Alþýðublaðið - 16.04.1972, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 16.04.1972, Qupperneq 6
FINNIÐ ÚT SJÁLF HVORT ÞIÐ ERUÐ VELKOMIN í NÆSTU VEIZLU - EÐA ÆTTUÐ BARA AÐ VERA HEÍMA Það er sem sé parti eða heimboð, eða veizia, eða hvaða nafni það gengur undir i það og það skiptið, — en þér dettur allt i einu i hug: Hvers vegna er verið að bjóða MÉR? Er það af þvi að veizlan eða boðið verði eitthvað betur heppnað ef þú ert þar meðal gesta? Eða er það af einhverri skyldu? Eða kurteisi? Eða bara til að fylla upp ákveðinn hóp? Ert þú kannski hrókur alls fagnaðar, nauðsynlegur i hvert hóf, eða ertu kannski leiðinleg skylda, likt og raf- magnsreikningurinn? Auðvitað ættum við ekki að vera að spyrja okkur sjálf spurninga sem þessara, en við gerum það samt, þvi við erum öll svo yfirþyrmandi forvitin, og hér er sjálfs- könnun, sem ætti að geta fært okkur svarið. Og þegar við höfum svarið ættum við að eiga auöveldar með að ákveða hvort við ætlum i partiið, vera þar miðpunktur fjörsins, eða láta skynsem- ina ráða og liggja heima með tærnar upp i loft. Og til að fá heiðarlegt svar þarftu að sjálfsögðu að svara sjálfur eða sjálf i fullkominni hrein- skilni: 1) Hefuröu einhvern tima haldið boð, þar sem ALLIR sem boðið var mættu? a) Já. b) Nei. c) Held aldrei veizlur. 2) A hinn bóginn: Ferðu i allar veizlur, sem þér er boðið i? a) Já. b) Nei. c) Er aldrei boðið. 3) Hefurðu oft móral eftir veizlur (óskar þess heitast að hafa ekki sagt hitt eða þetta eða gert hitt eða þetta)? a) Aldrei. b) Stundum. c) Yfírleitt. 4) Auðvitað geturðu, ef þú reynir vel, búið til lista yfir fólk, sem þú myndir helzt ekki vilja bjóða i veizlu til þin. En gætirðu gert lista yfir eitthvert fólk, sem þú ert viss um að myndi aldrei bjóða þér? a) Ekkert. b) Fjögur hjón eða færri. c) Fimm eða fleiri. 5) Ert þú einn af þeim, eða ein af þeim, sem hafa komið sér upp iista af smellnum sögum eða bröndurum til að segja i veizlum? a) Já. b) Nei. 6) Það er fámennt kvöld- verðarboð og húsmóðirin stendur ein i þvi að bera fram matinn. Býðstu til að hjálpa til? a) Já. b. Nei. 7) Nágrannarnir buðu þér og nokkrum öðrum vinum þeirra upp á glas. Sennilega of mörgum, þvi þér finnst heil eilifð siðan húsbóndinn kom til þin og fyllti upp tómt glasið þitt. Hvað gerir þú: a) Tekur þvi með brosi og lætur eins og það skipti engu máli? b) Hjálpar þér sjálfur? c) Biður um meira undir þvi falska flaggi, að þú sért að ná i fyrir gömlu konuna i horninu? 8) Þú ert i helgarboði uppi i sumarhúsi vina þinna. Sólin er komin hátt á loft, en hús- bændurnir sofa svefni hinna réttlátu. Maginn er farinn að segja til sin, en það myndi lika braka i öllu húsinu ef þú færir sjálfur að ganga fram i eldhús. Myndir þú: a) Liggja áfram og telja kvistina i loftinu? b) Fara hljóðlega en ákveðið fram i eldhús? c) Ganga fram og syngja einhvern fallegan morgun- söng fyrir utan herbergi hjónanna. 9) Ert þú: a) Grænmetisæta? b) Aðdáandi hollrar náttúrulegrar fæðu? c) Heppilegur til að gera góðlátlegt grin að? d) Ein af þeim, sem henta vel fyrir „kerlingarnar” — eða góður i karlana? e) Sérfræðingur á a.m.k. þrem sviðum? 10) Þú ert nýkominn inn. Þú sérð strax i einu horninu glæsilega einmana stúlku [éða myndarlegan herra) en i öðru horni þekktan milljóna- mæring. Hvert ferðu: a) Til fallega gestsins? b) Rika karlsins? c) Hvorugs? 11) Nágranni þinn býður þér heim til að kynnast nýjum viðskiptafélaga sinum. Og þegar þú sérð hann manstu eítir honum frá þvi i skóla — og þú hefur aldrei þekkt meiri ref eða svikahrapp. Hvað gerirðu: a) Ferð með nágranna út i horn og hvislar: ,,Ég verð að segja þér. . .” b) Leiðir skúrkinn sjálfan út i horn og gefur honum sólarhrings frest til að draga sig i hlé? c) Brosir þinu bezta og ákveður að segja nágrann- og ERT ÞU HROKUR ALLS FAGNAÐAR í PARTÍUM EBA KANNSKI SÁ SEM SITUR IÍT í HORNI? anum alla söguna daginn eftir? d) Hugsar sem svo, að menn geti nú hafa breytzt til batnaðar á öllum þessum tima? 12) Það er kominn heim- ferðartimi. Þú ferð upp i svefnherbergið uppi, þar sem þú veizt að yfirhafn- irnar voru lagðar. Þar inni eru Herra A. og Frú B. i óða önn að brjóta eitt boðorð- anna. Hvað myndir þú gera: a) Liður yfir þig? b) Hóstar kurteislega og skýrir þitt mál? c) Biður Herra A. og Frú B. að rétta þér frakkann og kápuna? d) Kemst að þeirri niður- stöðu, að það sé ágætisveður úti og allt i lagi að ná i yfir- hafnirnar á morgun? e) Laumar sannleikanum til húsbændanna? 13) Við matarborðið, hvort finnst þér fólkið við hliðina yfirleitt a) leiðinlegt? b) skemmtilegt? 14) Til þess að skilja þig ekki útundan ákveða húsráð- endur að bjóða þér annað hvort i golf eða sem fjórða mann i bridge, vitandi að þú kannt ekkert i hvoru. Hvað gerir þú: a) Tekur þátt i þvi i grini og af skyldurækni? b) Leggur til að þú farir með hundinn i gönguferð? OG HVER ER SVO NIÐURSTAÐAN ? €>+ 65 stig eða meira: Þú ert fágætur persónuleiki. Þú manst eftir svo mörgu, sem aðrir gleyma... og þú ert gæddur þeim góða hæfileika að geta látið gestgjafana lfka skemmta sér og finnast þeir heima hjá sér. En það eru lika aðrar ástæður fyrir þvi að þú ættir að fá boðskort úr gulli. Þú hefur hæfileikana til að láta fólk finna að þúhaf ir einungis komið af þvi að þig langaði til að koma (og sannarlega hefðirðu annars ekki komið). Þú getur skemmt þér konunglega án þess að það þurfi einhver að hafa varðstöðu yfir þér, svo þú verðir ekki þér og öðrum til skammar. Þú ert ekki fordómafullur, og þér tekst vel að leyna þvi, sem þú kannt að hafa af sér- vizku. Þú ert næmur fyrir umhverfinu og átt auðvelt með að setja þig inn i hvaða kringumstæður sem er. Þér veitist létt að bjarga þér áfram innan um ókunnuga og þú sérð til þess þótt ekki sé það áberandi, að þú skemmtir þér fyrst og fremst sjálfur. Fólk veit að þú daðrar pinulitið, og hikar ekkert við að biðja um höfuð- verkjartöflu daginn eftir - og enginn áfellist þig þótt þú hafir sett svolitið út á við þá merkilegu og leiðin legu i partíinu. En umfram allt, þú þarft ekkert að burðast við að vera miðpunktur samkvæmisins. Þvi þú hefur það nokkurn veginn á tilfinningunni, og ert það i rauninni á þinn eig- in kæruleysislega máta. Hinn fullkomni gestur er sá, sem ekki skortir sjálfstraust, og gestgjafinn getur beint áhyggjum sinum að öðrum gcstum. 0-0 64-41 stig: Gestgjafinn er siður en svo á nálum út af þér. Þvi þú og þinir líkar eru burðarliðirnir i hverju sam- kvæmi. Þú ert eins og flestir gestanna ástæðan fyrir þvi að fyrsti sjússinn er nægi- lega sterkur (svona til að hrista hátiðleikann af ykk- ur). I klukkustund eða svo mætti halda á svipnum á þér að þú værir i dómkirkju. En eftir það fara flest ykkar að geisla, og þægilegri tilfinn- ing að gripa um sig i veizl- unni. 1 þinum hóp er fólk, sem gjarnan vill vera svolit- ið i horninu og horfa á hitt fólkið, en flest ykkar taka þó við sér þótt siðar sé. Og reyndar eru skemmtilegustu sögurnar sem verða til eftir partiin sprottnar úr þinum hópi. Þvi það eru einmitt þinir likar, sem gera þessa litlu smáskandala, sem lifa I endurminningunni, þótt þeir séu ef til vill óþægileg. til- hugsun fyrir viðkomandi morguninn eftir. ©-T- 40 stig eða minna: Það hlýtur að hafa verið einhver ástæða fyrir þvi að þér var boðið, en hver getur hún eiginlega veriö? Varla peningarnir eða áhrifin? Þá hefur koma þin verið of háu gjaldi greidd. Og við skulum vera hreinskilin, það er ein- hver venja að bjóða þér. Og þinn hópur mun alltaf vera til þar sem veizlur cru haldn- ar. Þvi annars væru þær ekki eins og þær eru. o c) Ertu kannski golfsnill- ingur og bridgekappi? 15) Þetta kvöld er i sjónvarp- inu mynd, sem þú varst stað- ráðinn i að missa alls ekki af. Nefnirðu það svona lauslega við gestgjafana? a) Já? b) Nei? 16) Byrjarðu með þessum hafið kannski um. . .”? a) Já. b) Nei. c) Segi aldrei brandara. oft brandara orðum: ,,Þið heyrt þennan sögur eða 17. Hvað sem annars má segja ágætt um konu gest- gjafans, þá finnst þér hún lé- legur kokkur. Þú ert þess vegna dauðsvangur svo þú læðist niður undir miðnættið til að finna eitthvað að lesa. Þú heyrir þá að hjónin eru inni i stofunni að tala um helgargestina. Þú leggur af rælni við hlustir og þau eru komin að þvi að tala um þig. I hreinskilni sagt, við hverju býstu viö að þau segi um þig: a) Eitthvað fallegt. b) Eitthvað háðskt. c) Eitthvað fremur ill- gjarnt. d) Minnist varla á þig. 18) Svo minnst sé aftur á hvað húsmóðirin var lélegur kokkur — og þú færð i mag- ann. Minnistu kurteislega á það við þau hvort eitthvað sé til við þvi i húsinu? a) Já. b) Nei. 19) 1 öllum partium er alltaf einhver einn a.m.k. sem verður einn eftir úti I horni. Finnst þér skylda þin að gera eitthvað i þvi, halda uppi samræðum við hann eða jafnvel kynna hann fyrir öðr- um? a) Já. b) Nei. c) Ert þú kannski sjálfur einn af þessum „horn-mönn- um” stundum? 20) Finnst þér betra að vera: a) Sá, sem heldur veizl- urnar? b) Sá, sem sækir veizl- urnar? c) Skiptir ekki máli? d) Helzt hvorugt, ef þú igætir ráðið? HVAÐ FÆRÐ ÞÚ MÖRG STIG? Athugaðu hvað mörg stig þú hefur fengið eftir að hafa krossað við svörin: 1) a:5 / b:2 / c:0. 2) a:2 / b:5 / c:0. 3) a:2 / b:5 / c:0. 4) a:0 / b:5 / c:0. 5) a:0 / b:5 6) a:0 / b:5 7) a:0 / b:4 / c:5. 8) a:2 / b:5 / c:0. 9) Dragðu eitt stig frá fyrir hvert JÁ. Ef Jáin eru þrjú eða fleiri, dragðu þá fimm stig frá til viðbótar. 10) a:5 / b:2 / c:0. 11) a:0 / b:3 / c:5 / d:0. 12) a:0/b:3/c:0/d:4/e:5. 13) a:0 / b:5. 14) a:0 / b:3 / c:5. 15) a:0 / b:5. 16) a:0 / b:5./ c:5. 17) a:5 / b:0 / c:5 / d:l. 18) a:0 / b:5. 19) a:5 / b:0 / c:2. 20) a:3 / b:3 / c:5 / d:0. Sunnudagur 16. apríl 1972

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.