Alþýðublaðið - 18.04.1972, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 18.04.1972, Blaðsíða 1
VISSI ÞJOFURINN UM PENINGANA? Það var brotizt inn á fimm stöðum i Reykjavík um siðustu helgi, og munu fjögur innbrot- anna liafa veriö frainin aðfara- nött sunnudagsins, og eitt um miðjan laugardaginn. Hvergi var um stórþjófnað að ræða en samanlagt mun þó hafa verið stolið og skemmt fyrir hátt í 100 þúsund krónur. Brotizt var inn i tvo söluturna, farið var inn i verksmiðju og einnig var brotizt inn i einbýlis- hús, cr heimilisfólk var ekki heima, og stolið þaðan um 50 þúsund krónum i peningum. Peningarnir voru þó ekki á glámbekk i húsinu, og er engu likara en að þjófurinn hafi vitað hvar þá var að finna, og gengið beint að þeim. Nú hefur maður verið hand- tekinn, grunaður um það inn- brot, en hann hefur ekki enn játað það á sig. llin innbrotin eru öll óupplýst enn. ÞRATEFLIÐ: NÚ VIUA SKOTAR FÁ FYRRIHLUTANN i gær hafði skozkur frétta- maður hjá BBC samband við Guömund G. Vórarinsson forseta Skáksambands islands, og spurðist fyrir um kjör þau sem FJÓRIR í EIN- UM ÁREKSTRI Það er ekki á hverjum degi, sem fjórir bilar lenda i sama árekstrinum. Þetta gerðist þó i fyrradag i Kópavogi. Um hálf sjöleytið á sunnudags- kvöld óku bilarnir eftir Hafnar- fjarðarveginum á suðurleið, en þegar þeir komu á móts við Þing- hól, bremsaði fyrsti billinn svo harkalega, að ökumenn hinna bil anna náðu ekki að hemla i tæka tið. Af þessum sökum varð mikil umferðarteppa á Hafnarfjarðar- veginum og mátti sjá bilaröðina teygja sig eins langt og augað eygði eftir veginum. Belgrad hafði samið um i sam- bandi við skákcinvigi Fischcrs og Spasskis. Kvað hann nokkurn áhuga á þvi i Skotlandi að taka að sér fyrri hluta einvigisins. Guðmundur tjáði manninum að samningar væru leynilegir og Skáksamband islands mundi ekki sætta sig við að Skotland sæi um fyrri hlutann, þvi allt önnur við- horf myndu skapast ef fyrri hlut- inn yrði haldinn i landi svo stutt frá islandi sem Skotland er. Það yrði þá einungis barátta um sömu ferðamennina. Skotland kemur þvi vart inn i dæmi, og i gær hafði HoIIand lýst þvi yfir að það treysti sér ckki til þess að sjá um fyrri hlutann. Eru einvigismálin þvi ennþá i óleysanlegum hnút. Alþjóðaskáksambandið hefur enn þann háttinn á að tilkynna islenzkum skákyfirvöldum ekkert um framgang mála og eina vit- neskjan sem þau fá er i gegnum fjölmiðla hér. Eru forráðamenn islenzkra skákmála að vonum óánægðir mcð þessa meðferð og finnst að Alþjóðaskáksambandið hafi haldiö lauslega á öllum mál- um. LÚÐVÍK: YFIRGNÆFANDI MEIRIHLUTI ÞJÓÐA HEIMS MUN SAMÞYKKJA LANDHELGINA FORMLEGA EDA í VERKI Könnun sem gerð var að undirlagi Uúðvíks Jósefssonar sjá varútvegsráðherra um af- stöðu þjóða tiFSO milna landhelg- innar hefur leitt i Ijós, að yfir- gnæfandi meirihluti þjóða heims muni samþykkja land- helgina formlega eða i verki, en einungis tvö riki séu landhelg- inni algerlega andvig, og muni gcra allt sem þau mega til að gera útfærsluna að engu. Þvi virðist sem flestallar þjóðir standi að baki okkur i þessu mikilvæga máli. Frá þessu skýrði Lúðvik Jósefsson fyrir nokkru, og gat þess jafnframt, að mciri sam- staða virtist með okkur i þessari útfærslu, en útfærslunni i 12 mil- ur 1958. Þjóðum heims skipti Lúðvik i fjóra flokka, cftir af- stöðu þeirra til málsins. i fyrsta hópnum væru 50-G0 riki og væri það langstærsti hóp- urinn. i honum væru ríki sem mundu viðurkenna útfærsluna fornilega. Annar hópurinn væri heldur minni, kannski um 20 riki, Þau mundu viðurkenna útfærsluna i verki, og ekki senda nein mót- mæli. l>riðji hópurinn væri ennþá minni. kannski um 12 riki. Þau mundi viöurkenna útfærsluna i verki, en mundu senda mót- mæli eigi að siður. i fjórða hópnum eru aðeins tvö riki, Brctland og Vestur- Þýzkaland, og eru þau okkar höfuðandstæðingar i málinu. Géra þau allt til þess að tor- velda okkur útfærsluna, og hafa uppi hótanir um viðskiptabönn og fleira i slikum dúr. Þá hafa þau reynt að hafa áhrif á meðlimi Efnahags- bandalagsins og þau riki sem sótt hafa um inngöngu i banda- lagið, en ætla má samt að þeim reynist erfitt að snúa Dönum, Norðmönnum og Irum til liðs við sig. Ekki fór sjávarútvegsráð- herra nánar út i, hvaða þjóðir tilheyra hverjum flokki, er reikna má með þvi, að i fyrsta hópnum séu Suður-Ameriku- rikin, langflest Afrikurikin, og auk þess Alþýðulýðveldið Kina og Finnland. 1 öðrum hópnum eru væntan- lega sum sósialistisku rikin i AusturSE vrópu og írland, Malta, Kýpur, Indland, Caylon og nokkur i viðbót. kannski Kanada, Noregur og Danmörk. i þriðja hópnum eru væntan- lega Bandarikin, Sovétrikin, Arabalöndin, Portúgal, Spánn og einhver'fleiri , liklegast uni 12 talsins. í sérflokki eru svo Bretland og Vcstur-Þýzkaland cins og áður scgir, og þau munu beita öllum brögðum til þess að koma i veg fyrir útfærsluna. VERÐUR ÞETTA AFTUR ALGENG SJON Á MIÐUNUM EFTIR 1. SEPTEMBER? Svona leit tjallinn út þegar hann var i landhelginni i september 1958. Þar var öllu til tjaldað, gjarnan breitt yfir nafn og númer, — og á dekki stóðu togarakarlarnir vopnaðir furðulegustu bareflum tilbúnir i slag ef varð- skÍDÍn nálguðust. VÍSINDAMENNIRNIR í TÍMAKAPPHLAUPI h'erð Appollo 16 gcngur samkvæmt áætlun, en á sunnudag tilkynntu geim- fararnir að þeir hefðu orðiö varir við brúnleitar flögur i geimfarinu. Kváðust þcir ekki geta gert sér grcin fyrir því hvað þctta væri, en gizkað er á, að hér sé um að ræða málningarslett- ur. í llouston var þvi lýst yfir, að ekkert ógnaöi áframhaldi ferðarinnar. A meðan á ferðinni stend- ur framkvæma geimfar- arnir ýmsir athuganir, Þá hafa gcimfararnir yfirfarið mánaferjuna og eiga eftir að gera það einu sinni enn áður en lent verður á tunglinu. Geimfararnir um borð i Appollo 16 verða næstsið- ustu gestir tunglsins i fjölmörg ár, þar sem Appollo geimferðaáætl- unin hefur veriö skorin stórlega niður og keppast vísindamennirnir við að græða, eins mikið og hægt cr á þessum tveimur síð- ustu fcrðum. John Young, Charles Dukc og Thomas Matt- ingly eiga auk þeirra til- rauna, sem áður hafa vcrið gerðar á tunglinu, að setja upp fyrstu stjörnurannsóknastofuna þar. Þeir hafa með sér sýnishorn, scm eiga að sýna áhrif geimferða á lifandi verur og þeir eiga að gera tilraunir með framleiðslu á bóluefni i þyngdarleysinu. Vegna uppsetningar mönnuðu geimrannsókn- arstöðvarinnar á næsta ári munu geimfararnir gera tilraunir með nýja gerð af vatnsbirgða- geymslu. Þá munu þeir cinnig reyna nýja gcrð af fæði i ferðinni. GEIMVEIKI Fæði geimfaranna núna er meira sérhæft og betur fylgzt með neyzl- unni en áður. Ilefur verið bætt kalium söltum i mat- inn, þar sem menn gruna, að skortur á kalium sé or- sök geimveikinnar, sem hefur gert vart við sig i fyrri ferðum geimfara til tunglsins. Eins og menn rekur cflaust minni til var heilsa Appollo 15 áhafn- arinnar slæm. LENGSTADVÖLIN Young og Duke verða fyrstu mennirnir sem dvelja yfir þrjá daga á tunglinu. Aætlað er, að þeir fari þrjár könnunar- fcrðir á tunglbil sinum. Framhald á bls. 4

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.