Alþýðublaðið - 16.04.1972, Blaðsíða 3
tveggja félaga koma svo við sögu
aðrir aðilar að einhverju litlu
leyti, eins og þegar hefur verið
tekið fram, lika ýmis sérfélög,
svo sem Hið islenzka náttúru-
fræðifélag, Fuglaverndarfélag
fslands o. fl.
Verður þá vikið að hverri ferð
fyrir sig.
Reykjanesferðir
Ferðafélag Islands fer nokkuð
margar ferðir um Reykjanes-
skagann og suður með sjó i
sumar, eins og oft áður. Enda er
margt að sjá og skoða á þeim
slóðum, þótt landið sé dálitið
hrjóstrugt og gróðurvana viða.
16. april er áætluð strandganga
frá Reykjanesvita fyrir Reyk-
janestá og austur ströndina til
Mölvikur. Þetta er frekar stutt og
róleg gönguferð, fylgt ströndinni,
sem er harla óaðgengileg sjófar-
endum, enda hafa mörg skips-
strönd orðið á þessum slóðum.
Þarna er mikið um gatkletta og
rekavikur og forvitnileg fjaran.
Brottf ararstaður Ferða-
félagsins er Umferðamiðstöðin
við Hringbraut og brottfarartimi
kl. 9.30 og gildir það um sunnu-
dagsferðirnar almennt, nema
annað sé tekið fram. Fargjald i
einsdags ferðum er 300—400
krónur.
11. mai ráðgerir Ferðafélagið
ferð i Selatanga. Selatangar eru
forn verstöð. Þaðan var róið allt
fram um 1880 og stendur enn tals-
vert af vel hlöðnum búðartóttum,
fiskbyrgjum og fiskagörðum. Þar
er lika að finna hlaðnar refagildr-
ur frá þeim tima, þegar vermenn
reru frá Selatöngum, enda heitir
hraunið vestur af Selatöngum
Skollahraun. Kannski hefur skolli
ásælzt sjófangið meira en góði
hófi gegndi. f leiðinni er ætlunin
að ganga á Arnarfell i Krýsuvik.
11. júni áætlar Ferðafélagið
ferð á Keili, en Farfuglar ráðgera
ferð þangað 9. júli. Ferðunum er
þannig hagað, að ekið er til
Höskuldarvalla og gengið þaðan
um Sog, hjá Djúpavatni og um
Ketilsstig til Krýsuvikur.
Keilir er eitt þekktasta fjali
Reykjanesskagans, þótt hann sé
ekki hár i loftinu, og Suðurnesja-
búar hafa mikið dálæti á honum,
enda sést hann viða að og er m.a.
mið fiskimanna út af Reykjanes-
skaga. Leiðin til Krýsuvikur er
tilbreytingarik og litirnir i Sog-
unum minna nokkuð á Land-
mannalaugasvæðið, þótt allt sé
auðvitað i smærri stil en þar.
Komið er við i gömlu seli, Soga-
seli, sem er á botni djúprar og
fallegrar gigskálar og að þvi leyti
kannski dálitið óvenjulegt
bæjarstæði. En skjólið er gott og
stutt hefur verið i vatnið i Soga-
læknum.
Brottfararstaður Farfugla er
frá bilastæðinu við Arnarhól og
brottfarartimi kl. 9.30.
Fargjald i einsdagsferðum
er dálitið mismunandi eftir vega-
lengd og liggja reyndar ekki fyrir
ákveðnar tölur ennþá.
Nokkrar fuglaskoðunarferðir
eru á dagskrá bæði hjá Ferða-
félaginu og Farfuglum i sumar.
Ferðafélagið ráðgerir fugla-
skoðunarferð suður með sjó 7.
mai. Verður þá væntanlega
komið á Hafnaberg, en þar er
griðarmikið fuglalif. T.d. mun
þar að finna flestar eða allar
tegundir svartfugls hér við land,
utan haftyrðilinn, sem verpir
einungis i Básum i Grimsey. I
Hafnabergi sér maður lika fýl og
ritu, sömuleiðis skarf, og súlan er
þar á flugi úti fyrir ströndinni,
sennilega ættuð úr Eldey úti fyrir
Reykjanesi, en þar er mesta
súlnabyggð i heimi. Ferðafélagið
hefur farið slikar fuglaskoðunar-
férðirundanfarin sumur og fugla-
fróður maður verður i ferðinni.
Gera má ráð fyrir að 30—40
tegundir verði á vegi manns i
slikri ferð. Nauðsynlegt er að
hafa kiki meðferðis.
Fuglaskoðunarferðir
Farfuglar ráðgera tvær fugla-
skoðunarferðir á sumrinu, i Hval-
fjörð 14. mai og á Krýsuvikurberg
4. júni. Ferðafélagið er lika með
ferð á Krýsuvikurberg 28. mai.,
sem sjálfsagt er fuglaskoðunar-
ferð öðrum þræði. 1 Hvalfirði
verða gengnar fjörur, en þar er
talsvert af fugli. I Krýsuvikur-
bergi eru feiknin öll af fugli, aðal-
lega svartfugli og ritu, en einnig
fýl, skarf og ýmsum
mávategundum, og skiptir fugla-
fjöldinn áreiðanlega hundruðum
þúsunda, ef ekki milljónum. Auk
þess er bergið einstaklega fagurt
á að lita, en viðast ógengt. Þó
komast færir menn upp og niður
Ræningjastig, sem er vestarlega i
berginu. Annars var sigið i bergið
eftir eggjum i gamla daga, en það
mun nú að mestu af lagt.
Hið islenzka náttúrufræðifélag
og Fuglaverndarfélag Islands
hafa lika stundum gengizt fyrir
fuglaskoðunarferðum, en vit-
neskja er ekki fyrir hendi um það
að svo stöddu, hvort um slikt
verður að ræða i sumar. Vaxandi
áhugi er fyrir fuglum og fuglalifi
meðal almennings og hefur þátt-
taka i fuglaskoðunarferðum verið
með ágætum.
Auk þeirra fuglaskoðunarferða,
sem þegar hefur verið getið, má
benda á eina til viðbótar. Það er
sex daga ferð á Látrabjarg, sem
Ferðafélagið ráðgerir dagana
4.-9. júli i sumar. Óviða er jafn-
mikið af fugli og i Látrabjargi.
Þar er hann i milljónatali. Auk
þess , á þessi ógnarlegi
klettaveggur áreiðanlega fáa sina
lika á jarðkringlunni. Gengið
verður á bjargið og eytt þar
heilum degi, en einnig verður i
þessari ferð gengið frá Barða-
strönd um Stálfjall og Skorar-
hliðar til Rauðasands, sem ekki
er nein venjuleg kúagata.
Ferðin kostar 4.700 krónur.
Þessi fallega mynd er af toppskarfi, en hann er einn
af þeim fuglum, sem þátttakendum i fuglaskoð-
unarferðunum gefst væntanlega kostur á að skoða.
— Myndina tók Grétar Eiriksson.
FlughraSÍ 950 km á
klukkustund í 10 km hæ5.
Flugtími til London og
Kaupmannahafnar um 21/2
klukkustund.
Rúmgott, bjart,
farþegarýmí, búiS sann-
kölluðum hægindastólum.
Ákjósanleg aðstaða tyrir
hinar lipru flugfreyjur
Flugfólagsins til að stuðla
að þægiiegri og
eftirmínnilegri ferð.
Flugþol án viðkomu er
4200 km.
Flugáhöfn þjálfuð og
rrrenntuð samkvæmt
ströngustu kröfum
nútímans.
Hreyflarnír þrír, samtals
16000 hestöfl, eru aftast á
þotunni.
Farþegarýmið verður því
hfjótt og kyrrfátt.
Flugvélín er búin sjálf-
virkum siglíngatækjum og
fullkomnum öryggisút-
búnaðí.
Boeing 727.
inn í þotuöidina. Það er Boeing 727, sem nú
nýtur mestrar hylli I heirninum. Rúmlega 900
þotur eru af þeirri gerö i almennu farþega-
Jafnt sérfræðingar sem farþegar hafa lært
að meta, hvernig tekizt hefur I Boeing 727
aS sameina hraða og þægindi.
ÞJÓNUSTA - HRAÐI - ÞÆGINPI
^GOOOGOOOÖOOGC00 0 0 00
00000.00 00 00 c.
Sunnudagur 16. april 1972