Alþýðublaðið - 06.04.1972, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 06.04.1972, Blaðsíða 5
I alþýðu I Útgáfufélag Alþýðubtaðsins h.f. Ritstjórj Sighvatur Björgvinsson (áb.). Aðsetur ritstjórnar Hverfisgötu 8-10. Blaðaprent h.f. SVIVIRDILEG AFGREIÐSLA Þá hefur rikis- stjórnin ákveðið með atkvæðum fimm ráð- herra gegn atkvæðum tveggja að taka tilboði Bandaríkjastjórnar um að Bandarikin fjár- magni nauðsynlegar framkvæmdir á Kefla- vikurflugvelli. Þetta tilboð samþykkti rikis- stjórnin vegna þess, að hún átti ekki annarra kosta völ. Umræddar framkvæmdir við völlinn varð að vinna. Annars hefði hann misst gildi sitt sem millilendingarvöllur fyrir farþegaþotur og íslendingar þar með misst af milljóna- tekjum. Ákvörðunin sjálf var þvi eðlileg og óhjá- kvæmileg frá sjónar- miði rikisstjórn- arinnar. Hitt er hneyksli, hvernig hún var tekin. Þar kemur fyrst til þáttur Alþýðubanda- lagsráðherranna i málinu. Við afgreiðslu máls, sem þeir sjálfir lita svo á að sé bæði mjög mikilsvert og stefnumarkandi greiða þeir atkvæði á móti þótt þeir viti það fyrir fram, að meiri hluti ráðherranna sé málinu fylgjandi og muni sam- þykkja það i krafti meirihluta atkvæða. Þetta tækifæri nota kommúnistar svo til þess að fria sig allri ábyrgð á málinu. Þessi afstaða þeirra er yfir- lýsing um, að kom- múnistar taki ekki á sig stjórnarábyrgð nema að takmörkuðu leyti. Þannig vilja kommún- istar leika tveim sk- jöldum til skiptis, - eins ' og þeir væru bæði in- nan og utan stjórnar á sama tima. í öðru lagi er afgreiðslumáti ráðherrameirihlutans i þessu máli hneyksli. Rikisstjórnin hefur ekki þingmeirihluta á bak við sig til þessarar afgreiðslu. Kommún- istar eruá móti ogþing- fylgi Framsóknar og Frjálslyndra nægir þá ekki rikisstjórninni til meirihlutafylgis. Þegar það lá fyrir og úr þvi ráðherrar þessara tveggja flokka voru svo staðráðnir i þvi að knýja málið fram þá áttu þeir auð- vitað að leggja það fyrir stjórnarandstöð- una og kanna þar hvort stjórnarandstaðan væri sammála þvi, að tilboðinu væri tekið. Fyrst einn stjórnar- flokkanna, Alþýðu- bandalagið, var and- vigur þvi, að tilboði Bandarikjastjórnar yrði tekið, þá var þetta sú eina rétta og sjálf- sagða leið, sem ráð- herrar Framsóknar og Frjálslyndra gátu farið til þess að tryggja þingmeirihluta fyrir ákvörðun rikisstjórn- arinnar. En þetta gerðu þeir ekki. Þeir sögðu ekki eitt auka- tekið orð við stjórnar- andstöðuna heldur knúðu fram rikis- stjórnarsamþykkt i málinu með minnihluta þingheims á bak við sig. Þetta er regin- hneyksli. Rikisstjórnin er farin að stjórna landinu i algerri and- stöðu við allar þing- ræðislegar venjur. Hún er farin að taka mikil- vægar ákvarðanir án þess að tryggja sér þingmeirihluta fyrir þeim. Engin rikisstjórn á íslandi hefur áður gert sig seka um svo hroðaleg afglöp. En rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar virðist mega trúa til alls. RÚSSAR FARA HALLOKA MÚT KINVERJUM t>ótt viðhorfin hafi breytzt nokkuð i afstöðu Kina til um- heimsins, einsog m.a. kom i ljós i sambandi við ferð Nixons til Kina, þá hefur engin stefnubreyt- ing orðið hjá Peking-stjórninni, segir sérfræðingur norska Ar- bejderblaðsins i málefnum Austurlanda, Hans Granquist, i grein i blaðinu nýlega, en Granquist er nýkominn heim frá Austurlöndum. Kinverjar munu halda áfram að vinna gegn vest- rænum hagsmunum i flestum heimshlutum, reyna áfram að afla sér stuðningsmanna meðal þjóða hins þriðja heims og, um- iram allt, halda þeir áfram að veita Sovétrikjunum hart við- nám, segir Granquist. Granquist bendir einnig á, hversu mikla áherzlu Kinverjar leggja nú á að öðlazt viðtæk áhrif i heiminum. t nokkur ár hafa þeir t.d. veitt þróunarrikjum mun meiri aðstoð, en Sovétrikin hafa gert. Sérstakar tilraunir gera Kinverjar nú til þess að vinna sér stuðning meðal Arabarikja og i Afriku. Þær tilraunir hófust þegar árið 1955, en þá reyndu Kinverjar að öðlast áhrif i Araba- löndum, einkum i Egyptalandi og Sýrlandi. bær tilraunir fóru út um þúfur, — i það sinnið. Sovétrikin sáu hvert stefndi og m.a. til þess að hamla gegn auknum áhrifum Kinverja hófu þau geysimikla að- stoö við Arabarikin, bæði efna- hags- og hernaðaraðstoð. Um svipað leyti hófu Rússar einnig byggingu hinnar geysistóru Assu- an-stiflu fyrir Egypta. En Kinverjar gáfust ekki upp. Næstu tilraun til að vingast við Arabarikin gerðu þeir árið 1960 en þá hafði vináttan kólnað nokkuð milli Egypta og Rússa vegna þess, að Krusjoff gagn- rýndi Nasser harðlega fyrir að leggja steina i götu egypzka kommúnistaflokksins. Kinverjar sáusér þarna leik á borði og i kjöl- far heimsóknar Chou-En-Lai til Kairo árið 1963 buðu Kinverjar Egyptum og Sýrlendingum mikla efnahags- og tækniaðstoð. En þegar leið fram á sjöunda ára- tuginn jafnaðist ágreiningurinn milli Rússa og Egypta og Rússar öðluðust aftur sin gömlu áhrif i Arabaheiminum. Enn urðu Kin- verjar þvi að láta sér lynda að Rússar bæru sigur úr býtum i viðureign þessara tveggja stór- velda hins kommúniska heims um hylli Araba. Uriðju tilraunina gerðu Kin- verjar svo árið 1967, — i sex daga striðinu. bá buðu Kinverjar Egyptum aðstoð og réðust að Sovétrikjunum með ásökunum um, að þau hefðu svikið Araba með þvi að greiða atkvæði með samþykkt S.t>. um stöðvun striðs- rekstrarins. Með þessari afstöðu sinni öðluðust Kinverjar vináttu Palestinuskæruliða og annarra Kramhald á bls. 4 NY STJORN í DÝRA- VERNDARSAMBANDI Nýkjörin stjórn Sambands Dýraverndunarfélaga tslands kom nýlega saman til fundar og skipti með sér verkum: For- maður er nú Þórður Þórðarson, DANMÖRK-FÆREYJAR Ödývmll daga hvingfevðir með m.s. GULLFOSSI í aprílmánuði til Kaupmannahafnar með viðkomu í Tórshavn. Verð kr. 14.500.00 - gisting og morgunverður innifalið í verðinu, á meðan dvalizt er í Kaupmannahöfn. Brottfarardagar: 6. apríl og 20. apríl. Ferðizt ódýrt — Ferðizt með Gullfossi EIMSKIP Allar nánari upplýsingar veitir: FARÞEGADEILD EIMSKIPS Sírni 21460 framfærslufulltrúi, Hafnarfirði, ritari Jón Gunnarsson, framk- v.stj., gjaldkeri Hilmar Norð- fjörð, loftskeytamaður, varafor- maður Jón Guðmundsson, bóndi og meðstjórnendur Jakob Jónas- son, læknir, Gauti Hannesson og Asgeir Hannes Eiriksson. Á aðalfundi félagsins báðust undan endurkjöri i stjórn Sam- bandsins, Þorbjörn Jóhannsson, kaupmaður, fyrrv. formaður, Þorsteinn Einarsson, íþrótta- fulltrúi, fyrrv. ritari, og enn- fremur Tómas Tómasson, for- stjóri, Guðmundur Hagalin rit- höfundur og Oddur Andrésson bóndi, en allir þessir menn sátu i stjórn Sambands Dýra- verndunarfélags íslands um ára- bil. NYJA SÍMANÚMERIÐ OKKAR ER 8-66-66 A Fimmtudagur 6. apríl 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.