Alþýðublaðið - 30.04.1972, Side 10

Alþýðublaðið - 30.04.1972, Side 10
HANNIBAL SVARAR SJÖMENNINGUNUM Blaðinu hefur borist eftirfar- andi greinarstúfur frá Hannibal Valdimarssyni: Sem andsvar við árás á mig - sem Alþýðublaðiö hefur komið á framfæri fyrir 7 húsnæðismála- stjórnarmenn, óska ég birtingar á eftirfarandi: Sjömenningarnir hafa eftir mér, að leggja beri starfsemi Húsnæðismálastofnunar rikisins niöur,- Þetta er alrangt, og allur pistill þeirra þannig byggður á rangfærslu. Ljóst var af ræðu minni, að ég taldi starfið fullframkvæmanlegt af einni stofnun i staðinn fyrir tvær. Og ég er andvigur þvi, aö Ivær stofnanir annist þau störf, sem ein getur innt af hendi. Þá er það tilbúningur einn og staðlausir stafir, að ég hafi i framsöguræðu minni veitzt að þeim sjömenningunum á nokkurn hátt,- Ég veittist að flokkunum fyrir að viðhalda þvi kerfi, að fjölmenn sveit flokkspólitískra fulltrúa sé til þess sett að annast afgreiðslu á jafn sjálfsögðu og ópólitisku verkefni og afgreiðsla húsnæðislána er. Útlegging sjömenninganna um stjórnmálalega rannsóknarstarf- semi á lánsumsækjendum er þeirra en ekki min - en þó e.t.v. ekki alveg út i hött. Máliö sjálft er ofureinfalt: Lögin segja nákvæmlega til um, hve stórar ibúðir geti notið lánafyrirgreiðslu skv. Húsnæðis- málalöggjöfinni,- Teikningar Teiknistofunnar segja i smáatrið- um hvernig ibúðirnar skuli vera. Og Veðdeildin annast af- greiðslu lánanna. Og þvi spyr ég: Hvers vegna þarf tvær stofnanir og fjölmenni flokkspólitiskra full- trúa til að annast þessi einföldu viðskiptaatriði? Þetta eru minar skoðanir, og að þeim tel ég mig jafn frjálsan og sjömenningarnir eru að sinum, um að það sé persónuleg árás á þá að bent sé á, að bragarbót mætti gera á rikjandi lánakerfi i húsnæðismálum. En litum þá á verkefni þessarar 9 manna húsnæðismálastjórnar. Þvi er rétt lýst i pistli þeirra. Það er þetta: Skoða ber, hvort umsóknir fullnægi gildandi lögum og regl- um. Þarf til þess flokkspólitiska sveit 9 manna? — Ég segi nei. — Allir þeir, sem sent hafa lög- lega umsókn, eiga nú að fá lán. Þarf flokkspólitiska fulltrúa til að taka ákvörðun um það? — Ég segi nei. Lita ber á, hvenær umsóknir berast og afgreiða þær i réttri röð. Þarf útvalda fylkingu flokks- pólitiskra fulltrúa til þess verks? — Ég segi nei. Ganga ber úr skugga um, hvenær ibúð hafi orðið fokheld skv. vottorði þar um. Þarf flokkskjörna 9 manna sveit tii þessa vandaverks? — Ég segi nei. Og þetta er það, sem ég leyfi mér að nefna pólitiskt þukl. Enn fráleitara en allt þetta, með enn sterkari flokkspólitisk- um keim er þó tilnefning 7 aðal- manna og 7 varamanna, samtals 14 manns, i stjórn verkamanna- bústaða jafnvel i fámennum byggðarlögum út um land. Mundi það íika vera árás á þá sjömenn- ingana að vilja fækka þvi liði? Þessar skoðanir minar setti ég fram nú, i trausti þess, að heil- brigt almenningsálit mundi skap- ast i málinu og auðvelda breyt- ingar siðar. Það held ég lika að hafi tekizt. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. llannibal Valdimarsson. MJOG AUKIN UMSVIF SAMVINNUBANKANS Aðalfundur Sam vinnubankans var haldinn i Sambandshúsinu, Reykjavfk, fim m tudaginn 27. april sl. Fundarstjóri var kjörinn Asgeir Magnússon, frkv.stj., en fundarritari, Pétur Erlendsson, skrifstj. Formaður bankaráðs, Erlend- ur Einarsson, forstjóri, flutti skýrslu um starfsemi bankans, hag hans og afkomu á árinu 1971, og rakti nokkuð þróun efnahags- inála almennt. Kom þar fram að mjög aukin umsvifí eru i allri starfsemi bankans. Innstæður i bankanum hafa meir en tvöfald- ast á sl. 2 árum, þær hafa vaxið úr 501 millj. kr. i 1041 millj. kr., eða um 540 millj. (108%). Innláns- aukningin á sl. ári nam 190 miilj. kr. A árinu var gengið frá kaup- um bankans á fasteigninni Hankastræti 7, ásamt lóðarrétt- indum fyrir nýbyggingu. Eitt útibú var stofnað á árinu lláaleitisútibú, sem er 11. útibú bankans, en það fyrsta i Keykja- vik. Kristleifur Jónsson, banka- stjóri, lagði fram cndurskoðaða ársreikninga bankans og skýrði þá. Ileildarinnlán í Samvinnu- bankanum námu i árslok 1971 1041 m.kr. og nam innlánsaukn- ingin 190 .millj. kr. á árinu eða 22.:!%. Ileildarútlán bankans juk- ust um 15(1 millj. kr. á árinu og námu 827 milij. i árslok. Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymslulok.á Volkswagen i allílestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin. Bilasprautun Garðars Sigmundssonar Skipholti 25, Simar 19099 og 20988. SINFÓNIUHLJÓMSVEIT ISLANDS Aukatónleikar i Háskólabiói fimmtudaginn 4.mai kl. 21. Stjórnandi Ragnar Björnsson. Flutt verður: Stabat Mater eftir Dvorak. Flytjendur: Guðrún Á. Simonar, Svala Nielsen, Magnús Jónsson, Jón Sigur- björnsson, óratóriukórinn og Karlakór Reykjavikur. Aðgöngumiðar seldir i Bókabúð Lárusar Blöndal, Skólavörðustig 2 og i Bóka- verzlun Sigfúsar Eymundssonar, Austur- stræti 18. MINNINGARSJÓÐUR VIGDÍSAR KETILSDÓTTUR OG ÓLAFS ÁSBJARNARSONAR Ákveðið hefur verið, að sjóðurinn veiti styrk 2 læknum til framhaldsnáms, kr. 500.000.00 hvorum, sem greiðist á næstu 4 árum kr. 125.000.00 árlega. Umsóknir ásamt upplýsingum um hvaða sérgrein væri að ræða og aðrar upplýs- ingar sendist formanni sjóðsins, Ásbirni Ólafssyni, Borgartúni 33 fyrir lok júnimánaðar 1972. Minningarsjóður Vigdisar Ketilsdóttur og Ólafs Ásbjarnarsonar. Verkamannasamband íslands sendir meðlimum sinum og verkalýð öll- um stéttarlegar heillaóskir i tilefni 1. MAÍ Bifvélavirkjar Allir til þátttöku i hátíðahöldunum 1. MAÍ Félag bifvélavirkja. Sendum öllu starfsfólki og vinnandi fólki til lands og sjávar okkar beztu kveðjur i tilefni 1. MAÍ N.I. MIDNES Sandgerði. 1 Sveinafélag húsgagna- bólstrara, Reykjavík óskar til hamingju með 1. MAÍ 0 Sunnudagur 30. april 1972

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.