lækka vísitöluna um jafn mörg stig og hún á að hækka vegna landbúnaðarvöru verðshækkunarinnar með því að fella niður nefskatta, sem reiknaðir eru í vísi- tölugrundvellinum, en hækka á móti tekjuskatta, sem ekki eru í vísitölunni. Þannig á að rýra launakjör lanlsfólks- ins um 3,7 vísitölustig með einu penna- striki. Með þessum ráðstöfunum rænir ríkis- stjórnin launþega svo til allri þeirri kauphækkun, sem nýlega hefur verið samið um. Hún hverfur í verðhækkana- flóðinu. Þennan ljóta leik getur verkalýðsfor- ýstan ekki samþykkt. Henni ber skylda til þess að standa vörð um þá kjarasamn- inga, sem hún sjálf hefur nýlega gert í nafrii alþýðu þessa lands og verkafólk var síður en svo ofsælt af að fá. ÍSLENZKI FANINN VAR í M0SKV EKKI Sá NO Moskva, sé8 frá Leninhæðunum, rétt framan við háskólann. □ Norski blaðamaðurinn Ernst Aune hjá Arbeiderbladet bré sér sem ferðamaður til Moskvu í haust og lýsir í eftirfarandi grein því ferðalagi stuttlega. Hann seg- ir, að Sovétríkin vilji fá ferða- menn, en þjónusta við þá sé svo ogtt sem engin. Og þá fannst honum það gremjulegt, að sjá alltaf ísienzka eða danska fánann í Moskvu — en hins vegar var sem Rússar vissu ekki einu sinni hvernig norski fáninn lítur út. Og þá hefst grein Aune. □ SOVÉTRÍKIN reiða sig verulega á ferðamannastraum inn árið 1972. Ferðaskrifstof- an Intourist og flugfélagið Aeroflot starfrækj a nýtízku auglýsingastarfeemi um allan heim. Ferðalög um þetta feiki lega landflsemi þvert og endi- langt standa öllum til boða og á þekktustu ferðamannastöð- Un-um eru hátizkvileg hótel til búin til að taka á móti ferða- langrium. Samstarfsumræðurn ar við SAS virðast vera liður í þessari viðleitni og þær geta örugglega haldið áfram. Spurn ingin er bara hvað skandina- víska flugfélagið þorir að fara hratt í þessar umræður. Hin almenna ferðamannaþjónusta í Sövétrikjunum er, því miður. langt fyrir neðan óskir vest- ræna ferðamannsins. Ef til vill er hægt að segja hún sé mismunandi í hinum ýmsu lýð veMiisrí'kjum, en /á heiildina séð er hún slæm. ' AUt virtist ganga að óskum þegar við lögðum af stað fyrir hádegi þriðjudag nokkurn í september s.l. frá Fomebu flug velli í nýtízku sovézkri þotu. Samt sem áður leið ekki á löngu þar til við tékum eftir að ekki er tekið tillit til þarfa ferðamannsins í eins rí'kum mæli og við eigum að venjast. í fluigvélinmi voru 20 farþeg- ar frá Osló. Snotrar flugfreyj- ur sáu um útdreifingu sælgæt- is og snapsa. Flestir flugfar- þeigar hafa löngun til lítils glaiss með einhverju sterku. — Við fengum iþær upplýsingar að kampavín væri það eina sem m,eð væri í förinhi. Við pöntuðum strax vínlögg, en fengum hana aMrei. Það kom nefnilega á daginn að innan- borðs var 10—12 manna feríla mannaflö'kkur frá Mexikó og sá 'hann, um að hrvöilfa í sig kampavínsflöskunum tveim og einu víniflöskunm, sem þjónustustúlkurnar gátu fund ið i'hirzlum sínum. S’em. sagt ferðin til Moskvu varð algjör- lega „þurr“. feegar til Arlanda kom var flugvélin næstum fyllt og á leiðinni frá Stokkhólmi til Moskiai var borinn fram mið- degisverður: Köld, gömul hæna. Viðkunnanlegur Sovét-borg ari sagði við okkur áður en yið lögðum upp í ferðina: Þið kom ið til með að hafa stórgaman af þessu, ef þið getið einfald- lega ifflugvellinum í Möskvu og skrifstofuveldinu, sem ræður ríkjum í landi okkar. Það var alveg víst. Áætlun- argerðin byrjaði strax á alþjóð lega flugvellinum í Moskvu og hélt áfram það sem eftir var ferðarinnar. Sovét vill 1 I| ferðamenn . . . í Moskivu eru fjórir flug- vellir, sem notaðir eru í borg- arale.gu augnamiði — og eru, þeir allir staðsettir í' hæfilegri fjarlægð frá miðborginni. — Að.eins einn er notaður álþjóð iega. Hinir eru samgönguliðir fyrir innanlandsflug. Við áikoð uðum þrjá þsirra, alilir með nýtízkulegu sniði, en þó' ekki eins og sá alþjóðlegi. Aðakstursvegirnir að heims- borginni eru sérstaklega br-eið ir og vinalegir eftir að aka. Aðeins eitt setur strik: MikiLL fjöldi bifreiðanna í Sovétrikj- unum, og þá sérstaklega í Moskvu^ ekur á 72 oktaina benzíni, en sú , tála nálga.st parafín-olíu, svo að pestin er óþolandi. Bílarnir virðast ekki endurnýjast samhliða þróun- inni. Bílstjórin.n okkar átti í mestu erfiðleikum með stýri og gí'raskiptingu þegar hann píndi gamla Pobedann sinp, sem er að minnsta kosti 15 ára gamaffl, upp í næstum 100 kílómetra hraða. Mos,kva er borg stjórnmála- sendiboðanna. Við öll nýtízku hótel miðborgarinnar suðar laragrúi erl'endra tungumáýla. Þar er íolk frá öllum heims- ins hornum. berandi virðuleg- ar miálmskífur á jakkafaiöin- um, sem bera vott um hvaða ríkisi-tjórn menn tiiheyra. Aðalhótel borgarinnar er hið tiltölulega nýja, risastóra Rossia. Það er sagt vera stærsta hótel í Evrópu með 6000 rúmum. Þetta átti að v.era gististaður okkar í firnm næ~tu nætur. Fyrir alla muni skulu menn ekki ganga með það í hnga, að borða eitthvað á matsieðl- inum, inn í neinn hinna mörgu matsála hóteisins. Oftast nær gæfni með mangra k'l.ukku- vegað það sem mfnn biðja um. Sérhver máltíð á Rossia þarí að vera skipulögð af gaum- gæfni með marga klúkku- stunda fyrirvara og eyddi enskumælandi túlkurinn okk- ar heilmingnium af vinnudegi sínum í vinnu við hvað hægt væri að fá að borða og drekka. Síðan gekk aUt nokurnveginn í rétta átt. feá skulu mienn ekki láta sig dr'eyma um að 'tii (eiwhvers sé að hlamma sér niður við borð og vo.nast eftir vinsemd þjón- ustus'tarfsliðpins. Hér. er efcki markmiðið að selja — hieldur sem Norðmenn var það mjög gremjuvekjandi að sjá alltaf danska eða ísienzka fánann á borðum. Fer ðaþ j ónu'Stuf ólkið í Moskvu veit hreint og beint ekki hvernig norski fáninn lít- ur út. En með öllum sínum heims- borgarlega blæ og yfirleitt við kunnanlegu byggingu, vekur þetta visahótel áhuga þrátt fyr ir allt. — Knattspyrnumað- ur ársins í Ewópu □ Hollenz.ki knat!spyrnumaður inn John G.ruyff ,var kjönnn 'knatt að gera pantanir. Engin um- framþjónu£ta er veitt eins og fallégt bros og í innrétting- unni fyrirfinnst en.ginn 'íburð- ur. Hann finnst aftur á móti í matnum, sem er á allan hátt framreiddur á aðgengilieigasta mátann. Þekkin'g á eiiendum tungumálum er svo til engin. Enskumælandi fólk er al'gjör- lega hjálparvana. Fyrir okkur spyrhumaður ársins í Eivrópu í kosningu sem í'ranska knatt- spyrnublaðið France Football geklkist fyrir. Eru íþróttafrétta- mienn frá 26 löndum slem stóðu að vallinu, og hflaut Gruyff 116 af 130 atk'væðum mögiuiegum, sem. er hæsfa hlutfalil siem nokikur kn.attspyrnumaður hefur teti'giið. Hlýtur Gruyff iguillknöttinni fyrir árið 1971 að launum. — ALGER ÞÖGN ER ENNÞA HÆTTULEGRI EN HAVADI □ Það hefur löngu verið við- urkenmt, að hávaði getur haft og hefur slæm áhrif á fólk. En dauðaþög-n getur í suimum til- fellLum haft enn verri afleiðing ar. Þetta kémur fram í skýrslu, sem dr. Gilbert C. Tolhurst, pró óf'essor við háskóiann í Massa- chusetts í Bandaríkjunum, semdi nýlega frá sér. Þar segir, :að sumt fóik sé svo jiæmt fyrir háiváða, að það óski 'einskis frek ar en dauðaþagnar. En það mundi ekikl verða hriíið. Rannsóknir, sem hafa vsrjð framkvæmdar í algjörlega hljóð eimamgruðum h'erbergjum, þar sem ekkert utamaðk.o<ins'ndi hljóð kemst inn, ha:fa lieitt í liós að þeir, siem slíkt hafa reymt, verða mjög óttaslegnir — jafm- viel tryWast. Þletta ihefur verið ■reynt á örfáum og er dr. Tod- hurst meðal þeirra, sem gem.g'jð hafa gegraum þessa eldskírn þagnarinmar. Hanm ssgir: — Þietta er ó- neitanlega mikii reymBla — a-ð ■ vera í þeirri aðstöffu að geta héyrt hvert slag hjarians greimi lega - iþegar hvier am.d!andrÓttuir . kemur greinileg'a fxam, bæði inn og út'öndun, og það sama hve reynt er að anda hljóðlega. Maður heyrir, þegar höfuðið er hreyft og alilskomar óþægiieg hljóð líkamains koma fram í „d:auða'þö.gn'jnni“. Þetta .segir lækmirinn af sinmi reyneilu og samkvæmt hsnni ætti kamnsiki að breyta aðvörunarspjöldum sjúkrahúsanma úr ,,Þögn“ í „Þög'n - en ekilci of milkla þögm,“ — Það virðist því, segir dr. Tolhurst, — að af þessum at- hugunum megi ráða, að algjör þögn sé nokkuð, sem koma koma verður í veg fyrir. — LÍFÚTÍGEIMNUM? □ SU hugsun grípur (VÍsinda- menn alltaf öðru hvfirju að ef til (vi.ll kunni leinhverjar vits- muna wfirur á öðrum ihnöttum. sem náð ha'fa jafn iangt eða jafnvel lengra en við hvað alla tækni og menningu snertir, að vera að fást við að komast í samfciand við okkur, með því að senda okkur einhiver merki ut- an úr geimnum, Síðasti hópur- inra, sem lagði blessun sína yfir Þann möguleika, var skipaður mikilsvirtum bandarískum og sovézkum vísi'ndamönnum, sem efndu til ráðstsfnu með sér að Byrakan. geimvísindastöðinni í sovétríkinu Armeníu í septem- ber s. 1. Þeir komust meðal annars að þessum niðurstöðum: 1. Það er ekld ólíklegt að hnattbúar sem náð 'hafa háu men'ningarstigi, og eru á nalægari svæðum inn- an Vetrarbrautariiran'ar, reyni að ná sambandi við jörðina. 2. Það er ekki ósennilegt að okkur megi takast að koma á sam- bandi við slíkar rpenningar-iíf verur með því að kanna geim- inn stöffugt mieð langdrægum og öflugum radsjártækjum. 3. Að efnt skuli efliþjóðlegs sam- starfs í iþiví slkyni að ná slíkum merkjasendinigum utan úr geimmum’. Eins og tækni okkar er nú hagað liggur beinast við að beiita þeirri aðferð að hlusta í þeim tiilgangi, í stað þess að senda út merki. Tveir band'arísldr vísinda- mienn, sem sátu ráðstefnuna, stjörnufræðingarniilr Carl Sag- an og Ftrank Drake, báðir starf andi við Cornell háskólann, skýrðu frá ályktun vísindaaka- demíunnar bandarísku sem kostaði að sínum hluta þeinnan fund bandarísku og sovézku geimvísindamannanna. Sagði Carl Sagan, að enda þótt ek:ki læg'ju fyrir óyggjandi sarananir fyri’r því að hnettir í öðrum stjarnkerfum væru byggðir vits munaverum, og enda 'þótt sam- ræmdar tilraunir sovézk'ra, bandarískra og brezkra geim- vísindamanna til að ná meirkja sendingum utan úr geimnumi, hefði ekki enn borið neinn. ár- angur, virtust rökhu'gsaðar á- lyktanir, byggðar á óyggrjandi vísindal'egum staðreyndum benda ti'I þess að á þessuim hnöttum hefði þróazt menning, sern réði yfir mjklum muin h.á- þróaðri tækni en- hér þekktist. Dr. Drake ályktaði að vits- Framh. á bls. 11. Samvinna og samkeppni ÞaS er samvinna milli Flugféfagsíns og BEA, en jafnframt sam- keppni um að ná sameiginlegu takmarki: tíðum og reglubundnum ferðum milli íslands og Bretlands, aukinni þjónustu og auðveidun farþega til framhaldstlugs, hvert sem ferðinni er heitið. Flugfélagið og BEA bjóða ísíenzkum farþegum 5 vikulegar ferðir að vetrarlagi og 11 ferðir í, viku að sumarlagi milli Reykjavíkur, Glasgow og London með íij'lkomnustu íarkostum, sem vöi er á: Boeing 727 og Trident 2, ASalsmerki okkar er: þjónusta, Hraói, þægindi fi friðiudagur 4. janúar 1972 ÞrrSjuifagur 4. janúar 1972 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.