Alþýðublaðið - 23.04.1972, Page 2
ER EKKI ALLTAF, SEM VITNI HAFA RÉTT FYRIR SÉR
ÞEIR URÐU
FÚRNAR-
tðMB
VITNANNA
STOLNI BÍLLINN
Albert Chapman
Koy Roberts
Sendiferðabil var stolið í Brad-
ford í nóvember 1970. Lögreglu-
þjónn sem var á verði í um-
ferðinni kom auga á hinn stolna
bíl nálægt gatnamótum, en mis-
lukkaðist að fá ökumann til að
nema staðar. Hann fór þá inní bíl
hjá einum vegfaranda og mælti
svo fyrir að þeir skyldu elta bíl-
þjófinn uppi. Þeir eltu hann um
hríð og gátu knúið hann til að
stanza. Sáu þeir þá ökumann
greinilega. Lögregluþjóninn fór
inní bilinn og skipaði ökumanni
að aka áleiðis til ráðhússins hafði
sjálfur ekki af honum augun og
fylgdist með hverri hreyfingu. En
skyndilega snarhemlaði öku-
maður þaut út og flúði eins hratt
og fætur toguðu. Lögregluþjónn-
inn elti hann en missti af honum.
Seinna brá hann sér i hús Albert
nokkurs Chapmans og skildi þar
eftir fyrirmæli um að mæta hjá
lögreglunni. Albert Chapman
kom að vörmu spori, og var þá
ákærður fyrir að aka stolnum bíl.
Hann hafði ágæta fjarvistar-
sönnun, en ekkert stoðaði. Honum
var stillt uppí röð einsog vani er
þegar bera skal kennsl á óbóta-
menn og bæði lögregluþjónninn
og bílstjórinn þekktu hann fyrir
bílþjófinn fótfráa. Þeir meira að
segja þekktu fötin sem hann var i.
Seint í febrúar var Albert Chap-
man svo dæmdur í níu mánaða
fangelsi og sviptur ökuleyfi um
hálfs annars árs skeið.
En þá er fregn um þetta birtist í
blaði daginn eftir að dómur var
felldur, var einn af lesendunum
Roy nokkur Roberts. Hann sat
sjálfur í fangelsi. Fimm dögum
seinna játaði hann fyrir lögregl-
unni að hann væri sekur um þau
afbrot sem Chapman væri dæmd-
ur fyrir. Piltur þessi kom fyrir
rétt 13. marz. En Albert losnaði
ekki fyrren hann var búinn að
sitja saklaus í fangelsi i sautján
daga.
JÁTAÐI Á SIG
FRASOGN i blaði um mál Raymonds
Boddy hljóðar svo:
Healing rannsóknarlögreglumaður fékk
lof i Middlesex undirrétti fyrir aö leggja
sig fram um að kanna máliö svo hið sanna
kæmi fram. bað var forseti réttarins sem
bar á hann lofið og bað saksóknara að sjá
um að verka lögreglumannsins yrði getið
við lögreglustjórann sjálfan.
Raymond Boddy 26 ára gamall kola-
flutningamaður i Greenford Avenue i
Southall var sakaöur um að hafa brotizt
inn i hús og stoliö i Park Avenue i
Southall. Hann var kallaður fyrir rétt, en
daginn eftir réttarhaldið var annar kola-
maður Lynn James tekinn fastur fyrir
aðrar sakir, en sú vitneskja barst frá
Scotland Yard að fingraför hans hefðu
fundiztá innbrotsstaðnum i Park Avenue.
Enda þótt mál Boddys væri langt á veg
komið fannst Healing logreglumanni að
nauðsyn bæri til að rannsaka það nánar.
Lögreglumaðurinn skrapp þvi að finna
Lynn James sem var annarsstaðar i fang-
elsi. Hann yfirheyrði James, þótt naum-
ast væri það i hans verkahring, og játaði
hann innbrotið og þjófnaðinn. Kæran á
hendur Raymond Boddy byggðist á fram-
burði tveggja kvenna sem völdu hann úr
stórum hópi manna sem upp var stillt að
venju og töldu sig geta borið um að hann
væri sá seki.
En allt fór á annan veg, er Lynn James
játaði á sig verknaðinn ásamt tveimur
öðrum mönnum. Þeir höfðu brotizt inn ,
stolið og ekið bilnum i leyfisleysi. Lynn
fékk 15 mánaða fangelsi, þar af sex mán-
uði skilorðsbundna.
En til þess að vera sanngjarn i garð
kvennanna ber þess að geta að þessir
tveir ungu menn voru likir i sjón.
TÖSKUÞJÓFURINN
NOKKRAR gamlar konur urðu fyrir þvi
að ungur piltur kom til þeirra út á stræti
og baö um að mega láta þær hafa
smámynt fyrir seðla. Þegar svo seðlarnir
komu i ljós þreif hann þá af þeim, og hljóp
eins og fætur toguðu á burt. Þetta gerðist
aftur og aftur.
Þetta var i Bradford.
Tuttugu ára gamall barþjónn sem
heima átti i Clara Street i Leicester heim-
sótti iðulega ættingja sem hann átti i
Bradford, var handtekinn. Tvær konur
bentu á hann i hópi manna sem upp var
stillt, og kæra var lögð fram á hendur
honum. Alls þekktu hann fyrir þjófinn sex
konur sem orðið höfðu fyrir ráni. Nafn
ÁRAS Á GÖTU ÚTI
mannsins er Patrick Crundall .
En Crundall var heppinn. Slátrari nokk-
ur i Bradford sá kvöld eitt ungling fara
framhjá búðinni, og þar þekkti hann aftur
pilt sem hann áður hafði elt en misst af
eftir að hafa horft á hann ræna konu. Nú,
'hljóp hann enn á eftir piltinum og náði
honum. Hann reyndist vera Jeramiah
Delaney 17 ára gamall og atvinnulaus.
Hann játaði sök sina. Og vitnin sex töldu
sér hafa getað skjátlazt. En Crundall
þurfti að biða i nokkra mánuði áður en
hann fékk sakleysi sitt. viðurkennt og var
látinn laus. Hann kveðst hafa tapað 150
pundum bæði vegna tekjumissis og vegna
simtala milli Bradford og Leicestar.
Indverji nokkur, Sham Sharma að nafni
sem var á leið heim til sin i Handsworth
nálægt Birmingham varð fyrir árás
þriggja manna frá’ Vestur-Indium (þel-
dökkra). Veski hans með 23 pundum var
tekið.
Hann sneri sér strax til lögreglunnar
sem ók honum um nágrennið. A götu
einni, ekki langt þar frá sem árásin var
gerð, voru þrir dökkir menn á gangi og
taldi Indverjinn sig þekkja þar árásar-
mennina. Veskið fannst ekki i fórum
þeirra og aðeins voru þeir með um 2 pund
i peningum auk þess sem ekkert sérstakt
benti til að þeir væru hinir seku. Sharma
þóttist samt viss i sinni sök.
Þessir þrir menn voru siðan kallaðir
fyrir rétt og settir i gæzluvarðhald.
En þegar þeir höfðu verið nokkra daga i
varðhaldi urðu þeir þess áskynja að þrir
aðrir menn frá Vestur-Indium voru i
fangelsinu og ræddu þeir sin á milli um
árás lika þeirri sem þeir sjálfir voru sak-
aðir um. Þeir gátu gefið lögreglunni upp
gælunöfn hinna kumpánanna og lögreglan
fór heim til mannanna og fann þar veskið
stolna.
Hinir seku voru siðan dæmdir, en þessir
þrir menn sem saklausir höfðu fengið að
dúsa nærfellt hálfan mánuð i fangelsi
látnir lausir og fengu einhverjar bætur.
SILFURBÚNAÐI STOLIÐ
MAÐUR að nafni Frederick Loveridge
var tekinn fastur og sakaður um innbrot
og þjófnað á silfurborðbúnaði aö verð-
mæti um 500 pund. Hann sat i varðhaldi i
þrjár og hálfa viku er hann var látinn
laus.
Engin sönnun var fyrir þvi að hann
hefði drýgt glæpinn. En eitt eða tvö vitni
töldu sig þekkja þar hinn seka og völdu
hann úr er þeir voru leiddir fram fyrir röð
af mönnum.
En áður en lengra liði hafði lögreglan
hendur i hári tveggja af fimm úr pöru-
piltahópi sem stundað höfðu innbrot og
þjófnað i London og viða i kring. Fingra-
för þeirra fundust i húsinu þar sem silfur-
borðbúnaðinum var stolið. Þeir voru
seinna sakfelldir fyrir þann verknað.
En Frederick Loveridge var i fangelsi
og þurfti enn að koma fyrir rétt til þess að
vera lýstur sýkn saka. Samt var honum
neitað um bætur fyrir óþægindin og van-
virðuna sem hann hafði orðið að þoia.
STOLIÐ ÚR KIRKJU
ÞEGAR Leonard Everington, 41 árs
gamall verkamaður i Ipswich, var látinn
laus hafði hann setið i fangeísi fjórar
vikur. Hann hafði i ágúst verið kærður
fyrir að stela helgum gripum úr þremur
kirkjum i borginni. Hann játaði á sig
glæpinn en lét i það skina eftir á að hann
hefði gert það undir nokkurri þvingun af
hálfu lögreglunnar.
Ekki var stillt upp neinum hópi manna
til að láta vitni velja úr. Heldur töldu þau
sig þekkja hann a' mynd sem þeim var
sýnd.
En seinna komst upp að allt annar mað-
ur framdi verknaðinn, fingraför hans
fundust á einum kirkjugripnum sem stolið
var og sá hinn sami var þekktur fyrir að
ræna kirkjur.
Leonard Everington var látinn laus, en
verjandi hans lét þess getið að mál hans
væri dæmi um mistök við að þekkja söku-
dólg og sýndi enn fremur að sumir játa á
sig sök sem alls ekki var þeirra.
o
Sunnudagur 23. apríl 1972