Alþýðublaðið - 18.04.1972, Blaðsíða 3
i gær vann hópur manna að þvi
að skipa islenzku lambakjöti upp
úr norsku skipi i Keflavík, og var
kjötinu ekið i frystihús i Innri-
Njarðvikum til geymslu.
Það er þó ekki svo, að farið sé
aö flytja íslenzkt kjöt inn frá Nor-
egi, þótt þessi 200 lesta farmur
hafi að vísu komizt til Noregs.
SÍS mun hafa verið búið að
selja þetta kjöt til Noregs og fyrir
nokkru var þvi skipað um borð i
norska leiguskipiö Utstraum, og
var það flutt til Noregs.
A leiðinni út, kviknaði i skipinu,
og gátu skipverjar sjálfir slökkt
eldinn, en eitthvað af kjötinu mun
hins vegar hafa skemmst i eldin-
um.
Þegar norsku kaupendurnir sáu
þetta, neituðu þeir að taka við
nokkru af farminum, og var skip-
inu þvi snúið aftur tii islands.
Kjötinu var svo ekið i frystihús,
sem fyrr segir, en blaðinu tókst
ekki að afla sér nánari upplýsinga ,
um hvað SIS hyggst fyrir með
kjötið.
BERNADETTE
FÉKK 6 MÁNUÐI
Bernadette Devlin og annar
irskur mcðlimur brezka
þingsins voru i gær dæmd i sex
mánaða fangelsi fyrir þátt-
töku i löglegri mótmæla-
göngu, sem farin var i norður-
irska bænum KnniskiIIen i
febrúar siðastliðnum.
Hvorki Devlin né hinn þing-
maðurinn voru viðstödd þegar
dómur var kveðinn upp. Þau
höfðu áður lýst þvi yfir, að
þau hygðust hunza réttar-
höldin.
„Akæruvaldið hefur valið
okkur úr hópi þúsunda mót-
mælenda. Þetta er hlálegt”,
sagði Bcrnadetta nýlega.
Framhald á bls. 4
FIMM MILLJONIR
í FJALLVEGINA
Til fjallvega var alls varið
nokkuð á 5. m.kr. Af ein-
stökum fjallvegum var mest
lagt i Sprengisandsleið, eða
500 þús. kr., og Kjalveg, eða
400 þús. kr. Að fráskildum
fjórum aðal—fjallvegum yfir
hálendið, sem samtals tóku til
sin 1,2 m.kr., skiptist
framlagið til fjallvega þannig
á milli einstakra kjördæma,
að mestu fé var varið til
fjallvega i Norður-
landskjördæmi eystra, röskri
einni milljón, þar næst til fjall-
vega á Vestfjörðum röskum
800 þús. og þar af 700 þús. kr. i
hinn nýja skiðaveg fsfirðinga,
en minnstu til fjallvega i
Reykjarneskjördæmii eða 95
þús. kr. Til reiðvega var varið
á árinu 280 þús. kr. og var
Landssambandi hestamanna
falið að skipta þvi fé á milli
einstakra hestamannafélaga.
EÐVARÐ
ENDUR-
KJÖRINN
Á fjöimennum aðalfundi verka-
mannafélagsins Dagsbrúnar,
sem haldinn var i Iðnó sl. sunnu-
dag, voru skýrðir út sérsamning-
ar þeir, sem náðust eftir 7 mán-
aða samninga og undirritaðir
voru á laugardaginn. Fundurinn
stóð i fimm klukkustundir, en
ekki tókst að afgreiða öll þau mál
sem áttu að vera á dagskrá.
Verður þvi haldinn félagsfundur á
næstunni þar sem lokið verður
málum aðalfundarins, og verða
þá m.a. kjörnir fulltrúar á þing
Verkamannasambands Islands,
sem verður haldið i Reykjavik á
næstunni.
Kosið var i stjórn Dagsbrúnar,
og skipa hana nú eftirtaldir
menn: Eðvarð Sigurðsson, for-
maður, Guðmundur J. Guð-
mundsson, varaformaður, Hall-
dór Björnsson ritari, Pétur
Lárusson gjaldkeri, Andrés Guð-
brandsson fjármálaritari, og
meðstjórnendur: Baldur Bjarna-
son og Pétur Pétursson.
Samþykkt var á fundinum að
stofna nýjan sjóð.fræðslusjóð, og
fær hann til umráða styrktarsjóð
Dagsbrúnar hinn eldri. í honum
eru kr. 386 þúsund, og leggur hver
félagi i hann kr. 100 á ári. Er sjóði
þessum ætlað að kosta skólun for-
ystumanna félags'ins og
trúnaðarmanna, bera kostnað af
söguritun félagsins , notast
i menntastyrki hérlendis og er-
lendis.
A sl. ári fékk 181 maður samtals
5,8 milljónir króna í ellilifeyri en
22 félagsmenn fengu kr. 44 þús-
und úr styrktarsjóði verkamanna
og sjómanna. \
LEIKUR í KVÖLD
Guðný Guðmundsdóttir og
Halldór Haraldsson efna i kvöld
til tónleika fyrir styrktarfélaga
Tónlistarfélagsins i Austur-
bæjarbiói.
Guðný leikur einleik á fiðlu,
en Ilalldór annast pianóundir-
leik.
Guðný var ekki ncma sjö ára
gömul, þcgar hún byrjaði nám i
fiðluleik, en núna hefur hún
aflað sér BM gráðu frá East-
man School of Music i New
York.
Hún stundar um þessar
mundir framhaldsnám i Royal
College of Music í London. Hún
hcfur komið fram á fjölmörgum
tónleikum i Bandarikjunum,
auk þess, sem hún hefur haldið
tónlcika i Kópavogi og á Akra-
nesi.
A efnisskránni eru verk eftir
Mozart, Béla Bartók, Saint-
Saens, Dvorák og Beethoven.
VERKFRÆÐINfifl-
FELAGIÐ GO ÁRA
Innan vébanda Verkfræðinga-
félags islands eru nú 460 manns
og þar af starfa 57 erlendis.
Þetta kemur fram i fréttatil-
kynningu frá félaginu, cn aðal-
fundur þess var nýlega haldinn.
A miðvikudaginn verður fé-
lagið 60 ára, en félagið var
stofnað 19. april árið 1912.
Stofnendur voru 13, en enginn
þeirra er nú á lifi.
HEIMSÓTTU VÖLLINN
ólafur Jóhannesson forsætis-
ráðherra og Einar Agústsson
utanrikisráðhcrra heimsóttu
herstöðina á Keflavikurflugvelli
fyrir rúmri viku. I vikuritinu
The White Falcon, sem gcfið er
út á Keflavikurflugvelli, er
skýrt frá heimsókn ráðherranna
mcð meðfylgjandi mynd.
NÚ VILJA ALLIR EIGA TRILLU
A undanförnum árum hafa
skipasalar^ofoið varir við tals-
verða hetfytingu á skipamarkað-
nunrTog sagði Jón II. Baldvins-
son, hjá Skipum og fasteignum, i
viötali við Alþýðublaðið fyrir
skömmu, að eftirspurn eftir
litlum bátum, mest 10-12 tonna
hefði aukizt geysimikið, en milli-
stærðir af bátum hafi selzt.
Sagði hann að fyrsthafi farið að
bera á þessari þróun við tilkomu
Stofnlánasjóðs fiskiskipa, en
mannekla á bátaflotanum hafi
líka gert sitt.
Þær stærðir báta, sem helzt
Reykvíkingar að búa
trilluna sína undirsum-
arið. — Það eru bátar
af þessari stærð sem
bliva i framtiðinni.
virðast vera að detta út, eru af
stærðinni 60-100 tonn, en á þá þarf
jafn mikinn mannskap og á stærri
bátana. Þessi óhagkvæmni i
rekstri veldur þvi, að þeir, sem
hyggja á annað borð á að fá sér
stærri báta, fara heldur út i kaup
á bátum yfir 100 tonnum.
Á litlu bátana þarf ekki fleiri en
1-4 menn, þar sem þeir eru nú
búnir tækjum, sem áður voru
aðeins á stærri bátum. Jafnvel er
það algengt, að 1-2 menn séu á
þessum litlu bátum.
Að sögn Jóns voru fyrstu bátar-
nir af stærðinni 10-12 tonn
smiðaðir fyrir happdrætti DAS á
árunum eftir 1960, en seinna
snéru ýmsar skipasmiðastöðvar
sér að smiði slikra báta fyrir
almennan markað. Þar á meðal
Bátalón i Hafnarfirði, sem
við sögðum frá hér i blaðinu fyrir
skömmu, og Jóhann Gislason,
sömuleiðis i Hafnarfirði og hefst
ekki undan við smiðina.
Hér i Reykjavík hefur það tals-
vert færzt í vöxt, að menn fái sér
litla báta og geri út á sumrin, og
það er lika talsvert algengt að
menn stundi útgerðina i hjáverk-
um, og hafi talsverðar tekjur af.
Þannig höfum við sannfrétt, að
hæsti trillubáturinn i Reykjavik
hafi verið með 240 tonn i fyrra-
sumar, og dæmi eru þess, að
menn sem skjótast i róður um
helgar og i sumarfrii, hafi komizt
upp i 100 tonn yfir sumarið.
Margir leita á mið stutt frá
Reykjavik, en fleiri eru þeir þó
sem halda til Suðurnesja og gera
út frá Grindavik og Sandgerði, og
eru nokkrir farnir með trillur
sinar þangað suðureftir nú þegar.
Þá bregða Reykvikingar sér
lika á Breiðafjörðinn, en á vertíð-
inni i vctur hafa þau mið reynzt
sunnlenzkum sjómönnum einna
skást.
Þriðjudagur 18. april 1972