Alþýðublaðið - 18.04.1972, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 18.04.1972, Blaðsíða 8
LAUGARÁSBÍÓ Sími 32075 HAFNARFJARÐARBIÓ » MARTIN HACKIN MOPuCliOH TWOMULESFOR SISTERSARA Hörkuspennandi og vel gerð araer isk ævintýramynd i iitum og Panavision. tsl. texti. Sýnd 5, 7, og 9 bönnuð börnum innan 16 ára. Systir Sara og asnarnir CLINT EASTWOOD SHIRLEY Maclainf. Tólf stólar Mjög fjörug og skemmtileg Amerizk gaman mynd af allra snjöllustu gerð. Myndin er i litum með islenzkum texta. Ron Moody Frank Langella. Sýnd kl. 5 og 9. AUSTURBÆJ ARBÍÓ I SÁLARFJÓTRUM (The Arrangement) Sérstaklega áhrifamikil og stór- kostlega vel leikin, ný, amerisk stórmynd, byggð á samnefndri skáldsögu eftir Elia Kazan. Mynd, sem alls staðar hefur vakið mikla athygli og veriö sýnd við metaösókn. Bönnuð innan 1* ára. Sýnd kl. 5 og 9. STJÖRNUBÍÓ Meö köldu blóöi (ln cold blood). íslenzkur texti Heimsfræg ný amerísk úrvals- mynd i Cinema Scope um sann- sögulega atburði. Gerð eftir sam- nefndri bók Tnuman Capete sem komið hefur út á islenzku. Leikstjóri: Richard Brooks. Kvikmynd þessi hefur allsstaðar verið sýnd með metaðsókn og fengið frábæra dóma. Aöalhlut- verk: Robert Blake, Scott Wilson, ,Iohn Forsythe. Sýndkl. 9. Bönnuðbörnufn Elvis. t villta Vestrinu. Bráðskemmtileg og spennandi kvikmynd i litum og Cinema Scope Sýnd kl. 5 og 7. ÞJÓDLEÍKHÚSID GLÓKOLLUR sýning sumardaginn fyrsta fimmtudag kl. 15Ú OKLAHOMA sýning sumardaginn fyrsta fimmtudag kl. 20. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13.15 til 20. Simi 1—1200 (illUÍÚ SnilKAHSSIIN MJtíT AMtnAMLÓCUACUt . AUiTUASTAjfll é Slmi 11354 UR OG SKARIGRIPIR KCRNELÍUS JÖNSSON SKÓLAVOROUSÍIG 8 BANKASTRÆII6 ^"•18588-18600 OC% HOKIIÐ NUI 0*66 *GG TÓNABÍÓ s 31182. Þú lifir aðeins tvisvar. ,,You only live twice” Heimsfræg og snilldar vel gerð, mynd i algjörum sérflokki. Myndin er gerð i Technicolor og Panavision og er tekin i Japan og Englandi eftir sögu Ian Flemings „You only live twice” um James Bond. Leikstjórn: Lewis Gilbert islenzkur texti. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 5 og 9 Sýnd I örfá skipti enn þá vegna fjölda áskorana. HÁSKÓLABÍÓ Hinn brakaði reyr (The raging moon) Hugljúf áhrifamikil og afburða vel leikin ný brezk litmynd. Leikstjóri: Bryan Forbes Islenzkur texti Aðalhlutverk: Malcolm Mc- Dowell Nanette Newman Sýnd kl. 5, 7 og 9. Þéssi mynd á erindi til allra hugsandi manna og verður þvi sýnd yfir helgina. Blaðaummæli: „Stórkostleg mynd” — Evening Standard „Fágæt mynd, gerir ástina inni- haldsrika” News of the World. „Nær hylli allra” — Observer. LEIKFÉIAG YKJAVÍKUR' ATOMSTÖDIN i kvöld. Uppscll. SKUGGASVEINN, miðvikudag ki. 20,30. SKUGGASVEINN, fimmtudag kl. 15. PLÓGUR OG STJÖRNUR, fimmtudag kl. 20,30. Siðasta sýning. ATOMSTÖÐIN, föstudag. Uppselt. KRISTNIIIALDIÐ 137. sýning laugardag kl. 20,30. ATOMSTÖDIN, sunnudag. Uppsclt. Aðgöngumiðasala i Iðnó er opin frá kl. 14. Simi 13191. NÝJA BÍÓ Thc Mephisto Walfz 1111 SDI’MI (II II.KHim Mjög spennandi og hrollvekjandi ný amerisk litmynd, Alan Alda, Jacqueline Bisset, Barhara Parkins, C'urt Jurgens. Svnd kl. 5, 7 og 9. • HAFNARBIÓ Sun/k>Wér Sophia WarceMo Loren Mastroianni Efnismikil, hrifandi og af- bragðsvel gerð og leikin ný bandarisk litmynd um ást, fórn- fýsi og meinleg örlög á timum ólgu og ófriðar. Myndin er tekin á Italiu og viðsvegar i Rússlandi. Leikstjóri: VITTORIO DE SICA Islenzkur texti — sýnd kl. 5, 7 og 9. KÓPAVOGSBÍÓ Uppreisn æskunnar (Wild in the streets) Nýamerisk mynd i litum. Spennandi og ógnvekjandi, ef til vill sú óvenjulegasta kvikmynd, sem þér hafið séð. Islenzkur texti. Leikstjóri: Barry Shear. Kvikmyndun: Richard Moore. HLUTVERK: Shelly Winters Christopher Jones Diane Varsi Ed Begley Sýnd kl. 5.15 og 9. Bönnuð börnum innan 14 ára. Gordon Banks hefur gert inargt stórkostlegt i vetur,.enda var hann I gær kjörinn knatt- spyrnumaður ársins i Englandi, eins og raunar var búizt við. Myndin sýnir það scm Banks hefur gert frægast i vetur, vitaspyrnu, sem hann varði frá Geoff Hurst alveg út við stöng. Þetta atvik kom Stoke öðru fremur i úrslit deildar- bikarsins, og færði Stoke að lokum langþráðan sigur eftir 108 ára baráttu. ENSKI BOLTINN BANKS AAAÐUR ÁRSINS Hinn frábæri knattspyrnumaður Cordon Banks var i gær kjörinn „Knattspyrnumaður ársins” i Englandi. Komu úrslit atkvæða- greiðslunnar siður en svo á óvart, þvi Banks hefur aldrei verið betri en einmitt nú, þrátt fyrir að hann sé 33 ára gamall. Gordon Banks hlaut yfir- gnæfandi meirihluta atkvæða eða 75%. i öðru sæti varð irski landsliösmaðurinn Jenny Giles frá Leeds og þriðji varð félagi Banks úr Stóke, George East- ham. Banks hefur 69 landsleiki að baki fyrir England, og yfir 500 deildarleiki fyrir Chesterfield, Leicester og Stoke, auk fjölda annarra leikja. Hann hefur tvi- mælalaust verið bezti mark- vörður heimsins undanfarin 5—7 ár. Og það skemmtilega er, að Þýzkaland er Gordon Banks ekki ókunnugt, þvi hann dvaldi þar um tima i herþjónustu, og þar kynntist hann konu sinni Ursulu, sem er þýzk. Gordon Banks er mjög prúður leikmaður, bæði utan og innan vallar, og það þótti tiðindum sæta þegar hann var bókaður i leik i fyrra. Hann þykir hafa kimnigáfu i meðallagi, og er meðal vina sinna kallaður „Fernie”, eftir franska háð- fuglinum Fernandel, en þeir eru ótrúlega likir i andliti, auk þess scm kimnigáfa þeirra þótti svipuð, en Fernadel lézt fyrir nokkru . LEEDS I BIKARÚRSLIT I 3. SINN k 7 ÁRUM Leeds United er komin i úrslit ensku bikarkeppninnar i þriðja sinn á 7 árum. Leeds vann góðan sigur yfir Birmingham i undan- úrslitunum á laugardaginn en aftur á móti skildu Arsenal og Stoke jöfn 1:1, og mætast liðin að nýju á Goodison Park, velli Everton á miðvikudagskvöld. Leikmenn Stoke eru alls ekki óvanir aukaleikjum i bikarnum þetta keppnistimabil. Stoke hefur vegnað mjög vel i þeim þrem bikarmótum sem það hefur tekið þátt i,Texaco bikarnum, deildar- bikarnum og bikarkeppninni. En Stoke hefur einnig haft lag á þvi að gera jafntefli. og þvi þurft að leika marga aukaleikina. Leikur- inn á laugardaginn var 23. bikar- leikur Stoke i vetur, nýtt met sem seint verður slegið. Félagið á i það minnsta einn bikarleik enn- þá, og ef hann gengur vel mætir Stoke Leeds á Wembley, og það yrði þá 25. bikarleikurinn! Leikur Stoke og Arsenal var ákaflega harður, og ljóst var að hvorugt liðið ætlaði að gefa sig. Stoke lék greinilega upp á jafn tefli, þvi i liðið vantaði bæði Terry Conrey og Mike Pejic, en þeir geta báðir verið með á miðviku- daginn. Enda fór svo að Arsenal náði yfirtökum i byrjun, og var nokkrum sinnum nálægt þvi að skora. En fyrsta markið kom ekki fyrr en á 47. minútu, og var George Armstrong þar að verki fyrir Arsenai. Á 66. minútu jafnaði Stoke, með sjálfsmarki Peter Simpson, en hann var mjög að- þrengdur eftir pressu frá Smith. Bob Wilson hafði þá meiðst á hné, og varð hann að fara af velli stuttu siðar. John Radford kom þá i markið, og stóð sig vel, bjargaði tvisvar marki, enda sótti Stoke mjög siðustu minúturnar. Úrslitin i leik Leeds og Birmingham voru eiginlega af- ráðin þegar i fyrri hálfleik, en þá hafði Leeds skorað tvisvar. Mick Jones skoraði eftir 18. minútna leik og Peter Lorimer bætti öðru marki við 6 minútum seinna. Birmingham reyndi allt sem hægt var til þess að snúa leiknum sér i hag, en Leeds var bara miklu betra sögðu þulir BBC, og það var fyllilega verðskuldað þegar Leeds skoraði þriðja markið á 65. minútu, Jones aftur. Leeds er komið i úrslit i þriðja sinn á 7 árum, en liðið hefur tapað báðum úrslitaleikjunum sem það hefur tekið þátt i, fyrst gegn Liverpool 1965, og svo gegn Chelsea 1970. Auk þess hefur Leeds komist þrisvar i undanúr- slit á siðustu 7 árum. Og þegar Leeds var önnum kaf- ið i bikarnum, gekk á ýmsu i deildarkeppninni, en þar á Leeds einnig möguleika á sigri. Þar urðu úrslit þessi: Coventry-Manchester City 1:1 Derby-Huddersfield 3:0 Everton-Leicester 0:0 Ipswich-Sheffield Utd. 0:0 Manchester Utd.-Southamton 3:2 Tottenham-Chelsea 3:0 West Ham-Liverpool 0:2 Wolves-West Brom 0:1 Af toppliðunum unnu Derby og Liverpool sina leiki auðveldlega, en Manchester City varð að láta sér nægja jafntefli gegn Coventry. Spennan er nú alveg að komast i hámark, þvi Derby og Manchester City eiga aðeins eftir 2 leiki, Liverpool þrjá og Leeds fjóra. Derby á aldeilis eftir þunga mótherja, Manchester City úti og Liverpool heima! Hins vegar átti Derby ekki i erfiðleikum með Huddersfield á laugardaginn. Roy McFarland, Kevin Hector og John O’Hare skoruðu mörk Derby i leiknum. Huddersfield reyndi allt sem það gat, en það dugði ekki, og liðið er nú i geypilegri fallhættu. Ekki verður það til að draga úr áhyggj- um Harold Wilson, sem er mikill aðdáandi Huddersfield, og sér alla þá leiki liðsins sem hann kemst á. Manehester City gerði aðeins jafntefli við Coventry 1:1. Tony Towers skoraði fyrir Man. City snemma i leiknum, en Dennis Mortimer jafnaði rétt fyrir leiks- lok. 1 Lundúnum sýndi Liverpool hvað i liðinu býr, og sigraði West Ham 2:0. Mörkin skoruðu þeir Toshack og Heighway. Áður en lengra er haldið, er rétt að lita á stöðuna i 1. deild, á toppi og botni. Derby 40 68: 31 56 Man. City 40 74: 43 55 Liverpool 39 62: : 29 54 Leeds 38 69: :28 53 Southamton 39 50: 77 29 Crystal P. 39 37 :64 26 Huddersfield 40 27: :58 25 Nott. For. 39 45: 77 23 Eins og sjá má er Southamton ennþá f svolítilli fall- hættu. En Coventry og West Brom eru úr allri hættú. Það eru þrjú neðstu liðin sem verða lik- legast að bita i það súra epli að falla. Framhald á bls. 4 0 Þriðjudagur 18. apríl 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.