Alþýðublaðið - 23.04.1972, Side 1
GLEOILEGT SUMAH - OG EG MEIKA ÞAD
Ekki veit ég við hvern er að
sakast, en einhver hlýtur að
bera ábyrgðina á þvi að páskar
og hvitasunna eru einhverjir
leiðinlegustu fridagar sem við
fáum. Það er helgislepjan sem
grúfir yfir föstudeginum langa,
páskadeginum og hvitasunnu-
deginum. Og þótt fólk eigi nú
virkilega inni fyrir þvi eftir
langan veturinn að fá að komast
út undir bert loft og draga inn
pinulitið súrefni, þá er einhver
sifelld viðleitni hjá kerfinu til
þess að reyna að spyrna á móti.
Á föstudaginn langa var ég að
koma eins og tugþúsundir ann-
arra Heykvikinga ofan úr skiða-
landinu, - það var óslitin bilaröð
frá skiðalandinu i Bláfjöllum
niður fyrir Artúnsbrekku, enda
veðrið á þann veg, að ekkert var
hægt að gera heilnæmara fyrir
likama og sál en nota útivistina.
En við Geitháls lá hin dauða
krumla kerfisins i mynd nokk-
urra lögregluþjóna, sem sáu til
þess að kaupmaður staðarins
fengi nú ekki að græða svo mik-
ið sem 15 aura a þvi að selja
mönnum bensinlögg á tankinn
eða pylsu i tómann magann.
Ég spurði lögregluþjóninn,
sem sat við stýrið, hvort ekki
yrði opnað aftur. ,,Allavega
ekki fyrr en eftir miðnætti”
svaraði hann - og þar með hafði
þessu leiðinda fyrirkomulagi á
kristnihaldi noröur undir heim-
skautsbaug tekizt að eyðileggja
fyrstu almennilegu útivistar-
helgina fyrir hundruðum ef ekki
þúsundum manna, kvenna og
barna, sem urðu fyrir vikið að
nota siðustu tvo bensinlitrana til
að komast heim i bilskúr.
En þvi miður, þetta er ekki
einu sinni hálf sagan. Og svo
við höldum okkur við bensinið,
þá er það aftur þessi dauða
krumla, sem skrúfar fyrir
bensinsölu klukkan kortér fyrir
eitthvað á hverju kvöldi, og þótt
það sé komið sumar með nátt-
leysur og miðnætursólarróman-
tik - þá sér reglugerðin fyrir þv
þvi að fyrr verði villinn bensin-
laus en menn komist á leiðar-
enda.
Framundan er fyrsta stóra
ferðahelgin, hvitasunnan. Þá á
þessi furðusaga eftir að endur-
taka sig i 1001. sinn. Krumlan á
eftir að eyðileggja ánægjuna
fyrireinhverjum.hvortsem það
er i formi banns við bensinsölu,
banns viö saklausum dans-
skemmtunum, banns við hinu
eða banns við þessu.
Hvers vegna tökum við ekki
sumrinu fegins hendi og njótum
þess. Við fáum sjaldnast nóg af
þvi, og þegar við óskum hvert
öðru gleðilegs sumars, þá eig-
um viðaðmeina það. Niður með
bönnin og upp með brosin.
Vel á minnst. Sumarstúlkan
okkar að þessu sinni heitir Anna
Scheving - og það var hirðljós-
myndari okkar, Gunnar Heið-
dal, sem tók myndina.
Sunnudagur 23. apríl 1972