Alþýðublaðið - 12.04.1972, Blaðsíða 5
I K I I
Útgáfufélag Alþýöublaðsins h.f. Ritstjóri Sighvatur Björgvinsson
(áb.). Aðsetur ritstjórnar Hverfisgötu 8-10. Blaðaprent h.f.
SLEPPT OG HALDIÐ
Er ekki rikisstjórnin
ábyrg fyrir stjórn
landsins? Á hún ekki að
bera ábyrgð á eigin
gerðum? Á stjórnar-
flokkur ekki að vera
ábyrgur fyrir gerðum
rikisstjórnar á meðan
hann situr við stjórn?
Það er furðulegt, að
svona spurninga þurfi
að spyrja. En nú-
verandi ríkisstjórn og
stjórnarflokkar virðast
ekki gera sér svörin
alveg ljós. Þeir eru að
velta þessum spurn-
ingum fyrir sér.
Alþýðubandalagið og
Framsóknarflokkurinn
sátu samfellt i st-
jórnarandstöðu nokkuð
á annan áratug. Nú eru
þeir loks komnir i st-
jórn. En það er eins og
flokkarnir hafi ekki
almennilega áttað sig á
þessu. Það er eins og
þeir haldi á stundum,
að þeir séu enn i st-
jórnarandstöðu og
þurfi þar af leiðandi
enga ábyrgð að bera á
stjórn landsins.
Yfirlýsing
Alþýðubandalags-
ráðherranna í sam-
bandi við afgreiðslu
tilboðs Bandarikja-
stjórnar er skýrt dæmi
um þetta. Rikisstjórnin
afgreiddi málið gegn
vilja kommaráð-
herranna og þá lýstu
þeir þvi einfaldlega
yfir, að þeir bæru enga
ábyrgð á gerðum rikis-
stjórnarinnar i málinu,
þótt þeir sætu i st-
jórninni áfram. Með
öðrum orðum gerðist
Alþýðubandalagið
stjórnarand-
stöðuflokkur i þessu
máli, en stjórnara<ðf-
stöðuflokkur i öðrum.
Stundum ætlar Alþýðu-
bandalagið sem sagt
að vera með stjórninni
og stundum á móti, en
ávallt vill hann sitja i
henni! Hefur nokkur
heyrt aðra eins hringa-
vitleysu áður?
Nákvæmlega sama
aðstaðan kemur fram
hjá Framsóknar-
flokknum i sambandi
við önnur mál. Rikis-
stjórnin hamast við að
leyfa verðhækkanir á
öllum mögulegum og
og ómögulegum var-
ningi, en samtimis
lýsir Framsóknar-
flokkurinn þvi yfir, að
hvorki hann né stjórnin
beri ábyrgð á þessari
afgreiðslu? Þetta sé
allt saman sök fyrr-
verandi rikisstjórnar,
sem lét af völdum fyrir
mörgum mánuðum. Og
siðasta kenning
Timans er sú, að allar
verðhækkanirnar nú
stafi af þvi að fyrr-
verandi rikisstjórn
setti á verðstöðvun og
leyfði engar verð-
hækkanir á þvi tima-
bili! Það er sem sé
orðin sök fyrrverandi
rikisstjórnar, að
núverandi rikisstjórn
hefur gefizt upp á þvi
að framlengja verð-
stöðvunina, eins og hún
þó lýsti yfir að ætti að
gera. Langt er nú farið
að seilast til þess að
koma af sér
ábyrgðinni.
Aðalfundur
Kvenfélagsins
FÉLAGIÐ SETUR SÉR Nf LðG
Aðalfundur Kvenfélags Alþýðu-
flokksins i Reykjavik var haldinn
s.l. mánudagskvöld. Fundurinn
var ágætlega sóttur, en meðal
verkefna hans var að samþykkja
ný lög fyrir félagið. Ýmis nýmæli
eru i þessum lögum, bæði i sam-
bandi við stjórnarkjör og annað,
en skv. þeim á nú að kjósa árlega
formann félagsins auk tveggja af
sjö stjórnarkonum þannig, að
kjörtimabil annarra stjórnar-
kvenna, en formannsins er þrjú
ár. bá gera hin nýju félagslög
einnig ráð fyrir þvi, að félaginu
verði skipt niður i hverfi og stjórn
félagsins velji á fyrsta fundi sin-
um eftir aðalfund hverfisstjóra,
sem hafi umsjón með innheimtu
félagsgjalda i hverfinu og séu i
tengslum við félagskonur i hverju
hverfi um sig. Einnig eru nú i
lögunum ný ákvæði um kosningar
til flokksþings Alþýðuflokksins.
Kvenfélag Alþýðuflokksins i
Reykjavik er eitt af öflugustu og^
athafnasömustu flokksfélögum
Alþýðuflokksins á landinu. Vinna
konurnar mikið starf bæði við
undirbúning kosninga, að fjár-
öflun og öðrum flokksmálefnum
og á aðalfundinum var kynnt nýtt
blað, sem Kvenfélag Alþýðu-
flokksins i Reykjavik hefur hafið
útgáfu á. Fyrsta tölublaðið er nú
komið út og hefur blaðinu verið
gefið nafnið „Lofn”.
Að loknum skýrsluflutningi og
umræðum um félagsstörfin var
gengið til stjórnarkjörs. Þrjár
konur, sem sæti áttu i fráfarandi
stjórn félagsins, þær Aldis Bene-
diktsdóttir, Hervör Jónasdóttir og
Aslaug Jóhannsdóttir, báðust
undan endurkjöri.
Formaður félagsins var endur-
kjörin Kristin Guðmundsdóttir,
FRJALSLYNDIR I UPPNAMI
VEGNA AFSTÖÐU MAGNðSAR
1 siðasta tölublaði af Nýju
Landi gefur Magnús Torfi
Ólafsson, menntamálaráðherra,
yfirlýsingu um hvers vegna hann
hafi greitt atkvæði með þvi að
tekið skyldi tilboði Bandarikja-
stjórnar um, að hún kostaði fjár-
frekar framkvæmdir á Kefla-
vikurflugvelli. Yfirlýsing ráð-
herrans er birt á forsiðu blaðsins
og gerð þar að aðaluppsláttar-
efni. Á Hannibal og hans þátt i
málinu er hins vegar ekki minnzt.
Hann virðist næsta litinn aðgang
eiga að sinu eigin flokksblaði.
En hvers vegna gerir Nýtt land
afstöðu Menntamálaráðherra,
Magnúsar Torfa Ólafssonar, að
þviliku stórmáli. Hvers vegna
vill blaðið endilega fá hjá honum
yfirlýsingu og hvaða þörf var á
þvi að matreiða hana með
þessum hætti? Ástæða var fyrir
þvi.
Allir, sem þekkja til Samtaka
frjálslyndra og vinstri manna,
vita, að félagið i Reykjavik er
meira en litið sér á parti i þeim
samtökum. Þvi er stjórnað af
hópi fólks, sem er ekki meira en
svo gefið um þá Hannibal og
Björn, og eru þau Bjarni
Guðnason og Inga Birna Jón-
sdóttir þar fremst i flokki. Þessi
hópur, og þar með Reykjavikur-
félagið, lita öðrum augum á mörg
mál, er varnarmálið og raunar
flest annað viðkomandi Kefla-
vikurflugvelli og samskiptunum
við Bandarikin.
Þegar tilboð Bandarikja-
stjórnar um fjármögnun fram-
kvæmdanna á Keflavikurflugvelli
hafði borizt urðu um það mjög
skiptar skoðanir innan Samtaka
frjálslyndra og vinstri manna.
Flokksforystan og meiri hluti
þingflokksins voru þvi meðfylgj-
andi, að tilboðinu yrði tekið.
Hópurinn, sem stjórnar Reykja-
vikurfélaginu, var hins vegar á
móti. Vildi hann, að tilboðinu yrði
hafnað.
Fljótlega eftir að tilboðið hafði
borizt og áður en rikisstjórnin
hafði afgreitt það var boðað til
fundar i félagi frjálslyndra i
Reykjavik. Menntamálaráð-
herra, Magnús Torfi Ólafsson, sat
þann fund, en Hannibal ekki,
enda mun hann litinn áhuga hafa
á þvi að sitja fundi með félögum
sinum I Reykjavik og mun það
áhugaleysi um fundaþátttökur
Hannibals i þeirri sveit vera
gagnkvæmt.
Á umræddum fundi gerðist svo
það, að félagið samþykkti tillögu
um, að tilboði Bandarikjastjórnar
skyldi hafnað. Ætluðust for-
sprakkar Reykjavikurfélagsins
til þess að Magnús Torfi Ólafsson
hegðaði sér i rikisstjórninni sam-
kvæmt þessari samþykkt, enda
væri hann þingmaður frjáls-
lyndra I Reykjavik og bæri að
fara eftir tilmælum félaga sinna
þar.
Þegar málið kom til kasta rikis-
stjórnarinnar til endanlegrar af-
greiðslu greiddu tveir ráð-
herranna, Magnús Kjartansson
og Lúðvik Jósefsson, strax atk-
væði á móti. Fjórir ráðherranna,
Ólafur Jóhannesson, Einar
Agústsson, Halldór E. Sigurðsson
og Hannibal Valdimarsson tjáðu
sig hins vegar strax tilboðinu
fylgjandi. Magnús Torfi mun hins
vegar ekki hafa látið uppi álit sitt
á málinu i byrjun.
Ólafur Jóhannesson mun þá
hafa spurt Hannibal hvort hans
jáyrði bæri að taka, sem
samþykki þeirra beggja, —
Hannibals og Magnúsar Torfa.
Svaraði Hannibal þvi til, að
Ólafur mætti vel lita svo á
kæmi ekki annað fram hjá
Magnúsi Torfa. Þá mun Magnús
Torfi sjálfur hafa tekið af skarið
og lýst þvi yfir, að hann væri þvi
fylgjandi að tilboðinu væri tekið.
Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar
varð sem sé sú, að fimm ráð-
herranna, þar á meðal Magnús
Torfi, greiddu atkvæði með
tilboði Bandarikjaátjórnar en
tveir ráðherrar Alþýðuband-
lágsins á móti.
Þegar afstaða Magnúsar Torfa
fréttist til Reykjavikur deildar
Samtaka frjálslyndra og vinstri
manna varð þar mikið irafár
uppi. Var talað um, að Magnús
Torfi hefði ekki haft leyfi til þess
að haga atkvæði sinu i rlkis-
stjórninni á þennan hátt og Snið-
ganga þar með samþykkt félags-
fundar, sem hann hafði sjálfur
setið.
Stjórnendur blaðsins Nýtt land
eru yfirleitt sammála hinni
ráðandi kliku i Reykjavikurdeild
frjálslyndra, en hafa þó uppi sér-
sjónarmið I ýmsum málum, —
þ.á .m. i varnarmálunum. Þar eru
skoðanir þeirra, sem blaðinu
ráða, miklu likari skoðunum
þeirra Björns og Hannibals, eins
og ljóslega hefur komið fram i
skrifum blaðsins.
„Blaðklikan” svo nefnda tók
þvi afstöðu Magnúsar Torfa með
miklum fögnuði. Til þess að sýna
fram á, að afstaða Magnúsar nyti
stuðnings blaðsins þótt hún væri
harðlega gagnrýnd af Reykja-
vikurdeildinni, bað ritstjórn Nýs
lands Magnús að semja greinar-
gerð um afstöðu hans i málinu og
gerði þá greinargerð að upp-
sláttarefni á forsiðu. Þetta er
skýringin á þvi, hvers vegna er
gert svona mikið veður út af
afstöðu annars ráðherra frjáls-
lyndra I vallarmálinu i siðasta
tölublaði af Nýju landi, en ekki
minnst aukateknu orði á afstöðu
hins, likt og hann væri ekki til.
Blaðið er að reyna að rétta hlut
Magnúsar Torfa i sambandi við
þær ásakanir, sem hafðar eru
uppi gegn honum i Reykjavikur-
deild samtakanna fyrir að hafa
„svikið” i vallarmálinu. Hanni-
bal lætur blaðið liggja á milli
hluta.
varaformaður Aldis Kristjáns-
dóttir, gjaldkeri Rose Marie
Christiansen og ritari Helga
Einarsdóttir. t meðstjórn voru
kjörnar Halldóra Jónsdóttir,
Kristin Guðmundsdóttir
Helga Möller og Oddbjörg
Kristjánsdóttir.
1 varastjórn félagsins voru
kjörnar Álfheiður Bjarnadóttir,
Edda Imsland og Guðlaug Elias-
dóttir.
Þá var .einnig kosið i ýmsar
nefndir. Kvenfélag Alþýðuflokks-
ins er aðili að margs konar
félagsstarfsemi kvenfélaga i
Reykjavik og kýs fulltrúa i ýmsar
sameiginlegar nefndir. Þannig
var kjörið á aðalfundinum i
Kvenréttindanefnd, Mæðra-
styrksnefnd og fjáröflunarnefnd
Hallveigarstaða.
Aðalfundurinn kaus einnig
nokkrar nefndir, sem fjalla eiga
um ýmsa þætti i starfi félagsins
sjálfs. Kosið var i basarnefnd.
Námskeiðanefnd og Forstöðu-
nefnd starfshópa, en þar er um að
ræða nýja nefnd, sem ætlað er
það hlutverk að veita forstöðu
starfsemi starfshópa um ýmis
mál innan félagsins.
ER ÞA VERÐ
STÖÐVUN
FORMLEGA
LOKIÐ?
í leiðara Tlmans i gær er rætt
um verðhækkanirnar. M.a. er
vitnað i hækkun á blaðagjöldum
og auglýsingatöxtum, sem varð
um s.l. áramót, og sagt, að um
þessa hækkun hafi veriö beðið
23. febrúar 1971, en hún ekki
fengizt „meðan verðstöðvunin
var i gildi.”
Er þá verðstöðvuninni lokið
núna? Var ekki einhvern tíina
verið að tala um áframhaldandi
verðstöðvun, sem I gildi ætti að
vera? Eða var ritstjóra Timans
falið að gera það með þessari
furðulegu yfirlýsingu?
Miövikudagur 12. april 1972
0