Alþýðublaðið - 06.04.1972, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 06.04.1972, Blaðsíða 11
V w & w J||% eftir A VAI m vir IATTIINI 21 H JA ÍJS Arthur H YHL .111 vll IHIIUHI llftll Mayse Kross- gátu- krílið l_'Q ^ /naLOfíúrn/rvu r 'tl-'RT ‘ =5; PfiSbfi Dfi ófímuL FOTTuR. BORCr V£RIL 'R fi)KUR £yR/ 6 / í GEF/R SfY/R ffífíbXR D/lfiTr UFZ HLUT/ TVÍ HLJr > Tom iN Púsft | QhNG jríor 2 •) I) i Timfi m'oT r» V ns< SÓmiNy 7 HRlÐUft fiN/ mmfft /nfítm LEIV/ i£RHL. 7 \ 3 'U'fíT* ry/<TA mfíRK /0 END /Nú /.YKJLORT)*- SvOL-/ b CÞ • Þ h) K k) C: in S) Cxl 'fc N A 3 Oa % 3 \ A •n Þ 3 c; *) 3 Y- 'O A S N k) C Þ Þ • 3 C 3 c Þ 3 3 "4 sparkar mikið frá þér i svefni, Linny! Þú beygir þig saman og sparkar eins og skröltormur heggur. En það er betra, að það er ég, sem fyrir högginu verður en ekki pabbi þinn, finnst þér það ekki? ” ,,Miklu betra”. Hún var enn ekki á þvi að fyrir- gefa honum. „Hvernig stendur á þvi, að það liggur svona vel á þér i dag, Mike? Veðrið”, sagði hann. ,,Ég hafði búizt við rign- ingu. Og sjúklingnum hefur ekki versnað. Ef veðrið helzt óbreytt, og ef leit hefur verið hafin, sem ég reikna með, ættum við að hafa nokkuð góða mögu- leika. Við verðum hérna einn dag i viðbót, nema veðrið versni”. ,,Mjög viturlegt,” sagði hún i viðurkenningartón, „sérstaklega með tilliti til þess, að við höfum engan staðinn til þess að leita til”. „Jú, við höfum raunar stað að fara til”, sagði hann, ,,ef i nauðirnar rekur. Þú munt verða un- drandi á þvi hve miklu maðurinn fær áorkað, ef hann er neyddur til þess”. Hann brosti til hennar. „Hefðirðu til dæmis trúað þvi, að þú hefðir getað hlaupið hundrað metrana á tiu sekúndum?” Hún lét sem hún tæki ekki eftir þessari athuga- semd hans. „Þakka þér fyrir að bjarga farangr- inum okkar, Mike, og fyrir að hafa gert við skóna mina. Mér finnst leiðinlegt hve ég hagaði mér kjánalega áðan. Ég veit ekki hvað gekk að mér!” „Ég veit það”. Hann klappaði henni á öxlina. „Það voru áhrif ósnortinnar náttúru á hinn sið- menntaða mann. Þetta sýnir bara, að þú ert miklu viðkvæmari en ég. Viðkvæm, siðmenntuð. Þannig ertu einmitt, Linnea”. „Hættu að kalla mig Linnea... Áttu við, að þér hafi aldrei liðið eins og mér?” „Einu sinni fann ég fyrir þessu sama”. Hann lét múrmeldýrið slást i fæturna á sér og kærði sig koll- óttann um blóðið, sem draup af þvi. „Þetta er dá- litið, sem getur komið fyrir hérna, fjarri manna- byggðum. Ég fann stundum fyrir þessu á ferðum minum með Ves Jones, sem ég hef sagt þér frá. En hve ég vildi, að Morg hefði getað hitt hann. Þeim tveim hefði örugglega komið ágætlega saman”. „Hvað hefði gerzt, Mike, ef ég hefði verið ein- sömul?” „Þú hefðir jafnað þig á þessu. Þú mundir hafa tekið á þig rögg og sagt við sjálfa þig: Heyrðu mig nú, þetta gengur ekki! Það er fyrst, þegar manni finnst lækirnir tala, að hætta fer að vera á ferðum, eða þegar manni finnst að maður hafi ferðafélaga, þar sem enginn er, t.d. Parisarmódel i háhæla- skóm”. Hann hætti að tala, en hún var byrjuð að gera sér mynd af honum. Henni likaði ekki hvernig þessi Parisarkynbomba kom inn i frásögnina hans. Þetta var vel valinn timi fyrir flugvél að fljúga yfir þau. Flugvélin kom úr suðri og hún glitraði i sólskininu. Þau horfðu á hana án þess að segja orð, þar til hún hvarf á bak við há fjöll Maxada- svæðisins. „Heldurðu að þeir hafi komið auga á okkur? Á eldana á ég við?” „Ef þeir hafa séð okkur, ættu þeir að snúa við.” Tónninn i rödd hans gaf til kynna, að það hefði ekki haft ýkja mikil áhrif á hann að vera minntur þannig á umheiminn. „Ertu búin að borða morgunmat?” „Aðeins forréttinn. Á eftir ætla ég að fá mér reykt svinsflesk og egg og ristað brauð með smjöri.” „Eitthvað meira?” „Appelsinusafa, vöflur og pulsu.” Þessi flugvél varð að snúa við. Hún reyndi að beita huganum við að fá hana til að snúa við. „Og kaffi. Ég vil hafa það svart.” „Hveitilim,” sagði hann. „Fjárinn, hafi það, ég á við hafragraut.” Þau brostu hvort til annars. Gamall maður, tuttugu og fjögurra ára, og hæglát stúlka, tveim árum yngri. Þeim kom vel saman núna. En þokan i suðvestri varð þéttari og silfurlita flugvélin sneri ekki við. Þegar þau komu til baka rótaði Morgan Halsted i skjalatöskunni sinni, sem Linn hafði sett við hliðina á honum. Hann leit upp til þeirra með rafmagns- E UNGIR MENN FRÁ CHICAGO íramburði um æsku og kringum- stæður varðandi glæpinn. Æskan i sjálfu sér, er þvi aðeins mikilvægt atriði, vegna þess að hún hefur áhrif á sálarástandið”. I svari sinu lýsti Crowe þvi yfir, að annað hvort þekktu sakborn- ingarnir muninn á réttu og röngu, eða alls ekki. Staðreyndirnar sýndu fyrirfram ákveðið, grimmúðlegt og lostafullt morð án nokkurra mildandi kringum- stæðna. Réttlætið og yfirþyrm- andi almenningsálitið legðu sér á herðar að krefjast þyngstu refs- ingar, til að varna þvi að milljón dollarar gætu bjargað lifi tveggja samvizkulausra morðingja. Darrow hrópaði: ,,Mér virðist, að ef ég gæti nokkurn timann komið mér til að krefjast dauðarefsingar, þá ætti ég ekki að gera það i hroka, eða með gleði, eða i reiði eða með hatri, heldur ætti ég að gera það með dýpstu eftirsjá yfir að svo þurfi að vera og að ég ætti að gera það i samúð með þeim, sem taka ætti af lifi. Það hefur ekki verið gert i þessu máli. Ég hef aldrei orðið vitni að eins ákveðinni til- raun til að gera mannlegt sam- félag að öskrandi villidýrum og notfæra sér allt sem boðizt hefur, til þess að skapa ógrundað hatur i garð þessara tveggja drengja”. Carverly dómari tilkynnti að hann myndi hlýða á þann vitnis- burð, sem vörnin óskaði eftir. Bardaginn fyrir lifi Leopolds og Loebs var hafinn. Sálarlif þeirra var rannsakað af fremstu geð- læknum Bandarikjanna og bak- grunnur þeirra dreginn fram i dagsljósið, mældur og veginn. Lif þeirra beggja, allt frá þvi þeir voru i vöggu og jafnvel allt frá getnaði, var sett undir smásjána. Fyrst reyndi ákæruvaldið að sanna hvert stig glæpsins, til að sýna fram á að hann hefði verið framinn að yfirlögðu ráði og að kæruleysi sakborninganna gagn- vart þeim verknaði, sem þeir höfðu framið, útilokaði alla rétt- lætingu á miskunn. Leidd voru áttatiu vitni og meðal þeirra prófessor i lögum við háskólann i Chicago, sem bar, að daginn eftir morðið hafi Leopold rökrætt við sig um imyndaðan glæp, þar sem kom fyrir mannrán til lausnar- gjalds. Skýrslusérfræðingar lýstu þvi yfir að fjárkúgunarbréfið og vinnubókarblöðin hefðu verið skrifuð á sömu ritvél, þá sem var i eigu Leopolds. Vinir og skólafé- lagar beggja piltanna rifjuðu upp hegðun þeirra og tal. t vitna- leiðslu, sem stóð i átta daga, fletti ákæruvaldið ofan af hverju smá- atriði glæpsins. Læknar lýstu þvi áliti sinu, að Bobbie Franks hefði verið misboðið kynferðislega af kynvillingum. A hverjum morgni las heimurinn eitthvað nýtt og ógeðslegt um Leopold og Loeb. Og eftir þvi sem hin hryllilega saga þróaðist, margfölduðust kröfur almennings i Banda- rikjunum, um að slik skrýmsli ætti að hengja. III Spurningin um það hvort Leopold og Loeb hafi verið rétt- laus skrýmsli, eða svo jafnvægis- lausir á geði að það hafi skaðað ábyrgðartilfinningu þeirra, hefur verið til umræðu og álita i ótelj- andi bókum og blaðagreinum. Arið 1924 rannsökuðu sex geð- læknar þá fyrir vörnina og fjórir þeirra báru vitni fyrir réttinum. Akæruvaldið mótmælti heiftar- lega vitnisburði þeirra og fékk þrjá lækna frá Chicago til að vitna á móti þeim. Hinir sex sér- fræðingar varnarinnar voru: Dr. H. S. Hulbert, sem hafði starfað við Rockefeller stofnunina, Dr. Karl Bowman frá Bloomingdale sjúkrahúsinu i New York og fyrr- um fyrirlesari um geðræna sjúk- dóma við Harvard háskólann, Dr. W. A. White yfiriæknir við St. Elizabeth geðsjúkrahúsið i Washington D.C., Dr, William Healy frá Judge Baker stofnun- inni i Boston, Dr. Bernard Glueck yfirlæknir við geðdeild sjúkra- húss Sing Sing fangelsisins og Dr. Ralph Hamill frá Chicago. Læknunum kom saman um að báðir piltarnir hefðu orðið fyrir áhrifum af fóstrum sinum. Fóstra Loebs hafði verið alltof ströng og til þess að fara á bak við hana, hafði hann komizt upp á lag með að ljúga af óskammfeilni og af talsverðri leikni, þannig að ekki komst upp um hann og hann slapp við refsingu og án þess að hann sæi eftir þvi hið minnsta. Þegar hann var tiu ára fór hann að dreyma órakennda dagdrauma og suma þeirra hvað eftir annað. Hann imyndaði sér sjálfan sig sem „meistara-glæpahugsuð aldarinnar” svo útsmoginn i skipulagningu glæpa, að hann gæti séð við mestu leynilögreglu- mönnum heimsins. Hann imynd- aði sér sjálfan sig fremja dásam- iegan glæp, sem myndi valda um- róti um allt landið og aldrei kom- ast upp. Hann framdi ýmis smá- afbrot, sem veittu honum mikla fullnægju. F'óstra Leopolds hafði sýnt hon- um sjálfa sig á dónalegan hátt. Hún hvatti har.n til að stela, til þess að geta beitt hann kúgun og hún kom inn hjá honum afbrigði- legum hugmyndum um rétt og rangt, sem honum siðan fannst eðlilegar. í skólanum skar hann sig úr og öðrum drengjum fannst hann óvenjulegur og hann tók brottfararpróf á ungum aldri með háum einkunum. 1 Loeb fann Leopold gáfur, sem hann áleit æðri sinum eigin og honum varð ógerningur að lifa án vináttunnar við hann. Hann varð þræll Loebs og fús til að vinna með honum að hvaða afbroti sem var, þvi það væri það gjald, sem hann yrði að greiða fyrir vináttuna. Piltarnir tveirbættu hvorannan upp. Hvor um sig var reiöubúinn að takb þátt i órum hins. Hugarórar þeirra voru mjög ólikir, en þeir þurftu hvor á Öðrum úð halda til stuðnings. Aðalórar Leopolds voru að hann væri þræll konungs og hann setti Loeb i konungshlut- verkið. Þjófnaðarnir og afbrotin, Sögufræg sakamál - Fimmtudagur 6. apríl 1972 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.