Alþýðublaðið - 06.04.1972, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 06.04.1972, Blaðsíða 12
alþýðu mmri Landsins gröðnr — yðar lii'óður IbCnaðarbanki ”■ ISLANDS Askriftarsíminn er 14900 SENDIBIL ASTÓÐIN Hf ÞÚ HÉLZT ÞÖ EKKI AÐ ÞÚ HEFÐIR SLOPPIÐ BÆRILEGA? Hefur þú gert þér grein fyrir þvi, hve mikii hækkun varö nú um mánaftamótin á simagjöldum? Sjálfsagt ekki. Það kom hvergi skýrt fram I fréttatilkynningu rlkisstjórnar- innar um hækkunina. Tilkynn- ingin var þannig orðuð, að hina raunverulegu hækkun var reynt að fela sem allra mest. En hver er þá hækkunin? Hún nemur 51,24%'. Þetta er ekki prentvilla! Hækkunin nemur samtals nokkuð yfir fimmtiu og eitt prósent! Fyrst voru afnotagjöld hækkuð um 10%, — úr 1000 kr. ár- sfjórðungslega i 1100 krónur, Síðan var fjölda þeirra skrefa, sem slmnotendur mega nota án aukagjalds, fækkað úr 525 i 400. Símnotendur þurfa þvl fyrr að fara aö greiöa aukagjöld fyrir simanotkun, en áður. Loks var svo söluskattur, 11%, lagður ofan á allt saman. Samtals nemur þessi hækkun simagjalda þvf 51,24%. Það er hin raunverulega hækkun, sem hvergi kom fram I fréttatilkynningu ríkisstjórn- arinnar og reynt var að fela. Astæðan til þess er augljós. Hlkisstjórnin heldur því nefni- Og hinar daglegu veröhækkanir lega enn fram, að það sé verö- verða að lita vel út, - á papp- stöövun I landinu! irnum. GRÆNLEMOINGA LANGAR LÍKA f 50 MÍLORNAR 1 kjölfar ákvörðunar tslendinga um útfærslu landhelginnar I 50 milur hefur landsráðið I Græn- landi samþykkt, að hið sama sé algjörlega nauösynlegt fyrir Grænland. Landhelgin viö Grænland er núna 12 milur, eins og við tsland, en einn af meölimum landsráðs- ins I Græniandi segir, að siðustu árin hafi fiskistofnar við Græn- land orðið illa úti vegna ágangs erlendra fiskibáta. Danski Grænlandsmálaráð- herrann, Knud Hertling, hefur sagt, að málið verði tekið til með- ferðar i Grænlandsmálaráðu- neytinu. Það væri hins vegar of snemmt að segja til um, hvort 12 mílna landhelgin væri of litil. Fyrst yrði að fara fram liffræðileg rannsókn ,,og við getum ekki fært landhclg- ina út nema hún sýni, að það sé óhjákvæmilegt”, sagði Hertling. t brezka dagblaðinu Daily Mirror I fyrradag var viðtal við Jack Evans, skipstjóra frá Grimsby og forseta félags togaraskipstjóra þar, og sagði liann þar, að ef af útfærslu land- helginnar við Grænland yröi, þýddi það, að brezkir togararyrðu alveg að hætta veiðum við Græn- land, þvi fyrir utan 50 milna inörkin væri enginn fiskur. Segir i fréttinni, að brezkur fiskiðnaður hafi nú þegar miklar áhvggjur vegna ákvörðunar tsiendinga um sams konar land- helgisútfærslu. „Allir virðast ætla að ganga af okkur dauöum og við virðumst ekki gera mikið til að sporna við þvi", sagði Evans. NYJA VARPAN GETUR AUKHJ AFLANNUM GOn HELMING i siðasta leiðangri rannsókna- skipsins Bjarna Sæmundssonar voru gerðar tilraunir með nýja vörpugerð og benda niður- stöðurnar til þess, að unnt sé að stórbæta togaraafla islendinga. Siðustu tvo daga leiðangursins voru veiðitilraunir gerðar með þessari nýju vörpugerð, sem er þýzk, og reyndist aflinn miðað við togtima vera 70% meiri en fæst i troil af svipaðri stærð og notuð eru af islenzku togurunum. Leiðangursstjóri i þessum leiöangri Bjarna Sæmundssonar var Guðni Þorsteinsson, fiski- fræðingur og sagði hann i viðtali við Alþýðublaðið i gær, að árangurinn af þessum tilraunum væri mjög athyglisverður. Hann sagði, að við ýmsa byr- junarörðugieika hefði verið við að etja og þá sérstaklega vegna þess að nota þurfti stærri hlera við þessa vörpu. ,,Ég held, að þetta sé framtiðj’, sagði Guðni, „en þetta útrýmir náttúrlega ekki þvi, sem fyrir er”. Iiann tók það fram, að þessi vörpugerð væri netmeiri og þvi væri meiri hætta á að rifa á slæmum botni. „Við mælum eindregið með þessari vörpu og það, sem við viljum gera er að koma þessu strax um borð i togarana”., sagði Guðni. Samtals stóð leiðangurinn i þrjár vikur og á þeim tima var mjög gestkvæmt um borð, þvi RÆÐA UM SKIPULAG BJÖRGUNARAÐGERÐA Landssamtök hjálparsveita skáta efna um næstu helgi til tveggja daga ráðstefnu um skipu- lag og stjórnun á björgunar- aögerðum, þátt björgunarsam- takanna og samvinnu þeirra við opinbera aðila, sem um málin fjalla. ekki færri en 00 manns voru um borö stuttan tima i senn. Meðal annars fóru fjórir dagar i það að kynna skipið og tæki þess fyrir 00 stýrimannaefnum frá iteykjavik og Vestmannaeyjum. Guðni vildi sérstaklega taka fram, að álag hefði verið geysi- mikið á áhöfn skipsins, sem telur aðeins fjóra fyrir utan yfirmenn, og oft hefðu þeir þurft að vinna meira og minna heilu sólar- hringana. „FYRIR NEÐAN ALLAR HELLUR” „Aðbúnaðurinn er fyrir neðan allar hellur”, sögðu við okkur þrir ungir menn um að- búnaðinn i Tækniskóla islands, en f kvöld verður ein- mitt haldinn fundur um þetta atriði og staðsetningu skólans i framtiðinni. Jónas Rúnar Sveinsson, formaður máifundanefndar nemendafélags skólans hafði orð fyrir þeim félögum og sagði hann, að skólinn hefði verið siðastliðin 10 ár i bráða- birgðahúsnæöi. „Þetta er verzlunar—og geymsluhúsnæði og svo var þarna einu sinni hárgreiöslu- stofa”, sagði Jónas. Fundurinn verður haldinn aö Hótel Esju kl. 20.30 I kvöld og hefur ýmsum framá- mönnum verið boðið að sitja hann. ALLT í SÓMANUM HIÁ LðGREGLUNN! Heilbrigðiseftirlitið i Reykjavik gerði mánudaginn fyrir páska könnun á þrifnaði i fangageymsl- um lögreglunnar við Hverfisgötu og kom ekkert fram, sem benti til þess, aðeinhverju væri ábótavant i þeim efnum. Rannsókn þessi var gerð vegna kvörtunar, sem komiðvar á framfæri við heilbrigðiseftirlitið. Við skýrðum frá þessu og höfðum eftir þeim, sem kvartaði, að honum hefði verið fengið teppi til að ylja sér á, en I ljós hefði komið, að á þvi hefðu verið grænar og hvitar lifrar og blóð- trefjar. Að sögn Þórhails Halldórs- sonar, forstöðumanns heilbrigöiseftirlits Reykjavíkur- borgar, var farið yfir allar vistar- vcrur i fangageymslunum og við þá skoöun fannst ekkert athuga- vert. Hann tók þaö fram, að þessi skoðun hefði farið fram að degi til. Hvernig ástandið var þessa til teknu nótt, sem um var kvartaö, vildi hann ekki fullyrða.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.