Alþýðublaðið - 15.03.1972, Side 5

Alþýðublaðið - 15.03.1972, Side 5
alþýðu i Híi i Útgáfufélag Alþýðublaðsins h.f. Ritstjóri Sighvatur Björgvinsson (áb.). Aðsetur ritstjómar Hverfisgötu 8-10. Simar 14-900 Auglýsinga- sími 14-906. Blaðaprent h.f. SKRIPALEIKUR SETTUR A SVID Flokkapólitikin á tslandi get- ur stundum tekið á sig furðuleg- ar myndir. Abyrgir stjórn- málamenn, jafnvel ráðherrar, gera sér á stundum leik að þvi, að látast vera algerlega skilningslausir á meginatriði máis, en fjasa þeim mun meira um smæstu smáatriði, jafnvel prentvillur I tillögum andstæð- inga sinna. A fundum Aiþingis halda þeir svo hrókaræður um prentvillurnar, en vikja ekki einu orði að þeim hugmyndum, sem andstæðingarnir setja fram, jafnvel þótt þær kunni að vera bæöi nýstárlegar og mjög athyglisverðar og auk þess á þá lund, að ætla megi, að flestir þingmenn séu i rauninni sam- mála hugmyndinni. Eitt dæmi um siikan skripa- leik og sýndarheimsku ábyrgra stjórnmálamanna kom fram i umræðum á Alþingi í fyrri viku. Sérsköttun Fyrir hönd þingflokks Alþýðuflokksins lagði Gylfi Þ. Gislason fram 'hugmyndir um athugun á sérsköttun hjóna I sambandi við þá framhalds- endurskoðun, sem rikisstjórnin ráðgerir á skattafrumvarpinu. Þessi hugmynd er ákaflega ný- stárleg og alls ekki flokks- pólitisk. 1 nefndaráliti sinu lýsti Gylfi Þ. Gislason framkvæmd hug- myndarinnar i stuttu máli, en meginstefnan er sú, að þær breytingar verði gerðar i skattalögum, að allar kouur skoðist sem sjálfstæðir skatt- þegnar án tiilits til hjúskapar- stöðu. Sé konan gift og stundi eingöngu heimilisstörf, séu henni reiknuð laun fyrir þá vinnu, sem dregin séu frá tekj- um heimilisföðurins og skatt- lögð sérstaklega, sem tekjur húsmóður. Hjónin yrðu þannig skattlögð hvort i sinu lagi og þau laun, sem húsmóðurinni yrðu reiknuð, myndu að sjálfsögðu dragast frá skattskyldum tekj- um mannsins og lækka opinber gjöld hans. Þessi hugmynd er I fullu samræmi við nútimalegar skoðanir á stöðu konunnar i samfélaginu. Auk þess, sem hugmynd þess- ari er lýst I nefndaráliti flutti Gylfi Þ. Gislason, fyrir hönd Alþýðuflokksins, sérstaka breytingatillögu við skatta- frumvörpin hennar vegna og var sú breytingartillaga prent- uð á sérstöku þingskjali. Þessi þingskjöl eru sett og prentuð i rikisprentsmiðjunni Gutenberg eftir handritum, sem þingmenn skila. Er það venja, að þing- menn lesi sjáifir prófarkir af þingskjölum þeim, sem þeir senda frá sér, áður en endan- lega er gengið frá þeim til prentunar. Prentvilla Vegna skyndilegra veikinda Gylfa Þ. Gislasonar gat hann ekki lesið prófarkirnar af breytingartillögum sinum og nefndaráliti og voru þessi þing- skjöl þvi prentuð, án þess að þingmaður gæti lesið af þeim prófarkir. Það varð til þess, að prentvilla varð á einum stað I breytingartillögunni um sér- sköttun hjóna, en nefndarálitið kom villulaust og þar var sér- sköttunarhugmyndunum einnig lýst og mun nákvæinar. Var auðséö að um prentvillu var að ræða i breytingartillögunni, enda leiðréttu starfsmenn þingsins það þingskjal þegar i stað og létu prenta upp. En hvað gera hinir ábyrgu stjórnmálaforingjar, mcnnirn- i ráðherra stólunum? Þarna er lýst nýrri og merkilegri hug- mynd, sem engin grundvöllur virðist vera fyrir flokkspólitisk- um deilum um. Lúðvik Jósefs- son hélt um málið langa ræðu, en vék aldrei allan þann tima að hugmyndinn sjálfri, heldur ræddi fram og aftur um prent- villuna. Þessa prentvilluræðu átu svo Tíminn og Þjóðviljinn eftir. Nú dettur engum i hug að halda, að Lúðvik Jósefsson sé svo skyni skroppinn.að það eina, sem hann sjái við hug- myndir um sérsköttun hjóna, sé ein prentvilla. Honum var það og er fyllilega ljóst, hvaða mál þingflokkur Alþýðuflokksins var að flytja og hann vissi mæta vel, að þvi máli var rétt og nák- væmlega lýst I nefndaráliti. Brynjaöur skilningsleysi En i umræðum um hana kaus hann að brynja sig galtómu skilningsleysinu. Og allt hans innlegg til málsins byggðist á einni prentvillu. Það er svona framkoma, sem Alþýðublaðið telur vera einn meginlöstinn á islenzkri flokkapólitik og til þess fallna að draga úr áliti á bæði stjórnmálum og stjórnmála- mönnum, þvi vitaskuld eru þeir hvorki svo skilningssljóir né svo neikvæðir gagnvart nýstárleg- um hugmyndum, sem Lúðvik að þessu sinni vildi vera láta. FUNDAHERFERDIR UM sameiningarmAlin Ungir jafnaðarmenn, ungir Framsóknarmenn, ungir Alþýðu- bandalagsmenn og ungir menn i Samtökum frjálslyndra og vinstri manna hafa sammælst um funda- herferðir viðsvegar um land, þar sem sameiningarmálin verða rædd. Þegar hafa slikir sameigin- legir fundir verið haldnir á Akureyri og á Húsavik og um s.l. helgi I Borgarnesi. Um næstu helgi verða fjóri> slikir fundir haldnir, — tveir á Suðurlandi og tveir á Norður- landi. A Suðurlandi verður fyrri fund- urinn haldinn föstudaginn 17. marz, kl. 20.30 á Selfossi, i Hótel Selfoss, Framsögumenn verða Jónatan Þórmundsson, Cecil Haraldsson, ■ Halldór S. Magnússon og Ólafur R. Einarsson. A Hvolsvelli verður efnt til fundar laugardaginn 18. marz, kl. 14, i félagsheimilinu. Ræðumenn verða Sighvatur Björgvinsson, Baldur óskarsson ólafur R. Einarsson og Halldór S. Magnússon. A Blönduósi verður fundur haldinn sama dag, laugardag, kl. 14 I Hótel Blönduósi. Ræðumenn órlygur Geirsson, Már Pétur- sson, Ólafur Hannibalsson og Sveinn Kristinsson. A Sauðárkróki verður fundur haldinn i Félagsheimilinu, sunnu- daginn 19. marz kl. 13.30. Ræðumenn verða örlygur Geirsson, Magnús H. Gislason, Ólafur Hannibalsson og Sveinn Kristinsson. öllum er heimill aðgangur að fundunum og þátttaka I umræð- um, en að loknum framsögu- ræðum hefjast frjálsar umræður og fyrirspurnir. Sjávarútvegsmál og togveiðar Alþýðufiokksfélag Hafnarfjarðar efnir til almenns fundar um SJAVARÚTVEGSMAL OG TOGVEIÐAR miðvikudaginn 8. marz n.k. I Alþýðuhúsinu i Hafnarfirði og hefst fundurinn kl. 20.30. Fundarefni: 1. Sýnd kvikmynd um veiðar skuttogara. 2. Kristján Ragnarsson, formaður Llö, flytur framsöguerindi. Ahugafólki um sjávarútvegsmál er bent á þetta tækifæri til þess að kynnast horfum I togveiðum og rekstri skuttogara. Fundurinn er öllum opinn. STÖRAUKNAR ALÖGURNAR A ALLAN ÞORRA ALMENNINGS — Við allar veigamiklar breyt- ingar á skattalögum á að hafa tvennt i huga, — i fyrsta lagi, að launþegar greiði ekki skatt af þeim tekjum, sem eru nauðsyn- fegar til venjulegs lifsframfæris og i öðru lagi, að skattakerfið verði gert einfaldara. Þetta sagði Gylfi Þ. Gislason m.a. I ræðu sinni i neðri deild Alþingis i fyrra- dag, en þá fór fram 1. umræðan i deildinni um frumvarp rikis- stjórnarinnar um tekjustofna sveitarfélaga, en frumvarp þetta var afgreiU frá efri deild fyrir helgina. Gylfi Þ. Gislason gerði einnig samanburð á raunverulegri skattgreiðslu i fyrra, að nef- sköttum meðtöldum, og væntan- legri skattgreiðslu i sumar, eins og frumvörpin gera ráð fyrir, að nefsköttum niðurfelldum. Þessi samanburður, sem ekki er unnt að véfengja, enda byggður á hreinum staðreyndum, leiddi glöggt i ljós, að gert er ráð fyrir mjög aukinni skattbyrði á næstum allar launastéttir i landinu. Eins og Gylfi benti á i saman- burðinum, og kemur fram i með- fylgjandi töflu, sem sýnir þennan samanburð, lækka skattarnir aðeins á þeim allra lægst launuðu. Þvi fagnaði Gylfi i ræðu sinni. En það er einnig staðreynd, að skattbyrðin eykst á allar aðrar stéttir, — m.a. verzlunar- og skrifstofufólk, sjómenn og aðra, sem ekki er með nokkru móti hægt að nefna hátekjufólk, Þettá fólk er venjulegt launafólk og SKATTBYRÐIN í FYRRA OG NÚNA Starfsstéttir Skattar 1971 Skattar 1972 Vcrkamenn 52 þús. kr. 48 þús. kr. Iðnaðarmenn 75 87 Afgrm. í verzl. 62 69 Skrifstm. 73 87 Ríkisstarfsm. 99 146 Starfsm. sveitaf. 83 122 Fiskimenn: a) undirm. 56 90 b) yfirm. 106 169 1 samanburðinum er miðað við hjón með tvö börn og meðaltekjur fyrir umræddar starfsstéttir, Fyrir árið 1971 er miðað við tekjuskatta, útsvar og nefskatta, en fyrir árið 1972 er aðeins miðað við tekjuskatta og útsvar, en ekki nefskatta, enda gera frumvörp rikisstjórnarinnar ráð fyrir þvi að nefskattar verði felldir niður. Eigna- og fasteignaskattar eru I hvorugu tilvikinu taldir með en, eins og öllum er ljóst, gera frumvörp rikisstjórnarinnar ráð fyrir mikilli hækkun fasteignaskatta. Þegar meta á, hvort byrði opinberra gjalda eykst eða minnkar á milli ára, er ekki nóg að einblina á krónutöluna eina út af fyrir sig. Það verður einnig að taka tillit til þess, hvort tekjur hafa almennt hækkað á timabilinu. Ef sú almenna tekjuhækkun, sem orðið hefur á árinu, veldur þvi ekki, að fólk hækki i skatt stiga, er ekki um að ræða aukna skattbyrði. Ef hin almenna tek- juhækkun veldur þvi hins vegar, að fólk hækkar i skattstiga, þá hefur skattbyrðin aukizt. Það er þetta atriði, sem st- jórnarsinnar forðast að nefna i --------------------------------------------------------------- öllum sínum útreikningum, Þetta dæmi vilja þeir ekki reikna. En þaö er þó næsta auð- velt að gera og hefur m.a. verið gert hér i Alþýðublaðinu. Og útkoman úr þvi dæmi sýnir, að undantekningarlitið þurfa islenzkir launþegar að greiða hærra hlutfall tekna sinna i opinber gjöld á árinu 1972, en eftir samþykkt skattfrumvarpa rikisstjórnarinnar, en þeir þurftu að gera i fyrra. Þess vegna er sú fullyrðing Alþýðu- blaðsins algerlega rétt, að með samþykkt skattafrumvarpanna sé verið að iþyngja opinberar álögur á öllum meginþorra launþega i landinu. rikisstjórnin hyggst þyngja mjög skattana á þvi, eins og saman- burðurinn sýnir. — Vegna hækkaðra tekna á árinu er út af fyrir sig ekki óeðli- legt, þótt skattarnir hækki i krónutölu, sagði Gylfi. En ef skattgreiðslan i fyrra og nú er borin saman við tekjurnar, sem skattarnir eru greiddir af, kemur i ljós, hvort skattgreiösluhlut- fallið hefur vaxið eða minnkað. Þurfi skattgreiðandi i ár að borga hærri hundraðshluta launa sinna i skatta, en i fyrra, þá hefur skatt- byrðin aukizt. Þurfi hann i ár að borga lægri hundraðshluta launa sinna i skatta, en i fyrra, hefur skattbyrðin minnkað. Þetta er eini raunhæfi samanburðurinn, sem hægt er að gera og sá saman- Framhald á bls. 9 Miðvikudagur 15. marz 1972

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.