Alþýðublaðið - 19.04.1972, Blaðsíða 9
ÍMtTTIR 2
Stigakóngur
mótsins, Þórir
Magnússon, skorar
glæsilega i leiknum
viö HSK.
HEILTI
HÖFN
Vegna veðurhamsins
sem ríkti hér sunnanlands
á laugardaginn, komust
Þórasarar ekki suður til
keppni í íslandsmótinu í
körfuknattleik. Af þeim
sökum varð að fresta
leikjum í mótinu og fóru
aðeins fram tveir leikir.
HSK lék við Val og
sýndi sinn bezta leik í
vetur. Sigur liðsins var
engin tilviljun og Skarp-
héðinsmenn hafa að
öllum líkindum bjargað
skinninu að þessu sinni,
þeireru vart lengur í fall-
hættu. Þá lék ÍR við
Ármann og vann mjög
sannfærandi 102-69. Eru
IR-ingar greinilega að ná
sér á strik og geta þeir
orðið KR-ingum skeinu-
hættir í lokaleiknum.
HSK-Valur. 84:70 (31:40)
Meö sigri Laugvetninga yfir
Val i þessum siðari leik liðanna
hefur HSK 4 stig umfram UMFS
eftir sama leikfjölda, hvort liðið
hefur leikið 11 leiki. Búast
veröur við þvi að Stúdentar sigri
Borgnesinga og ef svo verður
skiptir leikur UMFS og HSK
engu máli, UMFS fellur þvi i
aðra deild.
1 leik HSK og Vals höföu
Valsmenn oftast forystuna.En
þegar Þórir Magnússon bezti
maður Vals var kominn með
4 villur, var hann tekinnútaf
i«okkrar minútur, en á þessum
tima skora Laugvetningar hvað
eftir annað og áttu þeir nú ólikt
betri lokaminútur en i leiknum
á móti IR fyrir skömmu.
Guðmundur Böðvarsson átti
nú sinn bezta leik við HSK og
Anton lék mjög vel. Þórir var að
venju stigahæstur Valsmanna
og hefur hann sennilega tryggt
sér styttuna fyrir stigahæsta
leikmann tslandsmótsins i ár.
Stigahæstir: HSK: Anton 28,
Guðmundur Böðvarsson 22 og
Einar Sigfússon 14.
Valur: Þórir 32, Kári 14, og Jens
10.
Vitaskot: HSK: 20:9 Valur 12:6.
ÍR-Ármann. 102-71 (45:33)
1 byrjun leit út fyrir að
Ármenningar ætluðu aldeilis að
standa i Islandsmeisturum ÍR,
þvi að þeir komust i 10:3 og léku
fyrstu minúturnar eins og
meistarar og gerði Jón
Sigurðsson þá nokkrar stór-
fallegar körfur auk þess sem
hann átti margar fallegar
sendingar sem gáfu stig.
En svo fóru 1R ingar í gang og
höfðu náð 12 stiga forskoti i hálf-
leik. 1 siðari hálfleik áttu ÍR-
ingarnir mjög góðan leik og
varð leikurinn þá mjög ójafn.
ÍR-ingar notfærðu sér öll mistök
Armenninga vel og skoruðu þeir
mikið upp úr hraðaupp-
hlaupum.
Kristinn Jörundsson átti
góðan leik að þessu sinni og
Sigurður Gislason lék sinn bezta
leik að þessusinni og Sigurðurj
Gisla
Kristinn Jörundsson átti
góðan leik að þessu sinni og
Sigurður Gislason lék sinn bezta
leik i vetur. Þetta er i annað
sinn, að 1R nær 100 stiga
markinu i leik, en þeir eru eina
liðið sem hefur náð þeim
árangri.
Reykjavikurmeistarar
Armanns hafa komið mjög á
óvart fyrir lélega frammistöðu i
mótinu og þessi leikur engin
undantekning, það var aðeins
Jón Sigurðsson sem eitthvað
kvað að.
Stigahæstir: 1R: Kristinn
Jörundsson, 40, Agnar Friðriks-
son 16 og Sigurður Gislason 15.
Armann: Jón Sigurðsson 22,
Björn 20 og Jón Björgvinsson 10.
Vitaskot: 1R 16:8. Ármann 12:4.
AFMÆLISLEIKUR BIKARSINS
í kvöld fæst væntanlega úr þvi
skorið, hvort þaö veröur Stoke
eða Arsenal sem mætir i úrslitum
bikarkeppninnar ensku 6. mai
n.k. Liðin mætast að nýju á
Goodison Park, velli Everton. Má
búast við þvi að uppselt verði á
leikinn.
Stoke stendur óneitanlega betur
að vigi, þvi liðiö hefur endurheimt
þrjá leikmenn sem ekki gátu
verið meö á laugardaginn
Conroy, Mahoney og Pejic.
Arsenal verður hins vegar án
markvarðar sins Bob Wilson, sem
meiddist illa i leiknum á laugar-
daginn, og veröur ekki meira með
Framhald á bls. 4
þlj ®l 1
9 i
Hdan: ENSKU
LEIKJUNUM
AÐ LJÚKA
Nú fer senn að liða að lokum deildakeppnanna, þar sem leikirnir
á næsta seðli eru þeir næst siðustu fyrir sum liðin. óvissan um
efsta sætið er mikil, bæði i 1. og 2. deild og eru nokkur lið um hit-
una. 1 1. deild eru það Derby, Leeds, Man. City og Liverpool og
eiga þau öll erfiða leiki, nema ef vera skildi Liverpool, sem á
Ipswich heima og er hann vist talinn svo auðveldur, að hann er
ekki á getraunaseðlinum.
1 2. deild eru það Norwich, Millwall og Birmingham, sem berj-
ast um efstu sætin og þar með sæti i 1. deild næsta ár. Ég held að
það verði Norwich og Birmingham, sem hnossið hljóta að þessu
sinni.
Það voru ensku spámennirnir, sem báru sigurorð yfir kollegum
sinum islenzkum i siðustu spá, þvi Times og News of the World
höfðu 7 rétta, Mirror og Telegraph voru með 6, en Alþýðublaðið,
Morgunblaðið, Timinn, Express og People voru með 5. Þá komu
Visir og Observer með 4, en Þjóðviljinn var slappur að þessu sinni
með aðeins 3 rétta.
Þá snúum við okkur að seðli 16. leikv. og er bæði skemmtilegur
og erfiður, sem og nokkrir siðustu seðlar :
ARSENAL — WEST HAM 1
West Ham hefur ekki tekist að sigra Arsenal á Highbury á s.l. 6
árum, en tvisvar gert jafntefli.
Hugsanlegt er að það takist að þessu sinni, þar sem Arsenal á
erfiðan leik við Stoke i undanúrslitum Bikarsins á Goodison Park i
Liverpool i kvöld, sem ég held að Arsennal vinni.
Þessi leikur verður án efa erfiður fyrir Arsenal og þótt ég spái
heimasigri, get ég ekki neitað þvi að mér finnst jafntefli koma
sterklega til greina.
CHELSEA — NEWCASTLE 1
1 siðustu 6 leikjum þessara liða á Stamford Bridge hefur Chelsea
unnið tvisvar með eins marks mun, en i hin fjögur skiptin hefur
orðið jafntefli.
Chelsea tapaði úti um s.l. helgi, en Newcastle átti að leika við
Stoke, en þeim leik var frestað þar sem Stoke lék við Arsenal i
Bikarnum. Þetta er jafnteflislegur leikur, en ég hallast samt sem
áður að heimasigri, að þessu sinni.
HUDDERSFIELI) — WOLVES X
Þótt Huddersfield sé að öllum likindum fallið i 2. deild að þessu
sinni, tel ég þetta vera erfiðan leik. úlfarnir eru með beztu liðum i
1. deild, sem kunnugt er, en þeim hefur gengið illa að undanförnu
og tapað hverjum leiknum á fætur öðrum. Hvað gera þeir nú á
Leeds Road gegn Huddersfield? Ég er i miklum vafa með þennan
leik og held jafnvel að Huddersfield hirði annað eða bæði stigin.
LEICESTER — COVENTRY I
Hér er um að ræða lið, sem ég á alltaf erfitt með að átta mig á,
þvi þau eru til alls likleg. Bæði gerðu þau jafntefli um s.l. helgi,
Coventry á heimavelli við Man.City, en Leicester úti gegn Ever-
ton. En með tilliti til heimavallarins tel ég möguleika Leicester
öllu meiri og spái þvi heimasigri.
MAN.CITY — DERBY X
Þá fáum við óumdeilanlega erfiðan og skemmtilegan leik til að
fást við. Bæði liðin berjast um sigur i deildinni og þessi leikur,
kannski öðrum fremur, getur ráðið úrslitum i þeirri baráttu. Mér
er iifsins ómögulegt, að geta mér til um úrslit, en i fyrra var jafn-
tefli og ég spái sömu úrslitum aö þessu sinni.
NOTT.FOR. — MAN.UTD. 2
Nott.For. er i neðsta sæti i deildinni og er ásamt Huddersfield,
að öllum likindum fallið i 2. deild. Það hefur gengiö á ýmsu fyrir
Man.Utd. að undanförnu, svo ómögulegt er með nokkurri vissu aö
segja fyrir um úrslit þessa leiks. Ég spái Man.Utd. sigri, en ég er
langt frá þvi að vera sannfærður um þau úrslit.
SHEFF.UTD. — CRYSTAL PAL. X
Þótt ég hafi hér að framan slegið þvi sem næst föstu, að
Nott.For. og Huddersfield falli i 2. deild, þá er þvi ekki að neita, að
Crystal Pal. er enn i talsverðri fallhættu, þar sem það hefur aðeins
hlotið 25. stig. Ég er þessvegna á þvi, að þetta verði tvisýnn leikur
og að Crystal Pal. muni reyna að halda a.m.k. öðru stiginu. Ég
held að það takist og spái jafntefli.
SOUTIl AMTON — TOTTENHAM 1
Þetta er þrælsnúinn og erfiður leikur, Þvi þótt Southamton sé
aftarlega á listanum i 1. deild, er liðiö til alls liklegt á The Dell.
Tottenham hefur ekki gert miklar rósir á útivelli i vetur og ég á
ekki von á þvi, að svo verði á laugardaginn. Jafntefli eða heima-
sigur eru liklegustu úrslitin i þessum leik og ég spái heimasigri.
STOKE — EVERTON X
Ef við skoðum úrslit i leikjum þessara liða 6 ár aftur i timann á
Victoria Cround sjáum við þessar markatölur: 1—1, 0—1, 0—0,
1—0, 2—1 og 1—1. Jafnara getur það varla verið. Urslitin i leik
Stoke og Arsenal geta haft áhrif á úrslit þessa leiks, þannig að úr-
slitin að þessu sinni eru siður en svo auðráðin. Ég hygg að jafntefli
séu þegar á allt er litið liklegustu úrslitin, en aðrir möguleikar eru
ekki þar með útilokaðir.
W.B.A. — LEEDS 1
Ekki veit ég hvort margir eru sömu skoðunar og ég varðandi
þennan leik, þar sem ég tel úrslit hans mjög óviss. Nú veit ég að
Leeds er sennilega bezta liö Englands, en einhvern veginn er
það svo, að þeir eiga alltaf i basli með WBA. Þrjú s.l. ár hafa þau
skiliö jöfn á The Hawthorns, siöan koma tveir WBA sigrar, en árið
1965—66 vann Leeds.
Nú á Leeds i baráttu á tveim vigstöðvum, i deildinni og Bikarn-
um og á þvi möguleika áð endurtaka afrek Arsenal frá i fyrra.
WBA leikur leikinn áhyggjulaust. Það er búið að bjarga sér frá
falli og þarf þvi engar áhyggjur aö hafa. Svei mér þá ef ég held
ekki að WBA vinni þennan leik, eða nái a.m.k. öðru stiginu.
BURNLEY — MILLWALL 1
Þá er komið að fyrri 2. deildar leiknum á seðlinum aö þessu
sinni, sem er á milli Burnley og Millwall sem nú er i öðru sæti i
deildinni. Þetta erenn einn erfiður leikur, þar sem Millwall þarf á
báðum stigunum að halda i baráttunni við Norwich og Birming-
ham um sætin i 1. deild næsta keppnistimabil. Ég spái heimasigri,
en jafntefli er ekki langt undan.
SUDDERLAND — Q.P.R. 1
Bæöi þessi lið eru i hópi efstu liöa i 2. deild og þvi kænlega valin
til að ljúka þessum seöli. Sunderland vann i leik þessara liöa á
Roker Park i fyrra og ég geri ráð fyrir sömu úrslitum nú.
Miðvikudagur 19. apríl 1972
o