Alþýðublaðið - 12.04.1972, Side 7
i ::L:- . ’’ : ':i Y''" ■L L'’■:,: YYY'YTYY ?':■> '■": • '• ■ '• .'•'•': ' '.. .'•' . xY '' WSÍlBmMk, ,#::T ’ „FLEST
•’ ■" .. í VERÐUR
Blt;.:,.,: : DANSKIN-
, : UM AÐ
PENINGUM”
VERÐUR GRÆNLANDSJOKULL
VflTNSFORÐABUR HEIMSINS?
Amerískir vísindamenn vilja nú i fullri alvöru
flytja ísjaka úr Grænlandsjökli til vatnsþurfandi
landa og bræða þá þar - eða bræða þá á
Grænlandi og flytja vatnið í tankskipum
Á Grænland eftir aö
framleiða hreint og
ómengað drykkjar-
vatn handa þyrstum
heimi? Það er að
minnsta kosti álit
tveggja bandarískra
vísindamanna, sem
hafa borið fram þá
hugmynd að ísjakar
þaðan verði dregnir
þangað sem til-
finnanlegur skortur
er á vatni.
Þessir tveir vís-
indamenn — annar
er sérfræðingur í
vatnavísindum, dr.
W. M. Campbell,
hinn jöklafræðingur,
dr. Wilford Weeks —
telja að sú hugmynd
sé vel framkvæman-
leg. En þær fram-
kvæmdir kosta að
sjálfsögðu skilding-
inn sinn, og það eru
mörg vandamál,
sem eftir er að leysa
í því sambandi.
Ekki svo að skilja að
Grænland verði eina
vatnsforðabúrið, ef horfið
væri að þessu ráði. beir
Campbell og Weeks
leggja einmitt áherzlu á
að um 80% stórra isjaka
sé að finna i Suður-lshaf-
inu. En þaðan mundi
verða tiltölulega auðvelt
að draga isjakana til
hinna vatnslausu svæða á
ströndum Suður-
Ameriku.
Þeir Campbell og
Weeks benda á að auðvelt
muni reynast að leita
uppi hentuga isjaka með
ljósmyndunum úr gervi-
hnöttum, sem séu á braut
yfir Suðurheimsskauts-
svæðunum.
Seinlegt i framkvæmd.
Næstum teningslaga haf
isjakar mundu bezt til
slikra framkvæmda
fallnir, og þeir verða að
vera af vissri stærð til
þess að flutningarnir
borgi sig. Margir af hafis-
jökunum eru nefnilega
svo stórir, að ekki mundi
unnt að draga þá nógu ná-
lægt landi, þar eð 83% af
stærð hvers jaka eru
undir yfirborði sjávar.
Flutningarnir, eða
drátturinn, verða sein-
legar framkvæmdir og
erfiðar. Fjarlægðirnar,
sem um verður að ræða,
nema 3,200 til 4,700 sjó-
milum. Dráttarbáturinn
nær varla meiri hraða en
einum hnút á klst. — 1852
m — með- stóran isjaka i
togi. F lu tni nga rn ir
mundu þvi taka 120 til 160
daga. Dráttarbáturinn
yrði að vera búinn minnst
8000 hestöflum.
Um það bil helming
leiðarinnar yrði farið um
hafsvæði, þar sem sjórinn
er um 5 gráðu heitur á
Celsius. Sums staðar yrði
hitinn aftur á móti ferfalt
hærri. Fyrir það mundi
bráðna allmikið úr isjök-
unum á leiðinni.
Þessir bandarisku vis-
indamenn hafa reiknað
dæmið þannig, að ef lagt
yrði af stað með hafisjaka
i togi, sem er einn km á
breidd og 250 m á þykkt
yrði hann 760x760x130 m
að leiðarlokum. Hann
mundi þvi minnka um
70%. Eigi að siður telja
þeir Campbell og Weeks
að flutningarnir mundu
borga sig. Saltmagnið,
sem jakinn mundi sjúga i
sig á leiðinni, yrði sára-
litið.
Sé komið i höfn með is-
jaka, .sem mælist
2,460x2,460x130 m, yrði
unnt að vinna úr honum
um þúsund milljarða litra
af hreinu vatni, að verð-
mæti um 38 milljónir
króna. Reiknað er með að
siglingin að isjakanum
tæki um 12 daga, siglingin
til baka með jakann i togi
250 daga. Kostnaðurinn
mundi þá nema 7 milljón-
um króna. Kostnaðurinn
við að eima vatn úr sjó,
mundi verða tifalt hærri,
miðað við sama magn.
Og bandarisku visinda-
mennirnir leggja áherzlu
á það, að drykkjarvatn,
unnið úr isjökum, yrði
það bragðbezta og tær-
asta, sem völ er á.
Vatnsskorturinn getur
með tið og tima orðið svo
alvarlegur á vissum
svæðum, að ekki sé völ
annarra úrræða en að
flytja þangað vatn frá
öðrum svæðum með tank-
skipum. Það hefur i raun-
inni þegar verið gert — til
dæmis hafa dönsk tank-
skip á sinum tima flutt
marga farma af drykkj-
arvatni frá Jótlandi til
Suður-Ameriku. Einum
af forstjórum viðkomandi
skipaféíags farast þannig
orð:
— Það er alls ekki úti-
lokað, að það geti borgað
sig að bræða isjaka á
Grænlandi, áður en þeir
steypast i hafið, og flytja
vatnið siðan með tank-
skipum á ákvörðunar-
staði. 100.000 smálesta
tankskip.getur flutt þann-
ig 97 milljónir lítra af
fersku vatni.
— Og flutningskostnað-
urinn?
— Það er ógerlegt að
veita ákveðið svar við
þeirri spurningu. Flutn-
ingskostnaðurinn breytist
dag frá degi. 1970 var
flutningsgjaldið til dæmis
ferfalt hærra en það er
nú.
— Eigendur tankskipa
mundu þá verða til við-
ræðna i sambandi við
slika flutninga?
— Þvi ekki það?
Sem sagt — Danir hafa
óneitanlega hagnýtt sér
náttúruauðæfi Grænlands
eftir beztu getu. Þar eru
málmar i jörðu, sumir
sjaldgæfir og dýrmætir,
og nú er þar von i oliu. En
isþekjan hefur gert það
erfitt fyrir að gera sér
pening úr þessum verð-
mætum. Það skyldi þó
ekki eiga eftir að koma á
daginn, að miklir og auð-
fengnir peningar lægju
fólgnir i ispekjunni
sjálfri? Þau náttúruauð-
æfi myndu siðla uppurin
að minnsta kosti, ef svo
reyndist. Og mætti þá
vitna i það sem haft er
eftir karlinum á Eyrar-
bakka: — Faktorsfjand-
inn, hann er danskur og
verður alltað peningum. .
I&&AVI&GA OGr
'Cll.VE.RAN
'ÍG VEKVfTl EINU 51NN/
HANN SEM VAR ÖÍ?VW£'NTUR\
Hl/A, ALLltf
HAFA E/N-
VTVERN1TMA
VEKKT ÖW-
HenT fólK'
EN PAÐ VAH Só
HÆ.Gí?l Á VESSOM
o
Miðvikudagur 12. apríl 1972
. ' - L l l ; : [ '
og haust
’
f*£%£,aa‘h'
'!£&*» >. *«*»«!*
.•■■ííí'Tí
. m
Á öllum árstímum býður Flugfélagið yður
tíðustu, fljótustu og þægilegustu ferðirnar
og hagstæðustu kjörin með þotuflugi til
Evrópulanda.
Nú er tlmi vorfargjaldanna. Venjuleg far-
gjöld iækka um þriSjung til helztu stór-
borga Evrópu.
Það borgar sig að fljúga með Flugfélaginu
Hvergi ó.dýrari fargjöld.
ÞJÓNUSTA - HRAÐl - ÞÆGINDI
ÞEIM VARO
EKKI UM SEL
I SKOTLANDI
NÚ SKYLDIÉG HLÆJA EF
ÉG VÆRIEKKI DAUDUR...
Eins og Alþýðublaðið hefur
skýrt frá var eitt bezt heppnaða
aprilgabbið i Englandi að þessu
sinni fölsk frétt um, að skrimslið i
Loch Ness hafi fundizt dautt á
floti i vatninu. En það voru ekki
blöðin sem göbbuðu lesendur á
svo snjallan hátt.
Siður en svo. Blöðin hlupu april
sjálf þvi þau, sem fréttina birtu,
vissu ekki annað, en hún væri
rétt.
Það var 23ja ára gamall vörzlu-
maður i dýragarði, sem kom
fréttinni á framfæri og það gerði
hann fyrst og fremst til þess að
gabba yfirmann sinn, sem oft
hafði látið starfsfólkið hlaupa
april. Og svo vel tókst honum
gabbið, að ekki aðeins sum blöð
og lesendur lét plata sig, heldur
einnig nefnd sérfræðinga frá
dýragarðinum, sem tókst á hend-
ur ferð að Loch Ness til þess að
skoða ,,skrimslið”. Og lögreglan
kom upp vegatálmunum á vegin-
um, sem lá að vatninu til þess að
koma i veg fyr/ir það, að einhver
óprúttinn safnari stæli „skrimsl-
inu” frá Skotum.
John Shields, starfsmaður
dýragarðs i Yorks i Bretlandi,
hafði hugsað sér að launa for-
stjóra garðsins lambið gráa og
gabba hann rækilega á 1. april.
Gabbið undirbjó Shields vel.
Hann rændi dauðum sel úr dýra-
garðinum og fól hann i írysti-
geymslum undir hrúgu af fryst-
um fiski.
i lok marzmánaðar sótti
Shields selinn i frystirinn, klippti
af honum hárin á grönunum og
tróð kinnfyllur hans út með stein-
völum unz selurinn var orðinn all-
ófrýnilegur ásýndum. Ásamt
félaga sinum fór Shields svo með
Framhald á bls. 8.
REGNDROPAR FALLA
Roger, Bernard og Ray eru garðyrkjumcnn í Skotlandi, og eins og Skotuni sæmir timdu þeir ekki að láta píputóbakið
eyðileggjast þegar rigndi ofan i pipuna. En góö ráð eru sjaldnast dýr þar I landi, og þvi fundu þeir snjöll ráð við þess-
um vanda. Og nú geta þeir i næði haldiðsinum störfum áfram og tottað pipuna um leið þótt hann rigni smávegis.
Miðvikudagur 12. april 1972
o