Alþýðublaðið - 13.04.1972, Síða 5

Alþýðublaðið - 13.04.1972, Síða 5
Utgáfufélag Alþýöublaðsins h.f. Ritstjóri Sighvatur Björgvinsson Cáb.). Aösetur rit- • I stjórnar Hverfisgötu 8-10. Símar 86666. UPPBYGGING BUR Alveg á næstunni mun borgarstjórn Reykja- vikur sennilega taka ákvarðanir i sambandi við eflingu togaraútgerðar i Reykjavik. Vitað er, að ýmsir einstaklingar i borginni hafa hug á að verða sér úti um einhverja af þeim nýju skut- togurum, sem verið er að smiða og munu ein- hverjir þeirra, eða allir, snúa sér til borgar- stjórnar með beiðni um fjárhagslega fyrir- greiðslu. Vitaskuld er sjálfsagt, að borgarstjórn taki slíkar umsóknir til alvarlegrar athugunar. En borgarstjórn Reykjavikur má heldur ekki gleyma þvi, að borgin á sjálf öflugt útgerðar fyrirtæki, þar sem Bæjarútgerðin er. Bæjar- útgerð Reykjavikur hefur um áraraðir verið eitt af öflugustu útgerðarfyrirtækjum landsins. Hún hefur gegnt geysi þýðingar miklu hlutverki i atvinnulifi höfuðstaðarins og þegar útgerð einstaklinga hefur dregizt saman vegna þess að þeir hafa ekki talið það fjáhagslega æskilegt að gera út, þá hefur Bæjarútgerðin i Reykjavik verið verkafólki i höfuðborginni til ómetanlegs atvinnuöryggis. Alþýðuflokkurinn hefur oft gagnrýnt borgar- stjórnarmeirihlutann harðlega fyrir að skilja ekki þetta sjónarmið. Þegar Bæjarútgerðin hefur átt i fjárhagserfiðleikum vegna slæmrar afkomu útgerðarinnar i landinu, þá hefur það ávallt verið fyrsta hugsun meirihlutans, að leggja nú út- gerðina niður. Aldrei hefur meirihlutinn þó vogað að framkvæma þann vilja sinn, þótt hann hafi oft verið kominn á fremsta hlunn með það. Nú eru sennilega i vændum miklir uppgangs- tímar i togaraútgerð á íslandi. Þá er tækifærið til þess að byggja Bæjarútgerðina upp. útgerðarráð hefur óbeint óskað eftir þvi, að borgin heimili Bæjarútgerðinni kaup á þriðja skuttogaranum og minnihlutaflokkarnir i borgarstjórn hafa flutt til- lögu um sama efni. Þessa beiðni á borgar- stjórnarmeirihlutinn að sjá sóma sinn i að sam- þykkja áður en hann fer að veita einstökum f jár- sterkum einstaklingum fjárhagslega fyrir- greiðslu til togarakaupa. STIÓRNENDUR i BANBLA- DESH HAFA 1AFNADAR- STEFHIl AD LEtOARUÚSI Kins og fram kemur i frétt annars staöar á þessari siðu, styður Alþjóðasamband jaf- naðarmanna Awami-bandalagið i Bangla-Desh og hefur gert frá þvi árið 11)70. Likur benda til, að innan skamms muni Awami- bandalagið sækja um aðild að Alþjóðasambandi jafnaðar- manna og hefur stjórn Alþjóða- sainbandsins þegar samþykkt ályktun um það mál. BanglaDesh, Awami-banda- lagið og forystumaður þess og þjóðhetja i Bangla-Desh, Mujibur Rahinan, hafa verið mjög i heimsfréttum undanfarið. Þar sem Alþýðuflokkurinn er aðili að A1 þjóða sa m ba nd i jafnaðar- manna, sem stutt hefur Awami- bandalagið og stofnun rikis i Bangla-Desh, er forvitnilegt fyrir Alþýðuflokksmenn að kynnast nokkuð sögu Awami-banda- lagsins, starfsaðferðum þess og stcfnumiðum. Er stuðst við grein um það efni, sem birtist i timariti Alþjóðasa m ba nds jafnaðar- manna „Socialist affairs” i febrúarmánuði s.l., en sú grein birtist hér mjög stytt. Awami-bandalagið (Awaini merkir þjóð) á rætur sinar að rekja allt aftur til ársins 1949. Fyrsti leiðtogi þess var H.S. Sahrawardy og upphaflega var heiti flokksins einnig kennt við múhameðstrú , en það orð var siðar fellt niður og nafn flokksins stytt i Awami-bandalagið. Foringi bandalagsins, Sahrawardy, var einn af þeim, sem mestan þátt áttu i stofnun Pakistan-rikis árið 1947. Mcð árunum komsthann þó i andstöðu við stjórn rikisins m.a. vegna þeirrar kúgunar, sem hún beitti Bengali. Með stofnun Awami- bandalagsins tók Sahrawardy upp hanzkann fyrir Bengali og eitt helzta stefnumark flokksins var, að Bengalir öðluðust sjálf- stjórn i sinum heimahéruðum. Fyrst var bandalagið, eins og áður segir, fyrst og fremst áitlað múhameðstrúarmönnum, en með þvi að fella slikt kenniorð burt úr nafni flokksins var hann opnaður öllum, án tillits til trúarskoðana. AWAMi BANDALA6IÐIALÞJOÐA SAMBANDIJAFNAÐARMANNA? Alþjóðasamband jafnaðar- manna, alþjóðleg samtök jaf- na ða r m a nn a f 1 okka, sem Alþýðuflokkurinn á m.a. aðild að, hefur allt frá þvi fyrir kosn- ingarnar 1970 stutt Awami- bandalagið i Austur-Pakistan, nú Bangla-Desh. Fljótlega eftir að hið nýja Bangla-Désh riki hafði verið stofnað fór Hans Janitschek, framkvæmdastjóri Alþjóðasambands jafnaðar- manna til Dacca, þar sem hann átti m.a. tal við Mujibur Rah- man, formann Awami-banda- lagsins og æðsta mann Bangla- Desh. Janitschek flutti stjórn Alþjóðasambandsins skýrslu um ferð sina á stjórnarfundi, semhaldinn var i Luxemburg 17. jan. s.l. og i framhaldi af þvi gerði stjórn Alþjóðasambands- ins ályktun um málið. Aiyktun Alþjóðasambands jafnaðarmanna er i mörgum liðum. t fyrsta lið ályktun- arinnar fagnar sambandið stofnun Bangla-Desh rikis og skorar á aðildafélög sin um heim allan að vinna að þvi, að rikisstjórn Bangla-Dcsh hljóti opinbera viðurkenningu sem flestra rikja. t öðru lagi óskar stjórnin eftir áframhaldandi nánum sam- skiptum milli Alþjóðasambands jafnaðarmanna og Awami- bandalagsins og fagnar þeim möguleika, sem risið hafi upp, að efla enn samvinnuna við bandalagið og þá innan vébanda Alþjóðasambandsins. i þriðja lagi lýsir stjórn Alþjóðasambands jafnaðar manna stuðningi við tilraunir Awaimi-bandalagsins til þess að koma á fót þjóðfélagi jafnaðar- stefnu i Bangla-Desh og árnar bandalaginu allra heilla i þvi starfi. i fjórða lagi hvetur Alþjóða- sambandið svo alla aðila til þess að rétta Bangla-Desh riki hjálparhönd við að byggja upp efnahags- og atvinnulíf lands- ins. A næstu árum voru fleiri áþekkir flokkar stofnaðir á Austur-Pakistan. t febrúar- inánuði árið 1954 mynduðu þessir flokkar með sér bandalag, „Samfylkingu” gegn fylkisstjórn Múhameðstrúarsambandsins og foringi samfylkingarinnar var inaöur að nafni Fazlul Haque. i kosningunum i Austur- Hans Janitschek og Rahman Mujibur Rahman Pakistan i marzmánuði árið 1954 barðist Samfylkingin undir slag- oröinu „Bcngal fyrir Bengali” og vann mikinn kosningasigur., — 22'.) þingsæti af 257 þingsætum i Austur-Pakistan og myndaði þar fylkisstjórn undir forsæti Fazlul Haque. Stjórnin lýsti þvi þcgar yfir, að hún^ myndi gera mál Bengala að opinberu rikismáli, jafn réttháu öðrum opinberum mállýzkum i Pakistan. Sambandsstjórnin i Rawalpindi tók strax fjandsamlega afstöðu til fylkisstjórnarinnar i Dacca. Ymsar tilraunir til þess að koma af stað klofningi innan fylkis- stjórnarinnar mistókust og þá brá sambandsstjórnin i Rawalpindi á það ráð, að lýsa þvi yfir, að Fazlul Ilaque stefndi að stofnun sjálf- stæðs rikis i Austur-Pakistan og notaði sambandsstjórnin svo það tækifæri til þess að setja fylkis- stjórnina af og lýsa Haque svikara við Pakistan. Mikil up- plausn fylgdi i kjölfar þessara aðgerða, afleiðingarnar urðu efnahagskreppa og afturfarir og öngþveiti i stjórn landsins. Samfylkingin i Austur-Pakistan klofnaði þá aftur i sex flokka og var Awami-bandalagið einn af þeim. i júli árið 1957 klofnaði Awami-bandalagið sjálft, — annar vængurinn, undir forystu kommúnistans Bhashani myn- daði nýjan flokk, — þjóðlega Awami-bandalagiö, en hinn vængurinn, sem hélt gamla flokksnafninu, laut forystu Sahrawady áfram, en nánasti samverkamaður hans var Mujibur Rahman, fursti. Þrátt fyrir margar tilraunir til stjórnarmyndana i Pakistan tókst ekki að tryggja þar stöðugt st- jórnarfar. Þaö var orsök þess, að yfirmaður hersins, Ayub Kahn, hershöfðingi, framkvæmdi valdarán i október árið 1958. llann lýsti úr gildi fallna st- jórnarskrá landsins, rak bæði sambandsstjórnina og hinar einstöku fylkisstjórnir frá völdum og stjórnaði i skjóli herlaga. Til þess að tryggja sér yfirráð fangelsaði Ayub Kahn ýmsa forystumenn i stjórnmálum i landinu, — þ.á.m. Sahrawardy, formann Awami-bandalagsins. Mikil mótmælaalda reis þá upp i landinu og Ayub Khan tókst ekki að brjóta þjóðerniskennd Bengala á bak aftur. Við formennsku Awami-bandalagsins tók Mujibur Rahman, nánasti sam- verkamaður hins fangelsaða Sahrawady. Arið 1965 braust svo styrjöldin við Indland út. Þeir atburðir urðu til þess að auka mjög fylgi Rah- mans og Awami-bandalagsins, sem nú barðist fyrir sjálfstæði Austur-Pakistan. 1 marzmánuði kynnti ltahman, sem nú var óvéfengjanlega orðinn leiðtogi Austur-Bengala, stefnuskrá i sex liðum um, hvernig þessari sjálfstjórn Austur-Pakistan skyldi fyrir komið. i henni var þó ekki gcrt ráð fyrir þvi, að Austur- Pakistan segði sig algerlega úr lögum við Pakistan-riki, heldur skyldu Austur-Pakistanir fá sjálfstjórn i mjög veigamiklum atriðum, cnda þótt héraðið lyti formlega yfirstjórn sambands- stjórnarinnar i Rawalpindi. Arið 1969 var stjórn Ayubs Kahn orðin mjög óvinsæl vcgna hvcrs kyns spillingar og einræðis- hncigðar. Mujibur Rahman i austri og Ali Butto, núverandi æðsti maður Pakistan, i vestri skipulögðu þá mikinn andróður gegn stjórninni og urðu endalykt- irnar þær, að Ayub Kahn var hrakinn frá völdum en við tók Yahya Kahn. Sá siðarnefndi lofaði að efna til almennra kosninga og var það gert í des- cmbermánuði árið 1970. i þeim kosningum vann Awamibanda- lagið 160 af 162 þingsætum í Austur-Pakistan og hreinan meirihluta þingsæta í Pakistan- riki öllu. Kftirleikinn þekkja svo allir. Yahya Kahn neitaði að una úrslit- unum, lýsti Mujibur Rahman svikara, sendi her inn i Austur- Pakistan og hneppti Rahman i varðhald þar sem liflát vofði yfir honum. Strið brauzt út milli Pakinstönsku hersveitanna og Bengala, Indland gerðist þátttak- andi í styrjöldinni og sambands- stjórnin i Rawalpindi varð að láta i minni pokann, — Yahya Kahn hrökklaðist frá völdum i Pakistan, Bangla-Desh riki var stofnað og Mujibur Rahmann og Awami-bandalagið tóku þar við stjórn. Stefnuskrá Awami-banda- lagsins byggir á lýðræðislegum sósialisma. Flokkurinn hyggst þjóðnýta ýmis náttúruauðæfi landsins, afnema einokun og fyrirtækjasamsteypur og leysa vandamál landsins eftir félags- legum lciðum. Awami-banda- lagiö er þvi flokkur jafnaðar- manna, sem hefur haft náin sam- skipti við Alþjóðasamband jaf- naöarmanna og mun að öllum likindum innan skamms gerast þar fullgildur aöili. Það eru þvi jafnaðarmenn, sem leiða hið nýja Bangla-Desh riki. Þcir njóta stuðnings allrar þjóð- arinnar og það erfiða verkefni, sem við þeim blasir, ætla þeir að leysa i anda jafnaðarstefnu. Jafnaðarmenn um heim ailan árna þeim heilla i þeirri baráttu. Fimmtudagur 13. april 1972

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.